Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Page 12
Allir skákmenn þekkja og virða regl- una „Hreyfður maður færður,“ sem merkir einfaldlega það að ef snert er við manni ber skilyrðislaust að leika bonum. Ef það skyldi einhverra hluta vegna ekki vera framkvæmanlegt, t.d. vegna leppunar ber að færa kónginn. Eitt sinn kom það fyrir í skákmóti að eftir leikina 1. e4 D5 2. exd5 Dxd5 varð hvít það á að hreyfa kónginn án þess að segja „Ég laga“ og svartur var ekki seinn á sér að krefjast þess að kóngnum yrði leikið. Og þar sem hvít- ur var sannur að sinni sök var ekki um annað að ræða en leika kóngnum:3. Ke2 og þá mátaði svartur með De4 mát. £>etta rifjast upp þegar þessi regla var íreklega brotin í síðasta Millisvæðamóti í Túniz. Eftirfarandi staða kom upp í skák milli þeirra Matulovic frá Júgóslaf íu og Bilek fra Ungverjalandi. « b c d e f g h í þessari stöðu lék Matulovic Be2-f3. en þegar hann sá að sá leikur strand- aði á Hxf3 dró hann leikinn til baka og sagði þá fyrst „J‘adoube“ (framb. sja - dúbb) se mmerkir „Ég laga“ og tíðkast í alþjóðlegurm skákkeppnum. Og eins og örskot breytti Matulovic ákvörðun sinni og lék í þess stað Kgl. Þvíumlíkt athæfi er svo til óþekkt í skákheiminum í alvarlegri keppnum og er að sjálfsögðu brot á öllum reglum. Bilek mótmælti að sjálfsögðu, en þau voru ekki tekin til greina af dómurum mótsins þó svo vitni væru -viðstödd. Leikgleði Bileks var brostin eftirþetta atvik, þar sem mótmæli hans í þrígang urðu án árangurs. Framhaldið varð þannig: 38. Kgl De4 39. Hd2 He6 40. H4Hxf6 41. Dg2 Dxg2f. 42. Kxg2 Hf-e6. 43. I)xg5 hxg5. 44. b4 H4-e4. 45. Kfl Hf6f 46. Kg2 Hf-e6. 47. Kfl Hf6f. 48. Kg2 Hf-e6. 49. Kfl Hf6f. 50. Kgl Hf-e6 J afntef li. Næsta Olympíuskákmót verður hald- ið í Sviss í október á þessu ári og hefur Skáksamband íslands þegar haf- ið undirbúning að því með því að velja 12 menn til æfinga. Þeir sem valdir voru eru allir úr síðasta Olympíumóti þeir Friðrik Ólafsson, Ingi R. Jóhannsson, Guðmundur Pálmason, Freysteinn Þor- bergsson, Gunnar Gunnarsson og Guð- mundur Sigurjónsson. Síðan þeir sem íremstir urðu í síðasta fslandsmóti þeir Björn Þorsteinsson, Arinbjörn Guð- mundsson, Halldór Jónsson frá Akur- eyri, Ingvar Ásmundsson og Bragi Krist jánsson. Tólfti maður er svo Jón Krist- msson, en hann tefldi í Svæðamóti í A- Þýzkalandi á sama tíma og íslands- mótið fór fram. Eftirfarandi skák var tefld á síðasta Olympíumóti í Havanna á Kúpu. Hvítt: Ivkov, Júgóslafíu Svart: Ingi R. Jóhannsson Islandi Móttekið drottningarbragð. 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6.0—0 a6 7. a4 Með þessum leik kemur hvítur í veg fyrir b5, sem auðveldar þróun drottn- ingarbiskupsins hjá svörtum. Hvítur fær gott spil fyrir sína menn, en vissan veikleika á b4. 7. — Rc6 8. De2 cxd4 9. Hdl Be7 10. exd4 0-0 11. Rc3 Rb4 Heldur hægfara leikur, sem hefurþann tilgang að loka d-línunni. Betra er strax 11. - Rd5 12. Bd3 Rc-b4 13. Bbl Bd7 o.s. frv. eins og Gligoric - Suetin 1966. tefldist í skák 12. Re5 b6 Veikir c6 reitinn. 13. Df3! Rf6-d5 Þessi riddari er • nauðsynlegur í vörn á kóngsarmi. Betra var 13. — Ha7 og aiðar ef til vill Hd 7 ef hv. léki d5. 14. Dg3 Nú hótar hvítur 15. Bh6 Bf6 16. Re4 og heíur sterka sókn. 14. — Bh4 15. Dg4 f5 16. Dh5 Bb72 Kú tapar svartur snögglega. Eini varn- armöguleikinn var 16. — Bf6 17. Ha3! Hrókurinn býst nú til sóknar á kóngs- væng!. 17. - Rb-c2 Svartur er þegar tekin að örvænta. Hót unin var 18. Rxd5 og síðan Hh3. 18. Hb3 Bf6 F.f 18. —Ral 19. Rxd5 Rxb3 20. Rf4! cg vinnur. 