Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 7
VIÐ TÖLUM EKKI SAMAN — EN SKILJUM HVOR ANNAN Björn Daníelsson rœðir v/ð Jón Norðmann á Selnesi á Skaga H ann hafði lofað að koma við í annarri hvorri leiðinni, þegar hann færi suður, eða kæmi að sunnan — þetta yrði í maí. Sem'ents'skipið komst upp í dag, þræddi rennur milli jakanna, fór hægt og var lengi. Ég var staddur uppi á Nöfum og fylgdist með ferðinni. Skjaldbreið hafði komið áður, en Bakkafoss áræddi ekki inn — lá úti í álnum og fór svo í Hofsós. Þar var skipað upp og flutt svo á bílum yfir. Höfnin var búin að vera lokuð í marg ar vikur, o.g e.nn var þéttur hroði í króknum austur að Nestánni, og stakir jakar um allan fjörðinn. En nú var komið kvöld. Við vorum háttuð hjónin, vorum að líta yfir blöð- in og ætluðum að fara að sofa. Þá marrar í hliðgrindinni og skugga af hatti ber á gluggatjaldið. — Hver fjandinn, hrýtur uppúr mér, og ég gægist í gegn. — Þetta er hann Jón á Selnesi, segir maðurinn hinumegin, og ég smokra mcr í fötin og ég geng til dyra. Við heils- umst með virktum. Hann er að koma að sunnan, lágvax- inn maður og þrekin með marga reynslu og mikla kunnáttu, barnakennari að sunnan, bóndi á Skaga, sigldur um mörg þjóðlönd og kunnari yfirskilvitlegum hlutum en ég og mínir iíkir. Það voru allir farnir að sofa þar, sem hann var vanur að gista, þess vegna kvaðst hann leita á mínar náðir. Þótti mér vænt um, því spjallið hans Jóns 18. febrúar 1968 ------------------------- svíkur engan, enda búinn að lofa því hátíðlega, að ég mætti krota eitthvað niður eftir sér, þegar okkar bæri saman. En nú var aðeins spurzt almæltra tíð- inda og drukkinn kaffisopi. Síðan var hallazt á eyrað. Næsta dag spjölluðum við margt. Þetta var þegar ísinn lagðist að Norð- urlandi. Veröldin var eitthvað svo kuld- aleg og grá, norðansveljandi dag eftir dag og enginn gróður, þótt komið væri fram í miðjan maí. Jón Norðmann Jónasson er sonur Jónasar í Hróarsdal í Hegranesi. Þættir þeir, sem hér fara á eftir eru árangur viðtals okkar þennan dag og af stopul- um síðari samfundum. — Mig dreymdi hvít og stór víkinga- skip, sem komu siglandi af hafi. Þetta var snemma í vetur. Nú eigum við ráðn- inguna. Það er hafísinn, segir Jón og býður í nefið. Selnes stendur við Selvík á austan- verðum Skaga. — Hefurðu búið þarna lengi? Onei, ekki beiniínis. Það var 1943, sem ég eignaðist hluta af jörðinni. 1956 keypti ég svo mestallt. Ég á nú sex sjöundu parta og svo til öll 'hús. Það var 1950, sem ég byrjaði að byggja íbúð arhúsið. Ég teiknaði það sjálfur. — Haustið 1957 settist ég að fyrir fullt og allt. Var þá hættur að kenna fyrir sunnan. — Einbúi? — E'kki alveg. Yfirleitt alltaf haft stráka á sumrin, oftast tvo. Þeim finnst þá skemmtilegra. — Mér er sagt að það sé reimt á Selnesi. — Fólk er að segja þetta, en það er bannsett vitleysa, jú ég hefi orðið var við ýmislegt, en það er ekki til að hafa orð á. Sumt hefur verið dálítið óhugnalegt. Við skulum ekki tala um það. — En mér er sagt að bú hafir ákveðið samband við einhverja veru úr öðrum heimi, sem