Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 1
HJALMAR R. BARÐARSON: Hér skal sögð saga gestabók- ar, sem hlaut nafnið JÖKUL- SKINNA, og nú hefur verið í hylki í vörðu á hátindi Hrolleifs borgar, klettaborgar, sem stend ur upp úr norðurhluta Dranga- jökuls, í nærfellt 30 ár. Þar hefir allmarga gesti borið að 11 garði, og eflaust nokkru fleiri en þá, sem ritað hafa nöfn sín í bókina. Drangajökull mun vera fimmti stærsti jökull á íslandi, talinn vera um 200 ferkílómetr- ar að stærð, en fer minnkandi eins og aðrir jöklar hérlendis. Meðan Hornstrandir voru í byggð, voru ferðir algengari yfir jökul, til byggðarinnar við ísafjarðardjúp. Þá var og sótt- ur rekaviður á strandir og stundum dregin mikil tré á hestum yfir jökul. Nú orðið eru mannaferðir á Drangajökli meira frístundagaman, hress- andi skemmtigöngur náttúru- skoðenda og þá stundum tengd ar athugunum á jöklinum og gróðurfari í nánd við hann. Þó geymir gestabókin Jökulskinna nokkur nöfn ferðalanga af Ströndum, meðan enn var þar byggð. En nú skulum við líta í þessa merku bók. Upphaf hennar er skrautrit- að, og inngangsorðin þessi: „í júlímánuði 1934 voru 12 ís- firskir skátar „Einherjar", á- samt 14 norskum gestum þeirra í útilegu í Kaldalóni, undir for- ustu G. Andrew, skátaforingja. Þeir gengu á Hrolleifsborg, hlóðu þar vörðu, og settu bók í málmhylki í vörðuna. Sumarið 1936 fóru fsfirðingar enn á Hrolleifsborg. Þá urðu þeir þess. varir, að málmhylkið hafði ekki þolað vetrarbyljina á Hrolleifsborg og að bókin var orðin allskemmd. Því var nú skift um bæði bók og umbúðir. Bók þessi er búin til af Guð- mundi Jónssyni frá Mosdal. Ingi mundur Guðmundsson, vélsmið- ur bjó til hylkið. Guðm. Geirdal skáld orti af þessu tilefni kvæð ið Hrolleifsborg, en Steinn Leós skrifstofumaður reit það í bók- ina. Skátafélagið „Einherjar" hef 21. ágúst 1966. Elduð súpa á hátindi Hljóðabungu í Ðranga- jökli í sólskini og blæjalogni. Tveir kennarar og tveir nem- endur frá Westminster School í London, ásamt Óttari Kjart- anssyni. ir annazt þessar framkvæmdir og felur bókina umsjá mann- aðra ferðalanga. Gangið vel frá bókinni, en gerið að vart ef eitthvað sér á bók eða um- búðum. — Sækið hreysti — en hrindið sorg — á Hrolleifs- borg." JÖKULSKINNA er stuttorð um dvöl okkar skátanna í Kaldalóni og jökulgöngu þaðan sumarið 1934, sem eðlilegt er. Þótt langt sé um liðið síðan, minnist ég ennþá þessarar viku dvalar okkar ísfirzku skátanna ásamt norskum gestum okkar. Kaldalón er stuttur fjörður, sem gengur inn úr ísafjarðar- djúpi að norðanverðu. Áin Mór illa, sem kemur undan skrið- jökli Drangajökuls í dalbotnin- um, hefir fyllt mikið af firðin- um með framburði, og myndað þar miklar leirur og grynning- ar. Oft má sjá mórauðan lit- inn á firðinum af árframburð- inum. — Þegar við skátarnir gistum Kaldalón 1934 var tjald búð slegið upp ekki fjarri jökulöldu nálægt fjarðarbotn inum. Náttúrufegurð í Kalda- lóni er mikil og sérstæð. Skrið- jökullinn hefir hopað og skil- ið eftir sig margar tjarnir á milli melalda. Víða er lands- lag þetta grösugt og vaxið lyngi og kjarri, en fyrir botni dals- ins blasir við skriðjökullinn, stundum hreinn og fannhvítur, en oftast þó sprunginn og nokk uð sandorpinn þegar líða tekur á sumarið. — Ekki voru veður- guðirnir hugulsamir við okkur skátana í útilegunni þessa viku júlímánaðar árið 1934. Miklar úrhellisrigningar gerði þar, þótt nokkuð stytti upp á milli. Marg ar gönguferðir fórum við þó um Kaldalón, og Mórilla var vaðin nokkrum sinnum. Mestur viðburður þessarar ferðar var þó gangan á Drangajökul. Mér er hún all minnisstæð, því þetta var mín fyrsta jökulganga á 21. ágúst 1966. Útsýni yfir Hljóð abungu til Reyðarbungu og: inn yfir Drangajökul. æfinni. Rigningarsuddi var þá á, og minnist ég þess að okkur skátastrákunum þótti skrið- jökullinn í botni Kaldalóns hrikalega sprunginn. Var klifr- Hvítasunnudag, 5. júní 1938. Við jökulrönd Drangajökuls, á leið iupp á jökul á skiðum. Horft niður Unaðsdal, þvert yfir ísafjarðardjúp. að niður í og yfir margar mikl- ar jökulsprungur á leiðinni á jökulinn, — og ekki mun þá hafa verið krækt fyrir allar sprungurnar, sem hægt hefði verið. Æfintýrið var meira með því að fara yfir þær. Á jöklin- um man ég að var krapi og þung færð. En nú skulum við aftur líta * í JÖKULSKINNU. Þar segir 22. júní 1937 að fjórir ferða- langar fóru fram hjá Hrolleifs- borg á leið úr Skjaldfannadal, við ísafjarðardjúp í Þaraláturs fjörð á Ströndum, en þar eru þá á ferð þeir Gunnar Andrew skátaforingi á ísafirði og Jón Eyþórsson veðurfræðingur og formaður Jöklarannsóknarfél- ags íslands ásamt tveimur ferða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.