Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 8
ÁRNI ÓLA Framhald af bls. 2 var dönsk. Seinna varð Halldór skrif- ari hjá Eiríki Sverrisen sýslumanni og seinast var hann „gustukamaður" hjá Steingrími biskupi í Laugarnesi og dó 1846. Af Sigrfði dóttur hans er komin mikil ætt í Danmörku (Topsöe-ættin). Óli Egilsson Sandholt bjó um skeið í t'aktorsíbúðinni. Hann var sonur Egils Sandholt borgara (er bafði verið í Grænlandi. en kenndi sig við Sand- hóla á Tjörnesi. Óli var kvæntur Guð- rúnu dóttur Árna Reynistaðamágs, sem Jörgensen gerði að bæjarfógeta. Börn þeirra Óla voru Árni Sandholt og Bjarni Sandholt, sem seinna voru kaup menn vestra. Ása kona Hans A. Clau- sens etazráðs, Sigríður kona Péturs Guðmundssonar faktors á Isafirði og Ingibjörg kona Sigfúsar Schulesen sýslumanns. — Óli Sandiholt var önnur hönd hinna ensku kaupmanna hér og hlaut af því óvinsældir. Var hann um skeið faktor hjá þeim. En 1818 flutt- ist hann til Keflavíkur og var faktor þar, en síðan fór hann að Búðum á Snæfellsnesi og andaðist þar 1835. Clement Lint Thoroddsen, föður- bróðir Jóns sýslumanns Thoroddsen, átti um skeið heima í faktorsíbúðinni. Hann var „sigldur" og hafði numið klæðskeraiðn og. var hinn fyrsti íslenzki klæðskeri 'bér á landi, svo að sdgur fari af. — Árið 1825 reisti hann hús á Austurvelli, sem lengi gekk undir nafninu Skraddaahúsið. Þetta hús keypti B’örn Jónsson síðar, reif það og reisti þar Ísafoldarprentsmiðju. — Clemant gat ekki lifað á iðn sinni hér vegna þess hvað bærinn var fámenn- ur, oe hvarf bvi aftur af landi burt. O. P. Chr. MöIIer er búsettur í fakt- orsíbúðinni 1819, og er húsið þá nefnt Sívertsensbús, eins og fyrr segir. Hann var danskur (fæddur á Sjálandi 1777). Um skeið hafði hann verið verzlunar- stjóri hjá Jakob Plúm í Ólafsvík. Ár- ið 1809 kevpti hann . Józka húsið“ af Bjama riddara og rak þar síðan verzl- un, að nokkru leyti í félagí við And- ersen & Smith, fram til ársins 1833. Var hann að ýmsu leyti merkur maður og kom 'allmíkið við sögu bæjarins þau 30 ár, sem hann dvaldist hér. Hann bió fvst í Józka húsinu, en þótti þar of þrönvt um sig, svo að hann fluttist í faktorsíbúð Sunckenbergs. Seinna lét hann reisa hús á Austurvelli og verzl- aði þar. Það hús gekk lengi undir nafn- inu „Gvunvmöllershús“ kennt við Guð- nýu tengdadóttur hans. Chr. Möller var seinast veitingasali í ..gamla klúbbn um“ og dó þar 1841. Eitt af börnum hans var Marie Nikolina, kona Ólafs Hannessonar Finsen, og var sonur þeirra hinn frægi ljóslækningamaður Niels R. Finsen. — Sonur Möllers var Jóhann Möller lyfsali í Reykjavík. Hann var kvæn ur danskri konu, en dó á bezta aldri. Eins og fyrr getur er ekkert kunn- ugt um hvort verzlað hefir verið í krambúð Sunckenbergs á þessum ár- um. né bveriir hafi verzlað þar, hafi búðin ekki stsðið auð. En talið er að Einar stúdent Jón-son muni hafa sett þar. upp eisln verzlun um 1820, er hann hætti verzlunar;‘.jÓFa?törfum hjá Jak- oib:ve’'zlun. og muni hann hafa verzi- að bar fr-m að 1827. Einar Jóns^on stúdent var bróðír séra R'-nir'ir p H"afn.seyr;. föður Jóns Sigurð? = onar fnrsata. Einar var kvænt- ur Ingveldi Jafetsdóttur lóskera Illuga- sonar ' G’-tóta bvr’uðu þau búskap sinr, í torfbae í Þ:ngholti í Reykiavik 1803. — Einar varð verzlunarstjóri hjá JakC'b-verzlun ef.ir fráfall Gísla Sim- onarson^r frá Málm»y og átti þá heima í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi. Gekk hann þennan spöl kvölds og morgna, til vinnu og frá vinnu. Voru þá eng- in önnur ákvæði um lokunartíma sölu- búða en þau, er kaupmenn settu sjálf- ir, að opna fyrir allar aldir og loka ekki