Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 1
3fa#?ptllM0&*ÍV& [_ 8. tbl. — 25. febrúar 1968. — 43. árg. ' ORÐUST sem gerir hið nærtæka frumlegt Fyrir síðustu jól kom út hjá Helgafelli heildarsafn Ijóba Tómasar Cuðmundssonar í endurútgáfu, með ítarlegum formála eftir Kristján Karlsson. Hér birtist einn kafli þsssarar ritgerðar Krisf/áns um þjóðskáldið. Tómas Guðmundsson Að sama skapi og fyrsta bók Tómas- ar, Við sundin blá, fær aukna þýðingu með hverri nýrri ljóðabók, svo að vér skiljum betur en áður samhengið í ljóðagerð hans, verður oss fjölhæfni hans einnig ljósari. Um leið eigum vér auðveldara með að gera oss grein fyrir því, hve fjölbreyttu endurnýjunarhlut- verki þessi ljóðagerð gegnir í íslenzk- um skáldskap. Vera kann, að , enginn, nema sá, sem hefur sjálfur, eins og T.S. Eliot segir einhvers staðar„erfiðað við málið", fái skilið til hlítar, hvílíkt afrek það er að slá nýjan tón í skáldskap, að innleiða nýtt hugmyndaform í ljóðræna hugsun og endurnýja að einhverju leyti skáldskaparmálið, eins og Tómasi Guðmundssyni hefir tekizt. Byltingar í skáldskaparmáli einhverr ar tungu gerast í höfuðatriði jafnan á eina lund. Þær hefja daglegt mál og prósa til vegs í skáldskap. Enda þótt Tómasi liggi hefðbundið ljóðmál eðlilega á tungu, eins og gerst má sjá á ýmsum hinum tigulegu viðhafnarkvæðum í síð- ustu bók hans, Fljótinu helga, er hon- um óhjákvæmilegt að gæða það sérstök- um persónulegum töfrum, mýkt og klið ræktaðs talmáls: Fálát og köld rís foldin mót nýjum degi og framandi á sinum hnetti dagur- inn vaknar Hann horfir á jörðina kvíðinn eins og hann eigi þar einskis framar að vænta af því, er hann saknar. Því höfin seilast óraveg eftir þeim skeljum, sem áður voru leikföng glaðværra barna, og austan um heiðar fer haustið grátt fyrir éljum en himinninn sortnar að baki fjar- lægra stjarna. Hrynjandi og orðaval daglegs máls er ekki nýjung í íslenzkum kveðskap, og meðan einhver ríkjandi skáidskapar hefð á sér lífsmagn leitar hún öðru hverju endurnýjunar í daglegt mál. Ef Kristján Karlsson segja má, að íslenzkur nútímaskáldskap ur hefjist með Jónasi Hallgrímssyni og Bjarna Thorarensen, án þess að með því sé gefið í skyn, að hann hafi slitn- að úr samhengi við skáldskap fyrri alda, þá hefir sú kvísl hans, sem fremur er runnin frá kveðskap Jónasar, jafnan haldið sig nær farvegi daglegs máls, og Jónas er samkvæmt því, í bókmennta- aögulegum skilningi, fyrsti byltinga- maður nútíma skáldamáls. Alltaf þegar rætt er um skáldskap, er hollt að hafa hugfast, að hann er í verklegum skiln- ingi iðkun máls. Jónas Hallgrímsson vann af ásetningi og með hótfyndinni smekkvisi að því að innleiða daglegt mál í skáldskap eins og það var ó- snortnast af hefðbundum bókmennta- stíl samtíðarinnar og formlegum rituð- um prósa. Þar með er endurnýjunar- hlutverki Jónasar auðvitað ekki að fullu lýst, heldur einungis þeirri hlið, sem varpa má ljósi á mikilsverðan þátt í skáldskap Tómasar Guðmundssonar. Því að Tómas er í svipuðum skilningi einn af byltingarmönnum íslenzks skáldskaparmáls. En um leið og hann gefur skáldskap sínum einatt áferð, hrynjandi og tón talaðs orðs og hagnýt- ir svo eftirminnilega ljóðræna möguleika hversdagslegra orða, þá auðnast hon- um með alveg sérstökum hætti að gefa tiltekinni menningarlegri