Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 4
UM HVAD ERU FUGLARIMH AD SYINIGJA? Nokkur orð um nútímamyndlist — I. hluti — Les Demoiselles d’Avignon. Tímamótaverk Picassos frá árinu 1907. Kúbisminn er í fæðingu. Nýjar leiðir kannaðar. Málverk eftir Henri Matisse, 1917. Við lifum á öld hinna miklu isma í myndlistinni eða kannski réttara sagt, öld hinna mörgu og skammlífu isma. Þessi öra þróun hófst að visu að marki á síðustu öld í dagsbrún tækni aldar. Þvi hefur að visu verið haldið fram, að tilkoma ljós- myndatækninnar uppúr miðri nítjándu öldinni hafi haft veru- leg áhrif á þróun myndlistar- innar. Það varð ljóst, að ekki þýddi að keppa við ljósmynda- vélina í nákvæmnisatriðum, en nokkrum áratugum áður hafði natúralisminn staðið í hámarki og þá höfðu málararnir villzt svo gersamlega í frumskógi nostursins, að aðalatriðin gleymdust, en í staðinn var farið að glíma við vandamál eins og til dæmis það, hvernig helzt mætti ná skeggbroddum í andlitsmyndum. Ljósmyndatæknin gerði slík- ar bollaleggingar óþarfar, en um leið gerðu sumir því skóna, að málaralistin mundi veslast upp í samkeppni við myndavél ina. Allavega hlaut myndlistin að leita inná nýjar brautir, þar sem engin önnur tjáningarað- ferð mundi ónáða hana og það gerði hún. Impressionisminn á öldinni sem leið var merkileg bylting: byrjun á miklu mynd- rænni skoðun viðfangsefnisins en oftast áður. Nútíma málur- um finnst að vísu, að impress- ionistunum sé of hátt á loft hald ið, að myndir þeirra séu of væmnar og engan veginn nógu sterkar í uppbyggingu. En þess ber að gæta, að impress- ionistarnir voru að nema nýtt land og út frá viðhorfi þeirra í listinni hafa svo opnazt nýj- ar dyr í ýmsar áttir. Yegna pólitískra skoðana sumra listfræðinga hefur því verið haldið mjög einarðlega að íslendingum í bókum og öðru rituðu máli, að myndlistin sé svo til eingöngu þjóðfélags- legt fyrirbrigði: að það megi ævinlega finna í tjáningarformi listamannsins spegilmynd af pólitískum hugsjónum eða jafn- vel pólitísku ástandi. Ég hygg, að þessi skoðun sé almennt reist á mjög vafa- sömum rökum, þó eitthvað sé ef til vill hæft í henni. Mynd- listarmenn hafa tilhneigingu til þess að verða fyrir áhrifum hver af öðrum og af ríkjandi stefnum eða tizku, en þeim er að jafnaði ólíkt farið og rit- höfundum og skáldum, sem svo oft finna hjá sér hvöt til að bjarga heiminum. Yfirleitt eru málarar hvorki að predika Para dís eða Víti: þeim stendur flest um mikið til á sama um leyndar dóma efnahagskerfanna og nota ekki léreftið til að lofa eitt og lasta annað. Þó eru til frægar undantekningar: Guernica Pi cassos er hatrömm árás og for dæming á viðurstyggð styrj- alda. Myndin er máluð í til- efni af skepnulegri árás þjóð- verja á spænska þorpið Guern- ica í borgarstyrjöldinni þar í landi á fjórða tug þessarar ald ar. Það hangir að vísu oft saman, að djarfir og róttækir málarar eins og Picasso hafa róttækar stjórnmálaskoðanir. En það var fremur framan af öldinni. Eft- ir að ljóst var að sjálft goðið, stjómkerfi Sovétríkjanna, hafði gersamlega brugðizt myndlist- inni í þvi landi með því að setja á hana pólitíska hnapp- eldu og hefta hana í fjötra hins svokallaða social-real- isma, hefur fjöldi myndlistar- manna gefizt upp á öllum slík- um átrúnaði og um þessar mund ir er myndlistin fjær því en nokkru sinni áður að endur- spegla pólitískar hugsjónir. En hvað endurspeglar hún þá? Fyrst og fremst þrotlausa leit að' nýjum sannindum: hún kennir okkur að sjá hlutina í nýju ljósi, sem hér á íslandi er auðveldast að sanna með því, að hraun voru almennt talin ljót þar til Kjarval hafði kennt fólki að sjá fegurðina í form'- um þeirra og litum. Myndlist- in endurspeglar líka samtíðina að mörgu leyti og ekki þá sízt hinar róttæku breytingar á hugsunarhætti sem hafa átt sér stað: gömul bannorð hafa fallið, tæknilegar nýjungar hafa fært okkur ýmsa blessun og jafnvel kennt okkur að skynja það myndræna á fersk- an hátt. En allt hefur þetta veiið lengi í gerjun, þróazt stig af stigi og nú skiljum við ekki Iengur, hvað þótti hneykslan- lega nýstárlegt við næturvörð Rembrands, svo dæmi sé tekið. f öllu því lesmáli, sem til er um þróun nútíma myndlist- ar, má ljóslega sjá þá skoðun, að nokkrir menn hafi öðrum fremur haft áhrif á rás þró- unarinnar. Einn af þeim áhrifa mestu í þeim flokki er Poul Cézanne, sem sagði skilið við impressionistana í París á átt- unda tugi síðustu aldar og sýndi ekki með þeim upp frá því, vegna