Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Síða 10
gerði í öndverðum júlí, fór skipið í spón og s-ást ekkert af því nema gufuketill- inn. — Ýmis önnur óhöpp steðjuðu að Duus um þessar mundir, og sagði al- mannarómur að þetta væri því að kenna að raskað hefði verið álagabletti, þegar fyrirtækið reisti fiskþurkunarhús vestur á Melunum, Fór þá og svo að 1927 varð fyrirtækið gjaldþrota og lagð- ist niður, en Ingvar Ólafsen fluttist til Kaupmannahafnar og dvaldist þar síðan til æviloka. Landsbankinn fékk nú fasteignina í Aðalstræti og húsin, en seldi þau P. L. Mcgensen, sem þá hafði verið lyfsölu- stjóri síðan 1922. Stofnaði Mogensen svo „Ingólfs Apótek" og var, það til húsa í sölubúðinni. Önnur hús leigði hann fram um 1940, er hann seldi Tryggva Ófeigssyni skipstjóra þann hluta eign- arinnar, sem var vestan við Fisehersund og stofnaði Tryggvi síðan um þá eign hlutafélagið „Aðalstræti 4“. Varð þá enn aðskilnaður þessara tveggja lóða, Aðal- stræti 2 og Aðalstræti 4, sem Suncken- berg hafði sameinað fyrir aldaimót 1800, en sundrazt höfðu við uppboð 1827, og Fischer síðan sameinað að nýju 1865. Höfðu þær nú fylgzt að seinast um 75 ára skeið. Mogensen hafði fengið leyrfi til þess að reisa „verkstæðisskúr" úr steinsteypu þar sem Sunckenberg hafði reist íbúðar- hús fyrir verzlunarstjóra sinn, og var þegar byrjað á þeirri byggingu er kaup- in fóru fram. Sótti nú Aðalstræti 4 h.f. um leyfi til þess að mega hækka þetta hús um eina hæð. Bæjarstjórn sam- þykkti það með þessum ummælum: „að ems og stendur sé ekki hægt að reisa framtíðarbyggingu þarna, en leyfið veitt með því skilyrði, að húsið verði rifið með 6 mánaða fyrirvara, bænum að kostnaðarlausu, þegar krafist verður." Og nú stendur þarna tvílyft verzlunar- hús. Mogensen rak „Ingólfs Apótek“ til dauðadags og síðan erfingjar hans, en 1948 keypti Guðni Óiafsson lyfjabúðina og hefir rekið hana síðan. En um sama leyti keypti Veiðarfæraverzlunin Geys- ir húsin norðan Fischersunds. Hafði verzlunin verið í vesturenda húss O. Johnson & Kaaber, en fluttist þaðan í Aðalstræti 2 1955 þegar það hús vai" 100 ára gamalt. Hafði hún þá áður sótt um að mega breyta breyta útliti húss- ins og fyrirkomulagi á 1. hæð og hafði bæjarstjórn samþykkt þá beiðni, með því skilyrði: „að verðhækkun sú, sem leiðir af breytingunni komi til frádrátt- ar, ef bærinn skyldi kaupa eignina“. — Fór breytingin á húsinu svo fram 1955 og skipti þá framhlið þess um svip, en annars er húsið tilsýndar mjög líkt og þá er Tærgesen hafði reist það. Um leið og Geysir fluttist í Aðal- st.ræti 2, fluttist lyfjabúðin suður fyrir Fischersund og bjó þar um sig í pakk- húsum Duusverzlunar. Þar er hún nú og læknastofur í sambandi við hana. Þegar litið er á húsakostinn á þess- um tveimur lóðum, Aðalstræti 2 og Aðalstræti 4, þá hefir hann á sér svip lúnnar gömlu Reykjavíkur, að undan- teknu verzlunarhúsi Aðalstræti 4 h.f., sem er úr steini. Hin húsin eru öll úr timbri, nema neðri hæðin þar sem lyfja- búðin er nú. Fischersund hefir lítið breyzt, það er enn gamli Götuhúsastíg- urinn. Einu