Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 9
Rommei, efst á myndinni, ásamt her mönnum sinum. liðsins. Enn síðar gaf hann þær svo út í bókarformi. Er hér var komið sögu hafði Hitler tekið við völdum og hinn nýi foringi las bókina og þótti mikið koma til frumleika hennar og þeirra fyrirheita, sem hún gaf um lausn úr sjálfheldum skotgrafahernað- arins, en þesskonar stríð vildi hann ekki heyja. Skjótar og hraðar ákvarð- anir var það sem foringinn óskaði eft- ir, og svo virtist sem Rommel gæti séð fyrir því. Sem liðsforingi í hernum gat Romm el ekki gengið í Nazistaflokkin á fyrstu árum hans, og hefur sennilega ekki viljað það. En á þeim tíma dáði hann vissulega Hitler persónulega og var fylgjandi sumu því, sem hann var að gera. En fyrsta för hins tilvonandi hershöfðingja fyrir foringjann var ekki farin til fjár. Sem liðsforingi sá er vera átti tengiliður milli landhersins og Hitlersæskunnar og veita henni dá lítinn aga, lenti hann í ónáð hjá leiðtoga hennar, Baldri von Schirach. Rommel sagði honum að ef hann vildi reyna að stjórna heilum hóp af litlum Napole- onum, yrði hann að byrja á því að læra eitthvað um hermennsku sjálfur Þetta heilræði féll ekki í góðan jarð- veg og Rommel var leystur frá em- bættinu skömmu síðar, við lítinn orð- stír. Næsta embætti fylgdi yfirforingja- tign og var það yfirstjórn öryggis- sveitar þeirrar, er gæta skyldi Hitlers öllum stundum, en þó sér í lagi á sigur för hans um lönd þau er hann hertók. Metnaðarlaus maður hefði e.t.v. sezt um kyrrt sem einskonar herbúðadrott- inn hjá Hitler alla síðari heimstýrjöld- ina. En þegar Hitler spurði hann hvers konar herstjórn hann kysi sér öðru fremur, svaraði Rommel samstundis og umbúðalaust: ”Stjórn brynsveitar". Fáum mánuðum eftir að hann hafði fengið ósk sína uppfyllta, var Rommel á leið með skriðdreka sína yfir belgisku landamærin og 40 dögum síðar, þann 19. júní 1940, hafði hann tekið Cher- bourg. Enn var hann aðeins einn af mörgum efnilegum herforingjum. Hann hafði ekki unnið nein stórvirki. En snemma á árinu 1941 var hann enn hækkaður í tign og gerður að yfirmanni herafla, sem nefnast skyldi Afríku herdeildin þegar hann væri kallaður saman og kominn á skipsfjöl. Þetta var eitt þrep uppávið, en á vígstöðvum sem ekki skiptu miklu máli. Hitler einbeitti athygli sinni að væntanlegri innrás í Rússland. Ef hann næði fótfestu þar gæti ekkert afl í heiminum losað tök hans á Evrópu. Norður-Afríka var aukaleikur, og verk efni Rommels aðallega að halda uppi vörnum - halda ítölsku nýlendunum í Afríku og, ef mögulegt væri, að ná aftur svæði því í Cyrenaica (í austur- hluta Libyu) sem ítalir höfðu skömmu áður misst í hendur Bretum. Þann 21. marz 1941, þegar eingöngu framvarðarsveitirnar voru komnar á land, var Rommel sagt að hafa áætl- un um endurheimt Cyrenaica tilbúna þann 20. april. Hann réðst til atlögu 31. marz, án þess að spyrja leyfis og hafði lokið verkefninu nokkrum dögum áður en fresturinn rann út, sem hann hafði til að skila áætlum sinni til um- sagnar. Að undanskilinni Tobruk, sem hélt velli, hafði Cyrenaica verið endur- heimt og vígstöðunni breytt til þess sem hún var árið áður, fyrir sókn Breta á hendur Itölum. Flestum virtist þetta göldrum líkast. Myrkrahöfðinginn sjálfur hafði sprott ið fram á sjónarsviðið í eldglæringum og reykmekki. Upp frá því var per- sónuleiki Rommels jafn drjúgur þáttur í bardögunum og hinar þrautþjálfuðu einingarAfríku-hdrdeildarin/nar. Myrkra höfðinginn ríkti yfir eyðimörkinni og naut aðdáunar óvina jafnt sem vina, en meðal foringjanna í yfirherstjórn- inni í Þýzkalandi ríkti óvild og tor tryggni í hans garð. Nú töluðu Bretar í Afríku ekki um ”Þjóðverja“, eða ”Jerry gamla“ þegar þeir áttu við fjandmanninn, heldur “Rommel“. Þetta var hin æðsta viðurkenning, því það sem þeir áttu við var: ”Þetta er sann- kallað karlmenni - þetta er hershöfð- ingi eftir okkar höfði“. Það flaug jafn vel fyrir í gamni, hvort Rommel feng- ist keyptur - eins og hver önnur knatt spyrnustjarna. Þeim féll vel við hann vegna þess, að eftir því sem þeir þekktu til hans var hann harðsnúinn mótherji, en þó Það vantaði aðeins hársbreidd uppá að hann gerbreytti gangi stríðsins drenglundaður þegar í odda skarst. Það er athyglisvert að kvartanir um hryðjuverk á vígvöllum Norður-Afríku greinast í tvo flokka - kvartanir Breta á hendur ítölum og kvartanir Þjóð- verja yfir hermönnum frá samveldis- löndum Breta, einkum Ástralíu og Nýja Sjálandi. Rommel