haldi til hjá þér. — Já, það er hann þýzki vinur minn. Það var að haustlagi, að ég var seint fyrir úti á túni. Sá ég þá einhverju bregða fyrir í gömlum tóttum. Ég hafði það þá eins og faðir minn fyrrum. Ég sá um, að þetta færi ekki útaf gamla túninu. Það þarf engan galdur til, að- eins alvarlegan andlegan mátt. Og höfuð atriðið er að verða aldrei hræddur. Ólavíus getur um „þýzka leið“, og þýzka vör heitir renna sem liggur að landi. Það var 1772—77 sem Ólavíus var á ferðinni. Skúli Magnússon var sýslumaður Skagfirðinga eins og þú veizt. Hann tók tvær hoilenzkar dugg- ur þarna á víkinni einhvern tíma milli 1740 og 50. Úr þessum duggum mun Skúli hafa viðað bæinn á Ökrum. Og fyrir þetta framtak fékk Skúli land- fógetatignina. — Og hvaða tengdir átti sá þýzki við þessar duggur? — Hann mun hafa verið þar skips- maður. Hann segir "nér að hann hafi dáið þarna á Vikinni laust fyrir miðja öldina. — Og er hann á vakki? —Já, hann er vakandi enn. Hann gerir engum mein. Hann var frá Vest- falén. Það festir aldrei snjó á dysinni hans. Hann var milli tvítugs og þrítugs, þegar hann dó, hann er með jarpt al- skegg. — Og þú sérð hann oft? — Já, ja, ég hefi oft séð hann, þá er ég eins og milli svefns og vöku. Það skrítna er, að við tölum ekki saman en það er eins og við skiljum hugsanir hvors annars. Hann hvarf ekki burt með neinn hefndarhug. — Og hvert var ykkar fyrsta sam- band? — Hann þakkaði mér fyrir, að ég signdi yfir leiðið hans - hann hugsaði það. Sjálfsagt katólskur, því siðskipta- menn vildu fyrst ekkert með signing- una hafa. — Þetta,hafði enginn gert fyrr, hugs- aði hann, og sagðist skyldi launa mér það. — Og hefur hann staðið við það? — Ojá, já. Hann lætur mig til dæmis vita ef rekur austan á nesið, þar er hættast við að taki út aftur. Gerir það aldrei á norðanverðu nesinu. Það var 1958, að hann kom til mín, og ég fann hugarsambandið milli okkar. Hann segir: Gakktu niður á Löngu- fjöru. Trausti á Bergskála hafði hjálp- að mér að bjarga reki í Fúluvík. Nú bað ég hann að koma og hjálpa mér með reka af Löngufjöru. „Veiztu um hann?“ spurði Trausti. Ég sagði svo vera. En það var komið kvöld svo ekk- ert varð af. Næsta morgun gekk ég á Löngufjöru. Þar var 14 álna tré, enginn smáræðis raftur, en þetta er ekkert eins dæmi. Ég var eitt sinn nýháttaður, en hafði áður fyllt miðstöðina og stillt á logn. Þá heýri ég drunur í þenslukerinu og veit að er að koma rok. Ég fór fram, en þá er kviknað í sóti í skorsteininum, það er eldhríð uppúr honum. Ég get ekki slökkt, en tel þó að allt sé í lagi og hátta aftur. En ekki leið á löngu, áður en sá þýzki kom og sagði: Farðu fljótt uppá loft og hafðu með þér vatn, það er að kvikna í. Ég snaraðist framúr og upp. Mikið rétt, það var lítilsháttar kviknað í, en ég gat slökkt sem betur fór. En hefði hann ekki látið mig vita, væri ég senni- lega ekki til frásagnar. — En komur hans hafa strjálazt í seinni tíð, sérstak- iega eftir að ég sagði Erlingi frá þessu. Hann átti við mig viðtal fyrir Dag, að mig minnir haustið 1963, þá sagði ég honum nokkuð frá þýzka