sinni var þó göngubrú þvert yfir stíginn á milli húsanna. Hún er nú horfin, en tvær brýr, líkastar köss- um, eru yfir sund milli tveggja húsa sunnan stígsins, og munu hafa verið gerðar þegar Kaffibrennsla O. Johnson & Kaaber hafði þau hús á leigu. Það var áður en Mogensen seldi syðri hluta eignarinnar. Húsin norðan stígsins standa efst í Grófínni. Verzlunarhúsið, þar sem Geysir er nú, stendur á sama stað og Ingólfsnaust, en hin húsin þar sem voru sjóbúðin frá Grjóta og sjóðbúð eða naust (?) frá Hlíðarhúsum. Þar fyriir framan var fyrrum möl og sandur, og í stórbrimum gekk sjór oft upp undir húsin, og voru þá eftir þar á opna svæð- inu miklar þaradyngjur, og veit ég að margur gaimall Reykvíkingur minnist þess að hafa séð þær. Þetta breyttist með hafnargerðinni. Hafi Skúli Magnússon fyrirfram ákveðið Reykjavíkurverzluninni (Holms verzlun) þennan sta'ð, þá hefir honum sýnzt rétt, að þetta væri heppilegur verzlunarstaður, því að þarna hefir verið verzlað óslitið síðan 1779 eða um 188 ára skeið. Og öll sólarmerki benda til þess að þarna verði verzlað um langa hríð enn. SMÁSAGAN Framh. af bls. 4 ar sandurinn merst inn í opinn sárin, en hún skeytir því engu, en stendur upp í flýti og hleypur enn að rólunni. Hún er æst og tryllt og heffur gjörsamlega misst stjórn á sér, því að þetta er ekki leikur, heldur vítahringur, sem lætur hana ekki lausa. Seinna liggur hún á grúfu í sandin- um og grætur. Tárin renna óstöðvandi úr augum hennar yfir skrámaðar kinn- arnar, hundrað, milljón tár og leita nið- ur í sandinn og metta hann, þar til hann ver’ður rakur, næstum mjúkur. Utan úr rökkrinu heyrir hún einhvern kalla, lágt og sönglandi: — Helga, Helga mín. Hún þrýstir sér betur niður í sand- inn, lokar augunum og hlustar. Hún heyrir marra í smásteinum undan fót- um hans, þegar hann nálgast. Það er pabbi. Hann krýpur við hlið hennar og reis- ir hana varfæmislega á fætur, setur hana á kné sér. — Helga mín, segir hann spyrjandi. — Æ, segir hún og fær ákafan ekka, æ. Hann strýkur tárvot hár frá andliti hennar og horfir undrandi á meidda fætur og hendur. — Hvað kom fyrir, Helga mín, spyr hann blíðlega. — Pabbi minn, pabbi minn, stynur hún og á ekkert svar handa honum. — Segja pabba, segir hann hvetjandi. Hún horfir í augu hans og hikar, svo felur hún andlitið við háls hans, og svar hennar er lágróma og ekkaþrungið. — Ég datt úr rólunni, hvíslar hún og grætur meir. Dóra Guðjohnsen. ASTURIAS Framh. af bls. 3 í land í Guatemala og selur bátinn sinn með ónýtri vél, og kaupir yfirvöldin með dollurum sínum og lætur lögregl- una og herinn þjóna sér þar til hann situr í Chicago sem græni páfinn og stjórnar United Fruit sem í sögunni nefnist Hitabeltisbananasamlagið eða Tropical. Allt verður áð víkja fyrir valdasýki og ágirnd þessa manns, hann hrífst af kynblendingsstúlku og hún verður ástfangin af honum, hún skilur hvað þau eru ólík og þau muni aldrei sameinast og klæðist brúðarskarti sínu og kastar sér í fljót og gefur sig fljótinu. Á ástarstund þeirra hafði hann sagt: Þú talar einsog þú talaðir upp