Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 4
ÆVAR R. KVARAN
„Ég elska þig málið undirfríða,
ég undrandi krýp að lindum þínum.
Ég hlýði á óminn bitra, blíða,
brimhljóð af sálaröldum mínum".
Allir getum við íslendingar vafalaust tek-
ið undir þessi fögru orð skáldsins Einars
Benediktssonar um móðurmálið. Það verður
ævinlega ein dýrmætasta eign þessarar fá-
mennu þjóðar. Um það verður tæpast deilt.
En íslenzkan er ekki einungis andlegur fjár-
sjóður fslendinga, heldur allra hinna norr-
ænu þjóða, þareð hún er hið forna mál þeirra.
Þegar deilurnar um Keflavíkur-sjónvarpið
stóðu sem hæst vorum við rækilega á það
minnt, að sem veigamikla röksemd fyrir lok-
un þess fyrir íslendinga, að þetta göfuga
tungumál þjóðarinnar væri í bráðri hættu, ef
íslendingum héldist uppi að hlusta á erlent
tungumál á hverjum degi í þessu sjónvarpL
Kom þar að vísu fram lofsverður áhugi fyrir
verndun móðurmálsins, þótt rökin bentu ekki
beiniínis á mikla trú á því, að þessi fagra
tunga ætti sér djúpar ræfcur í íslenzkum
hjörtum. En eins og fram kom í þessum hvim-
leiðu sjónvarpsdeilum, þá var verndun móð-
urmálsins engan veginn neitt aðalatriði.
Áhuga í þeim efnum er mjög ábótavant.
Engum vafa er það undirorpið, að tals-
vert hefur á unnizt í hreinsun málsins undan-
farin 30 til 40 ár hér í höfuðstaðnum. Eink-
anlega hefur tekizt að útrýma hinum hvim-
leiðu dönskuslettum, sem voru á hvers manns
vörum hér í Reykjavík á fyrri árum. En sams
konar hætta tekur nú að vofa yfir okkur frá
enskunni. Það er því brýn nauðsyn að end-
urvekja ást unga fólksins og virðingu fyrir
fögru máli í ræðu og riti. Skylt er að þakka
hinn ágæta árangur, sem skólamir hér í
Reykjavík hafa náð í útrýmingu flámælis.
En það er nú miklu sjaldgæfara en fyrr á ár-
um. Sýnir árangur þessarar viðleitni hve
ágætt starf kennarar geta unnið í þágu is-
lenzkunnar, ef þeir reynast samtaka. Þá vinna
málfræðingar nú ágætt verk í þessum efnum
með stuttum og greinagóðum útvarpsþáttum
um daglegt mál. Hafa þeir vafalaust mjög góð
áhrif og heilladrjúg. Þetta er allt gott og
lofsvert. En þó er enn illa vanræfetur einn
meginþátturin í meðferð móðurmálsins —
mælt mál.
Við íslendingar erum sagðir hafa verið
fljótir að tileinka okkur evrópska menntun
og siðmenningu, þegar þess er gætt, hve
skammt er liðið síðan öll þjóðin bjó skólaus
í torfbæjum. Er vafalaust nokkuð til í því, þó
ýmislegt hafi þar flotið með, sem þolað hefði
nokkura bið. En af einhverjum dularfullum
ástæðum virðast fáir telja það nokkru skipta,
að við hefðum gjarnan einnig mátt læra af
öðrum þjóðum virðingu þeirra fyrir mæltu
máli. Níutíu og níu af hundraði þess sem
skrafað er og skrifað um íslenzka tungu fjall-
ar um ritað mál, á mælt mál er varla minnzt.
Að íslenzk tunga tákni eitthvað annað og
meira en ritmálið ætti þó að vera óþarfi að
benda á. Já, hvað um „óminn bitra, blíða“,
sem skáldið líkir við brimhljóð af sálaröldum
sínum?
Undanfarið hafa skólamál verið títt um-
ræðuefni á fundum og í blöðum og tímarit-
um. Vafalaust hafa komið þar fram gagnleg-
ar tillögur um endurbætur. En ekki hef ég
orðið var við að einn einasti þeirra fróðu
manna, sem þar hafa lagt orð í belg, hafi
minnzt á nauðsyn þess að kenna bömum okk-
ar að tala móðurmálið fallega.
I slenzkan er fagurt mál, sem við öll fá-
um í veganesti og okkur ber skylda til að
varðveita þetta pund og ávaxta það. Það
þurfti danskan mann, Rasmus Kristján Rask,
til þess að skrifa fyrstu íslenzku málfræðina,
þegar honum blöskraði sinnuleysi Islendinga
um þetta fagra tungumál. Væntanlega þurf-
um við ekki annan útlending til þess að
kenna okfeur að meta fagurt mælt máL
Þegar fcalað er um fagurt mál er ekki nema
sanngjarnt að reyna að gera fyrst grein fyrir
því, hvað hér er átt við með fögru máli.
Verður þá fyrst fyrir að athuga framburð-
inn. Það skal strax tekið fram, að sá sem
þetta skrifar er þeirrar skoðunar, að ekkert
vit sé í því, að reyna að vekja upp fornan
framburð, sem hvergi er lengur notaður á
landinu, hversu fagur sem hann annars kann
að vera. Fagur framburður verður að vera
valinn úr lifandi máli. Þess vegna er nauð-
synlegt að vita, hvernig málið er talað í land-
inu nú á dögum. Sú vitneskja er fyrir hendi,
því dr. Björn Guðfinnsson tók á segulband
raddir 10.000 íslendinga á ýmsum aldri úr öll-
um landshlutum. Skýrslur um þessar merki-
legu rannsóknir hans er að finna í bókum
hans Mállýzkur og Breytingar á frumburði
og stafsetningu, ásamt tillögum hans um
samræmdan framburð íslenzkunnar. Sem bet-
ur fer hafa einnig síðan fjallað um þetta þjóð-
kunnir smekkmenn á íslenzkt mál, þeir dr.
