Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 7
Hann var gœddur hœfileika, sem enginn getur skýrt: Að sjá liðna atburði og atvik, sem áttu ettir að gerast — Benjamín Kristjánsson tók saman og hugskynjanir hans að finna týnd börn og ekkert verk er honum ljúfara að vinna. Þá hefur hann aðstoðað við að finna týnd skjöl og hjálpað lærdómsmönnum við að ákveða aldur og átta sig á fornum handritum og listmunum. öllum kemur saman um, að aldrei reyni Croiset að fiska eftir upplýsing- um eins og stundum á sér stað um spá- konur og lófalestrarfólk, sem gerir sér atvinnu af þessu. Ekki notar hann kristálttsfcútur, andaborð, stjörnuispár eða aðrar tilfæringar, dásvæfingar eða önnur brögð. Hann tekur engum tilboð- um frá samkomuhúsum um að vera ráð- inn sean skemmtikraftuT eða huglesari. Ef til viDl hefði hann hæfiileika ti'l að dá- leiða fólk, en hann telur sig ekki hafa rétt til að ná þannig valdi yfir öðrum. Það sem gerist er ekki annað en það, að honum getfur sýn, sem nær yfir tíma og rúm í mikliu víðtæikara mæli en hjá öðr- um. Hann sér atburði úr fortíðinni eins •og á kvikmyndatjaldi, hann sér atburði, sem gerast í fjarlægð samtímis, og það sem dularfyllst er af öllu: hann sér ó- komna atburði, segir hvað gerast muni á morgun eða hinn daginn og jafnvel eftir mörg ár. Um alla þessa skyggni hans liggja fyrir fjöldamargar órækar sannanir. En þegar hann er að vinna fyrir lög- regluna eða einstaklinga styðst hann iðulega við það, sem kallast hlut- skyggni (psychometri), en hún er fólg- in í því, hann handleiikur miuni, seim fólkið hefur átt, sem hann þarf að upp- lýsa um, svo sem myndavélar, vettlinga, 'hringa og svo framvegis. Er þá eins og hann fái beina skynjun af eigandan- um, ekki aðeins hvar hann er staddur og hvort hann er lífs eða liðinn, held- ur einnig hvernig hann lítur út og hvað fyrir hann hefur komið. Hann getur lýst nánum ættingjum hans, húsinu sem hann hefur búið í og sér stund- 7. júlí 1968 _____________________ um lengri eða skemmri brot úr ævi- sögu hans. Líka getur hann sagt sögu ókunnugra hluta. Iðulega nægir það, að sá sem biður hann einhvers taii aðeins við hann í síma. Vill hann það jafnvel heldur en fá heimsókn af honum, því að þá kann svo að fara, að ýmisleg persónuleg á- hrif villi um og dragi athygli hans frá því aðalatriði, sem um er spurt. Sím- talið eitt virðist nægja til að koma hon- um á sporið, og spyr hann venjulega aðeins fárra spurninga. Alltaf veit Croiset þegar símað er, hvort um hversdagslegt spjall er að ræða eða alvarlegt erindi. Sé ekkert markvert á ferðinni, finnur hann ekki fyrir neinu. En sé hans leitað í veru- legum vanda og ef um eitthvað alvar- legt er að ræða, verður hann óðara gripinn innri spennu. Hann sér alls konar liti kring um sig, sem smám sam- an skýrast og taka á sig ákveðnar myndir. Það er eins og sýningarvél sé sett í gang, og í hugskoti sínu fær hann vitranir, sem stundum flytja hárrétt svar við þvi, sem verið er að leita upplýs- inga um. Hugskynjanir Gerards Croi- sets eru iðulega furðulega nákvæmar. Eru lýsingar hans gjarnan teknar upp á segulband jafnóðum og hann segir fiá þeim, en aíðan eru þær bornar ná- kvæmlega saman við það, sem sannast í hverju máli. Skeikar sjaldan miklu, enda hafa upplýsingar Croisets mjög oft komið lögreglunni á sporið og hjálpað i'enni jafnvel til að komast til botns í gömlum glæpamálum. í.g veit til hvers þú hefur komið. Croiset verður stundum óþolinmóð- ur, þegar fólk ætlar að fara að segja honum langar og leiðinlegar sögur, því að hann veit oftast fyrirfram, hvað þeir ætla að segja. Stundum grípur hann hreinlega fram í og segir: „f Guðs bæn- um hættu! Ég veit áframhaldið“. Stund- um hefur fóikið varla opnað munninn, þegar Croiset segir: „Ég veit til hvers þú hefur komið. Það snertir barn, sem er týnt. Sýndu mér mynd af drengn- um.