Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 10
Göð/ hirðirinn Framh. af bls. 2 Vonandi birti upp með kvöld- inu. Þar kom að smávegis ljósa skipti bentu til að máni gamli hefði tekið við af eldhnettinum hinum megin sjónbaugs: Bene- dikt rak skíðin í stóreflis stein og vildi ekki hætta á endur- tekningu. Næstu kiöpp þuklaði hann vandlega, þóttist bera kennsl á hana. Stefnunni hafði hann haldið, það bar ekki á öðru, en bori'ð hjá fram. Að taka ný mið að næturlagi í kófi er æði torgert, en þar sem il segir til um örlítinn halla undir fæti lánast það stöku sinnum. T i venn tæki ómissandi hafði öræfafarinn jafnan með á þessum haustgöngum sínum: langan broddstaf og létta tré- skóflu. Var því auðgert að moka sig niður á hlerann og losa um hann. Ferðalangurinn fetaði sig ofan moldarþrepin og aðstoðaði Eitil sömu leið. Leó var fær í flestan sjó. En sá léttir að losna úr greip gern ingaveðursins og loka það úti! Eitill hristi sig svo af honum stóð kófið. Leó ýlfraði, þótti sér misboðið, en hlaut að losa sig við klapahjúpinn á líkan hátt. Húsbóndinn fann í fór- um sínum tólgarkerti og kveikti á því, tíndi natinn af félögum sínum klepra sem þeir réðu ekki við. Að svo búnu skóf hann snjóinn af sjálfum sér, kveikti á prímusnum, viðaði að sér snjó að bræða, stakk upp í göt þau er verstu strokurn- ar lagði inn um. Eitli gaf hann tuggu og vænan köggul að gæða sér á, opnaði malinn: kjötið var gaddað, og hann fékk tannkul af að bryðja brauðið. Er kjötið hafði þiðn- að svo ætt væri rétti hann Leó aðra hvora sneið og smurðan brauðbita inn í milli. Kominn miðvikudagur, og enda þótt Bensi hefði haldið spart á og ekki blygðast sín fyrir að þiggja bita hjá byggðasmölun- um, átti hann ekki eftir nema sjö bita af kjöti, brauðskammt- urinn rýr, en viðbit nægilegt. Bót í máli að þungir á fæti af ofáti yrðu þeir Leó ekki. En hvað gekk að Ijósinu? — og prímusnum! . . . Hann hafði gengið fullvel frá hleranum, kom á daginn, og lagaði það. Kveikti síðan aftur á kerti og eldavél. Kaffi-ilmur fyllti gren ið. Blóðið naut þess notalega að næra slaknaða limi. Að mál- tíð lokinni sveipaði Benedikt um sig ábreiðunni góðu, kom heypokanum fyrir undir höfði sér, sá um þeir Eitill hefðu yl hvor af öðrum, en við hnésbæt ur hans hringaði sig Leó. Síð- an var sofið. Aflúinn hrökk leitarmaður inn upp af svefni. Áður þreyt- an næði aftur undirtökunum svifti hann af sér ábreiðunni, hratt galvaskur hleranum á gátt. Glaða tunglsljós! Sofið yf ir sig hafði hann ekki, nema ef vera skyldi að honum hsfði orðið á að tvídægra. Flís af fyrra dags nesti skiptu þeir Leó á milli sín, sömuleiðis hálfri flatköku. Eitill átti að fá að hvíla sig, enda dasaður af að vaða lausamjöll ofan á stopulum skara allan guðs- langan gærdaginn. Áður yfir lyki mundi hann þurfa á sínu að halda ef að venju léti. Bensi birgði hann upp af heyi og snjó, bjó tryggilega um hlemm- inn. Sjálfgefið að nota góða veðrið til að leita Jökullindir- nar. Leiðin þangað var mest- megnis í fangið: áður varði var hann farinn að herða göng una. Þar sem undan hallaði lét hann bruna. Þá stundina tókst hærunum ekki að draga elli- belg yfir unglingsútlitið: rjóð- ir vangar og glampi í augum átti vel við tvísnúið efrivarar- skeggið, ennþá óhrimgað nema í aftakafrostum. Fé fann hann ekki svo orð væri á gerandi: ræfil af rollu í skafli. Rebbi hafði orðið á undan honum. Þetta hafði hann fyrir slæpingsskapinn! Fámál fjöllin í kring