Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 13
4SS-foringiar til hans og lærðu honum síðustu skipun foringjans. Eftir stutt viðtal sagði hann konu sinni tíðindin. ”Þegar hann kom inn í stofuna," seg- ir frú Rommel, ”var svo undarlegur og hræðilegur svipur á andliti hans, að ég hrópaði strax:”Hvað gengur að þér? Ertu Veikur?“ Hann leit á mig og sagði:”Ég er kominn til að kveðja. Eftir stundarfjórðung verð ég dauður.... Foringinn hefur boðið mér að velja á milli þess að taka inn eitur eða vera dreginn fyrir almenningsdómstól. Þeir færðu mér eitrið.Þeir segja að það sé aðeins þrjár sekúndur að verka“ Það var lengur. Rommel dó í kvala- teygjum inni í SS-bifreið. Síðar sögðu vitni frá því að líkið hefði verið með einkennilegan fyrirlitningarsvip á and litinu. Hann var grafinn með fullri viðhöfn af hálfu hersins og flokksins, að með- töldum kransi frá Hitler. Hefði hann hinsvegar 'getað staðið yfir moldum Hitlers kynni stríðinu að hafa lokið um sumarið 1944 þegar Rauði herinn hafði ekki enn náð fótfestu í Mið-Ev- rópu. Og heimurinn væri öðruvísi í dag. AT HAFNAMENN Framhald af bls. 7 Þann 14. oktober 1944 komu tveir „Kona mín er Reykvíkingur, dóttir hjónanna Einars heitins Péturssonar, stórkaupmanns og eftirlifandi konu hans Unnar Pétursdóttur. Við kynnt- umst samt fyrst á íslendingamóti í London árið 1951. Þá skildu þó leiðir í bili. Síðar endurnýjuðum við kynni okkar og giftum okkur 29. janúar 1955 Þá var ég 29 ára að aldri. Við bjugg- um fyrst að Tómasarhaga 29. en síðar að Hjarðarhaga 29. Við eigum tvær dætur, og er sú eldri fædd 29. septem- ber 1955, en sú yngri 29. janúar 1962, eða nákvæmlega á sjö ára giftingaraf- mæli okkar. Svo ég held, að 29 sé happatala fyrir okkur hjónin. — Ætli það endi ekki með því, að við eign- umst 29 börn“ Og Birgir brosir til skrifstofustjóra síns. „Er alltaf mikil eftirspurn eftur Runt alofnum, svo maður víki aftur að fyrir- tæki ykkar?“ „Já, og fer vaxandi. Eftirspurnina geturðu nokkuð markað af því að þótt við framleiðum nú upp undir 150 ofna á viku, þá þurfum við fjögurra til átta vikna fyrirvara til að afgreiða pant- anir. En við gætum enn aukið fram- leiðslna, ef við hefðum rekstrarfé til þess. En lánsfé er illkleift að fá. Það eru helzt víxlar til skamms tíma en þeir eru ódrjúgir“ „Hvað hafið þið marga menn í vinnu?“ „Þeir eru svona frá 11-15“ „Þurfa þeir sérmenntun til síns starf?“ „Nei, ég læt nægja að leiðbeina þeim sjálfur eftir beztu getu, og það hefur dugað bezt. Það sem hefur háð okfcur einna mest, auk rekstarrfjárskorts, er hinn margvís legi innflutningur fullunninna ofna, sem gefinn var frjáls einmitt um það leyti, er við hófum framleiðslu okkar. Manni hefur oft ekki veitt af að vinna 14-18 klukkustundir á sólarhring, til að standast þá hörðu samkeppni. — Hin Framkv.stj.: Sigíús Jónsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fró Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Sími 22480. Útgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík 25. febrúar 1968 ranga gengisskráning, sem viðhaldið var fram í nóverúber siðastliðinn var íslenzkum iðnaði þung í skauti í sam- keppni við aðra innflytjendur. Einnig hafa verkalýðsfélögin oft gert íslenzk- um iðnaði erfitt fyrir með skammsýnni kröfupólitík. En nú, sem gengið hefur verið lagfært verulega og tollalögin sömuleiðis, þá hefur aðstrða íslenzks iðnaðar gagnvart innfluttum, fullunnum vörum batnað. Þetta hefði mátt vera búið að gera fyrr, en betra er seint en aldrei“ „En viðvíkjandi rekstrarfjárskortin- um, hefur þú nokkuð reynt til að fá lán erlendis frá Birgir?