úr svefni. Og hversvegna vakna? sagði hún. Mér finnst sá ekki með réttu ráði sem alltaf dreymir. Þeir sem eru af þínum kynstofni, Geo, eru alltaf vakandi, en við ekki. Okkur dreymir dag og nótt. Hún biður hann að loka augunum og láta sig dreyma. Ég hef ekki tíma til þess, segir hann: Hún svarar: En þann semi dreymir hann lifir aldir. Þið hinir, þið eruð eins- og börn, af því að þfð eldist ekki innra með ykkur. Þið eldist á ytra borðinu. Þið eruð alltaf unglingar, barnalegir unglingar. Mann verður að dreyma til þess að láta blóðið eldast. Geo Maker Thompson þekkir enga miskunn. Ef einhver er í vegi fyrir hon- um þá kann hann alltaf ráð til að losa sig við hann, til dæmis með vel heppn- uðu bílslysi, og hann segir skýrt: Ef við grípum inn í leikinn þá vehður það alltaf að vera til ágóða fyrir þá sem undiroka. Viðskiptafélagar hans eiga það til að halda aftur af honum í hinu nakta of- beldi og fá hann til að beita ísmeygilegri aðferðum þar sem fögur orð einsog frelsi og framfarir eru tálbeitur og sú tækni þeirra nefnist agressífur altrú- ismi, það er hin tvíbenta ísmeygilega hjálp sem er neytt upp á þiggjandann og honum stafar mest hætta af. Og þarna sem fyrr er sögurásin sízt óbrotin heldur óumræðilega margslung- in og sveiflast fram og aftur um sviðið, og okkur er sýndur urmull af fólki sem sumt verður svo ógleymanlegt þótt við sjáum það stutta stund líkt og í fom- sögum okkar, myndirnar orka með sprengikrafti, sagan er rykkjótt me'ð gosíhrinum í ósköpum þessa söguljóðs, eða keðju prósaljóða. En sama árið og Græni Páfinn kom út þótti þáverandi forseta United Fruit nóg um framfaraviðleitni Arbenz-stjórn- arinnar í Guatemala þegar hún gekk svo langt úr hófi að ætla sér að láta alþýð- una fara að njóta góðs af þeim land- eignum sem United Fruit hafði svælt undir sig. Þessi græni páfi vorra daga sem heitir Remond fann sér handbendi að nafni Castillo Armas og gerði hann að nýjum herra forseta, el senor presi- dente 1954 með bandarískum herjum og vopnum. Og enn fór Asturias í útlegð, fyrst til Argentínu þar sem Alberti var fyrir og fleiri útlæg spönsk skáld. As- turias ger’ði hlé á bananaþrileiknum og gaf út smásagnasafn sem lýsir hinum ömurlegu atburðum þegar Bandaríkja- menn börðu niður frelsið í Guatemala og komu hershöfðingjunum til valda: Weekend en Guatemala, Helgi í Guate- mala. Síðar flutti (hann sig til Rómar. Áður en lokabindið af þríleiknum kæmi birtist risaskáldverk eftir Asturias sem er líkt og einar þrjár skáldsögur í einu: Los Ojos de los Enterrados, Augu hinna gröfnu sem er talin með allra merkustu og stórbrotnustu verkum As- turiasar. Þetta verk er tengt efninu í bananaþríleiknum en kannski ennþá þéttara og margslungnara og stærra í sniðum. Þjóðtrú Indíána segir að hinir dauðu hvíli í moldinni með opin augu og bíði þess dags að réttlætið sigri, fyrr fá þeir ekki fri'ð né geta þeir lokað augunum. Loks er komið síðasta bindið af ban- anaþríleiknum: E1 Alhajadito. Hér hefur lítið verið vikið að As- turiasi sem ljóðskáldi þótt sannarlega væri vert. Hann hefur gefið