Sigurður Nordal, prófessorarnir Einar Ól.
Sveinsson, Halldór Halldórsson og Steingrím-
ur J. Þorsteinsson, og málfræðingamir Árni
Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson. í sam-
ræmi við tillögur þeirra hafa svo verið samd-
ar reglur um íslenzkan framburð, sem eru
afaræskilegur grundvöllur samræmingar is-
lenzks framburðar.
Finnst mér sjálfsagt að sem flestir kynni
sér þessar ágætu reglur og leyfi mér því að
birta þær hér.
I. kafli.
1. grein. Stuðla ber að vönduðum fram-
burði islenzkrar tungu. Vandaður framburður
er skýr og greinilegur, eins og hann gerist
beztur meðal alþýðu manna. Hann er eðlileg-
ur, en eðlilegur er sá framburður einn, sem
almennur er í daglegu tali fólks um einhvern
hluta landsins að minnsta kosti. Með vönd-
uðum og eðlilegum framburði er ekki aðeins
átt við einstök hljóð, heldur og að áherzlur
séu réttar og málhreimur íslenzkur.
3. grein. Rangur framburður er hljóðvilla,
og skal vinna á móti henni af alefli, sbr. 8. gr.
3. grein. Réttur telst annars framburður ís-
lenzkunnar, þó að mismunandi sé eftir hér-
öðum, enda sé hann vandaður og eðlilegur.
4. grein. Meðal þeirra fyrirbrigða, sem
teljast til rétts framburðar, sbr. 3. gr., eru
sum æskilegri en önnur:
a. Harðmæli hljóðanna p, t, k á eftir löng-
um sérhljóðum er æskilegri en linmæli.
b. Æskilegri framburður er hv en kv í
upphafi orða eða orðliða, þar sem svo á að
vera samkvæmt venjum og uppruna málsins.
c. Æskilegri er lini framburðurinn á f og g
en hinn harði í orðum sem hafði og sagði.
5. grein. Stuðla ber að varðveizlu gamalla
framburðareinkenna einstakra landshluta eða
héraða, án þess þau beri að taka fram yfir
hinn vanalega framburð annarra hluta lands-
ins. Ber einkum að vemda eftirtalin ein-
kenni:
a. Raddaða norðlenzka framburðinn á und-
an p, t, k.
b. Eiwhljóða framburðinn vestfirzka í orð-
um sem langur, lengi, sönguc.
c. Einhljóða framburðinn skaftfellska og
austfirzka í orðum sem lagi, tregi, stigi, bogi,
hugi, lögin.
d. Hornfirzka framburðinn á rl og rn.
II. kafli
6. grein. Þau kennaraefni, sem stunda nám
í Háskóla íslands, Kennaraskóla íslands eða
öðrum stofnunum undir próf, er veitir rétt
til kennslu í íslenzku máli, skulu hljóta
kennslu í íslenzkri hljóðfræði í þessum skól-
um, svo að þau kunni skil á réttum, vönduð-
um og eðlilegum framburði og séu fær um að
annast framburðarkennslu.
7. grein. Móðurmálskennurum ber að stuðla
að réttum og vönduðum framburði nemenda.
Þeim ber ag að hlynna að varðveizlu þeirra
framburðareinkenna, sem um er rætt í 4. gr.
í þeim héruðum, þar sem þau tíðkast, svo
og þeirra, sem um er rætt í 5. gr.
8. grein. Barnaskólum ber árlega að láta
fara fram athugun á framburði nýrra nem-
enda. Hljóðvillu nemenda ber að reyna að lag-
færa í sambandi við lestrarkennslu. Ef nauð-
syn krefur, skulu sérstök framburðarnám-
skeið höfð fyrir hljóðvillta nemendur.
9. grein. Stjórn Þjóðleikhússins ber að sjá
til þess, að hljóðvilla sé ekki viðhöfð í leik-
húsinu, nema listrænar ástæður krefji.
10. grein. Dagskrárstjóm Ríkisútvarpsins
ber að hafa eftirlit með þvi, að hljóðvilltir
menn tali ekki í útvarp.
11. grein. Guðfræðideild Háskólans ber að
hafa eftirlit með því, að guðfræðinemar, sem
hljóðvilltir kunna að vera, fái tilsögn í þjálf-
un á réttum framburði.
Já, þetta er þá það, sem fróðustu mönnum
ber saman um að æskilegt sé í framburði á ís-
lenzku. En sá er bara galli á gjöf Njarðar,
að engum ber skylda til að fara að reglum
þessum í kennslu, sökum þess að þæar hafa
enn ekki fengið staðfestingu menmtamála-
ráðuneytisins. Það getur varla verið miklum
vandkvæðum bundið að bæta úr því, ef ráðu-
neytið telur reglurnar þessar virði að 'þær séu
staðfestar.
Sá, sem þetta skrifar er þeirrar skoðunar,
að (hér hafi verið farsællega á málum haldið,
enda þótt þessar reglur krefjist dálítils átaks
vegna móðurmálsins. Ekki sizt af okkur, sem
fædd erum og uppalin á linmælissvæði, eins
og Reykjavík eða Suðurlandi.
V ið verðum þá fyrst að gera okkur
þess fulla grein, hvemig við tölum og hvers
Framhaíid á bls. 13
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
7. júlí 1968