Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 3
LÁTE) GAMLAN MANN _____ í FRO Fyrir sJcömmu kom út í Englandi bók eftir Julien Cornell um réttarhöldin yf- ir hinu heimsfræga ljóð- skáldi, Ezra Pound. Af því tilefni fór Cyril Connolly til skáldsins, sem nú býr nálægt Rapallo á Ítalíu. Grein þessa skrifaði hann um heimsókn sína og bók Cornells. E. 1 g hef líklega verið ein.n þeirr-a fáu, sem hlustaði á útvarpsdagskrár Ezra Pound's frá Ítalíu í heimsstyrjöldinni. Framsögn hans var sérkennileg, h.ann var oft æstur og lá mikið á hjarta: „Þett’ er Ponn’ ... “ og ég man að hann veittist gegn Churchill og sagði að við borguðum Gyðingum okurvexti um laið og við drægjum andann. Nokkr- ir af bókmenntaþáttunum, um Joyce, Cummings, „Blast“, Cocteau og Céline, hafa verið gefnir út í fágætu smákveri: „Ef þetta eru landráð,“ (Siera 1948) af aldavini hans Olgu Rudge. „Landráð“ Pounds voru þessir út- varpsþættir. Eftir að Bandaríkin voru komin í stríð við ítalíu, hélt hann á- fram að ráðast gegn hinu gyðinglega leyniafli, sem hann sagði vera að baki Churchill og Roosvelt. Hann áleit þetta leyniafl hafa náð heimsyfirráð- um og svikizt aftan að Bandaríkjamönn- um og náð algjörum undirtökum í fjár- málalífi ríkisins. Með ‘ það í huga, sem Þýzkaland, bandamaður Italíu hafði þá þegar gert Gyðingum, háum sem lágum, virðist engin afsökun koma til greina. Auðvitað vissi Pound um þær ofsókn- ir. Hvort sem þetta voru landráð eða ekki finnst mér fremur að leita beri skýr inganna í skaphöfn Pounds og hinum einkennilegu mótsögnum í eðli hans, sem bæði fyrr og síðar hafa komið fram. En það var fyrir gagnrýni hanis á bandarísku ríkisstjórninni, sem hann var leiddur fyrir rétt, ákærður fyrir að hafa „veitt óvininum aðstoð og fyrir- greiðslu". Pound hélt fram, „að land- ráðin hefðu verið framin í Hvíta hús- inu, en ekki í Rapallo.“ Þyngsta hegn- ing fyrir landráð var rafmagnsdauði, en vægasta refsing 10.000 dollara sekt og fimm ára fangelsi. Mörgum fannst, að síðari refsingin hefði vérið réttlát, með tilliti til aðstæðna og hins raun- verulega verknaðar. Þegar Pound gaf sig fram í maí 1945 var hantn sextugur. f sjö mánuði var honum haldið í al- gjörri einangrun í ömurlegri þaklausri vistarveru í einangrunarbúðum í Písa. Eini félagi hans var samfangi, svert- ingi, sem bar honum máltíðir. í þessari vist fékk hann. mjög alvarlegt taugaá- fall og var þá fluttur í kofa með þaki. Þar skrifaði hann „Pisan Cantos.“ í nóvember var konu hans og dóttur leyft að koma í heimsókn hálfa klukkustund daglega. F Síðari hluta nóvember var Pound fluttur til Washington að svara til saka. Fyrir réttinum var hann nær alveg þögull og lögð var fram beiðni um sýknu. Lögfræðingurinn Julien Cornell liafði þá verið skipaður verjandi hans fyrir milligöngu útgefandans James Laughlin. Hann efaði ekki aðeins and- lega heilbrigði Pounds heldur áleit hann með öllu ófæran að koma fyrir rétt. Fjórir sálsýkisfræðingar rannsök- uðu Pound, þrír skipaðir af hinu op- inbera. Allir nutu þeir mikils álits. Sér- fræðingarnir fullyrtu allir, að Pound væri geðveill og því óhæfur að koma fyrir rétt. Sögðu þeir, að hann væri illa haldinn af ofsóknaræði og bæri að vista hann á viðeigandi stofnun, þar sem hann gæti fengið lækningu. Því var hann fluttur úr fangel'sinu til geð- veikraspítala heilagrar Elísabetar. Þar eyddi hann næstu 13 árum. rið 1949 fékk Pound svokölluð Bollingen verðlaun fyrir „Pisan Can- tos“ en það var ekki fyrr en 1956, að Robert Frost, sem naut fulltingis Eli- ots, Mac Leish, Hemingways, Audens og fleiri rithöfunda, tókst að fá vil- yrði fyrir lausn hans. Árið 1958 var honum sleppt og hélt hann þá aftur til ítalíu. Pound kom til London að vera við minningarathöfn um Eliot og var hylltur ákaflega á Spoleto hátíðinni 1965. Þar las hann inn á nokkrar