Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Page 7
aí-ems peir einlr teRnir, sem hafa iðnnám
að baki.
Jón: Það er mjög takmarkaður nem-
endafjöldi, sem kemst þarna að, aðeins
3 5 á ári. Þó má nærri geta, að erfitt
verður fyrir 15 nýja húsgagnaarkitekta
að fá vinnu í Danmörku, þegar fyrir
eru svo margir snjallir menn, sem raun
ber vitni um þar.
Pétur: Það var lögð áherzla á frí-
hendisteikningu og eins það að gera
sér grein fyrir grundvelli hlutanna:
hversu mikið rými maðurinn sjálfur
þarf og hlutirnir í kring um hann.
Lausn þeirra vandamála, sem koma við
nútímanum, voru efst á baugi.
— En vegna þess að þið voruð út-
lærðir smiðir, voruð þið þá látnir smíða,
það sem þið teiknuðuð?
Jón. Já, stundum vorum við látnir
smíða hlutina í fullri stærð og stund-
Jón: Við teiknuðum þessi húsgögn
meðan við unnum hjá arkitektinum,
þau voru byggð upp úr einingum úr
beyki og lituðum tréfíberplötum. Þessi
húsgögn vöktu talsverða athygli og við
fengum mikið og gott umtal um þau
í blöðum, bæði í Bo Bedre og dagblöð-
unum
Pétur: Okkur gekk ekki sérstaklega
vel að finna framleiðanda, því sam-
keppnin þarna er geysilega hörð. Allt
þetta fólk, sem útskrifast úr skólanum
á ári hverju, er yfirleitt með samskon-
ar áætlanir, það teiknar eitthvað, sem
ætlazt er til að verði vinsælt og fram-
leiðendurnir falli fyrir. Jafnvel þótt ein
hver vilji nú taka að sér að fram-
ieiða hlutina, þá er ekki mikið upp úr
krafsinu að hafa. Það eru aðeins um
5% sem teiknarinn fær, og auðvitað ekki
neitt ef hluturinn selst ekki. Svo það
réttingar í hverja nýja íbúð, sem byggð
er. Fyrir utan eldhúsinnréttingu eru
skápai í svefnherbergjum, hillur og svo
sjálf niðurröðun hlutanna.
— Hafið þið teiknað mikið af eldhús-
innréttingum?
Pétur: Nei, við höfum teiknað fremur
lítið af eldhúsum einvörðungu, en við
höfum tekið að okkur að innrétta heil-
ar íbúðir og séð þá um allt: Hús-
gögn, liti, gluggatjöld, og lýsingu.
— Eru margir húsgagnaarkitektar hér
og hörð samkeppni?
Jón: Ég hygg að þeir séu 10—15 og
þeir eru alltof lítið notaðir. Það kann
eð vera, að framleiðendur tími ekki að
leggja í þennan kostnað, sem því er
ramfara að láta sérteikna húsgögn. Ör-
uggara er að fara troðnar slóðir: stæla
útlend húsgögn og svo eru sumir, sem
halda að þeir geti alla hluti sjálfir.
Stal’ahúsgögnin svonefndu, sem Pétur og Jón hafa teiknað.
um gera módel. Og það var álíka
mikil áherzla lögð á innréttingar eins
og húsgögn.
Pétur: Það var mjög mikið fengizt
við liti og tekstíl, áferð og efnisnotk-
un. Og í sambandi við það fórum við
á sérstakt námskeið í Teknologisk
Institut.
— Og svo hafið þið notað tækifærið
og fylgzt vel með því, sem hægt er
að sjá á markaðnum í Kaupmannahöfn?
Jón; Já, við fórum meira að segja
á sýningu til Parísar, og kaupstefnur
og listiðnaðarsýningar í Danmörku.
— En þessi frægi Heklulampi ykkar,
rem þið fenguð verðlaun fyrir: var hann
skólaverkefni hjá ykkur?
Pétur: Nei, þannig var að meðan við
vorum á skólanum efndi lampafyrir-
tæki í Kaupmannahöfn til samkeppni
ínnan skólans og tókst svo vel til ,að
við fengum fyrstu verðlaun fyrir þenn-
an svokallaða Heklulampa. Einnigfeng
um við þriðju verðlaun fyrir annan
iampa, sem aldrei hefur verið fram-
leiddur.