hefð í fyrsta sinn rödd í íslenzkum skáldskap og mótá hana persónulagum svip. Hefð í skáldskap sprettur vitaskuld ekki allt í einu af engu, hvort sem hún á rætur sínar fyrst og fremst í bók- menntum eða daglegu máli. Án hefð- bundinnar, samfélagslegrar ræktunar er daglegt mál meiri og minni óskapn- aður og jafnvel markvís þjálfun ein- staklings á persónulegu málfari sýsi- fusariðja. Sem samtímamenn Tómasar eigum vér hægara með að átta oss á sambandi skáldlegs málfars hans en Jónasar við mælt mál líðandi stundar, ef segja má, að „stundin" hafi liðið á Islandi á öndverðri 19. öld í sömu merkingu og nú.Engum dytti samt í hug að kalla skáldlegt málfar Tómasar hvers dagslegt mál, enda þótt það hafi svo marga eiginleika þess, að oss finnist það einátt vera vort daglegt mál. Það er það líka, - ef vér einungis töluðum svo vel. Sólskinið á ströndinni sindraði og glóði og sólin rann og flóði um glaðar bárur gullinn óraveg. Þá steigst þú upp af öldunum, ó, Anadyomene, og aldrei - nota bene - varð ungur maður ástfangnari en ég. Þannig hefst ljóðið um Anadyomene á hefðbundnu ljóðmáli, sem farið er með eins og mælt mál. Siðar í kvæðinu er þessu snúið við og hversdagslegt málfar hafið upp til móts við hitt í skáldskaparmáli: Og það er á slíkum stundum, að maður getur gert sér eins grein fyrir því og vert er, að kynslóð vor hin eina kynslóð er, sem nýtur þeirrar hamingju að hafa ekki dáið. Svo hjartanlega náið er lífið okkur enn, sem betur fer. Það sem Tómas hefur fyrst og fremst gert til endurnýjunar íslenzku skálda- máli er að skapa töluðu máli, eins og það er borgarlegast, persónulegan skáldskaparstíl og í annan stað að gæða rómantískt, hefðbundið skáldamál mýkt, hrynjandi og nálægum tón talaðs máls. Hvorttveggja er ómetanlega mikils virði en þó er hið fyrra enn nýstárlegri uppgötvun í íslenzkum skáldskap. Borg arbúar tala öðruvísi en sveitafólk og jafnvel smábæjafólk. Því valda augljós lega ólíkir lifnaðarhættir, náin sam- vinna mikils fjölda manna, fjölbreytt- ara líf og einkum meira samkvæmislíf. Sú sérstaka siðmenning, sem skapast í borgum, átti ekki fyrr sjálfstæða rödd í íslenzkri ljóðagerð, nema sem berg- mál frá erlendum stórborgum, þar sem íslenzk skáld höfðust við. Um leið og borgarlíf er að hefjast á íslandi, skap- ar Tómas því að sínum hætti skáldlegt málfar og rödd í íslenzkri ljóðagerð. Og af einstökum bókum hans bera lík- lega Stjörnur vorsins samfelldust auð- kenni talaðs máls. í samræmi við það eru yrkisefni þess arar bókar mjög nærtæk og minna á daglega viðburðL ef frá eru tekin þau kvæði, sem gerast að efni til úti í löndum, en jafnvel þau eru flest unnin úr „hversdagslegum" atburðum og fyrir bærum (Konan með hundinn, Jerúsal- emsdóttir, Morgunn við Afríkuströnd, Garðljóð) og á máli, sem er sízt lang- sóttara en hinna, þrátt fyrir sérkenni- lega bjartan og glitrandi viðhafnarblæ. Og yrði suðrænt sólskin á sumardegi björtum of heitt tveim ungum hjörtum þá heldur ekki brást það, að nóttin kæmi að austan með fangið fullt af stjörnum handa feimnum jarðarbörnum til að unnast við og dást að. Frá sjónarmiði stíls, er þetta erindi frábært listaverk. Það er ein málsgrein með einungis tveimur kommum að grein armerkjum, en hugsunin svo rökvís og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.