Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 12
Rósberg G. Snædal Fundið Vínland Á bæjarhlaðinu í Brattahlíð stóð bóndinn á morgunskónum. í Eiríksfirði var einmunatíð og ærnar kroppuðu í mónum. Og bátinn hans Leifs að landi bar, hann lenti framundan bænum, en karlinn vissi hver kominn var og kjagaði niðrað sænum. Og sonurinn kyssti karlfuglinn á kinnina bústna og rjóða. „Ég fann eina heimsálfu, faðir minn, ég fann reyndar Vínlandið góða.“ Þá ræskti Eiríkur rauði sig svo rjóður í kinnum og þrútinn: „Þar varstu heppinn, — en heyrðu mig, hvar hefurðu brennivínskútinn?" íslenzkar hannyrðir á dagatali Á dagatali Skeljungs fyrir árið 1968 eru litmyndir af íslenzkum hannyrð- um frá 15. eða fyrri hluta 16. aldar og allt fram á 19. öld Þarna eru tvær 17. aldar hannyrðir, fjórar 18. aldar og þrjár 19. aldar. Kins og áður hefur verið bent á, þróaðist myndlist íslendinga á þessum öldum einkum í útskurði, vefnaði og útsaumi. Eru til í Þjóðminjasafni mörg dýrleg listaverk af þessu tagi, sem sýna að næmt myndlistarskyn hefur búið með þjóðinni þó ekki kæmi það öðruvísi í ljós fram af öld. Hannyrðirnar á dagatali Skeljung eru allar úr Þjóðminjasafninu og má þar nefna augnsaumað sessuborð, fléttusaumaða rúmábreiðu, sem kannske er fegurst af þessum munum, einnig fléttusaumað sessuborð og hluti af fléttu- saumaðri og augnsaumaðri rúmábreiðu, sem meðfylgjandi mynd sýnir. Þá er hluti af refli með varplegg og fléttusaumi, krossofin rúmábreiða, hluti af glitsaumuðum rekkjurefli, hluti af fléttusaumaðri rúmábreiðu sömuleiðis hluti af teimtu brekáni og krossofið sessuborð, en elzti gripurinn mun vera refilsaumað og blómstursaumað altarisklæði, sem sennilega er frá 15. eða fyrri hluta 16. aldar. Það er vissulega lofsvert þegar fyrirtæki sem nokkurs mega sín líkt og Skeljungur, ráðast í að kynna íslenzka listmennt eins og hér hefur verið gert og ekkert til sparað. Rafn Hafnfjörð hefur tekið myndirnar og prentun hefur farið fram í Litbrá, með þeim ágætum að unun er að sjá. Elsa Guðjóns- dóttir safnvörður hefur tekið saman skýringar við myndirnar. Þetta daga- tal mætti gjarnan leiða hugann að því, að í þessu landi voru jafnan til ríkidómar í listmunum þrátt fyrir fátæktina og harðræðið. ROMMEL Framhald af bls. 11 inu, sem hann stjórnaði. Þar var djúp staðfest, sem Rommel hefði aldrei lát- ið myndazt. Á meðan Rommel var sviptur hug sjónum sínum í Þýzkalandi, var Mont- gomery að sækja í sig veðrið í Norður Afríku. Við fullt tungl, þann 23. októ ber, réðst hann til atlögu. Hann gerði tvennt, sem kom staðgengli Rommels, Georg Stumme hershöfðingja, á óvart. Hann réðst á þýzka garðinn þar sem hann var hæstur - við norðurenda víglínunnar. Og í stað leiftursóknar með skriðdrekum byrjaði hann á gam- aldags stórskotahríð með þúsund stór- um byssum í hnapp. Þannig hófst or- ustan við E1 Alamein. í fyrstu barst hún fram og aftur. Hitler sendi Rommel aftur til Egypta- lands til þess að skakka leikinn. Romm el fór sér hægt. Hann þóttist viss um að árás Breta í norðri væri yfirskin: aðaláhlaupið yrði gert í suðri: en árás- in hélt áfram í norðri. Flestir hinna ítölsku