Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 7
Úr Kaldbak. Hér er enn unni'ð' með drá ttarhestum. gekk þessi ágætismaður, sem kvaðst ’heita Sverrir Nielsen, með okkur um kirkjugarðinn og staðnæmdist, þar sem bein afa hans og ömmu úr báðum œtt- um hvíldu. Ennfremur sýndi hann okk- ur minnismerki yfir fjóra drukknaðra sjómenn úr Sandavogi og einn frá Vest- manna, sem fórust við Auistfirði ó stríðs- árunum, þegar bátur þeirra rakst þar á tundurdufl, en þrír komust lífs upp á sker og öfluðu sér viðurværis á þann hátt, að einn þeirra laðaði sel til sin með blístri. Tókst þeim að handsama selinn og ráða niðurlögum hans. Nærð- ust þeir svo á kjötinu, unz að var kom- ið og skipbrotsmönnunum bjargað eft- ir langa hríð. Eiga þeir allir heima í Sandavogi, og benti Sverrir okkur á húsin, þar sem þeir bjuggu. Síðan fylgd- umst við með bonum á fund gamals manns þar í þorpinu, er sýndi okkur, hvar Lögmaðurinn bjó. Þar er nú garður, þéttvaxinn víði og öðrum trjágróðri. Eftir að hafa séð og heyrt það, sem nú hefur verið sagt, kvöddum við mennina, sem höfðu frætt okkur, og héldum af stað gangandi áleiðis til Mið- vogs. Þegar við fórum yfir brú árinn- ar, sem fellur í Sandavog, varð okk- ur litið út á grynningarnar við árósinn framundan kirkjunni, gat þar að líta drengi með háfa og önnur veiðarfæri. Ös’luðu þeir eins langt og þeim var auð- ið, gleymdu sér alveg af ákafa. Fannst mér þetta heillandi sjón og kom í huga lítið kvæði færeyskt, er ég hafði þýtt. Það er eftir Ohristian Matras og ó þessa leið í þeim búningi, sem ég gaf því á íslenzku: Þú gengur fram með ánni, þar sem gras á bökkum lengist, að grundum verða eyrar, en farvagurinn þrengdst, og fitin skartar sóleyjum, er blóm og aldin bera, sem blessað, lítið stundarkorn þér sýn-ist ævin vera. Þá endurnýjast bernska þín sem vaxtarbrum á vori, þú varpar fjötrum, gengur fram svo létt í hverju spori, í veiðihuga kemstu þá, er fiskafylgsnið skoðar, en fögnuðinn í hjarta þínu leiftur augans boðar. Og einmitt þetta vegarnasti aliir sveinar fengu, er eftir Daxárbökkum ó morgni lífsins gengu, sem lögðu þeir á íslandshaf og fleyin failda skárn, þeir fluttu með sér leyndardóminn yfir hverja báru. U tflæði voganna spegluðu nesin og hæðirnar í skuggsjá sinni. Fólkið, sem við gengum framhjá, brosti til okk- ar. Hjá gistihúsinu í Miðvogi stóð kýr- in, sem verið hafði þar fyrr um dag- inn, og heilsaði okkur á sínu máli. Allt var með þeim friði og yndisleika, sem ég hugði, að heyrði aðeins löngu liðn- um tíma til. Komið að Kirkjubæ. Við fórum til Kirkj-ubæjar fimmtu- daginn 10. ágúst í óætlunarbíl, og var Jóhannes av Skarði leiðsögumaður ok-kar. Ferðin þa-ngað gekk seint, því að við vor-um alltaf að mæta bílum, se-m komu þaðan, en végurirm er svo mjór, að nem-a verður staðar, þegar mætzt er. En þannig stóð á þessurn fólksflutningum, að komið höfðu eitt- hvað um 900 enskir skólanemendur og kennarar þeirra á stónu skipi til Þórs- hafnar nóttina fyrir. Og var nú verið að flytja allt þetta fólk til og frá þess- um fræga sög-ustað. Merkilegt fannst okkur að li-tast um í Kirkjubæ. Fyrst skoðuðum við rúst- ir af -kirkju eða bænahúsi utan við fflest eða öll önnur forn mannvirki á staðn- urn. Veggjaibrotin stóðu á sjáv- arbakkanum. Hefur sjórinn auðsjáan- lega brotið undan húsinu grunninn og mikið af veggjunu-m. Hel-dur mildari höndum ha-fa náttúruöflin farið um aðrar kirkjurústi-r á staðnum, dóm- kirkjutóftina miklu, sem Færeyingar kalla ,,Múnurin“, og aldrei var fullgert, en náðizt hafði verið í að reisa af mik- illi bjartsýni, og er talið, að Erlendur biskup hafi tátið vinna það verk. En Suðureyingar voru mótfallnir kirkju- gerð þessari og börðust gegn henni. Varð ein-s k-onar borgarastyrjöld út af kirkjubygigingunni að sögn, og leiddu einhver vandkvæði til þess, að hún stöðvaðist. Mikið af gotnesku skrauti