Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 9
um stóra heimi. En þeir höfðu samt áhyggjur stftrar. Margir þeirra mundu greinilega fyrri heimsstyrjöldina, höfðu sjálfir tekið þátt í henni. Sumum varð m.a.s. óglatt. Þeir voru miður sín. I ölgerðinni með mér vann vélstjóri einn, fyrrverandi social-demókrat, hann hafði ver ið fluttur til að boði valdhaf- anna, þar eð þeir töldu hann myndi hafa slæm áhrif þar sem hann var áður, hafði eignast þar of marga kunningja. Hann mundi það frá fyrra stríðinu, að þá var mikill mat- arskortur, svo mikill, að faðir hans keypti hunda til slátrun- ar, og ætlaði til matar. Ég býst við, að þeir hafi búizt við, að þetta sama myndi endurtaka sig nú. í Kleinkötz gekk lífið svo sannarlega samt sinn vanagang Auðvitað kom þeim margt á óvart, bændunum í þorpinu, eins og t.d. þegar Hitler og Stalín urðu vinir. Því áttu þeir bágt með að trúa. Útvörp voru þá ekki eins almenn og nú, og útvarpstæki voru yfir- leitt ekki til á heimilum þarna, en í veitingahúsinu var útvarp og þangað safnaðist múgur og margmenni þessa daga til að hlusta á fréttir. Og ég man vel eftir ræðu Hitlers, þenna örlagaríka dag, 1. september, þegar hann til- kynnti öllum heimi, að þýzki herinn hefði gert ,,gagnárás“ inn í Pólland til þess að vernda þýzka minnihluta og leiðrétta óréttlát landamæri. Fyrst tilkynnti kynnir, að nú gengi Hitler í salinn. Þá var Ríkisþingið haldið í Kroll- óperunni, en þar hafði það ver ið haldið frá Ríkisþinghúsbrun anum, sællar minningar. Þulurinn lýsti því skilmerki lega, að Hitler væri klæddur gráum hermannabúningi eins og þeir notuðu á vígvellinum, og þessum fötum ætlaði hann að klæðast meðan á stríðinu stæði. Hann hefði ekki annað heiðursmerkja en gamla járn- krossinn, sem hann hefði hlot- ið fyrir góða framgöngu sem „korpórall" í fyrri heimsstyrj- öldinni. Og svo byrjaði Hitler að tala. Hann notaði gróft orð- bragð, rétt eins og götustrak- ur, talaði um þetta óforskamm- aða pólska ríki (dieser unver- chámte Stadt), sem hefði ráð- ist af heift á þýzku þjóðar- brotin í Póllandi, og til þess að ráða bót á þessu ófremd- arástandi, svara árásum Pól- verja og leiðrétta óréttlát landamæri, hafi þýzki herinn frá því í morgun skotið til baka, og þýzki herinn sagði Hitler hóf í morgun gagnárás inn í Pólland. Ræðan var öll á einn veg, og með henni skildu menn, að friðurinn var horfinn veg allrar veraldar. 1. september var fyrir okk- ur í Þýzkalandi fyrsti dagur stríðsins í Evrópu þá. Ég man það, að Pólverjar undruðust hraðann í sókn þýzka hersins inn í Pólland. Herferðin tók 18 daga. Ég tal- aði við þýzka hermenn, sem höfðu verið í Póllandi, og þeir sögðu mér frá undrun fólksins. Meira að segja hefði fólkið kom ið með hnífa, að þýzku bryn- drekunum, reynt að stinga í brynplöturnar, héldu að þær væru úr pappa. Pólverjar hafa sjálfsagt eins og fleiri ekki átt að sig á hinni gífurlegu her- væðingu Þýzkalands og ekki lagt trúnað á hana, en hún var samt svo sannarlega uggvæn- leg staðreynd. Frá þessurn fyrsta degi var tekin upp kjötskömmtun, 500 grömm af kjöti á mann á viku, og það átti eftir að versna, þvi hún var komin í 250 grömm á viku, þegar ég hélt til Dan- merkur 1943. Ég held að fólkið í Klein- kötz hafi ekkert skilið í þessu stríði. Fyrst og fremst undrað- ist það hina hröðu sókn inn í Pólland, og hins vegar skyldi það alls ekkert í öllum róleg- heitunum á vesturvígstöðvun- um. Eftir veru mína í Kleinkötz hélt ég til náms í háskólanum í Múnchen. Þá hitti ég fyrst landa að nýju. Hafði ekki tal- að islenzku allan tímann. Ég hafði mælt mér mót við Brodda Jóhannesson á járnbrautar- stöðinni. Þekkti hann ekki í sjón, en það hafði verið um samið, að hann héldi á Morgun blaðinu í hendinni, svo að ég þekkti hann. Ég lenti aldrei í loftárás sem betur fór, því að þær voru hræðilegar." „Sástu nokkurn tímann höf- uðpaurinn, sjálfan Adolf Hitl- er, Hinrik?