létu sem þau sæi hann ekki. Æði smásmugu- legt að erfa við hann hvíldar- dagana hinum megin ár! Niður lútur lét Bensi skíðin fleyta sér, napur á manninn. Kvöldið það smakkaðist honum hvorki matur né drykkur, og svefn- samt varð honum ekki. Lagði upp eldsnemma með hund og haustgelding. H ann hafði hvesst á norð- an rétt einu sinni, en aldrei fór það svo að Bensi hlyti ekki umbun fyrir einbeittni sína: árla föstudagsins rakst hann á tvær kindur, rétt á eftir aðr- ar tvær. Er degi hallaði gekk hann fram á þá fimmtu, en allt reyndust þetta með ódæmum bágrækir ferfætlingar: að kafa ófærð í öfuga átt við beitar- snapir þær, er höfðu bjargað þeim, var þeim þvert um geð. En Eitill kunni á þeim lagið: lézt jafnákveðinn í að hundsa hund og mann: notaði sér hvern rinda og harðfennisháv- aða, en sá um að stýra flótt- anum í rétta átt. Þegar ekki var annars kostur lagði hann út í hreina ófæru, lofaði hús- bóndanum að taka við af sér — að vissu marki. Að hafa hann með sér heim í skjólið var ógerlegt: hann yrði að gæta flökkufjárins, enda undir það búinn. Tók sem óðast að krafsa: var umhugað að gefa óþekktarskjátunum gott eftirdæmi. Bensi kvaddi hann þakklátum huga, en notið þæg- indanna fyllilega án hans myndu hvorki hann né Leó geta: og þar sem minnst var á munum um vegalengdina og von á landpóstinum í sælu- húsið, gat Benedikt ekki á sér setið að reyna að ná sambandi við sína líka, fá að vita hvað rétt klukka væri, og dagur, þó ekki væri annað. En varð full seinn á sér. Það hefði hanp getað sagt sér sjálfur. f sæluhúsinu hitti hann fyrir hestana. Pósturinn gisti að sjálfsögðu að Jökulheimum. Benedikt étti brauðsnúð í vasa sínum, ákvað að bíða. Þeir gætu haft gott af að láta líða úr sér, Leó og hann. Einhverja hressingu kynni bréfhirðirinn af hafa upp á að bjóða. Skyndi draumar örþreytts manns und- ir vikulokin. Löngu fyrir dag var hann á leið vestur: þegar til kom reyndist ógeriegt að bregðast Eitli. Fyrirmyndarfár- viðri umlukti leitarmanninn og hvuta hans. En Benedikt kunni áttir og öræfastigu utanbókar, varð ekki skotaskuld úr að ganga fram á Eitil og útigangs- liðið Á meðan dagur entist þokaði hann hópnum svo um munaði nær heimahögum, og var þó gegn veðri að sækja, færðin afleit og varla stætt í verstu lotunum. Baráttan við höfuðskopnur- nar, og hinar, hafði fengið á hann, enda af litlu að taka í kviðarholinu. Aftur yfirgaf hann hópinn í forsjá Eitils, tók mið á gre-nið. Það hafði kingt niður snjó. Vonlítill um þrautalendinguna stakk hann stafnum í fönn, lét hann halla gegn norðri, leitaði sér skjóls í skafli og Leó hið sama, létu fenna að sér. Notalegt ofan á öll ósköpin er á gengu. Bene- dikt lét sér líða í brjóst. Er fötin þiðnuðu gerði rakinn vart við sig. Holdvotum manni reynd ist snjóbælið hráslagaleg vist- arvera. Þeir félagar fikruðu sig upp úr skaflinum, nú mann hæðarþykkum. Broddstafinn hafði galdrabylurinn gleypt. Vestangarri og frostharka með fádæmum freistuðu til að leita á ný skjóls í fönninni, en nú var aðeins tvennt til: að hafa upp á greninu eða gengið mundi verða fram á hrerið af honum einhvern tíma síðar, eins og svo mörgum öðrum ör- æfasauð, og raunar ekki um vandara honum en hinum. Að hann skalf eins og hrísla gerði honum hægara fyrir að verjast því að fötin frysu að holdi. En sá helgidagur. . . . Eða hvort beldur var: dagur eða nótt, á tólfta sólarhringi frá því þeir lögðu upp frá Hrauni. Jæja: pósturinn mundi hafa