vini mín- um. Maður á sjálfsagt ekki að segja írá svona nokkru, það getur kannske sært. — Annars segir hann mér helzt frá reka. Öxin er til. — Ég veit að þú ert mikið kunnur ýmsum fornum fræðum. — Ekki má nú gera of mikið úr. En sumt veit ég, ,sem fáir aðrir vita, eins og það til dæmis, að enn er til öxin, sem Rauðkinnungur var drepinn með. — Rauðkinnungur? Segðu mér af hon um. — O, það er sosem ekkert beint af honum að segja, onei, nei, en öxin er til. Það get ég staðhæft, — og Jón brosir við og tekur í nefið. Ég skal rifja upp fyrir þér söguna, annars er hún skráð af Birni á Skarðsá — í Skarðs árannál. Þetta mun hafa verið 1518. Þá gekk stórt ög mikið bjarndýr, rauðkinn- ungur, á land við Ásbúðatanga á Skaga, og var þó íslaus sjór. Var bangsi grimm ur og mjög illur. Drap hann 8 mann- eskjur. Voru það förukonur með börn. Einnig braut hann niður matarhjalla. Ketill, afi Björns á Skarðsá, bjó þá á Ketu og var mikill aflamaður, og völdust til hans hinir beztu menn. Þetta var nærri sumarmálum og gekk Ketill í liákarlshjall sinn til að sækja í matinn handa hjúnum sínum. Kom þá dýrið að honum. Ketill snar- aði að því hákarlsbægsli, komst svo heim og safnaði liði, og urðu þeir 14 saman, vopnaðir. Ætluðu þeir þá þegar að gera aðför að dýrinu, en það komst til sjávar og velti sér þar fram af björg- um eins og hnykill og synti út í svo- nefnt Þursasker. Hrundu þeir nú fram sexæringi og reru til skersins og flúði þá kjammi. Reru þeir á eftir honum sem óðast og gátu um síðir mætt dýrið, sem synti þá í króka — og voru þessi viðskipti lengi dagsins. Að lokum náðu þeir birninum, sem slöngdi þá hramminum uppá borðstokk- inn og ætlaði að hvolfa skipinu. Þá þreif Ketill öxi og hjó á hramminn við borðið svo af tók. Synti dýrið þá aftur burt, en daprað- ist fljótt sundið og var drepið. — En það var öxin? — Já, já. Hún er til, öxin. Hún var lengi notuð sem kirkjujárn á Ketu — til að höggva með klakann, þegar grafir voru teknar að vetrarlagi. Þetta var bolöxi með álnarlöngu skafti og var kengur .fram úr endanum til þess að hægt væri að hengja hana upp. Skaftið var úr rekaviði, en það er nú týnt, en blaðið er til og óskert, o það held ég. —• Svo þetta er hinn merkasti forn- gripur? — O, já, já. Og það er enginn efi á, að þetta er sama öxin. — Hvar er hún niðurkomin, á Þjóð- minjasafninu? — Það vil ég ekkert um segja, og nú brosir Jón kankvíslega, hallar eilít- ið undir flatt og tekur meira í nefið. — Þá væri enginn friður, ef ég vís- aði til hennar, en ég er að hugsa um að skrifa niður, hvar axartötrið er að finna, og stinga því í umslag. Það finnst þá, þegar ég er dauður. Það á enginn að vera of bráður að segja frá leynd- armálum. Nokkrar staðreyndir. — Já, ég ólst upp í Hróarsdal. Faðir minn kenndi mér barnaskólalærdóminn að mestu, ég las alltaf eina námsgrein í einu, las miklu fleira, allt sem ég gat, faðir minn átti margar og fágætar bæk- ur. Ég vakti yfir túninu eins og þá var títt — allt ógirt — alls 8 vor, frá Framihald á bls. 14. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.