Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 13
Leitin að höfundi Njúiu Framhald af bls. 3 dvalið á þessum slóðum næturlangt, en haldið svo áfram ferðinni næsta dag að Rauðsgili í Hálsasveit, þar sem haldinn var síðan hinn frægi örlagaríki fundur. Af ferð sinni um Borgarfjörð má Þor- varður nokkurt gagn hafa haft, hafi hann ritað sögunna. En hinsvegar er ekki til þess vitað, að hann hafi í Breiða fjarðardali komið fremur en sagt er um höfund Njálssögu. Alþingisleiðina úr Borgarfirði til Þing valla er höfundurinn talinn þekkja nokkuð, a.m.k. kannast hann við Hall- bjarnarvörðu. En sú leið var að fornu nefnd Bláskógaheiði, en nafnið hefur fallið niður og gleymzt, þótt undarlegt megi þykja. Þegar til Þingvalla kemur verða umskiptin mikil segir E. Ó. S. því að það sé sá staður, sem með örugg astri vissu verði fullyrt að höfundurinn hafi oft stigið fótum á. Honum farast ennfremur svo orð: „Svo nákvæm er staðþekking hans þar, svo örugg virðist hún vera, að Njála er með Sturlungu og Grágás aðalheimild um Þingvelli í fornöld. Staðþekking hefur orðið honum að ómetanlegu liði, þegar hann lýsir hinu iðandi lifi á alþingi, enda hefur honum tekizt svo, að oft er sem vér sjáum hið forna alþingi með eigin aug- um, risið upp úr gleymskuhafi aldanna" Við rannsókn fræðimanna hefur kom- ið í ljós, að alþingisleiðin frá Þingvöll- um allt austur í Múlaþing, sé það svæði, sem höfundurinn þekki greinilegast af öUu. Sýnir það, að hann hefur vafalítið verið goðorðsmaður, sennilega meðal æðstu höfðingja landsins, sem um langt árabil hefur átt í alþingisferðum. Hvern ig samrýmist nú það, sem hér að framan er sagt því að höfundurinn sé Þorvarð- ur Þórarinsson? Er þar bezt að vitna til orða Barða Guðmundssonar þar sem hann segir: „Hann var höfðingi þeirra Austfirðinga um langan aldur og átti því oft í þingreiðum. Á meðan Brandur föðurbróðir hans var ábóti í Þykkvabæ, hefur Þorvarður eflaust oft lagt leið sína hjá þeim stað og mátti því vera gagnkunnugur öllum staðháttum við Kringlumýri og víðar í Skaftafellsþingi. Að sjálfsögðu hefur Þorvarður jafnan á alþingisferðum heimsótt tengdaforeldr ana á Keldum og farið þá yfir Þrí- hyrningshálsa". Bæta má því við, að á þeirri leið þykir gæta sérlega nákvæmr- ar staðþekkingar. Það ber hér að sama brunni, eins og áður, að engum hæfir það sem hér hefur verið sagt betur en Þorvarði Þórarinssyni, þótt sönnunar- gildi sé, eitt sér ekki mikið, vegna þess að fleiri menn af sama svæði geta auð- vitað komið til greina. Þá er komið að atriði sem talið er Þýðingarmikill liður á sviði staðfræði- legra rannsókna. En það eru áttatákn- anir. Er meðferð þeirra talin gefa ákveð na bendingu um uppruna höfundar. En árið 1938 birtist í Andvara ritgerð eftir Barða Guðmundsson að nafni „Stað þekking og áttamiðanir Njáluhöfundar“ Þar beinir Barði kastljósi djúpstæðrar þekkingar sinnar inn á ný og áður. ó- þekkt svið varðandi þessi mál. Fræði- menn hefur ekki greint á um það, að kringum Odda og þó sér í lagi Keldur á Rangárvöllum hafi höfundurinn meiri staðþekkingu en á aðal sögusvæðinu, Landeyjum og Fljótshlíð. Þó hefur þótt undarlegt hvaða leið sögumennirnir fara oft á ferðum sínum. Liggur þá leiðin oft upp með Rangá hinni Eystri þótt það væri meira eða minna úr leið. Þess- ar frásagnir hefur mörgum þótt gefa bendingu um það, að höfundurinn hafi verið lítt kunnugur á Rangárvöllum eða sögustöðvunum yfirleitt. En þetta telur Barði af misskilningi sprottið. Hann tel- ur að þegar söguþráðurinn eða hin list ræna frásögn krefjist þess, hiki höfund- urinn ekki við að ganga á snið við rétta staðfræði og kæri sig því koll- óttan um