huggað menn með vissunni um að hann væri uppi- standandi. Gat Bensi því áhyggjulaus snúið sér að því að leita uppi grenið og nestis- leifarnar, hættan af kali hjá liðin, nema hvað efrivararskegg ið gerði sig líklegt til að kæfa hann. Það var ekki auðhlaupið að því að viða að sér vasa- hnífnum og hárbeittur var hann ekki. Og er í greni'ð kom reyndist ógerlegt að kveikja. Benedikt náði sér í þurra ullar- peisu, kom eldspítnastokknum fyrir inni á sér, hallaði sér, náði að festa blund, Þegar hann vaknaði voru eldfærin í lagi. Fjóra kjötbita áttu þeir Leó eftir, ögn af smjöri og syk urlús. En þetta yrði síðasti kaffibollinn. Og á morgun Þor- láksmessa. Mánudagur til mæðu. Eða svo fannst Bensa er hann vakn aði. En vera kynni að hlaðið hefði í Fljótið: að hann gæti fleytt sér yfir á skíðunum: set- ið að Jökulheimum aðfangadag í vellystingum praktuglega. Vita skuld reyndist árfjandinn ófær En það hafði smalinn svikuli upp úr krafsinu, að hann varð kinda var: messa heilags Þor- láks fór í að eltast við á og lamb, sem báðum var meinilla við að láta ánetjast. Með hörku brögðum tókst að bjarga þeim undir verndarvæng Eitils: en vonin um að komast langleið- ina til byggða nóttina helgu um leið fokin út í veður og vind. Dauðuppgefinn drattaðist Benedikt heim í grenið, skol- aði smurðu freðkjöti niður með volgu vatni. Aðfangadagur fór í að selflytja Eitil og söfn- uð hans ofurlítið nær byggðu bóli. J óladag mátti heita logn en hlóð niður snjó, illfært á skíðum hvað þá gangandi. Bene dikt vonaði að geta beilsað upp á að Hrauni annan dag jóla. En margt fer öðru vísi en ætl- að er. Hvergi markaðl Tyrlr rindum, en rofabakkar og mela börð komin í kaf. Engin önnur leið en að troða slóð með Eitil í fararbroddi að baki sér, Leó aftastan, hágeltandi. Er skyndi lega hvessti var með öllu von- laust að brjótast lengra. Benedikt batt á sig skíðin, skondraði í áttina. Að þeir fundu grenið var Leó að þakka einvörðungu. Benedikt hafði borið hjá fram, en hvuti tók að gjamma ávítandi og lét svo illa, að eitthvað hlaut að hafa farið aflaga. Annan dag jóla einsetti leit- armaðurinn sér að vera kom- inn heim með hópinn áður dag- ur væri af lofti. Upp úr mið- nætti vakti hann Eitil og skjól stæðinga hans af værum blundi Báðir tveir gerðu þeir sitt ítr- asta, en Leó reif kjaft það grimmilega, að hver sú kind sem þekkti hann ekki hlaut að skelfast. Veður, sem er vont fyr ir, getur harðnað svo að hverri skepnu verði erfitt um andar- drátt. Benedikt sá fram á, að annað hvort yrði hann að gefa frá sér eða eiga á hættu að verða úti með ferfætlingunum sínum á þessu fánýta ferðalagi. Það er hlutskipti mennsks manns, að mega ekki undan bregðast að axla skömm og sví- virðu, sé ekki annars kostur. Benedikt fól forystusauðnum rétt einu sinni fjárhópinn og tók stefnu í að hann taldi rétta átt. Mátulegt þeim er lætur tefj ast að óþörfu og gleypir nesti sitt án nauðsynlegrar forsjálni Elli gamla hafði komið á hann mjaðmarhnykk, enda hafði hann alla daga afstyrmi og ó- nytjungur verið. Undir vökulokin bar hann að garði á Hrauni og var tekið sem úr helju heimtum. Hvar er nafni minn? spurði hann fálega Um elzta soninn vissu hjónin það eitt, að hann hafði brugð- ið sér af bæ. Ég ætlaði að fá hann með mér innyfir á meðan tungls nýtur við, andvarpaði fjallgöngumaðurinn. Bóndi taldi hann ekki með öllum mjalla: annars væri hér dug- andi menn saman komnir, en engir svartálfar: Okku-r er tam