Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 8
 Lögeggjan Verndið staðinn þar sem bær fyrsta iand- ndmsmannsins stóð EFTIR ÁRNA ÓLA M ITJLér hefir löngum venð mikið a- hugamál, að Reykjavík glataði sem fæstu af minningaarfi sínum. En þar sem ég geri ráð fyrir, að héðan af muni ég leggja fátt til þeirra mála, þá knýr hugur mig nú fast til þess að lokum að eggja Reykvíkinga lög- eggjan, að láta ekki helgasta söguarf sinn og minningar fara forgörðum. Hér í hjarta höfuðborgarinnar er helgasti reitur þessa lands og hefir forsjónin falið hann vernd og umhyggju borgarbúa. Helgi hans er bjartari og meiri heldur en sagnhelgi Þingvalla og menningarhelgi biskupsstólanna fornu. Þetta er reiturinn, þar sem fyrsti land- námsmaður Islands, Ingólfur Arnarson, reisti hinn fyrsta íslenzka bæ að til- vísan guðanna. Fyrir rúmum 100 árum var til félag menntamanna hér í Reykjavík og nefnd ist Kvöldfélagið. Það hóf fyrst umræður um það 1864 hvernig Islendingar, og þó einkum Reykvíkingar, ættu að minnast þúsund ára byggingar íslands árið 1874. Og þá gaf það út ávarp til Reyk- víkinga og því lauk með þessum orðum: Allir erum vér Reykvíkingar leigu- liðar Ingólfs og höfum honum mikla landskuld að gjalda. Nú er komið að skuldadögunum. Annað ávarp sömdu nokkrir merkir menn í desembermánuði 1959, þar sem því var beint til Alþingis og ríkis- stjórnar, forráðamanna Reykjavíkur og allrar þjóðarinnar að bæjarstæði Ing- ólfs Arnarsonar við Aðalstræti verði friðlýst sem þjóðlegur helgistaður. (Leturbr. mín) I þessu ávarpi segir m.a.: „Frá höfuðsetri Ingólfs í Reykjavík, á dögum sjálfs hans og nánustu niðja hans og með þeirra ráði, þróaðist hið íslenzka þjóðfélag og lýðveldi, með alls- herjarlögum, alþingi við Öxará og alls- herjargoða í Reykjavík. — Eflaust verður að telja, að bær Ing- ólfs í Reykjavík hafi staðið við sunnan- vert Aðalstræti að vestan, andspænis þeim stað, þar sem síðar var kirkjan og gamli kirkjugarðurinn. Öllum má kunnugt vera hversu það bar til, að höfuðborg landsins var reist á túnum og tóftum hins fyrsta landnámsmanns, þar sem ævaforn sögn hermir að guð- irnir hafi vísað honum til bólfestu. Söguhelgi þessa staðar er sameign allra Islendinga. Engin þjóð önnur kann frá slíkum atburðum að segja úr sinni sögu, þar sem í einn stað koma upphaf og framtíð. Ekki þarf orða við um það, að bæjarstæði Ingólfs á að vera um aldur og ævi friðhelgur þjóðminningar- staður“. Það var einvalalið, sem ritaði nöfn sín undir ávarp þetta: Bjarni Jónsson vígslubiskup, Einar Ól. Sveinsson pró- fessor, Guðni Jónsson prófessor, Helgi Hjörvar rithöfundur, Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, Magnús Már Lárusson prófessor, Matthías Þórðarson fyrv. þjóðminjavörður, Ólafur Lárusson próf- essor, Pétur Benediktsson bankastjóri, Ragnar Jónsson forstjóri, Sigurbjörn Einarsson biskup, Sigurður Nordal próf- essor, Tómas Guðmundsson skáld og Þorkell Jóhannesson háskólarektor. Senn líður að því, að vér eigum að minnast 11 alda afmælis landnámsins, og vér höfum eigi enn goldið Ingólfi landskuldina, né heldur rækt þá höf- uðskyldu, er á oss hvílir, að friða um aldur og ævi stað hinna „helgu höfuð- tófta“ fyrsta landnámsmannsins. Enginn maður þarf að vera í vafa um, hvar þessar höfuðtóftir voru. Um það höfum vér einróma álit þeirra merku manna, er sendu ávarpið 1959. Verður ávarp þetta að teljast fullnað- ar úrskurður um hvar bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið. Þrátt fyrir þetta hafa ýmsir menn talið, að Ingólfur hafi reist bæ sinn annars staðar, en það eru aðeins get- gátur, byggðar á eigin hyggjuviti og rökstuddar á sama hátt. En miklu illu hafa þær valdið. Þær hafa valdið rugl- ingi og hiki hjá þeim mönnum, sem bera ábyrgð á bæjarstæði Ingólfs bæði gagnvart Reykvíkingum og alþjóð. Um 20 ára skeið hefi ég lagt mig