kirkjutó-ftarinnar er veðrað og máð. Þó er fjöld-i höggmyn-d-a enn varðveittur á veggjum hennar. Minn-isstæðust þeirra varð mér rnannis mynd með skýrum persónusvip ó einu-rn veggstöplinum. Er talið, að hún eigi að sýna Erlend bisk- up. S . O ó-knarkirkja sú, sem notuð hefur verið fram á þennan dag, er elzta guðs- hús ó staðnum. Hún var í viðgerð, þeg- ar við komium þar, allmargir trés-mið- ir að venki með hefla ,sagir og önnur tól. Sagði Jóhann-es okkur, að Norð- menn hefðu gefið úrvalstimbur til við- gerðar á kirkjunni. Rétt vestan við þessa kirkju er gamíli bærinn, og m-un reykstofan vera upp- runalegust vistarvera hans, og minni-st ég nánar á hana bnáðum. Ofein við gamla bæinn er nýlegt hús, sem Jó- nann-e-s Patur-sson lét byggja sér, eftir að hann lét af búskap, og bjó í á efri árum. Nú er það dvalar-staður barna hans, sem brot.t eru flutt, þegar þau kioma í heimsókn á æskustöðvarnar. En meðal þeirra eru tvær dætur giftar í Rey-kjavík,. ein í Ósló og ein í Kaup- mannahöfn. Áður en -við gengum inn í ga-mla bæ- inn, varð á vegi okkar mannfjöldi mik- ill, en-ska fólkið, sem áður var getið, svo að naumast varð þverfótað, og glumdi þar snjöll ræða í gjallarhorni á ensku, fræðilegs efnis, efalaust um sögu og hús staðarins. Létum við hana sem vind um eyru þjóta, en hlíttum forsjá og fræðsíu Jóhannesar í hví- vetna. Okkur varð gengið inn í reykstofu Kirkjubæjarbóndans fyrrverandi, sem telst nú til fornminja. Hún er há til lofts o,g víð til veggja með gleri í ljóra á mæni-nu-m, svo að þar var sæmilega bjart. í einu horninu var höggmynd úr kopar af Jóhannesi kóngsbónda Paturs- syni eftir Rík-harð Jónson. Annað bæj- arhús, s-em við sáum, og efalaust miklu eldra en reykstofan, var „stokkhús", g-ert úr digrum trjábolum. Með lotningu gengum við inn í bj-álkahúsið, þar sem á miðöldunu-m var hinn frægi presta- skóli, er Sverrir konungur fék-k í sína fyrstu menntun, en sagan segir, að hann hafi fæðzt í Færeyjum. Þegar við komum út, benti Jóhann- es okkur ó svartan depil upp í fjall- inu. Nefnist þ-ar Sverrishola, og á Gunn- hildur, móðir Sverris, að hafa falið hann þar ungan og dregið fram líf drengsins á mjólk, þangi og sk-elfisk- um, því að hann var óskilgetinn. En svo lí-till var skútinn, að þar hefur mik- il breyting ó orðið, ef þessi munnmæli hafa við rök að styðjast. í þeim heliis- skúta, se-m þar er nú, fær engdn kona geymt eða alið upp barn. Að svo búnu leiddi Jóhannes okk- ur gegnum garð mikinn og fagran, þar sem vaxa bæði skrúðblóm, tré og græn- meti. Ennfremur voru þar vermihús með suðrænum gróðri, upphituð með olíu. Undruðumst við þe-ssa ræktun, en fengum brátt á henni góða skýringu. Vestast í garðinum stóð snoturt íbúð- arhús, Jóhannes drap þar að dyrum, og var okkur þegar boðið inn af þrem -konum, sem komu fram, og var ein roskinleg, en tvær ungar. Fengum við að vita, að önnur unga konan var dótt- ir, en hin tengdadióttir þeirrar öldnu, sem var kona Gazetts urtagarðsmanns, Hún haf-ði orð á því, hve vel ég væri klæddur, „eins og allir íslendingar, sem hér hafa komið“, bætti hún við, „og þeir eru margir." Þegar við höfðum setzt inn í stofuna og okkur hafði verið borið kaffi, kom Gazett, öldurmannlegur að sjá og orð- inn heyrnarsljór, enda víst kominn fast að níræðu, en annar-s hress og ræðinn. Sagðist konu hans, Friðriku, svo frá, að allt greri, sem hann færi höndurn um. Er gróðurinn í urtagarðinum all- ur starf gömilu hjónanna. Vakti það af- rek aðdáun okkar, og sýnir, að mann- anna verk á Kirkjubæ heyra ekki öll gömlum tíma til. Nú er að se-gja frá Paturssonum. Fyrst skal frægan telja, Jó-hann-es. Hann fór ungu-r til búnaðarnáms í Noregi, kom hei-m að því 1-oiknu, k-væntist íslenzkri konu, settist að á Kirkjubæ og gerð- ist mikilvirkur við ræktun á jörðinni fyrstu árin, en tók svo að gefa sig að stjórnmálum, sem hann er frægastu-r fyrir, ásamt