“ Gesturinn verður undrandi og kem ur með mynd af barninu. Eftir að hann hefur handleikið eina slíka mynd, sagði hann eitt sinn: „Mér þykir þetta afar leitt. Ég sé vatn, mikið vatn! Það hefur orðið hörmulegt slys. Litla barnið hefur drukknað. Ég sé það á 100 faðma dýpi skammt frá bryggjunni hérna. í fyrra- málið klukkan 10 muntu finna líkama barnsins.“ Atburðir eins og þessir eru algeng- ir, og er það mikill fjöldi barna sem hann hefur fundið þannig. Af því hann var eitt sinn sjálfur kominn að því að drukkna virðist liggja mjög opið fyrir honum að finna börn, sem drukknað hafa, sem koma kann af því, að örlög þeirra snerta hann á viðkvæmari hátt en ýmislegt annað. Hlutskyggnin. Ef Croiiset hefur tifl. dæmöis handiLeik- ið lokað umslag með eiginhandarskrift einhvers manns, má búast við, að hann geti látið ferns konar upplýsingar í té, eitir því sem dr. Tenhaeff skýrir frá: 1. Hann getur lýst þeim, sem bréfið hefur skrifað: líkamsútliti, rödd, líkams- lýtum, ef einhver eru, fötum hans, hugs- unum og tilfinningum, ekki sízt efhann ber ótta eða kvíða fyrir einhverju. Hann getur jafnvel hermt eftir honum. 2. Hann getur sagt frá umhverfi bréf- ritarans og stöðu. Hann sér bækur í kring um hann eða vélar, sem hann vinnur við. Hann getur skýrt frá at- vikum, sem komið hafa fyrir hann eða eiga eftir að henda hann. 3. Hann sér fólk, sem hann umgengst eða er honum vandabundið, vini hans eða samverkamenn og getur jafnvel sagt frá atvikum í sambandi við það. 4. Hann , sér heimilli bréfritarans Oig landslag umhverfis það. Sjaldan sér hann þó þetta allt sam- an, bætir prófessorinn við. Oftast sér hann aðeins tvennt eða þrennt af því, sem hér er greint. Croiset hefur, eins og fyrr er sagt, hlotið mjög litla menntun og svo önn- um kafinn hefur hann löngum verið, að ekki hefiur honium gefizt miíkill tími til búkileisiturs. Hann er nokikuð öa> lyndur og er ekki laust við, að því bregði stundum fyrir, er hann á við al- þýðu manna, að hann virðist vera dá- lítið rogginn af hæfileikum sínum. Einu sinni var t.d. sagt við hann, að troðfullt herbergi gesta biði eftir samtali við hann. Þá svaraði hann: „Látum þá bara bíða. Það er ekki til nema einn Croi- set!“ Annars ber öllum saman um það, sem bezt þekkja hann, að hann sé í hví- vetna gagnheiðarlegur og góður dreng- ur. Við dr. Tenhaeff og aðra vísinda- menn hefur hann oft sagt: „Ég er bara venjulegur maður. Allir hafa í ein- hverjum mæli þá hæfileika, sem mér eru gefnir. Hjá mér hafa þeir kannske náð dálítið meira þroska.“ Ekki vandist hann á í uppvexti að fara í kirkju, því að foreldrar hans létu sig trúmál litlu skipta. Þó var hann innilega trúaður á ungum aldri og baðst iðulega fyrir, enda þótt foreldrar hans hentu aðeins gaman að því. Hann ber mikla lotningu fyrir Kristi, og tel- ur sig kallaðan af guði til að vinna verk sitt. Mér er það ljóst, segir hann, að skaparinn hefur gefið mér merkileg- ar gáfur, sem mig langar til að nota öðrum mönnum til hjálpar, og er mér það næg hamingja, ef mér auðn- ast að verða samferðamönnum mínum að liði. „Stundum hef ég fyl'lzt slíkri ham- ingju og sælu, ef mér hefur aiuðnazt með guðs hjálp að gera eitthvert gagn, að hið eina, sem fyllt hefur vitund mína er þetta bænarandvarp: „Ó, drottinn, leyf mér að koma til þín!“ Croiset lifir og hrærist í starfi sínu, svo að fátt annað kemst að í hugsun hans. Hann segir, að hver maður hafi ákveðið hLutverk að vinna í lifinu. Og jafnvel þó að ekki þyki mikið til sumra þeirra koma, séu mennirnir þó skapað- ir af höfundi lífsins, og guð sé í þeim. Framihalid á bls. 11 LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.