vegalengdir, þess vegna sveigi 18. febrúar 1968 ---------------------- hann ferðir sögumanna inn á þær leiðir þar sem hann sjálfur hafi verið kunn- ugastur. Um það segir hann orðrétt: „í riti sem Njálssögu þarf engan að undra, þótt staðþekking höfundar hafi haft drjúg áhrif á efnismeðferð hans. Einmitt af þessum orsökum ber svo merkilega mikið á Eystri-Rangá, Þrí- hyrningi og Þríhyrningshálsum í frásögn unum. Frá Keldnabænum blasir hitn einkennilegi Þríhyrningur við sjónum og verður hverjum, sem þar hefur dvalið ógleymanlegur. Yfir Þríhyrningshálsa lágu leiðirnar frá vöðunum hjá Keldum austur um til Fljótshlíðarinnar". í áður nefndri ritgerð sýnir Barði fram á það, að ráða megi af áttamiðunum, að sagan sé rituð vestan Eystri-Rangár. Af þeim réði hann einnig að höfundurinn væri ekki Sunnlendingur. Og það af svo aug ljósri ástæðu, að hann gengur nær því án undantekningar gegn sunnlenzkri málvenju sem Barði telur að flutzt hafi með landnámsmönnum frá Noregi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að enn í dag er áttatáknunin út notuð í staðinn fyrir vestur á Suðurlandi. Gegn þessari venju gengur Njáluhöfundur en notar þó ekki vestur sem andstæðu við austur. Virðist sem mið áttanna grein ist út frá Keldum á Rangárvöllum. Um hreyfingu þaðan austur segir: „Hann fór austur en til baka er ekki sagt vestur heldur „austan". En frá Keldum, upp á Rangárvelli og til efri hluta Ár- nessýslu er aftur sagt vestur og vestan. Auk þess, sem hér hefur verið sagt notar höfundur ávallt orðið „ofan“ þar sem hver Sunnlendingur segði eða rit- aði fram eða suður. Upp til fjalla, fram að sjó, er hin sunnlenzka málvenja. Hér telur Barði ekki um að villast þetta hafi ekki annar en Austfirðingur skrif- að. Því til sönnunar bendir hánn á það, að í Suðurmúlaþingi hafi það verið rót- gróin málvenja að segja: „upp á Fljóts- dalshéraði og niður eða ofan í Fjörðu". Að öllu þessu athuguðu mætti virð- ast, að sagan væri rituð í umhverfi Eystri-Rangár. Og þá einnig helzt á höfuðbólinu Keldum. En Barði var á annarri skoðun. Hann taldi áttamiðanir jafnframt sýna það, að ritunarstaðarins væri að leita í neðanverðri Árnessýslu. Þessi skoðun getur verið umdeild. En hitt hefur Barði með skarpskyggni sinni leitt í ljós, að ákveðinn viðmiðunarstað hvað áttir snertir sé að finna í grennd við eða á Keldum. Sú mótbára hefur komið fram gegn Þorvarði Þórarinssyni sem höfundi sögunnar, að hann hafi hlotið að vera kunnugri í Rangárþingi en höfundurinn hafi verið. Ekki er gott að gera sér grein fyrir því, hve kunn- ugur hann hefur verið og svo hitt að staðarathugun manna og þekking er mjög mismunandi. En það sem vitað er um dvöl hans og ferðalög í Rangár- þingi ætti að koma vel heima við það sem talið er vitað um Njáluhöfund. Vit- að er, að Þorvarður hefur verið gagn- kunnugur á Keldum, komið þar oft í ferðum og einnig átti hann búsetur þar um skeið. Einnig sat hann í Odda um hríð. En 1289 er hann búsettur í Arnar- bæli í Ölfusi og hafði þá verið utan lands í Noregi um tíma. í Arnarbæli telur Barði, að hann muni hafa lagt síðustu hönd á Njálu, enda hæfir það vel ritunartíma hennar. Þegar til Skaftafellsþings kemur, telja fræðimenn þekkingu höfundarins á stað háttum í bezta lagi. Er talið öruggt, að þar hafi hann oft farið um eða átt þar lengri eða skemmri dvöl. Staðar- villa á fjallabaksleið er sagan greinir frá ferð Flosa mælir á móti því að höf- undurinn sé Skaftfellingur, en hún get- ur ekki svo séð verði mælt á móti Þorvarði Þórarinssyni sem höfundi. Barði Guðmundsson telur að villan stafi af því að höfundur, sem hann telur vera Þorvarð, minnist annarra fiskivatna þ.e. á