bandamanna hans voru fallnir. Hitler sendi fyrirskipun um að hopa ekki um hársbreidd. Rommel, sem vissi hvers hægt var að krefjast af hernum, sinnti henni ekki. Þann 4. nóv- ember var orustan unnin og Rommel á undanhaldi. Hann losaði um meginhluta Afríku- herdeildarinnar og stjórnaði henni síð- an í því sem almennt er álitið lang erfiðast af öllum hernaðaraðgerðum langt undanhald að enduðum ósigri í orustu við ofurefli. Og þó gat hann enn bitið frá sér: hann var enn fær um að gera gagnárásir. En þennan vetur kom Ensk-Amerískt herlið til frönsku Norð ur-Afríku. Rommel var smátt og smátt þröngvað upp í norðaustur hornið á Túnis og í maí árið 1943 var styrj- öldin í Norður-Afríku á enda En Rommel var ekki öllum lokið enn. Hann var fyrsti raunverulegi mót herjinn, sem Ameríkumenn mættu í Evrópu og um langt skeið var það samkomulag, að gleyma því hvernig hann lék þá. Minningar Breta voru jafn sárar og frá lengri viðkynningu. Brezkur rithöfundur leitast nærri sjálf krafa við að finna afsakanir - af þeim er nóg - til skýringar á því hvers- vegna Rommel sigraði hvað eftir annað hin beztu herlið sem Bretar gátu sent á móti honum í eyðimörkinni. Þetta er enn stærsta viðkenningin, sem hernað arlist Rommels hefur hlotið - svið- inn undan ósigrum, sem hefðu, ef til- lit er tekið til styrkleika herjanna, al- drei átt að eiga sér stað. Rommel hefur í raun réttri aldrei ver ið endurmetinn eftir þeim upplýsingum sem ekki komu fram fyrr en löngu síð- ar. Hann hefur verið gagnrýndur í smá atriðum - að hann hafi stundum verið helzt til fljótfærinn, að hann hafi reist sér hurðarás um öxl og aðrir þýzk ir hershöfðingjar orðið að hlaupa und- ir bagga með honum. þetta er rétt. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að vera á þeytingi um vígstöðvarnar svo ekki náðist til hans frá aðalbækistöðvunum þegar taka þurfti mikilvægar ákvarð- anir. Þetta er einnig rétt en þó með þeim fyrirvara að þar var oftast ein- hver ábyrgur aðili, sem gat tekið í taumana og gerði það. Gagnrýni hefur komið fram á birgða og liðsflutningaaðferðir hans, en þetta er atriði, sem ekki var eingöngu á valdi Rommels sjálfs. Ef litið er á úr- elta þjálfun, klaufalegt skipulag og lé- leg vopn flestra andstæðinga hans á árunum 1941 og 1942, virðist liggja í augum uppi að fyrir Þjóðverja var vænlegast til árangurs að hefja hraða og ruglingslega bardaga, þar sem hinn betur vopnaði og betur skipulagði að- ili væri líklegri til að hafa betur. Og eftir þessari uppskrift hagaði Rommel Afríkuhernaði sínum. Aðrar öljósari ástæður komu þar einnig til. Ekki sízt njósnir. Rommel mun hafa haft veður af sumum árásum Breta, ef til vill með hlerunum loft- skeyta. Það er víst að Bretar vissu fyr- irfram um sumar árásir Rommels frá háttsettum njósnara í ftalsk-Þýzka for- ingjaliðinu. Ólíklegt er að full vit- eskja fáist nokkurntíma um það. Stjórnmálalegar ástæður höfðu sín áhrif eins og vænta mátti. Þær voru Rommel í hag að því leyti, að enda þótt hann fengi aldrei nægan liðsauka til að vinna stóra sigra sem hefðu var- anlegar afleiðingar, var sárasjaldan tek ið fram fyrir hendu hans þar til kom fram í