“ „Já, ég held nú það. m.a.s. tvo, það var árið 1940, þegar Hitler og Mussólíni hittust þar. Þá sá ég þá báða. Mér fannst ekkert sérstakt við þá. Þetta voru litlir og lágvaxnir menn. En tólkið safnaðist í hópum í kringum þá. Þjóðverjum hafði gengið svo vel í stríðinu til þessa, að það hélt, að stríðið væri að verða búið. Það er sagt, að Þjóðverjar séu herskáir. Þeir eru ekki Lokaorð. Að lokum þetta lesendur góð ir. Fyrsti stríðsdagurinn í Ev- rópu 1939 var upphaf meiri hörmunga en menn þá gátu látið KAFFISOPINN Framh. af bls. 6 soðið á sama hátt. En nú vadð að losna við kaffi- korginn, því að samtíma- mönnum Kolchitzkys í Vín arborg fannst hann hreint og beint andstyggilegur. Þegar kaffinu hafði verið hellt gegnum siu eða dúk var því hellt vel heitu í bollana. í hvern bolla var svo bætt einni teskeið af hunangi — þannig varð drykkurinn mildari og sæt ari en áður. Vildi maður fá drykkinn ennþá mildari var bætt í nokkrum skeið- um af heitri mjólk. Þetta er mjög svipað þeirri upp- skrift sem almennt er not- uð nú í dag, nema hvað fósturjörð vora reisa endur- borna. Þá munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna.“ sykurinn kemur í stað hun angs — algengt er að menn noti þrjár skefðar af strásykri í staðinn fyrir eina teskeið í Mokkakaffi — og flestir nota kalda mjólk í staðinn fyr.ir heita. Siðan hafa hinsvegar mörg afbrigði af þessu kaffi verið reynd og í mörgum veitingahúsum er hægt að velja um ýmsar tegundir af kaffi. Fram á 17. öld hafði mestalit það kaffi, sem þá var notað, komið frá af- mörkuðu svæði í Jemen. En méð vaxandi vinsæld- um breiddist kaffiræktin út, fyrst til Ceylon, hol- lenzku Guineu og Jamaica, í byrjun 18. aldar og það- an svo áfram til allra hita beltislandanna. Framh. á bls. 10 Hinrik Guðmundsson verkfræð ingur herskárri en aðrir. Þetta er fólk eins og við Ég held samt, að þjóðin hafi að mestu staðið að baki Hitlers. Þjóðin trúði því, að hann væri að varðveita friðinn, og með töku Austurrík is og með Múnchenarsamningn um væri hann að varðveita frið í heiminum. Hann tók við eftir heimskreppu og eymd, gerði margt, sem Þjóðverjum féll vel við, fékk þeim atvinnu næga, og almenningur sagði við sjálfan sig: „Þessi maður veit hvað hann vill og er að gera.“ Auðvitað varð maður var við gyðingahatrið í borg- unum. Sá fólk með zionista- stjörnu í barmi og í henni var skráð orðið „Jude“.“ „Hefurðu haft samband við félaga þína í ölgerðinni í Klein kötz og fólkið þar í þorpinu eftir stríðið?“ „Já, já, Fólkið, sem ég bjó hjá lifir enn. En tveir félaga minna féllu í stríðinu og einn týndist. Mér líkaði vel við fólk ið í þessu litla þorpi og minn- ist þess með ánægju." sér detta í hug, að yfir mannkynið ætti áð koma. Ólýs- anlegar hörmungar fylgdu í kjölfarið. Mannlegri þjáningu sýndist ærið oft öf gert, en þrátt fyrir slíka me'ðferð, komst mannkynið tiltölulega hreint út úr þessari eldskírn. Með hugann við viðtölin hér að framan, hygg ég, að okkur leyfist að vona, að mannkynið komist einhvern tíma á það þroskastig, að það telji styrj- aldir til óyndisúrræða og blátt fram svo heimskulegar, að frá þeim skuli snúið að eilífu. Við má bæta því, að jörðin okkar, þessi litli heimur í hnot skurninni, sýnist ekki geta bor ið alla þá mannvonzku, sem lýsir sér í styrjöldum, og ég veit að ég á mér þar meðmæl- endur marga, sem fordæma styrjaldir, en líta á þetta mann líf miklu fremur sem vettvang stórstígra framfara til heilla löndum og lýðum. „Þá mun sá Guð, sem veitti frægð til forna, Eftir að skólinn hafði verið sprengdur í rúst í loftárásum Bandamanna, fluttum við upp i sveit, til Thuringen, með alla nemendurna. Hérna sjást stúlkurnar bera dýnur á bílana í baksýn má greina sundursprengd hús. Myndin er tekin í Leipzig snemma árs, 1944 Lundúnabúar flykkjast brosandi í loftvarnabyrgin fyrsta daginn. 7. júlí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.