ast að athafna okkur að degi til. Á meðan ætti rekstrinum að vera óhætt í vörzlu Eitils. Benedikt lét það gott heita. Bjargarsveitin bjó sig af kost- gæfni. Morgunstund gefur gull í mund. En á það til að vera sein á sér. Silak-eppirnir ráð- settu voru sem óðast að undir- búa stórvirkin er Benedikt yngri og tveir aðrir aplakálfar, sem hafði leiðst biðin og lagt út í grimmdar stórhríð berhent ir að kalla, skiluðu sér ofan hlíðarnar með Eitil í farar- broddi fyrir fannbörðu fjórt- áneygðu útigangssjöstirni, sem eigandi hans hafði trúað hon- um fyrir. Það var óvenjulegt að sjá haustgeldinginn stinga við fæti — eða raunar öllum fjórum. En greyskinnið varð að hlífa klaufum blóðrisa af að krafsa gadd. Bensi yngri hafði gert honum skó á alla fjóra fætur: í þeim arkaði hann til móts við Benedikt eldra á hlað varpanum á Hrauni, hnakka- kertur — gat skilað af sér skammlaust. Bensa eldra brá svo við að hann skellti upp úr, lagði hönd yfir herðar nafna sínum, þakkaði honum innvirðulega fyrir Eitil -— og þá alla saman. Þökk þeim sem þökkin ber, anzaði Benedikt yngri og setti f herðar, leit sem snðggvast yf- ir fríðan hóp kostulega upp- dubbaðra bjargvætta en festi ekki auga á neinum sérstak- lega, enda ekki til þeirra orð- um vikið. Gunnar Gunnarsson. KAFFISOPINN... Framh. af bls. 9 í byrjun 20. aldar var svo komið, að mörg lönd milli hvarfbauganna byggðu afkomu sína fyrst og fremst á kaffirækt og útflutningi. Mest er þó kaffiræktin í Mið- og Suð- ur Ameríku en margir telja að bezta kaffið komi frá Costa Rica og Guate- mala. Þá þykir Javakaffið og hið afríska Kenyakaffi með afbrigðum gott og Santos kaffið frá Brazil- íu er talið méð jafnbeztu kaffitegundum, sterkt á bragðið en ekki ýkja fínt. Eins og sagði að framan eru til margar mismun- andi uppskriftir af kaffi- drykkjum, bæði heitum og köldum og oft er kaffinu blandað saman við aðra drykki til dæmis kakó og einnig við ýmsar vínteg- undir. Kaffiís þekkjum við líka og ískaffi, sem er góð- ur drykkur í heitu veðri. Hér getum við nokkurra uppskrifta frá nokkrum stö'ðum, ef einhver skyldi hafa gaman af að reyna kaffið á nýjan hátt. Nú orðið fást ýmsar tegundir af kaffi í verzlunum á ís- landi, að vísu færri en æskilegt væri, en ástandið er þó sýnu betra í þeim efnum en það var fyrir nokkrum árum. Við verð- um að notast við þessar tegundir í tilraunum okk- ar, þegar aðrar betri eru ekki fyrir hendi. Café Brulot nefnist alveg sérstök uppskrift sem „fín- ar kaffikerlingar" bjuggu stundum til í gamla daga á hátíðlegum stundum. Nú er þetta kaffi fastur lfður á nokkrum veitinga- húsum erlendis, sérstak- lega mun veitingahúsið An toine í New Orleans í Bandaríkjunum frægt fyr- ir þetta kaffi. 1 fjóra bolla af kaffi þarf eftirfarandi: 6 stk. molasykur, 8 krydd- nellikur, 1 kanelstöng, börk af einni appelsínu, 4 lítil glös konjak og 4 bolla af sterku kaffi. Við setjum sykurinn, nellikurnar, kanel og app- elsínubörkinn í ílát, bezt er að hafa eldfast ílát ein- hvers konar, og hellum yfir þetta konjakinu, sem áður hefur verið hitað upp. Því næst tökum við eldspýtur og kveikjum í og nú hrærum við í þessu í tvær mínútur. Síðan er kaffinu hellt varlega út í og stöðugt hrært í á með- an. Jafnframt þessu era bollarnir hitaðir og loks er drykknum hellt í þá gegnum sigti. Þar með er drykkurinn tilbúinn og þeir segja sem reynt hafa að hann sé hreinasta af- bragð. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.