Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 12
leyfar frá miðdegisverðinum okkar.“ Ofvitinn hollenzki seildist í beinið án þess svo mikið sem líta á það og lukti um það lófanum hugsandi. Enda þótt hann hefði lítillar fræðslu notið í mannkynssögu eða öðrum fornfræð- um fóru myndir úr sögu beinsins að birtast hugskotssjónum hans. Hann lok- aði nú sínum ytri augum til þess að geta betur einbeitt innri sjón, Myndir af fjær lægu og framandi landslagi sviifu fyrir hugskotssjónum hans. Orð hans komu hægt og hikandi, meðan hann var að lýsa því, sem hann sá. Hvorugur há- skólakennarinn mælti orð frá munni. Croiset hóf mál sitt þannig: „Ég fæ mynd af dýrum. Þetta snertir eitthvert dýr. Gæti það hafa verið fornaldardýr? Þarna eru líka einhverjar lifandi ver- ur, skepnur sem líkjast meir mönnum en dýrum. Mennskar verur, sem þó líkj- ast ekki okkur. _Það er mjög langt síð- an þetta var. Ég kem auga á stóra skepnu, og þarna er líka fíll. Nú sé ég myndir af villimönnum. Þeir eru dökkir á iit, líkjast Bushmönnum. Þetta er í Afríku. Þetta fólk hefur einkennilegar venjur — helgisiði! Þetta er einhver trúarathöfn í hellinum. Ég sé eld, líka sé ég þverhnípi og stóran helli. Fólkinu var hrint niður fyrir þverhnipið. Þetta eru negrar. Nú sé ég fólk i röðum, það eru áreiðalegan fimm eða sex hundruð. Þetta minnir mig á negramúsik, æðis- genginn jazz. Þarna sé ég stein, þar sem mönnum er fórnað. Ýmsir eru drepn ir. Þetta gerist fyrir kristni. Þarna eru skepnur, sem ekki eru til framar, fílar eða eitthvað sem líkist þeim.“ Eftir þessa tilraun fékk Croiset að taka beinið heim með sér. Viku seinna 24 desember 1953, bætti hann þessum sýnum við: „Þetta er lítið bein af dýri. En þessi bein standa í sambandi við eitthvað annað: fornaldardýr? Nei, varla mundi ég segja það. Samt voru þarna í ná- grenninu dýr, sem hvergi eru nú framar tiL Þetta bein stendur eilthvað í sam- bandi við Vestur-Afriku. Enn fremur sé ég helli, stóran helli. Nálægt hellin- um sé ég þverhníptan hamar, innst í heilinum er mikið h engiflug. Hér um bil þrjátíu fet frá þessu þverhnípi sé ég einkennilega lagaðan blótstein eða höggstokk. Þar stendur hópur manna, og virðast vera einhverjir valdamenn. Þeir standa bak við blótsteininn. Mikil fylking manna gengur fram hjá þeim. eir eru með hendurnar bundnar aftan við bak. Þeir eru barðir í höf- uðin eða í hálsinn og síðan varpað á bál. Hálfbrunnum er þeim síðan steypt þaðan niður af hengifluginu. Nú sé ég alls konar mannlegar verur. Þarna eru negrar á ýmsum menningarstigum. En ég sé líka fólk, sem er miklu ljósara á hörund. Þessir ljósu menn bera löng spjót og skjöldu. Þeir enu mjög háir. Skildirnir eru eins og egg- eða perulagaðir. Þeir hafa fjaðraskraut á höfði, þó ekki eins og Rauðskinnar hafa. Þegar þeir hreyfa höfuðin sveifl- ast hvítir fjaðraskúfarnir til. Andlitin eru máluð. Það er eins og líkamir þeirra og þó einkum handLeggirnir séu málað- þeir með hvítum táknum, sem helzt líkj- ast spurningarm'et'kium. En það sem ég sé, er aJlls ekki venjuieg manndráp. Þetta tilheyrir trúarbrögðum. Slátrun þessa fólks er einhver helgisiður. Á stórhá- tíðum er þama drepinn fjöldi manna og dýra. Það tilheyrir helgisiðunum. Blóð- inu úr þessum fórnardýrum er safnað í skálir, og eru stólpar síðan roðnir þessu fórnarblóði til verndar gegn illum öndum. Ég sé ýmsa galdramenn við þess ar helgiathafnir. Einn þeirra er æðsti- prestur. Þeir virðast tilheyra sérstakri stétt, sem öllu ræður á þessum degi. Þetta virðist vera sólar- og eMsdýrk- endur.