fram um að safna rökum til stuðn- ings því, að bóndabærinn Reykjavík (eða Vík á Seltjarnarnesi eins og hann var oft nefndur síðar), hafi alla tíð staðið undir Grjótabrekkunni syðst, frá því er Ingólfur reisti hann fyrst árið 874 og þar til Skúli Magnússon lét reisa þar fyrstu verksmiðjuhúsin 1752 — og að bærinn hafi hvergi getað verið annars staðar. Þessi rök hafa bor- izt mér smám saman upp í hendurnar og að ýmsum leiðum, en öll hníga þau í sömu átt og staðfesta það, að bær fyrsta landnámsmannsins hafi staðið syðst undir Grjótabrekkunni, þar sem nú eru lóðirnar Aðalstræti 14—18, á milli Grjótagötu og Túngötu. Þessi rök hefi ég birt í mörgum stöðum í bókum þeim, er ég hefi ritað um Reykjavík. x) x) Ég leyfi mér að benda á þessar greinar: Merkasti bletturinn í Reykja- vík (1950), Úr sögu Arnarhóls (1963) Fyrsti kirkjugarðurinn (1963), Finnið bæjarstæði Ingólfs (1963), Fyrsta lang- ferð á íslandi (1966), Höfuðbólið og Austurpartur (1966), Áttir í Reykjavík (1966), Kirkjugarðurinn í Aðalstræti (1968), Ingólfsnaust og Ingólfsbrunnur (1968), Elzta verzlunarlóð í Reykjavík (1968). Ártölin í svigum merkja útkomu ár bókanna. Frá barnæsku hafði ég treyst ís- lendingabók Ara fróða um hvar bú- staður Ingólfs hefði verið. Hún segir að hann hafi byggt í Reykjavík. Og svo kom Sturlubók Landnámu með sína frásögn: „Ingólfur fór um vorið ofan um heiði. Hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið. Hann bjó í Reykjavík. Þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi". Og víðar er þess getið í sögum, að Ing- ólfur hafi átt heima í Reykjavík. Önd- vegissúlurnar voru helgigripir og þær hefir hann haft í hinum fyrsta bústað sínum hjá öndvegi sínu. Þessar súlur hafa svo fylgt bænum fram yfir siða- skifti og fram á daga Sturlu lögmanns Þórðarsonar, eða hátt á 5. öld. Þetta eru óvéfengjanlegar sannanir fyrir því að bærinn Reykjavík hafi allan þennan tíma staðið á sama stað. Þegar kristni var lögtekin á Alþingi árið 1000 var Þormóður sonur Þorkels mána allsherjargoði. Það var virðuleg- asta embætti landsins, því að allsherjar- goðin skyldi helga Alþingi, og höfðu Reykvíkingar þetta goðorð. Nú hefir allsherjargoðanum verið það skyldara en öllum öðrum að reisa kirkju á bæ sínum eftir kristnitöku. Og Þormóður reisir kirkjuna í Reykjavík, beint á móti bæ sínum og gerir þar grafreit. Engin önnur kirkja var í Reykjavíkur- landi þangað til dómkirkjan var reist. Hvergi í Reykjavíkurlandi hefir verið annar kirkjugarður allan þenn- an tíma, heldur en kirkjugarðurinn við Aðalstræti, beint á móti Reykjavíkur- bænum. Þetta er sönnun þess, hvar hinn fyrsti bær í Reykjavík hefir stað- ið: Þar sem nú eru lóðirnar 14—18 í Aðalstræti. Um þetta þarf ekki að deila, heimildirnar eru skýlausar. Þorsteinn Ingólfsson stofnaði Kjalar- nesþing áður en Alþingi væri slofnað. Þetta þing var sett í Krossnesi í Elliða- vatni, er síðan hefir verið kallað Þing- nes. Það skagar fram í vatnið að sunn- an. Þar mátti sjá leifar af miklum mannvirkjum. Jónas Hallgrímsson rann- sakaði þessar rústir sumarið 1841, og sannfærðist um að þarna hefði verið þingstaður. En upp úr seinustu alda- mótum, þegar hin mikla landræktun var að hefjast, var farið með plóg yfir Þingnes, öllum minjum fyrsta þings á íslandi umturnað og nesið allt sléttað. En norðan vatnsins, á norðurbökk- um árinnar Bugðu þar sem hún liðað- ist niður með Norðlingaholti, voru marg- ar búðatóftir vallgrónar og kölluðust Norðlingabúðir. Þarna hafa Borgfirð- ingar þeir, er Kjalarnesþing sóttu, haft búðir sínar, því að þeir kölluðust löng- um Norðlingar hér syðra, og bæði holt- ið og búðirnar hafa fengið nafn sitt af því. Eftir að Þingnes hafði verið plægt, voru þessar búðatóftir einu minjarnar sem eftir voru um þingið, Framhald á bls. 13 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.