Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 2
Cóði hirðirinn ar eftirleguféð náði þriðja tugn um var sýnt, að tæki hann krónu á kind yrði það of fjár. mt egar Benedikt rak hóp- inn af bústnu útigöngufé ofan hlíðarnar að Hrauni var Sig- ríður úti stödd, aldrei þessu vant. Hafði annars ekki lagt í vana sinn að sitja fyrir gest- um og gangandi, — var ekkert gáttagull. Og kalsaveður, enda kominn vetur. Benedikt varð starsýnt á ljósan haddinn, brugð inm í föngulegar fléttur. Bfos- hýrt augnaráð heimasætunnar var honum síður en svo and- snúið. Kímileit bauðst hún til a'ð hjálpa honum að hýsa reksturinn — á meðan. Á meðan hvað? Nú vitanlega gengur þú í bæinn og þiggur volgan sopa, maður nýkominn úr fjallgöngu, anzaði bóndadótt irin léttmál að baki brosinu sínu ótrauða. Bræði maður klak ann úr kömpum setur að manni, og kulvís álapoi er til einskis nýtur, gaspraði öræfa- farinn. Þá fyrst varð blómarós in í föðurgarði þess fyllilega vör, að manninum skorinorða hafði vaxið grön á göngunmi og lá skel að vöngum. og engu líkara en að hann með ein- hverju móti væri horfinn að baki ísbrynjunnar. Að minnsta kosti hefur bú unnið þér inn vænan skilding Bensi minn, sagði hún — og það fór ekki fram hjá komumamni, að hún hlakk-.ði hans •■'•gna Það er nú svo. anzaði hamingjuhrólfurinn daufu í dálkinn. Þær fáuskiát ur sem mig sjálfan vantar af fjalii fann ég ekki. Fundar- launin ættu að bæta þér upp skaðann og vel það, maldaði málvina hans í móinn. Ég ætti ekki annað eftir en að fara að okra á fundvísi minni: ónei Sigga mín — nóg er nú ?amt. Glettnin og gáskinn voru horfin úr augnaráði heimasæt- unnar. Hún hallaði sér að manninum önnum kafna andar tak — snart sem snöggvast var ir hans innan beittra brúna klakahellunnar með sínum. Fyrsti kossinn sem þeim fór í milli — og sá síðasti. Heit sem hvorugt mundi rjúfa var gefið og þegið. Því vitanlega brást hún bonum ^kki er á hólminn var komið. Á vori komanda gaf hún sig góðum manni og gat við honum börn. Það hau;t — og hin öll — hafði Benedikt leitað á vit sval vinda og rekið erindi sín fjarri byggðu bóli í skjóli skörulegra fjalla. Það brást ekki. að á önd verðri jólaföstu færi hann á stúfana hvernig sem viðraði. Reynslan hafði kennt honum að búa sig út til lengri fjarvistar en aðeins fárra daga. Og enn- þá hafði það ekki komið fyrb að ekki einhvern tíma seinna á föstunni sæist bóla á dökk- um dil og gliti sem af hreyf- ingu í snjóauðninni í átt til af- réttarimnar heiman af hlaðinu á Hrauni, og að þar væri kom inn smalinn ólati með fjárhóp misjafnlega margfættan, og skrölti ósjaldan í klakadröngl- um sem færi þar sjávarskrímsl eða aðrar óvættir. Og alltaf urðu heimamenn jafnhissa, og jafnkátir, og það hvort heldur 'þau áttu nokkra kind í safn- inu eða enga. Að sú föstugleði ætti sér fullan fjórðung aldar að baki höfðu menn ekki áttað sig á, ekki fyrr en hann sjálf- ur núna í morgun á leiðinni að fyrsta náttstað sínum, með hundinn Leó sitt á hvað í bak og fyrir, haustgeldinginn Eitil í eftirdragi, auðteymdan. Að þessu sinni var Benedikt ekki sá eini, sem náttaði sig að Hrauni. Þrír ganglerar af bæj- uinum í kring sátu þar fyrir honum, ætluðu að fá að verða honum samferða að sæluhús- inu við Fljótið — áttu þar fé á haustbeit meðan