fyrr en undir miðnætti. — Þeg- ar hann hætti verzlun í búð Sunchen- bergs, réðst hann faktor hjá Knudtzon og var þar fram til 1835. Eftir það rak hann eigin verzlun, í lítilli búðar- holu í húsi sem hann átti og stóð á lóð- inni þar sem Hótel ísland var seinna. Annað hús átti hann við Túngötu og bjó þar seinustu árin (d. .1839). — Synir þeirra Ingveldar voru séra Ólaf- ur á Stað á Reykjanesi (faðir Þoláks Ó. Johnson kaupmanns), séra Guð- mundur í Arnarbæli (tengdafaðir séra Ólafs Ólafssonar fríkirkjuprests) og Jafet gullsmiður. En dóttir þeirra var Ingibjörg, kona Jóns Sigurðssonar. Sunchenbergshúsjn voru seld á upp- boði 1827. eftir kröfu Bjarna riddara Sívertsens, og skiptist þá eignin þann- ig, að Westy Vellejus keypti krambúð- ina og verzlunarhúsin, en Einar snikk- ari Helgason keypti faktoraíbúðina. Skal nú fyrst sagt frá þvi hvernig fór um íbúðarhúsið. Einar Helgason snikkari var bróðir Árna stiftprófasts í Görðum og faðir Helga E. Helgasonar barnaskólastjóra í Reykjavík. Bjó Einar þarna í faktors- íbúðinni fram til 1841, en seldi þá hús- ið verzlunarfélaginu G. W. & E. Lor- entzen í Altona é Þýzkalandi. Breyttu þeir nú íbúðarhúsinu í sölubúð og veitti Sveinbjörn Jacobsen verzlun þeirra forstöðu. Sveinbjörn Jacobsen var íslenzkur í aðra ætt, en faðir hans var danskur. Móðir hans var Ásta Ásbjarnardótt- ir, systir Ólafs föður Sveinbjarnar kaupmanns í Keflavík. föður frú Krist- jönu Duus og Ólafs Á. Ólafssonar kaup- manns. En bróðir Asbjamar föður Ástu var Egill í Njarðvík, faðir Svein- bjarnar skálds og rektors. — Svein- björn Jacobsen var mikill hæfileika- maður og kom allmikið við sögu þessa bæjar á sinni tíð. Hann veitti býzku verzluninni forstöðu fram til 1847, en þá keypti hann hana og rak fyrir eig- in reikning um 10 ára skeið. Var hann lítt þokkaður af kaupmönnum hér, því að hann fór mjög sínna ferða um verð- lag og verzlunarháttu. En hann var vinsæll af alþýðu. Árið 1857 varð hann gjaldþrota, en varð síðan fulltrúi hjá Glasgowverzluninni. Endaði það með ósköpum og málaferlum. Fluttist Svein- bjöm síðan upp úr því til Seyðisfjarð- ar og þar mun hann hafa dáið. — Kona hans var Theresa, sem talin var dóttir Tærgesens kaupmanns af fyrra hjóna- bandi. En er Tærgesen lézt, kom upp sá kvíttur a'ð Theresa væri ekki dótt- ir han-s og mætti ekki ganga *il arfs eftir hann. Urðu úr því mikil mála- ferli, er lauk svo að Hæstiréttur dæmdi Theresu arflausa. Nú víkur sögunni aftur að verzlun- arhúsunum. Westy Vallejns sá er verzlunarhúsín keypti. hafði veríð bókhaldari hjá Pet- ræus. En þegar hann var nú orðinn kaupmaður, fluttist hann til Kaup- mannahafnar og dvaldist hér aðeins á sumrin til eftirlits. Hafði hann því verzlunarstjóra fjrrir sig. — Vallejus er kunnur úr sögu Reykjavíkur fyrir það að hann ætlaði að gera sig fræg- an með því að hlaða upp einn af Sknd- inganeshólum og setja þar upp vörðu er harrn kallaði „Vellejus Minde“. En bæði varðan og nafnið er nú löngu gleymt. — Fyrsti verzlunarstjóri hans var Peter Duus er áður hafði verið verzlunarstjóri hjá Gísla Símonarsyni í Höfðakaupstað, en rak síðar um- fangsmikla verzlun í Keflavík. Hann var kvæntur Ástu dóttur Tómasar söðlasmiðs Bech og Guðrúnar Davíðs- dóttur frá Hlíðarhúsum. Sonur þeirra var H. P. Duus kaupmaður í Keflavík. Næsti verzlunarstjóri hjá Vellejus var Einar Jónasson frá Gili í Svartárdal. Kona hans var Margrét Höskuldsdóttir frá Búastöðum. Sonur þeirra Jónas Hendrik varð verzlunarstjóri í Glasgow, en það endaði illa. Jónas var kvæntur Kristjönu systir Geirs Zoega kaup- manns. Annar sonur þeirra Einars og Margrétar var Pétur, er fluttist