19. Bxd5! Bxd5 20. Rxd5 Dxd5 21. Hh3 h6 22 Bxh6 Ha7 23. Bxg7! Gefið Svartur fær ekki varizt máti. Sannfær- andi sóknarskák hjá Ivkov. Feröapistlar Framhald af bls. 9 um næsta leik og leikmenn virðast ekkert hafa á móti því. Það vantaði aðeins íslenzku glímuna. í öðrum hluta garðsins eru nokkur aðalsöfnin og þar á meðal fræga mannfræðisafnið. Á neðri hæðinni eru aðallega minjar hins forna Mexi- co, en á efri hæðinni eru deildir, sem sýna lifnaðarhætti, venjur, þjóð- sögur, landafræði úr Mexico nútím- ans. Þetta er án alls efa eitt af beztu söfnum, ef ekki það bezta sinnar tegundar í veröldinni. Það er nýtt, vel skipulagt og uppsett, tand- urhreint, hljóðlátt og virðulegt og er allt fyrirkomulag og lýsing fyrsta flokks. Hvergi eru þarna nein merki verzlunar eða peningaásóknar. Þarna má vel una í nokkra daga án þess að láta sér leiðast. Þar eð mjög margir upprunalegir hlutir frá svæð um hinna fornu Maya, Azteka og öðrum menningarþjóðum eru nú komnir í safnið gefur að líta meira af slíku hér í höfuðborginni, en á þeim stöðum, sem hlutirnir eru frá. Vel er það þess virði að heim- sækja annan stað í Mexico City — Háskólann. Byrjað var að reisa þá miklu byggingasamstæðu árið 1950 og var því lokið nokkrum árum seinna og unnu u.þ.b. 180 mexicansk ir arkitektar og verkfræðingar að því verki. Við vorum heppin að hafa Vífil Magnússon sem leiðsögumann. Sagðist hann vera einn af 40 þús- und stúdentum, sem stunda nám við háskólann. Þótt þar séu útlendingar frá öllum heimshlutum er meiri hluti þeirra frá Suður — Ameríku. Hér eru veggfreskómyndir mjög áberandi eins og í mörgum öðrum bygging- um i Mexico. Ein hin frægasta, eft- ir O’gorman (írskt nafn?) er úr lituðu mósaíki á útivegg hins stóra háskólabókasafns. Sú mynd er einn- ig um sögu Mexico, en virðist ekki fela í sér neinn stjórnmálaboðskap. Háskólasvæðið er mjög stórt og þar eru ágætustu skilyrði til íþróttaiðk- ana, þar á meðal er geysistór úti- sundlaug. Dag einn tók ég áætlunarvagn til þorpsins Teotihuacan og er það u. þ.b. einnar klst. ferð frá Mexico. Þarna er stórt svæði, nærri 20 km2 með fjölmörgum minjum um stein- píramída og aðrar byggingar, sem talið er að upphaflega hafi verið reistar fyrir meira en 1000 árum af Teotihuacönum, sem voru forn og óþekktur kynflokkur, sem bjó á þess- um slóðum löngu áður en Aztekar komu þangað. Píramíðar sólarinnar og mánans eru ekki eins stórir og þeir í Egyptalandi, en þeir eru um margt líkir hvað varðar stærð og lögun og af tindum þeirra, sem eru rúmlega 60 metra háir er dásamlegt útsýni yfir gömul stræti, trúarhof og fórnarstalla. Ferðin í bílnum var næstum því eins eftirminnileg og rústirnar þar eð ég var eini út- lendingurinn í farartækinu, sem var troðfullt af bændum úr nágranna- héruðum, sem voru á leið með af- urðir sínar á markað í Mexico City. Á leiðinni fórum við í gegn um mörg smáþorp utan við aðalveginn og bíll- inn nam oft staðar svo að þannig gafst mér gott tækifæri til þess að virða fyrir mér daglegt líf Mexico Indíánanna. Eini skugginn, sem féll á þessa skemmtilegu ferð var glymj- andi popmúsík úr litlu transistor ferðaútvarpstækjunum, sem viðgerð- armenn píramíðanna höfðu með sér. Útvarpstæki þessi eru að verða hrein plága alls staðar í heiminum og marg- ir eigendur þeirra eru gersneyddir tillitssemi við annað fólk. Og allt er það í nafni framfara. Við suðurhlið Mexico City eru minjar um ennþá eldri piramíða, í Cuicuilco. Stendur þetta miklulægra og er ekki eins tilkomumikið