veður og snjóalög leyfðu. Þetta var vænn spölur, en hvað Bene- dikt snerti aðeins áfangi. Og þetta var á sunnudegi, og hon- um hafði seinkað um viku. Það var kátt á hjalla í Hraunbað- stofunni kvöldið það. Og ekki síður daginn eftir — hálfgerð hundakæti. Hann hafði rokið upp á norðan, blindöskubylur. Jafnvel þrenninguna langaði ekki út í annað eins veður. Börnin hópuðust í kringum Benedikt, yngsta króann hafði hann á knjám sér. Allar vildu meyjarnar! raulaði hann þeim til dundurs, þuldi þeim annars sögur og þjóðfræði: kafla úr Grettlu kunnu þau utanað. Börnin voru sjö talsins. Elzti hnokkinn, tuttugu-og-fjögurra ára, hét Benedikt. Yngri syst- kinin viku ekki frá næturgest- inum valkomna. Ætli mér veiti af aðstoð þinni nafni minn, ef kríliin ætla með mér út að gá að Eitli, vék Benedikt eldri sér að nafna sínum — sem átti til að spyrja: Þú gleymir vonandi ekki Eitli nafni minn? — Gleyma Eitli! . . . M ánudagurinn kom og hvarf svo að varla birti í hús- um inni. Norðankári klakar nára! raulaði öræfasmalinn fyr ir munni sér. Á þriðjudag var veðurhæðin söm, en ekki of- anfall. Þá héldu Benedikt eng in bönd. Hann yrði að vera kominn heim áður en rúsínur- nar meirnuðu í jólagrautnum, kallsaði hann. Garparnir úr nágrenininu töldu úr eftir mætti — voru ekki því marki brenndir að aðalástríða þeirra væri að bryðja gadd á öræfa- slóðum. En Benedikt lét ekki letjast. Þeir lögðu af stað fyr- ir allar aldir. Það tók þá þann dag allan og fram á nótt að kafa sig í áttina að sæluhúsinu við ferju- staðinn. Fljótið heilsaði þeim dimmradda úr gljúfri sínu:mið ur í þeirri ófreskju yrði seint þaggað. Ferjugæzluma annaðist bóndinn í Jökulheimum hinum megin ár, bærinn falinn meðal hæðardraga, en þeir höfðu ekki gert vart við sig í síma og því lítil líkindi til að hann hefði frétt af ferðum þeirra eða sinnti þeim. Miðvikudag, fimmtudag og föstudag aðstoðaði Bemedikt — að þeim Eitli og Leó ógleymd- um — sveitunga sína við að ná saman fé því, sem þangað til hafði verið látið sjá um sig sjálft sunnan fjalls, að kallað var. Það gekk ekki jafnskaf- ið og þeir höfðu vonað, veður ofsinn hafði sundrað safninu, sumt urðu þeir að grafa úr fönn. Að áliðnum föstudegi lög'ðu þeir félagar upp, úr- vinda af þreytu en útkomu fegnir, veðrið betra og vax- andi tungl á lofti: en ekki svo vel að Benedikt yrði einn í kof anum. Fimmtudagurinn hafði komið færandi hendi: mann- grey að svipast um eftir hross- um. Bensi sá sig tilneyddan að hlaupa undir bagga með hon um — af harðspora og tað- hröngli gat nann svo nokkurn veginn getið sér til hvar klaka stóðið væri niður komið, og reyndist nærgætur. Að því amstri loknu var laugardagur- inn á enda. Að morgni sunnudags kvaddi hrossasmalinn. Loks lánaðist Bensa að standa uppi einrn síns liðs með ráðuneyti sínu, er sumir svo kölluðu. En hann var örþreyttur — farin að sækja á hann elli, að því er virtist. Reuhar var Eitill líka eitthvað dasaður — stóð ekki í fætur nema þá sund sem það tók að éta og drekka. Át þó liggjandi inn í jnilli, Er far yfir ána bauðst af hendingu, fyrirvaralaust, bjó Benedikt um hann í framkofanum, skrapp sjálfur yfir að Jökul- heimum: eftir vikustrit á veg- um annarra veitti honum ekki af að láta líða ögn úr sér. IVIánudag og þriðjudag