Arnarvatnsheiði á ferð hans norð ur í land árið 1255. En hvað sem um það er þá vegur villa þessi lítið til eða frá í leitinni að höfundi sögunnar En Þorvarður má hafa verið vel kunnugur á þessum slóðum. Alþingisleiðin hefur legið um mitt hérað. Auk þess var Brand ur Jónsson föðurbróðir hans ábóti í Þykkvabæ um langt skeið og þar hefur hann vafalaust oft komið. Einnig var Ögmundur í Kirkjubæ sem um getur í Svínafellingasögu móðurbróðir hans. Svo átti hahn og Oddur bróðir hans í deilum við Svínfellingana frændur sína Sæmund og Guðmund Ormssyni. Þá er nú komið að síðasta landshlut- anum, sem frásögn sögunnar nær til — Austfjarða. Þar hefur fræðimönnum þótt örnefnafjöldi og staðalýsingar benda til kunnugleika höfundar jafnvel að þar finnist engin veila, sem bendi í gagn- stæða átt. En ekki voru þar þó allir á sömu skoðun. Eins og kunnugt er gerist einn kafli Njálssögu á þeim slóðum, þar sem segir frá liðsbónarför Flosa eftir Njálsbrennu Eru þar flestir gististaðir taldir upp með furðulegri nákvæmni. Slíka upp- talningu staða hefur höfundurinn ekki tíðkað annarsstaðar. En gagnrýnt hefur það verið, að færri staðir væru nefndir eftir því sem norðar dragi og fjarlægð meiri á milli þeirra. Bendi það til þess, að höfundur sé kunnugri á sunnanverð um Austfjörðum. Þetta mun þó vera á misskilningi byggt og bendir fremur til hins gagnstæða. Höfundur hefur séð, að ekki dugði að þreyta lesendur með óþrjótandi upptalningu bæjanafna. Og eins gat þarna komið fram hneigðin að lýsa ekki staðháttum með nákvæmni þar sem er bezt er þekkt til eins og þegar bæjarnöfn eru greind án sveitar- nafns eða annara auðkenna. Annað er það, sem gagnrýnt hefur verið í ferða- sögu Flosa, þar sem segir: „þaðan fór Flosi norður til Vopnafjarðar og upp í Fljótsdalshérað*1. Þetta orðalag fær ekki staðizt því að Krossavík sem hann kom frá er í Vopnafirði. Þetta hafa sumir talið útiloka, að höfundur væri Austfirðingur. En nú er það svo, að villa þessi er ekki í öllum handritum og hefur t.d. Möðruvallabók lesháttinn „norðan úr Vopnafirði og upp í Fljóts- dalshérað". og er það haft svo í forn- ritaútgáfunni sem héðan af verður far- ið eftir. Fræðimenn hafa orðið ásáttir um það, að hér sé aðeins um ritvillu að ræða og hefur hún því endanlega verið strikuð út úr textanum. Eitt er enn í ferðalýsingunni, sem þótt hefur tortryggilegt. Það er setningin: „Fóru þeir fyrir neðan Lagarfljót“. Þarna ;em ur fram málvenja sem ekki þekkist á Austurlandi nú á dögum og það mælti því ekki með Austfirðingi sem höfundi. Barða Guðmundssyni er það og vel kunnugt að sú málvenja gildir ekki lengur. En hann sýnir með sinni alkunnu skarpskyggni að þarna standi þó aust- firzk hugsun á bakvið, það sé í sam- ræmi við orð Hrafnkelssögu um það, að Breiðdalur sé fyrir neðan Fljótsdals- hérað. En síðan hefur þó fram komið merkilegt innlegg til þessara mála. Er það grein, sem birtist í Sunnudagsblaði Tímans í sumar (1966) og heitir „Fyrir neðan Lagarfljót". Er hún skrifuð af manni sem uppalinn er á þessum slóðum og því öllu gagnkunnugur. Þar skýrir hann á mjög rökrænan og sannfærandi hátt hvernig standi á því, að áðurnefnt orðatiltæki kemur fyrir í sögunni og vegna hvers það hafi síðan fallið niður. En það var vegna þess að Lagarfljót rennur á þessum slóðum á víðlendum aurum og hefur síðan á dögum Njálu- höfundar runnið mjög breytilega og oft skift um farveg. Þetta hefur hann at- hugað gaumgæfilega með augum náttúru skoðarans. Ekki hafa allar áttatáknanir frá þessum slóðum þótt samrýmdar mál- venju nú á dögum. En þessi maður segir einnig, að enn tíðkist ýmsar venjur í því efni, sem ekki samrýmist hinum raun