skáidskapnum. Elztur bræðranna var Pétur. Hann fór til A-meríku og setti-st þar að. Sá þriðji hét Sverrir og var rit’höfundur. Eftir hann liggur m.a. bókin Fuglar og fólk, merki- legt rit. Si-gert hét hinn fjórði, mikill ferðamaður, ferðaðist m.a. um Afríku og Síberíu og reit bók um síðarnefnt land. Hann leit á sig sem kon-ung heims- ins. Gazett er sá eini Kirkjubæja-r- bræðra, sem enn lifir. Degi var tekið að halla, þegar við kvöddum þau gö-ml-u hjónin, Gazett o( Friðriku. Yfir að líta var Kirkjubæjar- þorpið fagurt í aftanskininu. Óvíða tengist gamall og nýr tími svo traustum böndum sem þar. Ofan við bæinn var fólk að þurrka hey í óða önn. Á Kirkju- bæ eru nok-kur býli, öll í höndum ætt- arinnar, sem við hann er kennd. Með ó-sk um góða framtíð ábúenda og stað- ar, yfirgefum við hinn fornfræga Kixikjubæ. Við urðum ásátt um að fara gang- andi til Þórslhafnar. Leið okkar lá um Valbastað, sem er sveitanþorp með tíu heimilum og á sjö þeirra iifir flólkið af landbúnaði einum sa-man. Við beygðum up-p á hálsinn fram hjá syðsta býlinu, sem stendur í hiýlegum hva-mmi, fallegt hús. Þar voru v-élar að venki á vel slétt- uðu túni í góðri rækt. Annars virtist óhægt um vik að nota vélar bæði í Kirkjubæ og á Va-lbastað, því að tún- in eru s-v-o brattlend og víða grýtt. Frá Val-bastað fórum við gamlar götur fram hjá hrundum vörðu-m, leið, sem nú er sjaldan farin, en var áður mjög víð- förul. Það sýna vörðubrotin og grónir stígar, Eftir um tveggja tíma gön-gu komum við til Þórshafnar. A leiðinni yfir hálsinn sagði Jó- hannes okkur frá því, að kvöldið eftir ætlaði Seamus O Duilearga, prófessor frá Dyflinni, að flytja erindi í Sjó- mannaskólanum á vegum Fróðskapar- seturs Færeyja: „The Hidden Ireland.“ Fórum við þangað, þegar þar að kom. Prófessorinn hóf mál sitt með því að skýra frá þeirri menningu hugar og hjarta hjá ískri aliþýðu, sem var hafin yfir flátækt og ör-birgð og lýsti sér eink- um í varðveizlu þjóðtfræða, var fram- ar öðru að þakka óbrigðulu minni og frásagnarlist sögufólks, er kunni sumt hvorki lestur né gkrift, en spurði eigi að lofstír eða launum fyrir menning- arafrek sin. Þá raktí hann störf Þjóð- fræðastofnunar íra í Dyflinni, sem ára- tugum saman hefði safnað þessum auði, skipulagt allt og varðveitt frá gleymsku með þeim árangri að nú ættu írar stærsta þjóðsagnasafn í heimi, ásamt öðr-u-m fróðleik. Loks minntist hann á ísland og Færeyjar, mikilvæg fræði vor og Færeyinga og gaf hinum síðarnefndu góð ráð um varðveizlu þeirra. Öll var ræða hans flutt af miklum eld-móði og íturfhyggju. Að 1-oknum fyrirlestri próf-e-ssorsins hélt hann fund með nefnd þeirri, sem í vor hafði verið kosin til að skipu- leggja söfnun þjóðminja, þjóðsagna og þjóðarfróðleiks út um byggðirnar á veg- um Fróðskaparseturs Færeyja, og höfðu tveir stúdentar verið ráðnir til þess starfs og þegar hafizt handa með væn- leg-u-m ár-angri. í Færeyjum hefur nú vaknað mikill áhugi á söfnun þjóðfræða. Fer saman mikiill áhugi stúdentanna, sem til þessa starfs eru ráðnir, markviss til-gangur Fróðskaparsetursins, er Matras prófess- or stjórnar, og örlæti Lögþingsins í fjárframlöguin. Dvaldist Duilearga pi’ófessor í Þórshöfn nokkra daga eftir fyrirlesturinn söfnunarnefndinni og stúdent.un-um til uppörv-unar og leið- bein-inga, Svipast um í Sandey. Rigni hafði aðfaranótt 15. ágúst, og voru því blautar götur, þegar ég gekk niður á hafnarbakkann í Þórshöfn þennan morgun og um borð í „Rituna", sem lá þar ferðbúin að sigla til Skop- unar á San-dey. Takmark mitt var Húsa- vík á sömu ey, en þangað h-afði Jó- hannes av Skarði ráðlagt mér að fara, ef ég vildi hitta sannfæreyskt flólk, þar sem -þauvoru hjónin Óli og Súsanna Kat- rína Samúelsen í Skumputúft, símað til húsfreyj-unnar, er sagði mig velkom- inn. Framhald í næsta blaði. 7. janúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.