Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Blaðsíða 11
Hornfirzkur hagleiksmaður Á Höfn í Hornafirði býr ungur mað- ur, sem eflaust mun vera einhver mesti völundur á Austurlandi nú og jafnvel þótt víðar væri leitað, en maður þessi er Ragnar Imsland, Miðtúni 7 á Höfn. Hann hefir kannske ekki langt að sækja hagleik sinn, því í ætt hans eru og hafa verið margir listhneigðir og listamenn góðir, svo sem náfrændi ’hans listméilar- ínn norski Henry Imsland, sem mynd- skreytt hefir bækur rithöfundarins The- odor Dahl, „Glens frá hafi til heiða“ 1944, „íbúarnir og bærinn“ 1947 og fl. Margir kannast við afa hans Lars Ims- land, fyrrverandi kaupmann á Seyðis- íirði, þann mikla hagleiksmann, sem smíðaði svo nákvæmar eftirlíkingar af gömlu seglskútunum, að á sínum tíma fékk Sjómannaskólinn eina slíka, sem þáverandi kennari, Sveinbjörn Egilsson r.otaði við kennslu, eitt af þessum lík- unum á Slysavarnafélag íslands (það iíkan mun nú hanga uppi í kirkjunni í Árbæ) og fleiri eru enn til. Það er gaman að koma á heimili Ragn ars og í föndurherbergi hans og skoða hina ólíkustu smíði, svo sem klukk- una, sem er eingöngu úr trjáviði, nema Líkan af skonnortu, sem afi Ragnars gerði. snúran milli lóða: nýtízkulegan fiski- bát úr járni og alúmíni, með gangfæru spili, radarskermi og fjarstýrðri aflvél og stýri: vitana, sem senda ljósmerkin út í stofuna: saumaskrínu konunnar hans, (eftirlíkingu af peningakistlum gömlu sjóræningjanna) rafmagnslamp- ana og húsgögnin, allt heimaunnið í tómstundavinnu, því Ragnar verður að vinna fulla dagvinnu utan heimilis og getur því ekki eytt miklum tíma við hugðarefni sín, og ekki eru þeir á lista- mannalaunum, sem ekki framleiða klessu málverk eða rangsnúinn skáldskap. Ste- fáni Jónssyni fréttamanni útvarpsins hefir ekki komið til hugar að eiga tal við þennan unga mann, en það hefði getað orðið fróðlegt samtal og hvatning unglingum til tómstundavinnu, hollrar og göfgandi. Það er únun og undravert að sjá listaverk þessa unga manns, unnin af slíkum hagleik, nákvæmni og smekkvísi og mættu margir af því læra, ef þessi listaverk væru einhversstaðar almenn- ingi til sýnis, en því miður munu efni ekki standa til þess og er illa farið. Kr. Jóhannsson Saumakistill konunnar. Líkan af vita, sem gefur frá sér leift- urljós með vissu millibili, á myndinni sjást einnig veggljós og stofuskápur, sein Ragnar liefir smíðað. Ragnar konan og eitt barna þeirra. fái öfuga merkingu og snúist beinlin- is upp í blótsyrði, Þannig er um orðið eiður í norrænum málum öðrum en ís- lenzku, og mörg fleiri. Úr íslenzku man ég ekki slík dæmi, því að upphrópanir eins og Jesús Pétur, Guð minn góður og aðrar slikar hafa ekki ennþá dreg- izt niður á svið blótsyrða, ekki heldur tæpitunguorð eins og Jeremías - nafn spámannsins hljómaði heppilega til að minna bæði á Jesúm og Maríu. Flest blótsyrði eru upphaflega heiti á myrkrahöfðingjanum sjálfum eða und- irforingjum hans, í samræmi við trú og þekkingu fyrri tíðar manna. Sum þeirra merkja ekkert annað en óvinur, orð eins og f jandi, dregið af sögninni að fía eða fjá, sem merkir að hata, og fleir- talan féndur merkir enn þann dag í dag -= óvinir. Sama er um orðið and- ekoti, af forskeytinu and á móti, og skoti, af so. að skjóta, það er „sá sem beinir skotum sínum móti manni“. Djöfull er komið úr grísku díabolos og var í fyrstu þýtt á íslenzku með Framhald á bls. 12 Veggklukka úr tré. Nýleg gerð íslenzks fiskibáts með fjarstýrðri aflvél og stýri, vélknúinni vindu og radarskermi og fl. 31. marz 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.