þraukaði hann í leti og ómennsku. Að haga sér eins og híðisbjörn hentaði honum mátu lega, og ekki laUst við að hann hefði áhyggjur af Eitli sem ein- búa. Annar níðhöggur nagaði við eðlisrætur: hlyti ekki hver sú kind, sem kynni að hafa verið á vakki fyrir viku eða hálfum mánuði, að vera komin í fönn? Gengi hann síðarmeir á víðavangi fram á reifi tómt að öðru en hrsistri eftir maðka veitu og bernagaðri beina- grind, gæti hann sjálfum sér um kennt. Aðfaranótt miðvikudags hrökk Bensi upp að óværum blundi. Inn um glugga lagði glætu af tungli, en glámur gor mánaðar reið ekki lengur þekj um. Benedikt vatt sér fram úr rúminu, viðaði að sér flíkum sínum, lagði hönd á bringu unglingspilts, sem óðara skildi hvað í efni var. Þeir bjuggust af skyndingu skarkalalaust, bundu á sig skíðin á hlaðinu. Ofan höllin að Fljótinu renndu þeir sér sem fálkar á slóð flýj- andi rjúpu. Bátskelina báru þeir í milli sín spölkorn upp með ánni, smeygðu sér undir árar, reru hvað af tók, hrakti von úr viti, en náðu landi réttu megin, Benedikt aðstoðaði fylgdarsveininn og beið á með ain hann fleytti sér yfir um, að svo búnu fetaði hann sig upp brekkurnar, brattgengur: Leó varð þó fyrstur i áfangastað. Að hurðarbaki kumraði í haust geldingnum: allt í himnalagi. Þegar þann bar að er kunni að opna hurðina varð fagna- fundur, enda þótt Leó teldi bezt við eiga að urra vlð tönn, en við því brást Eitill svo, að hann lét hægra horn síga. Þahn ig var heiðri beggja bjargað pg frekari áreitni óþörf. Benedikt gaf bekranum auga, þreif vatns fötuna, braut á læknum, bar honum vatn sem bráðum yrði drekkandi, háraði honum. Eitill drap snoppu í drukkinn fyrir kurteisissakir en gerði fóðr- inu lítil skil, vanhagaði hvorki um vott né þurrt: teygði vand- lega úr sér, hristi sig —nálg- aðist settlega húsbóndann, er hafði tyllt sér á töðupokann. Beið Benedikt 'þá ekki lengur bóðanna, gekk vandlega frá hurðinni, batt á sig skíðin, hag ræddi dótinu á herðum sér: lagði af stað leiðina fomkunnu með Leó í fararbroddi, forystu sauðinn á hælum sér. Svalur var hann enn á norðan en logn að kalla, frostið napurt en ekki nístandi. Þrenningin fór sér að engu ótt, alvanir ferðagarpar. Frá því Bensi stakk kolli út um bæjardyrnar á Jökulheim- um hafði stjörnuhjólið unnið á fjórðung úr snúningi, sá hann út undan sér. Loks var hægt að draga andann: ein- mana en ánægjuleg athöfn fram undan — ekkert sem amaði hug ann. Það værf þá helzt hver taka myndi við af honum? — Hver svo sem það yrði — betri félaga en Eitils og Leós var ekki unnt a'ð óska honum. Mönn um láu á stundum lúalega orð til sauðskepnunnar og sepp- ans. Bendikt brosti í kampinn, vissi betur. Stjörnumar bliknuðu er birta tók. Útlínur fjallanna skýrðust þó síður en svo: og er hægur andvari hóf leik að fisléttu föl inu hurfu þær með öllu. Áður varði sá þrenningin ekki út úr augum, iinnilukt sem milli veggja í kafaldskófi. Þegar svo viðraði varð röðin önnur: fremstur Benedikt, þá Eitill: Léó rak lestina. Það átti að heita dagur á lofti: þeir urðu lítið við hann varir. Mark ið fram undan var kofatetur eða öllu heldur greni með hlemm yfir opinu: Benedikt hafði grafið sér það í rofa- bakka um það bil miðsvæðis. Framh. á bls. 10 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.