— En Heklulampinn er enn fram-
leiddur í Danmörku?
Jón. Já, hann er framleiddur þar, en
hann er nokkuð dýr, og varla um að
ræða að mikill markaður náist fyrir
hann til dæmis hér á landi.
— Hvað gerðuð þið svo, þegar skól-
anum lauk?
Pétur: Þá unnum við á teiknistofu
arkitekta í nærri þrjú ár. Það var út
af fyrir sig afskaplega góður skóli.
— Einhvern tíma komu myndir í
danska blaðinu Bo Bedre af barnaher-
bergishúsgögnum, sem þið höfðuð teíkn
að.
má segja, að þetta sé meira gert af
áhuga og hugsjón.
— En ykkur fór eins og fleirum,
að þið voruð ekki í rcnni fyrr en
þið voruð komnir heim.
Jón: Já, við fylgdum ekki eftir þess-
ari auglýsingu, sem við fengum vegna
bamaherbergikliúsgagnanna. í stað
þess að nota okkur þá auglýsingu, tók-
um við upp tjaldhælana og héldum
heim. Það var í desember 1966. Þá
settum við strax upp teiknistofu hér
fyrst heima hjá mér, og síðan hér í
Ármúla 5.
— Er ekki erfitt að reka svona teikni
stofu og er ekki erfitt að fá næg
verkefni eða koma þau af sjálfu sér?
Pétur: Síðan við byrjuðum hér heima,
hafa verkefnin verið aðallega fólgin í
innréttingateikningum, en þó höfum við
fengið eitt stórt og skemmtilegt verk-
efni við að innrétta eina deild sjúkra-
hússins á Akranesi. Það er auðvitað
augljóst mál, að menn standa ekki í
biðröðum með verkefni handa okkur.
Starfsemi af þessu tagi er svo ný af
nálinni. Við getum heldur ekki aug-
lýst, að við tökum að okkur innrétt-
ingar: það þætti óviðurkvæmilegt, því
það ei mikil viðkvæmni í þessum mál-
um.
— En þið megið þó kalla ykkur hús-
gagnaarkitekta hér?
Jón: Já, það er útkljáð mál hér og
byggist á hefð, að menn með þetta nám
kalla sig húsgagnaarkitekta. Súmir
kunna að misskilja þetta heiti og halda
að við fáumst eingöngu við að teikna
húsgögn. Það er eins og Pétur sagði
áðan, að verkefnin eru aðallega fólgin
í að teikna innréttingar. Það þarf inn-
En kostnaðurinn við að láta húsgagna-
arkitekt teikna eldhúsinnréttingu getur
hreinlega sparazt í minna efni og hag-
ræðingu. Það gerist oft, að fólk kem-
ur á verkstæði og biður um eitthvað,
samkvæmt einhverju, sem það hefur
séð. Innréttingin á að vera úr harð-
plasti og harðviði, og svo framvegis.
Svo kemur smiðurinn með innrétting-
una einn góðan veðurdag og setur hana
upp og þá fórnar fólkið höndum og
ségir: Er þetta svona? Hérna átti að
ivera skúffa og hérna átti að vera
skápur. f þess konar tilfellum getur
íólk ekki leitað réttar síns. Það hefur
við engan að sakast nema sjálft sig.
Ef það hefði í höndum teikningu, þar
sem hvert einasta mál er tilgreint, væri
hægt að fá dæmdar bætur, sé ekki eft-
ir teikningunni farið.
— En hverju er mest ábótavant í
innréttingum og frágangi á nýjum hús-
um.
Pétur: Það eru hlutföllin, býst ég
við. Stofurnar verða síefllt stærri á
kostnað annars í húsinu. f eldhúsinu
er hafður stór borðkrókur og í nokk-
urra skrefa fjarlægð er svo uppbúin
borðstofa. Það segir sig sjálft, að þetta
er alltof dýrt og útheimtir alltof mikið
rými. Auk þess er það uppeldisatriði
og menningaratriði, að máltíðir fari
þokkalega fram og það hefur meðal
annars sín áhrif á börnin. Það rétta
andrúmsloft, sem þarf að vera við mál-
tið, getur aldrei orðið þegar húsbónd-
mn hefur fáeinar mínútur til að gleypa
i sig ýsuna við plastborðið í borð-
króknum, áður en hann þýtur til að
ná í strætisvagn. Það er vandamál hér
í borginni, að flestir eru að strekkja
við að fara heim í hádegismat.