út nokkr- ar ljóðabækur og mætti nefna: Mensajes Indios, það merkir Indíánaerindi eða boðskapur Indíána. Líklega hefur eng- inn túlkað sál Indíánans betur og heim hans, og til samanburðar hefur verið minnzt á það sem Nicolas Guillén hefur gert fyrir múlattana á Kúbu: a'ð vekja sjálfsvitund þeirra og stolt. Fyrir mörgum árum var Geir Kristj- ánsson að skilgreina ljóð og sagði að það væri ljóð sem væri hægt að slá á trumbu. Fá skáld vekja í ljóðum sínum fremur en Asturias hugsunina um trumbuna. Sjötíu og fimm prósent af íbúum Guatemala eru Indíánar. Sextíu prósent landsmanna eru sagðir ólæsir en í land- inu búa fjórar og hálf milljón manna. I fyrra fengu þeir að kjósa. Og nú er skáld þeirra Asturias loksins búinn að fá Nóbelsverðlaunin. Asturias málar sterkum litum. En þegar blindi Indíáninn Goyo Yic fékk aftur sýn spyr hann: Hvernig eru tárin lit? Og hann svarar sjálfum sér: þau hafa sama lit og hvítt brennivín. RABB Framh. af bls. 16 skœðan keppinaut: Sjónvarpið. Sízt af öllu œtla ég að kalla sjón- varpið fjölmiðlunartæki með þeim hrœðslublandna lítilsvirðingartón, sem stundum hefur mátt heyra. Bókin er eitt af fjölmiðlunartœkj- unum og ekkert eitt þeirra getur komið í stað hinna. Það hefur líka verið talað um, að sjónvarpið okkdr hljóti af fá- tœktarástœðum að verða mun síðra en til dæmis hjá Norðurlandaþjóð- unum. Eftir gamlárskvöldið er ég ekki viss um það. Áramótadagskrá frœnda vorra í fyrra vakti almenna furðu og að verulegu leyti endurtók sagan sig núna. Ómar Ragnarsson í fyrra og Savannatríóið í ár voru okkur til sóma og fluttu íslenzkt efni. Þeim Savannamönnum hefur að vísu stundum tekizt betur upp, en þeir komu vel frarn og sungu þjóðleg lög á íslenzku. Svíar voru skömminni skárri en í fyrra, og þó voru þrjú atriffi þeirra flutt á ensku; vælusöngur eftir al- kunnri formúlu: „Do you love me — do I love you?“, og svo fram- vegis. Ef einhver munur varð fundinn, stóffu Danir sig enn slappar en Sví- ar og ekkert kom þar fram, sem talizt gat dœmigert fyrir Dani á nokkurn hátt. Það er raunar trú- legt aff negrastelpur séu bœði rass- stœrri og dansi betur en Norffur- landákvenfólk, en fremur œtti þó að tjalda því sem til er heima fyr- ir. Verffi sú skoðun talin röng, œtt- um við strax aff tryggja okkur Ric- hard Burton og Sammy Davies til að koma fram fyrir íslands hönd um nœstu áramót. Ég tek þessi dœmi til aff benda á, að fátœktin er aff vísu alltaf slœm, en mestu máli skiptir, hvort hún kemur aff innan effa utan. And- lega fátœktin, sem kemur að innan, herjar ekki síffur þar sem ekkert skortir fjárhagslega. Annaff skylt atriði er einnig vert aff taka til íhugunar. Islendingum hafa stundum veriff borin á brýn amerísk áhrif í ríkum mœli, sem áttu aff stafa frá langvarandi veru enskumœlandi herliðs í landinu. Samt á ég von á því, aff öllum ís- lendingum þœtti það léleg frammi- staöa og raunar óverjandi, ef ís- lenzkir skemmtikraftar rauluðu ameríska slagara á sameiginlegu skemmtiþingi grannþjóðanna. Gísli Sigurðsson. ]0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.