Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 2
LÖNC VAR SÚ NÓTT skipaði Gísli og vil ég biðja þig Jakob í Haga að fara í Hellumóinn og hafa Friðjón með þér. Þú getur látið hann fara suður vegginn og passaðu nú vel að týna honum ekki. Þú berð ábyrgð á stráknum. Og áfram svo nú. Nú færðist dagurinn yfir smátt og smátt, og varð jafnsnemma að aHjóst var orðið af degi og yfir skallþreif- andi þoka. Þar heitir Rauðhóll, sem við vorum nú staddir. Sjö gangnamönnum hefur þegar verið raðað til göngu suður frá línu, sem dregin er milli eignarlanda Kelduhverfis og Aðalreykjadals. Aðrir sjö stíga af baki við Rauðhól. Þefta voru aðrar göngur. Kallar nú gangnaforinginn á þá sem vitrastir voru og spyr: — Er nokkurt vit í því að dreifa mönnum út i annað eins myrkur? — Það er skynsamlegt að hinkra hér ögn við og sjá til hvort ekki birtir, sagði Hallgrímur á Halldórsstöðum. Ekki gefumst við upp við gönguna að óreyndu. Einhverjir lögðu annað til og aðrir enn annað. En Gísli tók fljót- lega af skarið: Við töpum mönnunum 9em þegar eru komnir af stað og útlitið er þannig að langlíklegast er að aldrei rofi til á þessum degi. Síðan bað hann tvo vaska menn að ríða til baka tafarlau9t og kalla sam- an þá sem riðnir voru frá hópnum. Nú varð biðtími þarna við hólinn langa lengi, að mér fannst. Loks komu þá sendimenn og höfðu fundið fimm. Jakob fannst hvergi og ekki heldur Friðjón. Nú voru góð ráð dýr. Sá Gísli nú um stund yfir lið sitt, unz hann snýr sér að þeim, er hann mun hafa treyzt einna bezt. Mig minn- ir að það væri Kari, er lengi síðan var kenndur við Knútsstað, þá liðiega tvítugur. — Þig bið ég, segir Gísli að ríða til baka og leita mannanna. Það gerir illt verra að við förum margir, því þá villir hver um fyrir öðrum. En þú skalt velja hvem, sem þú villt helst hafa þér til föruneytis. Eigi man ég nú hver til þeirrar far- ar valdist. Mikið fannst mér til um hlutverk þessara manna, er nú riðu frá okkur út í þokuna, en minna um okkur, er nú stigum á bak og elltum gangna foringjann um krákustíga í átf að Þeistareykjum að leita húsáskjóls og bíða hinna. Þar var þá kofi einn, sem jafnan fyrr og síðar. Þetta var moldarhús með torfþaki, sem hriplak hverjum dropa, er úr lofti féll. En nú hafði ekki rignt lengi og for á gólfinu ekki meiri en svo að komast mátti þurrum fótum um það á góðum skóm. Fangaráð flestra eða allra var nú það að finna sér lyng eða mosa ellegar reita gras og bera I bæli sín í kof- anum, setjast þar niður eða leggjasf með hnakk undir höfði og bíða átekta. Um bedda eða bálka var ekki að tala í þeirri vistarveru, aðeins gólfið eins og hamingjan gaf það og var það að vísu ágætt nú móts við það, sem mað- ur kynntist því stundum síðar meir — þar til byggður var annar kofi, eða hús, hitað með hveragufu, lengi keinnt við Bjarna í Skriðu. — Nú borðum við, sagði gangnaforinginn, meðan við bið- um eftir Karli og þeim Öllum saman. Jú, allir opnuðu sína mali, en held- ur ólystarlega þó. Það var eitthvað sem lá í loftinu. Hvernig mundi leitarmönn- unum reiða af? Eða þeim, sem að er verið að leita, þeim Jakoþi og Frið- jóni? Þó bar ekki á áhyggjum svo séð yrði. Langt finnst þeim, sem búinn bíður og þó enn lengra þeim, sem bíður milli vonar og ótta. Full mikið er þó að segja að enn hafi neinn óttast um þá, sem týnst höfðu. En undarlegt var það þó, að ekki skyldi vera unt að kalla þá inn í hópinn eins og hina. Og eran örðugra hliaut að vera að finna þá eftir því sem lengra leið. Og þetta var að verða ískyggilega löng bið. Gísli gekk ýmist út eða inn að hlusta eða gá. Og þegar hann kom inn, gekk vanalega einhver annar út sömu erinda. Tíminn silaðist áfram- Einn tími, tveir tímar í kofanum, þrír tímar fjórir tím- ar, fimm. — Eitthvað á ferðinni niðri á Grund! er allrt í einu kallað utan við veg.g Al'lir út. Þokan er svo svört að ekki sér nema fáa faðma frá veggnum. En þarna er hreyfing. Vissulega er þama maður á ferð. Sjáum við nú að þarna kemur Jakob í Haga. f annari hendi ber haran húfu sína. En úlpa hans er saman bundin í böggul, sem hann ber á hinni öxlinni. Vitið þið um Friðjón? spyr hann. — Friðjón! Gangnaforinginn var síð ur en svo mjúkorður. Bað ég þig ekki fyrir drenginn? Og svo hefurðu týnt honum. Á maður að túar þessu, eða hvað? Hér til hafði verið uggur í ýmsum, aðrir ekki talið ástæðu til. Nú versraaði útlitið. Upp kom að Jakob hafði hitt kindur strax, er hann var riðinn frá hópnum um morguninn í