aust- ur í BLskupstungur og bjó um hríð á Felli. Hann var einn af þeim, sem lentu í mannskaðaveðrinu mikla á Mos fellgheiði 1859. þá 25 ára að aldri. Hef- ir séra Magnús Helgason ritað merki- lega grein um þá hrakninga í Huld H. Seinna fór Pétur til Ameríku en kom heim aftur og andaðist í hárri elli. Dóttir hans var frú Guðrún Jónasdótt- ir bæjarfulltrúi. — Einar á Gili andað- ist 1835. Margréf giftist síðan Torfa söðlasmiði Steinssyni, en hann drukkn- að á sundi í höfninni 13. júní 1828Ö) Verzlun Vellejus gekk mjög skríkkj- ótt, svo sum árin sem hann átti hús- in, verzlaði hann ekki en leigði búð- ina öðrum. Fyrst mun Einar verzlun- arstjóri hafa verzlað þar eítthvað.. Þá verzluðu þeir þar einnig Edvard Siem- sen og Jón Markússon. Edvard Siemsen mun hafa verið þarna eitt eða tvö ár. Hann var bróðir Carls stórkaupmanns Siemsens er hér rak lengi mikla verzlun. Kom Edvard fyrst hingað sem stýrimaður á skipi bróður síns, en settist hér að og dvald- ist í Reykjavík til æviloka (1881). Hann var vinsæll maður og vel látinn. Árið 1849 reisti hann hús við Austurvöll á milli lyfjaibúðarinnar og Kvennaskól- ans, en seldi það seinna Bjarna amt- manni Thorsta-insson, og þar bjó lengi sonur hans Steingrímur skáld og rekt- or. Nú er þarna landsímahúsið. — Eð- varð Siemsen var um 30 ára skeið verzlunarstjóri bróður síns og meðeig- andi, en verzluninni fór hnignandi á efri árum hans. — Hann var kvæntur Sigríði Þorsteinsdóttur Bjarnasonar lögregluþjóns í Brunnhúsum og var sonur þeirra Franz Siemsen sýslumað- ur. Jón Markússon var stúdent og átti fyrst heima í Þingholti hjá móður sinni Elínu Jónsdóttur prestsekkju. Síðan fór hann að verzla og hefir iík- lega byrjað á því að leigja af Valle- jus. Hann kom talsvert við bæjarmál. sat um skeið í bæjarstjórn og var einn í nefnd þeirri er gerði út um skiptin þegar Reykjavík og Seltjarnarneshrepp- ur skildu. Árið 1848 fékk hann út- mælda lóð fyrir norðvestan Sunchen- bergshúsin og reisti þar verzlunarhús, sem Hans Robb eignaðist seinna og nefndi Liverpool. Húsið var rifið seinna og annað stærra byggt þar, en Liverpool-nafnið fylgir því enn í dag. Þau urðu afdrif Jóns Markússonar að hann fórst með póstskipinu „Sölöven" ha'ustið 1857. Að lokum seldi Vellejus verzlunar- húsin M. C. Bedh stórkaupmanni í Kaupmannahöfn, en hann seldi þau aft- ur Hermann Fischer (bróður W. Fischer, er síðar getur), sem verzlaði þar fá ár, varð skammlífur og dó um 1850. Hann var kvæntur íslenzkri konu> Soffíu Magnúsdóttur frá Seli. — Eft- ir andlát hans keypti húsin Jón Robb og er fátt um hann að segja. Faðir hans, James Robb, var enskur og kom hingað 1813 sem verzl- unarstjóri fyrir firmað Horne & Stock- stone í Liverpool. Árið 1816 keypti Rolbb svonefnt Svendsenshús í Hafnar- stræti. Hóf Robb þarna verzlun og verzlaði þar til dauðadags 1846. Hann var kvæntur íslenzkri konu, Valgerði Ólafsdóttur frá Hafnarfirði og áttu þau fjóra sonu og tvær dætur. Jón var elztur sona þeirra og lærði hann gull- Ö Einar frá Gili eignaðist eitt af verk- smiSjuMsunum, Aðalstræti 14, Vefjarsto/una, en reif hana 1816 og reisti þar nak'krum ár- um seinna timburhús, sem sneri hlið að gotu en Vefjarstofan hafði stungið stafni að götu. Þetta nýja hús var þá kallað Einarshiis, en eftir að Einar d<5 og Margrét giftist Torfa, var það ýmist kallað Torfahús eða Steins- ensihús. — Seinna ráku þeir verzlun þarna Sturla og Friðrik Júnssynir háyfirdómara og voru alltaf kallaðir Sturlubræður. en búðin Sturlubúð. Þeir fluttu fyrsti manna inn enskt sykrað smákex, og var sú vara lengi kölluð Sturlubrauð. smiði, en fékkst einnig við