orustuna við E1 Alamein. Öðru máli gegndi um hina ógæfusömu brezku hershöfðingja. Nýlegar staðhæfingar um eyðimerkurstyrjöldina bera að sama brunni: Það er varla sá hershöfðingi brezkur í landher, flugher eða flota, sem ekki lýsir í æviminningum sínum óheillaáhrifum þeim er herstjórn Win- stons Churchills hafði á gang styrj- aldarinnar. Enda þótt allir séu sam- mála um að einbeittni og þrákelkni Churchills hafi verið vel útreiknuð og gagnleg, hafi ákvarðanir mannsins sjálfs í hernaðarmálum riðið brezka heimsveldinu að fullu. Raunalegur listi yfir týndar skipalestir, sokkin orustu- skip og misheppnaðar herferðir er nú lagður hæversklega að fótum leiðtog- ans - ákvörðunin um að berjast við Þjóðverja í Grikklandi og taka til þess beztu eyðimerkurhersveitirnar af Wav ell hershöfðingja, sem færði Rommel heim sigur hans í Afríku: missir hinna miklu skipa Prince of Wales og Re- pulse, sem send voru beint í dauðann gegn Japönum án aðstoðar flugvélamóð urskipa: eyðilegging heimskauts skipa- lestarinnar PK 17, sem var afleiðing tryllingslegra og vanhugsaðra ákvarð ana er teknar voru í Dondon: miistökin við Anzio. Listinn er óendanlegur og hernaðarsöguritarinn Correlli Barnett hefur sýnt fram á hvernig brezki for- sætisráðherrann var einn traustasti samherji Rommels í Afríkuhernaði hans. Mörgum gagnrýnendum hættir til að afskrifa Rommel sem góðan og glæsi- legan herforingja og ekkert annað. Þeir neita því að hann hafi haft tíl að bera hæfileika þá og þjálfun sem þurfti til yfirherstjórnar, en þá tign hlaut hann fyrir lokaviðureignina við Montgo- mery - í Normandy. Vissulega hafði nafnið Rommel litla merkingu í eyrum þeirra herflokka sem ruddust til land- göngu D-daginn og síðar. En hefðu þeir vitað það, var Rommel eini mað- urinn, sem hefði getað stöðvað þá og margar þær varnir sem urðu á vegi þeirra voru verk Rommels. Rommel hafði spáð því að líklegasti staðurinn til innrásar yrði Normandy og ennfremur að innrás yrði aðeins stöðvuð á ströndinni, fyrsta daginn. Hann hélt því fram, að hin venjulega, og vissulega öruggari aðferð, að halda vel aftur af brynsveitunum þar til ó- vinurinn hefði gefið færi á sér, gilti ekki fyrir árið 1944. Flugher Banda- manna væri of geigvænlegt ofurefli. Álit hans var að engu haft. Þýzku brynsveitunum var haldið aftur, þær voru malaðar niður og tafðar með loft árásum, sendar á vígvöllinn í smá skömmtum og eyðilagðar. Og fyrir kaldhæðni örlaganna var það flugher bandamanna sem var banabiti Rommels - brezkur orustuflug maður sendi kúlnahríð yfir bifreið hans og særði hann iililega 17. júlí 1944. Þrem dögum síðar átti sér stað hin mis- heppnaða uppreisn hershöfðingjanna gegn Hitler. Hefði hún lánazt, myndi Rommel hafa tekið sæti Hitlers sem æðsti maður þýzka ríkisins. En svo fór sem fór og með upplýsingum, sem feng ust við pyndingar samsærismannanna, bárust böndin að Erwin Rommel. Og Rommel var ekki lengur með hersveit um sínum heldur sjúklingur á heimili sínu í Herrlingen, þar sem Gestapó gat gengið að honum. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. feþrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.