og Teo- ticuahan og virðist upphaflega hafa verið meira hringlaga. Talið er, að þarna hafi annar ævaforn þjóðflokk- ur byggt fyrir a.m.k. 4000 árum og er það líklega elzta byggð Norður Am- eríku. Jæja, þetta eru aðeins fáeinir at- hyglisverðir hlutir í og við Mexico City og þeim hefur þegar verið lýst nánar í hinni ágætu bók um Mexico eftir Magnús og Barböru Árnason og kom bókin mér að miklu gagni í ferðum mínum hér. Að lokum eru hér nokkur atrtði, sem vöktu athygli mina í höfuðborg Mexico og, sem komu mér fremur á óvart. — Undarlegt er það, þrátt fyrir mikla áherzlu, sem lögð er á ferðalög, hve fáir Mexicanar tala ensku, eða önnur mál en spönsku, jafnvel í sumum opinberum fyrir- tækjum, bönkum, hótelum os.frv. — Mjög erfitt er að finna bóka- verzlanir og bækur eru dýrar í sam- anburði við aðra verzlunarvöru. Mér tókst heldur ekki að finna nein evr- ópsk dagblöð. Mexicanar eru mun minna ameríkaniseraðir í útliti og lífsháttum en ég bjóst við, þótt auð- vitað verði ekki horft fram hjá Kóka Kóla auglýsingum og þess háttar. — Þótt margt sé um fátæklinga á götunum sá ég mjög sjaldan nokk- urn, sem var fallega klæddur og engar virkilega smekklega klæddar konur eins og sjá má í öllum evr- ópskum höfuðborgum, en þetta kann að vera svo af því að ég forðaðist dýrari veitingastaði og næturklúbba. Fólkið er þó margt hvað laglegt og er blöndun við innfædda Indíána greinilega mjög mikil. Eitt er það, sem þeim mundi geðjast að, sem eru andsnúnir tóbaksneyzlu á almanna- færi, en það er, að hvergi nokkurs staðar sést reykjandi fólk, þótt tó- baksplönturnar vaxi fljótt og vel á staðnum. Hljóðlát rödd Framhald af bls. 5 Rödd Haavikkos er alla tíð hljóðlát, afstaða hans birtist í verkinu sjálfu en tranai sér hvergi fram í ódulbúnum boðskap. í hinni örstuttu skáldsögu, Aren fjall- ar Haavikko enn um þá sem standa hjá þá sem tilfinningaleg einangrun mein- ar samskipti við meðbræðurna og þjóð- félagið í heild. En hér er það tvímæla- laust þjóðfélagið sem hefur útskúfað lítilmagnanum, sagan fjallar um flæk- inginn Vainö sem á hvergi fastan sama- stað í þessari sögu birtist frekar en í þeirri fyrri ljóðræn gáfa Haavikkos - við lestur þessarar sögu minnumst við þess að Haavikko haslaði sér upp- haflega völl sem Ijóðskáld og er tal- inn brautryðjandi í ljóðagerð 6. ára- tugsins. Bæði að formi og stíl - þó hér sé rétt að slá þann varnagla að ég þekki aðeins sænsku þýðinguna - minn- ir sagan á ljóð. Huglægar tilfinningar þessa málhalta og vanþroska umrenn- ings eru túlkaðar á hlutlægan hátt: viss ljóðræn og upphafin fjarlægð er staðfest milli Vainös og borgaralegs sam félags, milli hans og kumpána hans í skuggahverfi mannfélagsins, en þó er þetta fólk og umhverfið hvergi til nema í hugarheimi hans: Vainö er því alla tíð nálægur og áhrif umhverfis til góðs eða ills óaðskiljanlegur þáttur persónu- lýsingar hans. Nálægð og fjarlægð mæt ast í einum brennipunkti, Vainö sjálf- um. Slíkum áhrifum verður vart náð nema með óvenjulegu valdi á málinu - og hlýtur sú niðurstaða að vekja traust á þýðandanum ekki síður en skáld inu. sv. j. Formœlingar Framhald af bls. II orðinu rægikarl, sem hafði merkinguna rógberi, en er annars að mestu horfið úr málinu Það lifir þó enn í veiku blóts yrði, rækalls. Annars eru ekki öll heiti á myrkra- höfðingjanum, undirforingjum hans né heimkynnum notuð að blótsyrðum í ís- lenzku, til að mynda ekki orðin kölski, lúsifer né satan. Skýringu á þessu 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.