verzlunar- brask. Þeir bræður voru vel Iátnir að öðru en því að þeir voru miklir ó- reglumen'n og fór allt í súginn hjá þeim. — Systur þeirra giftust báðar Moritz Biering kaupmanni og fórst sú seinni með honum við Mýrar haustið 1857. Jón Robb mim hafa orðið gjaldþrota, því að verzlunarhúsin voru seld á upp- boði 1853 og var kaupandinn Robert E. Tærgesen kaupmaður. Hann hafði fyrst verið verzlunarstjóri hjá Knudtzon, en fór svo að verzla fyrir sjáifan sig. Var hann að mörgu leyti mikllhæfur maður og naut mikils álits í bænum, en var þó harður í horn að taka og óvæginn í viðskiptum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæinn, varð slökkviliðsstjóri 1837 og gegndi því starfi með röggseimi í 10—12 ár. Hann átti sæti í bygginganefnd og hann var kosinn í bæjarstjórn 1848. Hann var og einn af stofnendum ,.BræðraféIagsins“ svonefnda, en það var hlutafélag sem stofnað var 1850 til þess að koma hér upp nýtízku klúbb (sam- komuhúsi). Árið eftir að hann keypti verzlunar- húsin, lét hann rífa kramibúðina og reisa þar stórt tvílyft hús (1855), er á þeirri tíð þótti bera mjög af öðrum húsuim. Hefir það óg sðmt sér vel fram að þessu þótt nú sé það orðið 112 ára gaonalt. Þama hafði Tærgesen sölubúð niðri, en ekki bjó hann í húsinu. Hann keypti hús í Tjarnargötu, reif það og byggði upp að nýju (Tjamargötu 5). Bjó hann þar til dauðadags 1867, og ekkja hans eftir hans da.g, þar til Edvard Siemsen keypti húsið. -— Seinni kona Tærgesens var Anna Maria, dóttir Jóhanns Péturs Hansens beykis og Valborgar Eínars- dóttur Hannessonar frá Eyrarbakka. — Dóttir þeirra Tærgesens og Önnu Maríu var Lucinda kona Ólafs yfirkennara Johnsen í Odense, en Inger dóttir Tærge- sens af fyrra hjónabandi var gift Símoni Johnsen bróður Ólafs; þeir voru synir Hannesar St. Johnsen kaupmanns, Stein- grímssonar biskups. Tærgessn rak verzlun í þessu nýja verzlunarhúsi fram til 1865. Var hann þá orðinn 66 ára að aldri og vildi fara að hvíla sig. Hann seldi því verzlun sina og verzlunarhúsin og var kaupand- inn Waldímar Fischer. Hann hafði áður verið verzlunarstióri hjá Knudtzon, eins og Tærgesen. En þegar Sveinbjörn Jacobsen varð gjaddþrota og verzlunar- hús hans, gamla faktorsibúð Sunchen- bergs, var seld á uppboði, þá keypti Fiischer það hús og byrjaði að verzla þar. Og nú, er hann hafði keypt verzl- unarhús Tærgesens, þá va- aftur orðinn einn eigandi að allri fasteigninni, sem Sunehenberg hafði átt, en hafði sundr- ast við uppboðið 1827. Nú átti Fáscher lóðimar og húsin meðfram Aðalstræti báðuim megin víð Götufiúsastíg. Og þegar svo var komið flutti hann búð sína í nýja húsið, en breytti gömlu faktoysíbúðinni í vörugeymisluhús. Verzlun Fischer var jafnan einhver stærsta verzlun bæjarins, meðan hans naut við og er hann talinn meðal merk- iiátu .danskra kaupmanna, sem hér hafa verið. Kvæntur var h?.nn íslenzkri konu, Arndísi dóttur Te:t:s Finn’bagasonar dýralæknis og jáms.r»iÖ3. Þau voru bú- sett í Kaupmannahöfn eftir að verz'lunin færðist í aukana, en ;afr.an kom Fischer heim á sum'in til að líta eftir verzlun- uim sínntm (hann átti aðra verzlun í Keflavík). Fischer lézt árið 1888, þá 67 ára að aidri. Hafði hann áður gefið stórgjöf til styrktar.fátækum ekk’um og föðurlaus- um börnum í Reykjavík og Koflavík og til að styrkia fátæka unga mienn til nám.s í sjómannaskóla. Er sá styrkur við hann kenndur og er nú í vörslu ríkis- stjórnarinnar. Fyrir þetta heiðraði bæj- arstjórn minningu hans með því að breyta uim nafn á Götuihúsastígnum og kalla hann Fisoher'sund. Vegna þess að Fischer var langdvöl- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.