“ „Nei, það hefi ég ekki reynt. Líkast til er það ekki auðvelt. Ég held það gæti nú rekstrarfjárskorts í ýmsum löndum. Það er eins og hver hafi nóg með sig í þeim sökum. Annars er ég bjartsýnn bæði á fram- tíð míns eigin fyrirtækis og eins það, að þjóðin komist brátt út úr efnahags- erfiðleikum sínum. Þeir eru tímabundn ir og stafa mest af því, að við höfum lifað um efni fram á undanförnum ár- um. — En það er auðvitað hagsmuna- mál allra þeirra, sem hafa söluvarning á boðstólum og þá auðvitað einnig okk- ar sem rekum iðnfyrirtæki, að kaup- geta almennings sé allgóð, og því von- um við auðvitað, að tímabundnir efna- hagserfiðleikar, sem einnig stafa af aflatregðu og verðfalli á útflutningsaf- urðum okkar, verði fljótlega yfirstign ir. Og ég er, eins og ég gat áðan bjart- sýnn í þeim sökum, enda hefur hin sívaxandi eftirspurn eftir framleiðslu- vöru minni ekki gefið til kynna rýrn- andi kaupgetu almennings, né félaga- samtaka. En að vísu er ég með þá vöru á boðstólum, sem margir telja sig alls ekki getað án verið. Rétt er að geta þess, að við fylgj- umst mjög vel með öllum tæknilegum nýjungum, sem varða framleiðslu Runt- alofnanna. Svisslendingar áskilja sér rétt til að hafa yfirlit yfir framleiðslu þeirra aðilja, sem þeir veita einka- leyfi. Og árlega er haldin ráðstefna í Svisslandi, þar sem framleiðendur Runt alofna frá ýmsum löndum koma saman og bera saman bækur sínar. Kona mín sat þá ráðstefnu í fyrra. Á þann hátt fylgjumst við með öllum nýjungum, sem framleiðsluna varða og getum snið- ið hana eftir því, sem hagkvæmast þyk- ir hjá þeim, sem mesta reynslu hafa. — Þetta er auðvitað mjög mikilvægt, ekki sízt upp á framtíðina. „Hvað kosta Runtalofnar í svona til dæmis þriggja herbergja íbúð?“ „Ég mundi segja svona frá sjö til níu þúsund krónur. Það er lítill liður í hin- um mikla kostnaði, sem bygging nýrrar íbúðar nemur“ „Hvað ráð mundir þú að lokum vilja gefa ungum mönnum, Birgir, sem hafa áhuga að leggja út í iðnrekstur, eða stofna eigin fyrirtæki sem hafa sam- bærilega þjónustu að markmiði.? I fyrsta lagi að vera heiðarlegir og áreiðanlegir í öllum viðskiptum og standa ávallt við orð sín. f öðru lagi að mæta fyrstir allra á vinnustað á morgnana og fara síðast- ir heim að kvöldi. Og teldi óráðlegt fyrir þá að vera að rázka í fleiri en einu fyrirtæki í einu. Þeir eiga að ein- beita allri sinni orku að einu fyrirtæki. í þriðja Iagi ráðlegg ég þeim að vera beinir þátttakendur í vinnu starfsfólks síns, eftir því sem ástæður leyfa. Það er mikið atriði að hafa sem nánastan félagsskap við starfsfólkið, vinna þann ig traust þess og glæða áhuga þess á tarfinu. Og svo í fjórða lagi er auðvita æski- legt fyrir þá að giftast góðum konum, sem geta styrkt þá og aðstoðað í starfi sínu af lífi og sál. — Þar hefi ég haft lánið með mér. Ég kveð svo þau góðu og samhentu hjón með beztu óskum um farsæld í hinu nýta uppbyggingarstarfi sínu. Sveinn Kristinsson. Rósberg G. Snædal: Hart var þá á Skaga Okkur verður jafnvel