“ Prófessorinn frá Suður Afríku varð meira en undrandi á þessum lýsingum Croisets. Lýsingin á hellinum og þver- hnípinu var yfirleitt rétt, og lýsinguna á mannætusiðum Basutos-manna taldi hann mundu fara nærri lagi. Flest af því, sem hægt var að ganga úr skugga um var nákvæmlega rétt og annað gat verið rétt. En að m.k. ein smávilla hafði slæðzt inn í skyggnilýsingu Croisets og hún var sú, að hann hélt að hellirinn væri í Vestur Afríku í stað þess að hann er í Suður-Afríku. Einna erfiðast átti dr. Valkhoff að átta sig á því, sem Croiset hafði sagt um fólk með ljósari litarhátt en negrar, og sem væri sérlega hávaxið. Engar sögubækur greina frá veru hvítra manna í Basutolandi fyrir miðja átjándu öld. Vel gæti það, sem Croiset sagði um höfuðskraut þeirra átt við einhverja negra-ættflokka nú, en þess- ir voru betur klæddir og gerðum bún- ir, en átt gæti við frumBtæða þjóðflokka. Ekki vita menn heldur um neina hvíta menn í Basutolandi fyrr en á dögum Moshesh konungs á fyrri hluta 19. ald- ar, sem afnam hina hryllilegu blótsiði Basutomanna. Hljóta það því að hafa verið Bushmenn, sem frá fomu fari bjuggu í hellinum, en seinna Bantu- negrar frá því í byrjun síðast liðinn- ar aldar. Ári eftir að tilraunin var gerð í Hollandi með skyggnilýsingar Croisets varðandi beinið úr Mannætuhelli, barst dr. Valkhoff þó vitneskja, sem gæti ver- ið skýring á þessari sýn hans, hvað snerti hvítu mennina. Upplýsingarnar bárust frá prófessor C. van Riet Lowe, ágætum fornfræðingi í Suður-Afríku. Hann ritaði dr. Valkhoff bréf 7. sept. 1954, þar sem meðal annars stendur: „ ... í nálægum helli, sem heitir Ha ivnotsa nærri Theko, u>n pað bil 16 míl- ui- austur eða suður af Mannætuhelli er óvenjulega umfangsmikiil röð mynda eftir fornsögulega miálara (Bushmenn) og eru þar forvitnileg málverk sem ég hef nýlega tekið myndir af og lýst í The Illustrated London News. 29. apríl 1933. Á þessu málverki eru sýndir sjö naktir heimamenn vopnaðir bogum og örvum hrinda áhlaupi sex manna, sem vopnaðir voru spjótum, og klæddir brynjum og hjálmum eða vefjarhöttum. Þessir sex menn geta hvorki verið Bush- menn né Bantumenn. Þetta eru útlend- ingar, sem listamaðurinn hefur raunveru lega séð, og þeir eru ekki einu útlend- ingarnir, sem finnast á þessum slóðum í hellamálverkum." Síðan bætir fornleifafræðingurinn við: Árið 1933 hélt ég helzt að þessir sex herklæddu menn mundu hafa verið Egyptar. En á síðaistliðnum tuttugu og fimm árum höfum við komizt á snoðir um svo margt, að nú gæti ég helzt sett þá í samband við Persa. Vitað er, að þeir höfðu mikil verzlunarviðskipti við Afríkuþjóðir frá fornu fari og blómg- uðust þau viðskipti fram á miðaldir. Er því ekkert því til fyrirstöðu og jafn- vel líkur fyrir, að brynjaðir menn með hjálma eða vefjarhöttu kunni að hafa komið á þessar slóðir fyrir ævalöngu. Konan í sæti 9. Enn furðulegri en skyggnilýsing- ar Gerards Croisets úr fortíðinni eru þó hugskynjanir hans af ókomnum atburð- um, enda er auðveldara að ganga úr skugga um þær án alls efa. Furðuleg- ustu tilraunir af því tæi eru hin frægu ■stólpróf, sem dr. Tenhaeff fann upp ár- ið 1946 og hefur síðan endurtekið yfir 400 sinnum undir sterku eftirliti vís- indamanna frá Hollandi, þýzkalandi, Ítalíu, Austurríki og Swiss. Valið er af handahófi eitthvert núm- ier í sætaröð þar, sem fund eða sam- komu á að halda á næstunni. Er Croi- set annaðhvort sagt númerið eða hann velur það sjálfur. Síðan lýsir hann með undraverðri nákvæmni útliti og persónu einkennum þess manns eða konu, sem sitja mun í þessu sæti á ákveðnum degi, jafnvel áður en hlutaðeigandi hefur á- kveðið nokkuð um að sækja fundinn. Hér kemur dæmi