Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Side 5
reyna sig, ef Huseby væri svona rammur sem af
var látið. Hve lángt hann kastaði? Ja, það væri
ekki vitað með vissu í seinni tíð, ekki sfðan fyrir
tveim þrem árum, en þá hefði hann kastað, sögðu
einhverjir, fimmtán tuttugu metra, eða þrjátíu,
hver veit? sögðu þeir, og þetta var á blómaskeiði
kúlunnar á Akranesi og sannast að segja var óger-
legt að halda tölu yfir þá sem lögðu ást við kúl-
una, en. þá var Andrés svo sem jafn nýr í kúlu og
aðrir, kúlan þá .ný úr búðinni um vorið þegar
KA fékk hana á afmæli sínu frá ÍR, fyrsta kúla í
sögu bæjarins (og í raun og veru kunni enginn að
kasta henni, ef út í þa'ð ætti að fara), svo það
væri ekki að furða þótt hann hefði komizt undir
kúlu. Hvað hann Drési kastaði? Þeir mundu ekki
í svipinn hve lángt, en Huseby var á hraðri ferð,
bað þá skila kveðju til félagsins og fór.
Þeir hugsuðu um það: hvað gæti ekki Drési
gert ef ástríðan í vínið væri ekki svona sterk og
þessi grenjandi slagsmál, svo að lögreglan var
oftast biluð og brotin, mannvirki stórskemmd, ef
aðeins tækist áð halda honum svo frá víni að
hann gæti orðið sæmilega normal, nógu normal
til að líkaminn fengi ró til að finna hvert gildi það
er að hafa íþróttirnar og vera af guði gerður til
að stunda þær. Það varð samt ekki úr því að þeir
kappar reyndu með sér, Andrés fór ekki nema
tvisvar eða þrisvar upp á völi, einsamaU og með
mikilli ólund, því hann var einn, áttí bágt með áð
vera einn, það var mikil sár reynsla að vera einn
í Iifinu, jafnvel þótt það væri ekki nema að
gánga einn um Lángasand inn á völl og æfa einn í
tvo þrjá tíma, enda bar kona hans vitni um það.
Hann kastaði rúma átján metra eftir þessar tvær
þrjár vikur sem hann stundaði listina og var mjög
óánægður, því hann vissi að strákarnir vissu um
afrek Husebys, kannski þrjátíu metra köst, og
blygðaðist sín þótt úngur væri í faginu, og hann
var einn, því meiri skömm fannst honum.
Það væri synd að trassa kúluna, sögðu strák-
arnir, hann skyldi helga sig kúlunni, þótt ekki væri
nema í sumar, til að sjá hvort hann mundi ekki
geta náð fræg'ð, þótt árángurinn yrði ekki nema
tuttugu eða tuttugu og fimm metra köst, þeir
hefðu trú á honum, sögðu þessir brennheitu áhuga-
menn, og höfðu þegar ákveðið sig um að helga síg
íþróttunum.
Það væri ekki nóg að vera snjall í líkamanum,
sagði Drési, heldur verður sálin að fylgja. Hann
hafði ætlað að sökkva sér í kúluvarpið af krafti,
en þáð væri nú svona, það væri ekki nóg, hann
væri alltaf einn. Annars mátti hann ekki vera
að tala við þá, því hann var að fara á fyllirí. Hvað
gerðu þeir ekki i ÍR? spurðu sumir, hvað gerðu
menn ekki fyrir þá sem sköruðu fram úr á sviði
íþróttanna, spurðu þeir sárir og miður sín, það
væri hlaupið undir bagga með þeim á allan hátt
fyrir sunnan, þeir dubbaðir í hjónabönd, til dæm-
is, ef þeir væru bólugrafnir eða Ijótir á einn eða
annan hátt, einhver kona fengin með lægni, ef á
því stæði, til dæmis, sögðu þeir, og síðan útveg-
uð vinna, húsgögn, auðæfi á einn og annan hátt,
til dæmis ef viðkomandi kappi nennti ekki að
vinna, eða væri ekki skapaður fyrir vinnu, sem
raunar væri ekki við að búast, enda væri hart ef
slíkum mönnum yrði ekki hjálpað, hvað sem þáð
kostaði.