verulega réttu áttum. Honum ber saman við Barða um það, að Austfirðingur hafi skrifað söguna. Enda væri óhugsandi, að nokkur annar hefði getað skrifað málsgreinina: „Fyrir neðan Lagarfljót". Staðfræði sögunnar erlendis er talin víðast hvar í betra lagi. Þó kemur villa fyrir þegar til Noregs kemur, sem talin hefur verið alvarleg. Er sagt þannig frá, að þegar Gunnar á Hlíðarenda hafði verið vetur í Túnsbergi fóru þeir til Víkurinnar. Er talið að hér sé rangt með farið því að Túnsberg sé í Víkinni. En bent hefur verið á það, að þetta þurfi ekki að stafa af ókunnugleika. Nokkur hluti Víkurinnar kynni að hafa verið nefndur Víkin í mótsetningu við Túnsbergið, engum dytti í hug að kenna um ókunnugleika þótt sagt væri að fara frá Laugaresi niður í Reykjavík. Einn- ig mætti benda á það, að höfundur hefur ekki verið að gera sér glögga grein fyrir vegalengdum, þegar hann skýrir frá ævintýri Hrapps, fremur en þegar hann lætur Lýting á Sámsstöðum og menn hans fela sig í skógunum við Rangá eða Flosa fara fjallabaksleið upp til Fiskivatna. Hér hefur þá verið farið yfir allt hið víðlenda sögusvið Njálssögu, og bor ið saman við áætlaða staðþekkingu Þor- varðar Þórarinssonar og verður ekki sagt, að sú niðurstaða mæli nokkurs- staðar á móti honum sem höfundi. Verð- ur ekki annað sagt en þar sé náð mikils verðum áfanga í leitinni að höfundi. Þorvarður hefur verið einn víðförlastur allra samtíðarmanna sinna, enda hefur enginn skrifað Njálu án mikillar og víðtækrar staðþekkingar. Til Austur- lands lágu, á þeim tímum ekki leiðir annara en Austfirðinga sjálfra. En stað fræðin ein nægir ekki í leitinni að höf- undi. Þar verður fjölmargt annað að koma til. Þar er vissulega af nógu að taka, og leiðin bein fram undan að halda þeim rannsóknum áfram. Lögeggjan Framhald af bls. 8 sem Þorsteinn Ingólfsson í Reykjavík stofnaði. Þegar rafmagnsstöðin var gerð hjá Elliðaánum og yfirborð Elliðavatns var hækkað að miklum mun, flæddi vatnið alveg upp í Norðlingaholt og færði á kaf þessar seinustu minjar Kjalarness- þings. Hygg ég að fáir hafi veitt þeim atburði neina athygli, og enginn varð til þess að biðja þessum fornu minjum vægðar. Hefði þó verið auðvelt að varð- veita þær, með því að hlaða vörslugarð á árbakkanum og láta enda hans sveigjast upp í holtið til beggja handa. Vegna þess að þessi þingstaður var eldri heldur en þingstaðurinn við Öxará, var hann stórmerkilegur. En minjar hans voru þó þurrkaðar út af yfirborði jarðar á 20. öld. Það er því von að uggur sé í þeim mönnum, er fornminjum unna, hvernig fara muni um aðrar merkar fornminjar, þegar þessum var ekki hlíft. Enn eigum vér staðinn þar sem bær fyrsta norræna landnámsmannsins stóð, enda þótt þar sé nú engar sýnilegar minjar frá fornöld. Þessi staður er í hjarta sjálfrar höfuðborgarinnar, og á engann sinn líka í heimi. Ávarpið, sem hinir mætu menn sendu 1959 „til Alþingis og ríkisstjórnar, for- ráðamanna Reykjavíkur og allrar þjóð- arinnar“, var lögeggjan um að iriða þennan reit sem þjóðminningarstað. Af öllum þeim krafti, er hugur má veita og íslenzk tunga árétta, tek ég undir þessa lögeggjan, því að hér við liggur sómi allra íslendinga, að láta ekki fara um þennan stað, eins og fór um þingstaðinn hjá Elliðavatni. En svo að vér sýnum, að vér skiljum fullkomlega hvað hér er um þýðingar- mikið mál að ræða og að þessi staður á sér dýrri sögu en nokkur annar blett- ur á landinu, þá skyldi hann friðhelg- aður á svo virðulegan hátt sem unnt er. Alþingi ætti að setja sérstök lög um friðhelgina þar sem tekið sé fram hvað hún nær yfir stórt svæði. í þeim lög- LEöBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.