Jón: En því verður þó ekki á móti
mælt, að við búum við eldhúsmenningu:
þrátt fyrir allt eru eldhús hér svo
vel gerð, smíðuð úr svo vönduðu efni
og mikið í þau lagt, að erfitt er að
benda á betra annars staðar almennt.
— En gerið þið ykkur vonir um að
stafahúsgögnin ykkar nýju verði vin-
sæl?
Jón: Um það er erfitt að spá fyrir-
fram, en við höfum verið einstaklega
heppnir með samstarfið við Svein Guð-
mundsson húsgagnaframleiðanda. Hann
hefur lagt sig svo fram, að það er
alveg ótrúlegt. Árni Jónsson, sem selur
þetta fyrir okkur, er líka húsgagna-
arkitekt og skilur það betur en marg-
ir aðrir, að það er nauðsynlegt að fá
nýtt blóð í húsgagnagerðina hér og að
minnsta kosti einhverja tilbreytingu.
G.
Erlent fornprent
Frainhald af bls. 2
um 1500 var Aldus Manutius (um 1450—■
1515) í Feneyjum. Hann hóf útgáfustarf
um 1492 og olli hvörfum í bókagerð
með þeirri nýbreytni, er hann tók upp
árið 1501, að gefa út rit klassískra höf-
unda í handhægu 8 blaða broti, en
þekktastur er hann þó vegna nýrrar
leturgerðar, er hann notaði fyrstur um
svipað leyti, skáleturs. Skáletur heitir
á enska tungu ,italics’ af þessari sögu-
legu ástæðu. Bækur Aldusar bera öllu
meiri svip nýrri tíðar bókagerðar en
iornprents, og það er m.a. fyrir verk
hans, að 1501 er prentlistin talin vaxin
frá vöggu. Síðustu 14 ár ævi sinnar
notaði Aldus eigið prentmark, akkeri
og höfrung, tákn festu og flýtis. Aldus
Manutius er vafalaust langfrægastur
þeirra bókagerðarmanna, sem Lands-
bókasafn á bók eftir. I safninu er ein
Aldus-bók, prentuð í Feneyjum í ágúst
1515, síðasta árið, sem Aldus lifði. Ritið
ei Encomium moriae eftir Erasmus frá
Rotterdam. í safnið er það komið 1906
úr dánarbúi Jóns Þorkelssonar rektors.
P-ókin ber öll merki þeirra nýmæla,
sem Aldus tók upp og varð þekktur fyr-
ir. Hún er í smáu og notalegu broti,
ieturflötur 11,8 x 6,4 sm, og prentuð
með skáletri. Á fremstu síðu eintaksins
er eyða fyrir upphafsstaf. Aftan í bók-
mni er áðurnefnt prentmark Aldusar.
Prentmark Aldusar
— Margir lærdómsmenn gistu Aldus,
meðan bækur þeirra voru prentaðar,
m.a. Erasmus frá Rotterdam, sem lýkur
miklu lofsorði á gestgjafa sinn.
Það er vert að staldra við þessa bók
Erasmusar vegna annars en prentsögu-
legs gildis hennar. Encomium moriae er
eitt þekktasta rit heillar bókmenntagrein
ei, sem varð fyrirferðarmikil í Evrópu
á 16du og 17du öld. en eitt einkenni
hennar eru persónugervingar mannlegra
eiginleika. Kemur þetta fram í nokkrum
isienzkum bókmenntaverkum. Encomium
moriae var þýtt á íslenzku um 1730 af
sr. Hjörleifi Þórðarsyni að Þvottá í
álftafirði. Þýðingin er óprentuð, varð-
veitt í Landsbókasafni (JS 4, 8vo).
Landsbókasafn á tvær aðrar útgáfur
af ritum Erasmusar frá fyrra hluta 16du
aldar
Framhald á bls. 13
31. marz 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7