Svo furðulegt sem það kann að virðast, varð
aldrei neitt úr þeim málum sem spjallað var um,
ekkert nema það að Andrés fór einu sinni eða
tvisvar upp á völl og hætti þar með.
Það var erfitt að stunda íþrótt sem stó’ð á svo
miklu frumstigi og kúluvarp á Akranesi í þann
tíð, satt var það. Drési var alger brautryðjandi,
og ekki nóg með það: Það sem öllu var verst var
það að vera einn, keppnislaus, sagði hann, rétt ans
Gúllver í Putalandi. Það var einmitt það, hann
væri einn og dauðleiður í kúlu upp á Skaga þegar
þeir væru í hita og offorsi fyrir sunnan, það væri
bölvað áð vera einn í þessu helvíti, sagði hann og
saup hveljur af þrá eftir félagsanda, maður sem
hafði ávallt lifað í félagsanda og var orðin svo
félagslegur að hann gat ekki orðið einn, nema þá
svona, í kúlunni. Því jafnvel þótt hann væri í
sjálfu sér flokkur var hann samt sem áður einn;
jafnvel þótt hann væri á við allan Skagann,
Skaginn í sjálfu sér, var hann samt sem áður einn,
ofurmenni að vísu, en einn, hörmulega einn og átti
bágt. Það væri eitthvað annað að njóta félagsanda,
vera í mannfélagi, heldur en vera einn í heilu
þorpi þótt flokkur væri, því þeir rembast í hasa
fyrir sunnan, það skipti mestu máli, styndu af
dekrinu sem við þá væri haft, gengju óþreyttir úr
bílum inn i skúra, hlæjandi í frægðinni og upp-
hafnir með bumbum og lúðragángi, sælir og nudd-
aðir. En ég ... Nei, ég kem sko ekki nálægt þessu
framar! sagði hann. Hann eyddi of miklum kröft-
Paavo Haavikko.
HLJÓÐLÁT
RÖDD
Mér skilst að vel megi skipa Paavo Haavikko
í hóp þeirra rithöfunda finnskra sem á undan-
förnum áratugum hafa stuðlað að endumýjun
finnskrar sagngerðar og í vali og meðferð við-
fangsefna freistað endurmats á gömlum og grónurn
viðhorfum í bókmenntum og þjóðlífL EðUlega hafa
styrjaldir þær er Finnar hafa háð á síðustu fimm
áratugum leitað mjög á hugi rithöfundanna sem
yrkisefni og þá einkum borgarstyrjöldin 1918.
Vainö Linna svipti styrjaldir rómantískum hetju-
ljóma, í verkum Veijo Meris verða styrjaldir að
afkáralegum skrípaleik og hermaðurinn leiksopp-
ur ómennskra afla sem hann stendur ráðalaus
um í kúluvarpið á of stuttum tíma, því hann eyddi
þeim £ ekki neitt, ekkert met, sannleikurinn var
sá, sögðu strákarnir og vissu ekki neitt með sanni
um íslandsmetið. Allir vissu að minnsta kosti síð-
ar að það var slys að hann sló ekki heimsmet í
kúluvarpi, og þess vegna eyddi hann of miklum
kröftum í þetta, of mikilli einlægni, Qg miklum
brennandi áhuga í svo stuttan tíma, áður en raun
einsemdarinnar og félagsleysísins fór að þreka
hann, og þess vegna hefði hann mátt nota léttari
kúlu svo áð hann fyRtist þeim guðmóði sem sann-
an aga skapar og mundi þar með hafa farið til
borgarinnar að verða heimsfiægur, kúlu sem hann
gæti hafa kastað þrjátíu fjörutíu metra, en þetta
athuguðu menn ekki fyrr en um seinan ekki fyrr
en hann var orðinn grár í framan af félagsanda-
leysi og engum sinnandi sem svo mikið sem minnt-
ist á kúlu. Þetta sagði lögreglustjórinn, sem þorði
andspænis. f skáldsögu sinni Privata angelágen-
heter stígur Haavikko enn nýtt skref í þessari
þróun þar sem haxm lýsir hinum almenna borgara
á ófriðartímum, borgara sem heldur dörð um einka-
málefni sín á hverju sem gengur og lætur
styrjöldina og gang hennar sig engu varða en
notfærir sér óeðlilegar aðstæður til að skara eld
að eigin köku. Hér er víðs fjarri dýrðaróðurinn
um borgarann sem herðir sultarólina möglunar-
laust er föðurlandið á í vök að verjast.