varð óður af bræði yfir fregn um það að Ný-Sjá- lendingar hefðu notað byssustingi á særða Þjóðverja og hótaði gagnráð- stöfunum. En hann hrinti þeim aldrei í framkvæmd vegna þess að honum virtust skýringar Breta á atvikinu eiga við rök að styðjast. Einhverjir af hin- um særðu höfðu að likindum orðið fyrir byssustingjaárás, en atburðurinn átti sér stað að nóttu og tvístraðir Þjóðverjar skutu að óvinum sínum aft- anfrá. Þeir voru aðeins að gera skyldu sína, en Rommel viðurkenndi að sama gilti um Ný-Sjálendingana, sem voru i sókn og vildu ekki eiga á hættu að vera skotnir í bakið. Fangar, sem fallið höfðu í hendur Þjóðverja báru vitni um góða meðferð, í rauninni betri meðferð en hægt var að búast við með sanngirni. Oðru máli gegndi um Italina. Það er sömuleiðis rétt hermt að Rommel virti að vettugi sérstök fyrirmæli frá Hitler þess efn- is, að skemmdarverkamenn fallhlífa- og njósnasveita, sem teknir væru til fanga, skyldu skotnir. Hitler hafði rík- ari ástæðu fyrir þessari skipun en menn gera sér almennt ljóst og nokkurn tíma verður hægt að viðurkenna, en Rommel ákvað engu að síður að í Norður-Afríku að minnsta kosti skyldu þeir halda árunni hreinni. Og það í trássi við þá staðreynd að brezkur njósnaflokkur gerði tilraun til að myrða hann. Þessi ákvörðun sýnir jafn vægi og heilbrigða skynsemi og veik- lyndari maður hefði ef til vill ekki getað tekið hana Rommel var guðsgjöf handa frétta- riturum og myndatökumönnum - hann fremstur, þrekinn og þéttvaxinn með kollteygða herforingjahúfuna og brezku sólgleraugun, sem tekin voru herfangi og með honum menn úr framvarðar- sveitunum, en í baksýn er skothríð eða sprengjuregn: tækni, miskunarleysi dugnaður, orka - tuttugasta öldin upp- málúð. Ekki var hann heldur frábitinn því að sitja fyrir hjá ljósmyndurunum svo lítið bæri á. Hljóðupptökumenn gátu reiknað með sprengjuþyt í fjarska þegar þeir fóru til að taka upp viðtöl við hann. Og þetta var allt saman ó- svikið. Það var engin leikaraleg sýnd- armennska við Erwin Rommel. Hjá honum ríkti heldur engin klaustur- kyrrð líkt og í sumum brezkum her- búðum. Á tímum stórra herja og stórra fyr- irtækja er slík auglýsingatækni nauð- synleg. Stærð fyrirtækjanna hefur myndað djúp milli leiðtoganna og fylgismanna þeirra, sem fylla verður með kvikmyndum, fréttaefni og segul- böndum. Sumar hinna bjánalegri frá- sagna, sem fréttamennirnir létu frá sér fara, vöktu bræðiöskur hjá Rommel, en honum var ljós þörfin á að útvarpa ímynd þessa óþiotlega orkumennis og nærri ofurmannlega herforingja með alþýðlegu framkomuna og bændamál- lýzkuna. Hann skildi, að lúðraþyturinn varð að vera sannfærandi. En stillt, valdsmannslegt augnaráðið leyndi annarri hlið á persónugerð hans. Hershöfðinginn var engin næpa. Hann var skarpskyggn og framgjarn í starfs- grein þeirri, sem hann hafði valið sér - hernaði. f Norður-Afríku hafði hann tækifærið - til að gera aukaleikinn að mikilsháttar sigri, sem hefði áhrif á gang styrjandarinnar. Allar hugsanir hans og taugaorka snerust um þessa ósk. Hann rak aðra miskunnarlaust áfrm og sjálfan sig allra mest. Hann hugs- aði ekki málið á breiðum grundvelli. Sjóndeildarhringur hans var Norður- Afríka: einu sigurlaunin Alexandria, Cairo og Suez-skurðurinn. Ef til vill geta aðeins þeir, sem tekið hafa þátt í slíkri herferð, gert sér grein fyrir því hvernig einfalt yfirlýst hernaðartak- mark getur tengt menn traustum bönd um, þannig að unninn sigur skilur eft- ir óbragð auðnar og tilgangsleysis. Rommel fékk aldrei að reyna það. Og ef til vill var það honum þeim mun bitrari reynslu, sem hann var svo ná- lægt markinu, ekki einu sinni heldur oft á þessum tveim árum í Norður- Afríku. Ekki var ómerkilegastur sá hæfileiki hans að hrökkva aftur frá ósigrunum eins og gúmmíbolti og neyla þess hve vegalengdir er fara þurfti um eyðimörkina voru því liðinu í vil, sem hörfaði undan, þar eð hinir sigruðu nálguðust aftur bækistöðvar sínar en samgöngur urðu strjálari hjá sigurveg aranum, sem sótti fram. Rommel beið í fyrsta skipti alvar- legan ósigur í nóvember 1941, í árás Breta sem kölluð hefur verið ”Opera- tion Crusader", en markmið hennar var að létta farginu af Tobruk og ná aftur Cyrenaica. Áttunda herdeildin var að- eins liðsterkari - 118.000 Bretar á móti 100.000 Þjóðverjum og ítölum: 455 brezkir skriðdrekar á móti 412 drek- um Rommels. Brezki herinn sótti fram Framhald á bls 11 25. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.