um það, hvernig þessi próf fara fram. Hinn 6. janúar árið 1957, klukkan 2 eftir hádegi var Gerard Croiset stadd- ur í sálarrannsóknarstofnuninni í Ut- recht ásamt prófessor Tenhaeff og að- stoðarstúlku hans, ungfrú Louwerens, og tveim háskólaprófessorum öðrum í Utrecht, líffræðingnum L.H. Bret- schneider og eðlisfræðingnum J.A. Smit. Croiset var afhent teikning yfir sæta- skipun í húsi frú C.V.T. í Hague, konu sem enginn viðstaddra þekkti, en þar átti að halda fund eftir tuttugu og fimm daga. Ekkert hafði enn verið ákveðið, hvernig skipað yrði í sæti. Var Croi- set beðinn að velja sér eitthvert númer, og kaus hann númer 9. „Getur þú sagt okkur nokkuð um þá manneiskju, sem kemur til að sitja í sæti 9, spurði prófessor Tenhaeff? Croiset handlék uppdráttinn af sæta- skipuninni augnablik og fór svo að tala inn á segulbandið það sem hér er skráð: 1. Föstudaginn 1. febrúar 1957 mun sitja í sæti 9 að heimili frúarinnar í Hague glaðleg og dugleg miðaldra kona. Hún er mjög elsk að börnum og um- hyggjusöm um þau. 2. Ég sé að á árunum 1928-30 á hún mörg spor í nánd við Kurhau's og Strass- burger Circus í Scheveningen. 3. Þegar hún var lítil stúlka, hlaut hún margvíslega reynslu í héraði þar sem var mikil ostaframleiðsla. Ég sé sveitabýli í björtu báli þar sem ein- hverjar skepnur brunnu til dauðs. 4. Ég sé líka þrjá drengi. Einn er ekki ólíkur mér að vexti. Hann hefur nú starf einhvers staðar utanlands, ég held helzt í brezkri nýlendu. 5. Hefur hún verið að horfa á kvik- mynd af indverskum prinsi? Ég sé ein- hvern frá Indlandi, sem klæddur er að hætti þessa lands. Hann ber vefjahött með dýrindis djásnL 6. Skyldi hún einhvern tímann á barnsaldri hafa misst vasaklút inn í búr þar sem villidýr voru? Ég sé dúkpjötlu detta. Villidýrin, sem eru líkust ljónum tæta hana sundur. 7. Ég sé hana með einhvern blaðsnep- il, þar sem talan 6 hefur verið 'skrifuð efst á blaðið. Þar hefur fyrst staðið talan 5 en hún hefur breytt því í 6. Ein- hverjar deilur eða umtal verður um þetta. 8. Hún hefur líka nýlega atað út hendur sínar af litum í gömlum kassa. í kassanum sé ég litlar litartöflur. Skyldi hún hafa meitt sig eitthvað á þessu, í löngutöng á hægri hendi? 9. Skyldi hún ekki nýlega hafa heim- sótt vinkonu sína um það bil 44 ára gamla? Hún er ekki mjög há, en vel vaxin, dálítið giM, klædd í kjói irueð nokkrum fellingum að framan. Þessi kona talaði eitthvað við hana um kyn- ferðismál og ráðlagði hún vinkonunni að fara til geðlæknis. 10. Þessi kona hefur orðið fyrir mikl- um geðshræringum í sambandi við söng- leikinn Falstaff. Ætli það sé fyrsti söng- leikurinn sem hún sá? 11. Ætli faðir hennar hafi fengið gull- pening fyrir einhverja opinbera þjón- ustu? 12. Hefur hún farið með litla stúlku til tannlæknisins, og þessi læknisvitjun valdið talsverðu uppnámi? Ég er næst- um viss um, að þetta mun gerast föstu- daginn 1. febrúur 1957. Segulbandið var nú leikið fyrir Croi- set og hann spurður, hvort hann hefði nokkru við þetta að bæta. Já, þessu, sagði hann: I sambandi við annað atriðið sé ég mynd af karlmanni um það bil 45 ára gömlum. Hann er mjög tilfinninganæm- ur og viðkvæmur. Konan hans skildi hann ekki, svo að þau skilja. Hann hafði samband við aðrar konur og kon- an hafði sambönd við aðra menn“. „í sambandi við 4. atriðið fæ ég það á tilfinninguna að einn af þessum drengj um sé dáinn. Dauði hans hefur á ein- hvem hátt onsakazt af herruámi Þjóð- verja á landi voru.“ 5. atriðið. Þó að ég þættist sjá mynd af ljónl, kynni það að hafa verlð tSkn- rænt. Ég bef einhvern tíma líkt dá- svæfingamanninum við ljónatemjara og áhorfendunum við ljónin. Þegar ljóna- temjarinn kemur of nálægt ljóninu ríf- ur það hann í sig.