þlöf- ur. Nú býr hann í húsi nálægt Sant’Am brogio. Þetta er lítið hú's á hæðun- um með útsýni yfir Rapallo. Þangað liggur aðeins troðinn götuslóði. Á veturna býr hann í Feneyjum. Þótt Pound sé orðinn áttræður er hanm enn líkamlega hraustur. En árin hafa sett mark sitt á hann. Ólgan og eldmóðurinn hafa dvínað. Nú er þar blíður, Ijúfur og þögull, gamall maður. Enn skrifar hann ljóð. Marg ir álíta það beztu ljóð okkar tíðar. (Úr bók J. Cornells). Ég er nýkominn úr tveggja daga dvöl á heimili hans, í Rapoilo nýbur hann góðrar umönnunar Olgu Rudge, sem líka er eina manneskjan, sem skilur og getur túlkað mál hans og hugsanir, því heita má, að hann mæli aldrei orð. Ég held hann hafi sagt tólf orð þær tólf klukkustundir, sem ég átti með honum. L- rá húsi hans í fjallshlíðinni er mjög fallegt útsýni yfir vötn og hæðir vaxnar cyprusviði og olívutrjám. Mjög ítalskt landslag, en líka svipað kín- verku umhverfi snemma á mistruðu hausti. Herbergi eru fá og afar ein- föld að búnaði. Spölkom frá er St. Ambrogio kirkjan og veitingahús. Þar snæddum við undir krónum trjánna. Pound er heilsuhraustur og gengur mik ið eða tekur vagn til Rapallo og ætlar jafnvel að skreppa til Canada og opna þar ljóðskáldhátíð í Montreal. Hann er mjór eins og strá. Ég hef heldur aldrei þekkt neinn, sem lagt hefur minna upp úr mat eða áti. Mér fannst hann allur vera orðinn tvö dimmblá augu. Þegar við hittumst hélt hainn lengi í höndina á mér og istarði á mig þessum stingandi augum og mér fannst ljótleikinn hrannast á mig. Um leið var eins og óhreinlyndið flagnaði af mér, líkt og þurrum lauk og hið innra fannst mér blasa við enn meira óhreinlyndi og ljótleiki. Allt and lit mitt varð hræðileg heimskugretta (ég á oft erfitt að horfa í augu fólks), ég dró til min höndina og sneri fré. Pound sagði eitthvað, sem hljómaði eins og „Þetta er þá listamaðurinn" og ég leit við til að gá, hver væri kominn, en við vorum aleinir. „Þeir sem vita tala ekki, 'þeir sem tala vita ekki ... “ Jr essar línur úr Taó virtust koma heim við afstöðu hans og mér var ekki ljóst, hvort hann vildi líka að aðrir væru þöglir, eins og Carlyle og Tenny- son. Pound tekur vel eftir öllu og virð- ist skilja allt. Þetta var eins og að snæða með erkienglinum. Síðari hluta dagsins skoðaði ég safn Olgu Rudge af útgáfum á verkum Pounds. Þarna voru „Cantos" frá 1930, þar sem nöfnin vant- aði í Inferno (14, 15), en þeim hafði verið bætt inn í og ég sá, að það voru Churchili, Wilson, Balifour og Zahar- off. Ég las aftur Mauberley og meira í Cantos og fór síðan niður í te. Mér fannst niðurstaða þessarar upprifj- unar hafa orðið: Rífið allt, byrjið að r.ýju, reynið að taka hlutina alvarlega. „Nú, þetta hefur Pound alltaf verið að segja . . . “ sagði Olga Rudge. Ungur ítali var í heimsókn. Hann hafði tek- ið þátt í að hljóðrita ljóð Pounds. Við hlýddum á nokkrar upptökur frá Spo- leto. Við sátum og hlustuðum, tvö okk- ar fylgduist með á bók og heyrðum töfra hinna eldri Cantos streyma fram og nokkuð af Pisan Cantos. Önnur Canto, sem ég hafði ekki heyrt fyrr, fannst mér nánast eins og kínverskt ljóð. Hinar allra nýjustu þeirra vöktu hjá mér bæði undrun og aðdáun. Ég horði með athygli á gestgjafa minn hlusta á þessi ljóð sín, lesin gam- alli rödd, sem stundum muldraði eitt- hvað óskýrt, en leiðrétti jafnan strax, Framh. á bls. 13 F. Carcía Lorca: Förusveinsljóð Cordoba. Ein og fjarri. Klárinn svartur, máni stór, olífur í söðulpússi. Vel sem ég þekki leiðirnar aldrei næ ég Cordoba. Fram um heiðageim og vind, klárinn svartur, máni rauður. Á mig horfir nú dauðinn frá turnum Cordoba. Æ, þessi vegur svo langur! Æ, klárinn minn góði! Æ, að mig hremmir dauðinn fyrr en ég næ Cordoba! Cordoba. Ein og fjarri. Geir Kristjánsson þýddi. 7. júlí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.