Privata angelagenheter heitir á frummálinu
Ykisitysia asioita og kom út árið 1960, en í sænskri
þýðingu Jörns Donners kom hún út árið 1966
hjá Wahlström og Widstrand forlaginu í Stokk-
hólmi. Þetta var fyrsta bók höfundar sem þýdd
var á sænsku, en áður höfðu ljóð hans og leik-
ritsúrdráttur komið í þýzkum og enzkum þýðing-
um. Á síðastliðnu ári kom ein skáldsagan enn á
sænsku, í þýðingu Bo Carpelans hjá Söderström
og Co. forlaginu í Helsingfors. Heitir sú skáld-
saga Áren eða Vuodet á frummálinu og kom út í
heimalandi höfúndar árið 1962.
Saga Privatá angelagenheter gerist árið 1918
á tímum borgarastyrjaldarinnar, en styrjöldin sjálf
er aðeins baksvið, sögumaður forðast að láta draga
sig inn í átökin og fréttir af þeim berast okkur
bæði sögumanni og lesanda því aðeins óbeint fyrir
munn annarra. Öll orka mannsins fer í að reyna
að bjarga sér, með hyggindum og klókindum verð-
ur hann sér úti um matvæli og eldsneyti sam-
kvæmt þeirri reglu að hver sé sjálfum sér næst-
ur. Hann lifir í heimi talna og viðskipta, stundar
stríðsgróðrabrall, gerir fasteignakaup sem hann
veit að eiga eftir að færa honum hagnað þegar
lífshættir færast í eðlilegar skorður á ný. Hann
er maðurinn sem kann að haga seglum eftir vindi,
notfæra sér tímana. f stjórnmálum tekur hann
enga afstöðu en bíður átekta: það er vissara að
vera „réttu megin“ þegar átökunum lyktar.
Með hófsömum látlausum stíl og án þess að
predika sýnir höfundur okkur kaldlyndan mann
í einangruðum heimi, vegna tilfinningadoða stend-
ur hann utan við allt: söguleg átök jafnt og
mannleg samskipti. Ekkert megnar að rjúfa þessa
tilfinningalegu einangrun sem hann hefur skapað
sér, ekkert kemur honum í uppnám, hann nýtur
konu sinnar með sama hugarfarinu og hann slær
hana. Greina má áhrif frá frönskum ný-skáld-
sagnasmiðum í þessari bók Haavikkos í þurri upp-
talningu og hlutlausri lýsingu umhverfis en sá
frásagnarmáti fellur raunar ágætlega að hugar-
heimi þess manns sem verið er að lýsa.
Bók Haavikkos virðist beint framlag til þeirra
umræðna sem átt hafa sér stað í Finnlandi eins
og raunar víðar að undanförnu um kröfuna um
íhlutun (engagement): á hlutleysi að ráða gerðum
hins almenna borgara, rithöfundcirins og jafnvel
ríkisstjórna. Eiga þessir aðilar að standa vörð
um sitt eða láta sig varða á víðtækari hátt átök
samtímans? Framhald á bls. 12
aldrei að tala viö hann. Þá hefði Reykjavík þegið
hann, hugsið ykkur, ef hann hefði kastað lengra
en hinir. Þá hefði borgin þegið hann, áður en hann
eyðilagði Skagann.
En þetta var allt um seinan. Hann var ennþá
aðalvandamól bæjarins, sem hélt hvað eftir ann-
að fundi um þetta mikla vandamál, hvernig hægt
mundi að koma honum úr þorpinu, og hann hélt
stöðugt áfram að brjóta menn og mannvirki, enn
alldeilis frábær, flokkur út af fyrir sig, með sé*--
reglum; enda voru þeir ekki svo fáir sem báru
virðingu fyrir honum og vildu allt fyrir hann gera,
svo að honum leið veL eða hefði átt að líða vel,
eftir að hann hætti í kúlunni, því nú var hann ekki
lengur einmana og dapur ans stórmikil persóna
harmleiks. Þvi einsömul gánga upp á völl og
tveggja þriggja tíma lota vi'ð köstin er mikil þjak-
andi lifsreynsla.
31. marz 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5