“ 6. atriðið. Ég sá allt í einu í huga mér fullorðna dóttur mína, þegar hún var barn. Þegar hún var fimm ára fór ég með hana til tannlæknisins. Hún neit aði að opna munninn, og varð að dúsa hjá tannlækninum marga klukkutíma.“ Næsta dag, hinn 7. janúar, símaði prófessor Tenhaeff til dr. A. Tuyter í Utrecht eins og talað hafði verið um og sagði: „Herra Croiset hefur talað inn á segulband hugskynjanir sínar í sambandi við sætisprófið 1. febrúar ru k.“ Auðvitað gat hann ekkert um það, hvað Croiset hefði sagt. En dr. Tuyter símaði nú til frú C.V.T. og sagði henni, að nú gæti hún sent út 30 boðskort. Nú var fyrsta skyggnilýsing Croisets vélrituð af segulbandinu og fjölrituð í 40 eintökum. Viðbótaratriðin voru hins vegar ekki rituð vegna þess að þau snertu ekki aðalpersónuna. Til þess að ganga úr skugga um, að ekki yrði raðað í stólana eftir ákveðnu ráði, var sá háttur viðhafður, að gerðir voru tveir pakkar af spjöldum með númerunum 1-30 í sálarrannsókn- arstöðinni þann 31. janúar. Var annar pakkinn margstokkaður og síðan búið um hann og hann innsiglaður. Hinn pakkinn var óinnsiglaður. Næsta kvöld hinn 1. febrúar komu: prófessor Tenhaeff, ungfrúrnar Nicky og Annet Louwerens, dr Tuyter og finnskur dulsálfræðingur að nafni J. Fahler í heimsókn til frú C.V.T. í Hague kl. 7. e.h. Voru 30 númeraspjöldin, sem ekki höfðu verið innsigluð sett í sæt- in, sem voru jafnmörg (sex raðir með 5 sætum í hverri). Þeim var fyrir komið í stórri stofu á fyrsta gólfi. Þeir sem boðnir voru komu hins veg- ar fyrst saman í kjallaranum, þar sem útskýrð var fyrir þeim aðferð sú, aem prófess'or Teruhaietff hetfði við sæta- prófin. Allir fengu eintak af fjölritaðri skýrslu um hugskynjanir Croisets og voru beðnir að kynna sér hana sem bezt. Og ef þeir teldu að eitthvað af þessu gæti átt við sig, þá að segja það undir eins og skýrslan væri lesin upp við lok hvers atriðis. Nú var innsiglið brotið að hinu um- slaginu og tók sérhver þátttakandi eitt spjald úr hendi ungfrú Nicky Louwer ens um leið og hann gekk upp. En við dyrnar á stofunni þar sem prófið fór fram, leit Annet systir hennar eft- ir því, að hver maður tæki sér sæti, eft- ir því sem spjald hans sagði fyrir um. Dr. Tenhaeff varaði menn við að snerta aðra stóla en þá sem hefðu það númer, sem þeir ættu að sitja í, því að slíkt gæti haft áhrif á árangurinn. Eftir að allir voru komnir í sætin, hringdi Gerard Croiset dyrabjöllunni og var vísað í salinn. Hafði hann ekið 36 mílna leið frá Utrecht til Hague til þess að ekki væri hann kominn fyrr en kl. 8.15. Þetta átti að útiloka mögu- leika á því, að nærvera hans gæti haft nokkur áhrif á val stólanna. Nú var fjölritaða skýrslan lesin hátt, atriði eftir atriði, og í hvert skipti, sem frú M.J.D., en það var konan, sem feng- ið hafði 9. sæti, var sjsurð, hvort nokk- uð af þessari tuttugu og sex ára gömlu hugskynjunum Croisets gæti átt við hana, svaraði hún ávallt: „Já, margar þeirra." Og af því að ekkert af þessu virtist eiga við nokkum annan í þess- um hópi, var því slegið föstu, að hún væri konan, sem Croiset hafði séð. Bæði af því, sem opinberlega var kannazt við þetta kvöld þann 1. febrú- ar og af einkaviðtali við hana í Am- sterdam 18. maí og loks af fundi með henni og manni hennar í sálarrannsókn arstöðinni í Utrecht, sem tekinn var á segulband 20. júní 1957, upplýstist eft- irfarandi: 1. atriði: Frú M.J.D. var 42 ára göm- úl, glaðleg, dugleg og lífleg kona, sem 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.