á að brosa ofurlítið að eftirfarandi sögu. Brosleg er hún þó ekki, en sýnir okkur með átakanlegu dæmi inn í heim hörmunga og harðræða, sem vetrarharðindi bjuggu fátækri bændaþjóð í landi hér, — já meira að segja næstu fyrirrennurum okkar. Veturinn 1880—81 var einn hinn harðasti, sem yfir þetta land hefur gengið, eða sagan greinir frá. Fylgdist þá flest að: fádæma hriðar og fannfergi, ægi- legar frosthörkur, svo að fyrir kom að hross helfrusu standandi í haga, og hafís þakti firði og víkur hér norðanlands, en lagís að sunnan og vestan. En þegar þannig fraus saman haf og hauður, lokaðist fyrir alla sjávarbjörg, en breðafannir sléttu'ðu yfir leiti og laut. Hungurvofan elti ólar við menn og dýr milli fjalls og fjöru. — Allt var hirt og engu leitt, eignarréttur litils virtur. — Pað bar til, mitt í hamförum þessa voðavetrar, að í koti emu yzt norður á Skaga, andaðist gamall maður. Slíkt væri ekki í frásögur færandi, nema annað kæmi til. En sakir ótíðar, ófærðar á landi og sjó og kannski fleiri ástæðum, var ekki unnt að koma líkinu til greftrunar inn að kirkjustaðn- um Ketu, en þangað var langur vegur og nú torsóttur og fátt um flutninga- tæki. Ekki var heldur tiltækur trjáviður í kistu þarna á kotinu. Húsakynnin voru hin bágbornustu í alla staði, a'ðeins ein baðstofunefna, sem naumlega rúmaði þá, sem lifandi voru. í peningshúsum var einnig full ásett og þar enginn hvílustaður fyrir líkamsleifar hins framliðna. Það varð því fangaráð húsbændanna að fara með líkið niður undir fjörukambinn og grafa þar í fönn, uns önnur og betri ráð biðust. Frostin mundu sjá um að ekki slægi í það, sem hjarnið hyldi. En þá voru margir svangir á Skaga, og allt er hey í harðindum. Ekki leíð á löngu þar til óboðnir og aðgangsharðir gestir leituðu þess sem fönnin fól og tönn á festi. Komu þar fyrstir refir og hrafnar, en i slóð þeirra rann hinn minnimáttar vargur, mýsnar, — og enginn má við margnum. Bráðlega varð heimamönnum það Ijóst, að afgangur gamla mannsins mundi litla grafarró hljóta I freranum, en skjót ráð yrðu til að koma, ef bjarga átti líkinu frá varga kjöftum. Nú var sendur hraðboði á fund sonar hins framlíðna en hann bjó sæmilegu búi ekki allfjarri. Sá brá hart vi'ð, rak saman kistu, setti hana á sleða, og sótti svo lík föður síns, Flutti hann það síðan í kistunni heim til sín og geymdi í útiskála. En Adam var ekki lengi í Paradís. Einhvern dag, skömmu síðar, gengur bóndi um skálann og sér þá að nöguð eru göt á kistuna, fleiri en eitt og fleiri en tvö, — og þegar hann gengur enn nær, verður hann þess var að margar mýs eru þarna á faraldsfæti út og inn um götin, ærið felmtursfullar og sfcómmustulegar. Vissi hann þá að ekki yrði líkið forvarað fyrir vargi þess- um, nema að ný og betri ráð kæmu til. En hvað skyldi til varnar verða? Að lokum hugkvæmdist honum að taka líkið úr kistunni, vefja það brekáni og böndum og hefja það þannig umbúið upp í skreiðarhjall sinn, með jöfnu bili frá jörðu og rjáfri. Þannig tókst honum að bjarga því, sem enn var eftir af gamla manninum, þar til hægt var að koma líkinu inn að Ketu og búa því hvílu í vígðri mold. í þessu tilfelli hefur mánuður liði'ð frá andláti til greftrunar. (Að öllu efni til eftir sögn samtímamanns.) LE’SBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.