Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Qupperneq 1
í Bayerische Staatsbibliothek í Miinch- en, um 16 þús. bækur. Mestu söfn vögg- uprents á Norðurlöndum eru í Konungs bókhlöðu í Kaupmannahöfn, Háskóla- bókasafni í Uppsölum og Konungsbók- hlöðu í Stokkhólmi, en lítið eitt í öðr- iim stöðum. Ýmis söfn hafa látið gera sérstakar skrár um vögguprent sitt og geyma það aðskilið frá öðrum bókum iíkt og handrit, enda er mikill skyld- leiki með vögguprenti og miðaldahand- ritum. Hinir elztu prentarar drógu sjálfir letur sitt, greyptu það í harðan málm, gerðu mót og steyptu svo stílinn. Letur miðaldahandrita með böndum og úrfell- :ngum varð fyrirmynd þeirra, og eftirlík- ing handritanna varð fyrst í stað all- náin í fleiri atriðum, svo sem bókar- skrauti og broti. Upphafsstafir voru vfirleitt ekki prentaðir í hinum elztu bókum, heldur dregnir í fögrum litum, og var þá skilinn eftir fyrir þá reitur, sem dráttlistarmaðurinn fyllti. í reitinn var oft prentaðar smáu letri sá bók- stafur, sem draga skyldi. í mörgum bók- lúta eigin lögmálum. Upphafsstafir voru brátt skornir í tré og mótin notuð aftur cg aftur. Letur breyttist, og fjölbreytni þess óx Snemma var farið að nota latn- eskt letur (antiqua, fornaletur) ásamt gotnesku letri, og um 1500 er fyrst getið verzlunar með leturmót. Bókin fær titil- blað, brotið minnkar og verður hand- bægt. Landsbókasafn fslands á sjö vöggu- prent. Fjórar þeirra bóka bárust safn- inu um miðja síðustu öld úr tvítaka- ,'ófni Konungsbókhlöðu í Kaupmanna- höfn, eina sendi Cornell-háskóli safn- inu að gjöf árið 1921 úr bókum Will- ards Fiskes prófessors, en uppruni tveggja bóka, sem safninu bættust á fyrri öld, er óviss. Ef siegið er tölu á bækur í Lands- bókasafni prentaðar utan Norðurlanda fram til 1550 og Norðurlandabækur fram iil 1600, kemst sú tala nokkuð á fimmta tug. í Ritaukaskrá safnsins 1939 birtist skrá eftir Pétur Sigurðsson, fv. háskóla fitara, um þær þessara bóka, er safnið hafði þá eignazt, 32 að tölu. Sérstak- Titilblað á fyrslu útgáfu Danasögu Saxa hins málspaka, París 1514. Myndir með greininni tók Ijósm. Landsbókasafns, Donald Ingólfsson. Elzta mynd af prentverki, sem þekkt er. (Danse macabre, Lyon 1499). ♦ 11. tbl. — 31. marz 1968. — 43. arg. Ólafur Pálmason bókavörður: Erlent fornprent í Landsbókasafni I .andsbókasafn íslands er ungt safn á aiþjóðamælikvarða. Þegar til þess var stofnað, voru engin þau bókasöfn fyrir í landinu, sem orðið gætu verulegur vísir þjóðbókasafns. Þeir, sem að stóðu, hófu því söfnunarstarf sitt með tvær hendur tómar. Segja má, að tekizt hafi íurðuvel að draga að safninu íslenzk- ar bækur frá þeim tíma, er leið frá upphafi íslenzkrar prentlistar til stofn- unar þess. Þar hefur munað mest um framiag nokkurra ötulla bókasafnara, einkum á fyrri öld, sem létu safnið njóta bóka sinna, og verður það seint fulimetið. Að sjáifsögðu á Landsbókasafn miklu minna að tiitölu af erlendu fornprenti. Veldur því bæði afskekkt lega vor og kröpp kjör, að þar hefur safninu orðið miður til fanga. Á 18du öld vaknaði verulegur áhugi með öðrum þjóðum á söfnun gamalla bóka vegna prentsögu- iegs minjagildis þeirra. Þær hafa síðan stöðugt stigið í verði og margir verið um hituna, þegar þær hafa boðizt. Bækur prentaðar fyrir árið 1501 eru nefndar á erlendum málum incunabula (eint. incunabulum) af lat. cuna'bula, sem merkir vagga eða reifar. Á íslenzku hafa slíkar bækur verið nefndar vöggu- prent. í erlendum bókasöfnum eru víða komin mikil söfn vögguprents, hið mesta um standa reitirnir ófylltir, og hefur þá ekki orðið úr, að bókin væri lýst. Oft dró bókarskreytirinn flúr á blað- lendur, og stundum hefur hann dregið strik í alla stóra stafi á hverri síðu til skrauts. Vögguprent er yfirleitt í stóru broti, arkar- eða fjórblöðungs- broti, og hinar elztu bækur eru titil- Dlaðslausar, en prentstaðar, prentara og prentárs oftast getið að bókarlokum. Stundum var nokkur hluti upplags prent aður á skinn, en meginhlutinn á hinn víandaðasta pappír. Prentflöturinn er iafnvægur, og sætir furðu, hve vel hefur tekizt að þrykkja jafnt og skýrt. Smám saman tók hin prentaða bók að lega verðmætur hluti þessara bóka eru eindæmabækur (unica, eint. unicum),en svo eru nefndar þær bækur sem einung- is er þekkt eitt eintak af. Landsbóka- sefn á ellefu erlendar eindæmabækur eða -brot frá 16du öld, allt Norður- landabækur. Nokkurt úrval hinna elztu erlendu ■>oka í Landsbókasafni er nú til sýnis t. anddyri Safnahússins. Þótt erlent forn prent í safninu sé ekki fyrirferðarmikið, eru þar þó merkilegri sýnishorn prent- gripa frá fyrsta skeiði hinnar svörtu iistar en margur mundi ætla eftir um- fangi. Sumar bókanna eru gerðar af hinum þekktustu meisturum sinnar tíð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.