þess að hann var kominn inná nýjar brautir og það var ný hugsun í fæðingu og sú hugsun hefur orðið líf- seig. Áhrifa Cézannes hefur gætt langt fram á þessa öld: hjá .Tóni Stefánssyni til dæmis, og það er jafnvel ekki frá- leitt, að nefna mætti núlifandi málara hér á íslandi, sem halda áfram að mála í anda Cézannes. Impressionistarnir reyndu að höndia Ijósið í myndum sínum: Jíka loftið eða veðrið, en Cé- zanne sneri sér meir að eig- indum flatarins og hafði gífur- leg áhrif, meðal annarra á Pi- casso, ungan mann frá Mal- aga, sem þá var að brjótast áfram í París. Þegar þeir Pí- Eftir Gísla Sigurðsson casiso og Braque forma kúbis- mann um 1907, þá var það í senn beint áframhald af mál- verki Cézannes og grundvölltír að ýmsu, sem átti eftir að ger- ast í myndlist síðar á öldinni. Þó runnu raunar fleiri stoðir undir þá breytingu á list Pi- cassos, sem fram kemur í tíma- mótamyndinni Les Demoiselles d’Avignon. Hann hafði séð skúlptúr frumstæðra afríku- þjóða og hrifizt af honum. Kúbisminn rann sitt skeið á árunum 1907 til 1914. En þá var líka öld hinna fjölmörgu isma myndlistarinnar í algleym ingi. Sumir þeirra áttu reynd- ar rætur sínar í nítjándu öld- inni: expressionisminn til dæm- is, sem þróaðist samtímis im- pressionismanum og átti sitt höfuðvígi í Þýzkalandi, einkum og Munchen og Dresden. Einn Kúbisminn kominn að' leiðar- lokum: Ung stúlka með gítar eftir Georges Braque, máluð 1913. af forvígismönnum þeirrar list- stefnu var Norðmaðurinn Ed- vard Munch, sterkur lista- maður og einkennilegur utan- garðsmaður: andi á borð við Kirkegaard og Strindberg, Ib- sen og Nietzche. Munch mun að öllu samanlögðu kunnasti myndlistarmaður Norðurlanda, fyrr og síðar, en miðað við bókmenntaleg afrek og þann menningarbrag, sem við erum sammála um að hafi ríkt á Norðurlöndum síðastliðin hund rað ár, hafa furðulega fáir myndlistarmenn þaðan getið sé verulegan orðstír í liinum stóra heimi. Fyrir utan Die Brucke í Dres- den og hóp listamanna í Munch en, er París vettvangur atburð- anna á fyrstu áratugum ald- arinnar og heldur áhrifamætti sínum allt fram yfir 1950. Það er alkunnugt, að hver SDVAXD HUMCII Thi C,J. /*» Ópið, 1895. Expressionismi. Ein af hinum kunnari myndum Norðmannsins Edvard Munch. stefna kallar fram andstæðu sína, áður en langt um líður, og þegar impressionisminn hafði þróazt í svonefndan point ilisma, sem kannski mætti kalla punktamálverk, þá fór það að fara í taugamar á sumum ung- um mönnum og þeir mynduðu nýja stefnu, sem var beint á móti því yfirborðslega í im- pressionismanum. Þessir ungu menn voru kallaðir Fauvistar og páfi þeirra var Henri Mat- isse, sem snúið hafði baki við laganámi og gerzt málari. Hann og skoðanabræður hans, höfðu ýmigust á þeirri myndlist, sem stundum er kölluð á vondu máli „spontant", það er, bygg- ist á hughrifum augnabliksins. Þeir sögðu eins og Leonardo da Vinci hafði raunar sagt löngu áður, að málverk er and- legur hlutur, sem verður að vera traustur og taminn, enda afleiðing af langri og ýtar- legri umhugsun. Heimstyrjaldir valda alda- hvörfum og sú skoðun hef 'r oft heyrzt, að hin raunverulegu aldamót hafi átt sér stað á tímaskeiði fyrri heimstyrjaldar- innar. Meðan herirnir börðust í skotgröfunum við Somme og Verdun voru nýir ismar að fæðast í París og aðrir komnir á legg: þar á meðal Futurismi, Dadaismi og Surrealismi. Hver stefna átti sinn páfa og sitt „manifesto“, stefnuyfirlýsingu og áhangendur. Það er auðvitað erfitt að á- kveða, hvenær ein stefna byrj ar og hver eigi fortakslaust heiðurinn af því. Á fyrsta ára- tugi aldarinnar gerðu menn til- raunir í ýmsar áttir, en oftast var þar um að ræða hlutlæga túlkun á einhverjum ytri veru- leika. Jafnvel sundursaxaður kúbismi þeirra Picassos og Bra- ques átti sér ákveðnar fyrir- myndir: enn liéldu menn tryggð við mótífið. Abstrakt myndlist er þó ekki ný af nálinni frem- ur en annað undir sólinni og þarf ekki annað en að rýna dálítið í söguna til þess að rek- ast aftur og aftur á abstrakt útfærslu, ekki sízt hjá frum- stæðum þjóðum. Það má segja, að Víkingarnir, forfeður okkar, hafi verið sterkir á hinu abstr- akta svelli og haft frábært form skyn eins og vel kemur í ljós í bók Almenna Bókafélagsins um Vikingana. í skipum þeirra kemur fram svo fín tilfinning fyrir forminu, að erfitt er að benda á betur teiknaða hluti í nútímanum: helzt væri að í- talir stæðu jafnfætis í bílaiðn- L 25. febrúar 1968 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.