ljósaskiptunum. Hann bað Friðjón fyrir hest sinn og elfi kindurnar lengi á fæti, þar til hann þóttist hafa komið þeim á rétta lieið. En þá var þokan líka dottin á og þá vissi hann ekki gjörla hvar hann var staddur. Síðan fann hann hvorki hest sinn né Friðjón. Jakob var búinn að leita sig upp- gefinn klukkutímum saman, hlaupa og kalla úr sér alla rödd. Furðulegt má reyndar telja að Jakob skyldi finna Þei9tareyki, þvi víst má telja að hann hafi farið í hringi átta- viltur lengi dags. Hafði hann ekki heyrt hó leit- armanna? Nei. Úr hvaða átt kom hann að kofanum? Það vissi hann ekki. Hann bara þekkti sig á Grund- inni af því að þar var gras og völi- ur, sem hvergi gat annarstaðar fyrir fundist í Þeistareykjalandi. Svo var það brennisteins þefurinn og hverim- ir. Jakob var hvíldar þurfi eftir öll hlaupin og gekk með okkur inn. En heldur var sú inngagna í Þeistareykjar- kofa þegjandaleg að því sinni. Enn leið langur tími. Ekki bólaði á neinu nýju. Þögnin gerðist meira og meira lamandi. Einhver sagði að kiukk- an vaeri orðin fjögur, svo fimm, sex. Það skyldi þó aldrei vera að leitar- menn væru líka orðnir villtir? Nei þetta voru þaulkunnugir menn, sem aldrei mundu gefast upp fyrr en í fulla hnetfana. Til myrkurs voru þeir vissir að þrauka. Loksiras á milli sex og sjö koma þeir neðan Grundina. Raunar sá þá enginn fyrr þeir hatfa sama og rekið sig á kofavegginn. En það er enginn reisn yfir komu þeirra. Það er auðséð á hvernig þeir láta hestana lötra. Þeir eru bulisveitt- ir, hestarnir og hafa auðsæilega fengið að ganga svikalaust allan daginn. Höfðu þeir hvergi heyrt til hunds eða manns? Nei, hvergi nokkursstaðar. Ég ætla ekki að lýsa þeirri nótt, er nú lagðist yfiir Þeistarreyki. Gísli kenndi engum um hvernig kom ið var nema sjálfum sér. — Mín er ábyrgðin, sagði hann ein- hverntíma. Ólíklegt er að ég treysti mér framar að fara í göngur. Að þetta skyldi geta komið fyrir undir minni stjórn. Bamið lifir ekki af þessa nótt. Ekkert barn hetfur þrek til þeas. Annað hvort deyr haran úr hræðslu eða tapar virtinu, ellegar þá að hann æðir eitt- hvað út í buskann og finnst aldrei. Orð. þessarar meiningar heyrðust af og til. Fáir munu hafa fest blund nema andartak og andartak. Loksins var þó komið að morgni eins og eftir allar aðrar langar nætur. Sama er þokan. En got't er þó bless- að veðrið. Það má forsjónin eiga. Er- indi okkar á fjall var kindaleit. En hver hugsaði nú um kindaleit? Með skímu var Karl á Knútsstöð- um farinn af stað í nýja leit við ann- an mann. Fyrir víst man ég að það var Kairl, sem fór þá för, þó ég muni ekki alveg með vissu hvort það var hann sem fór þá fyrri. Talað var um að senda fleiri og í aðrar áttir, en horfið frá því í bili. Það myndi aðeins verða til þess að einn villti um fyrir öðrum með köilum. Þetta var hugsað þannig, að fyrst færu þessir í ákveðna átt út og niður, síðan aðrir í aðrar áttir. Svo var talað um að einhverjir riði til byggða undir hádegið, etf sike kynni að hesturinn hefði tekið sitetfnu þangað, sem hugsanlegt var. En þessar bollaleggingar urðu ekki laragar. — Þeir eiru að koma! er ailt í eirau kallað inn úr dyrum. Eru að koima! Einhver hafði gengið út. Jú. Þama koma þeir. Og það er tvímennt á öðr- um hestiraum. — Guð minn almáttugur veri lofað- ur! hrópaði Gísli, eða stundi eða and- varpaðL Hann hljóp móti þeim með útbreidd- an faðm og þreif drenginn af baki og bar hann inn í koifann. — Elsku hjartaras drengurinn, sagði hann, ertu ekki nær dauða en lifi? En það var ekkert nálægt því að svo væri. Á honum sá ekki fremur en að haran hefði sofið inni í rúmi sínu og vel fram eftir meira að segja. Leitartförin hafði tekið aðeins þrjá, fjóra klukkutíma. Nú var heppnin með. Nálægt Stkildingahól heyrðu þeir að tek ið var undir þegar Karl hóaði, sem mun hatfa verið all hraustlegt hó. Bftir það reyndist ofur auðvelt að hóast á. Hvar hafði drengur dvalið allan tím- ann? Hvað var orðið af hesti hans og Ja- kobs? Leið honum ekki voðalega? Var hann ekki hræddur? Frásögn hans var ofur einföld: Jakob hvartf út í þokuna og hann varð aldrei var við haran síðan og eng- an hvernig sem hann káblaði og hó- aði. Um áttir þóttist hann vita leragi vel, en hafði aldrei á Þeistareyki kom- ið og reyndi því ekki að leita þá uppi Hann hitti á stóran stein og hélt þar lengi í báða hestana. Veðrið var kyrrt og gott- Og það gekk ekkert að hon- um. Anniað slagið barði haran sér ofur- litið til hlýinda. Einhvemtíma hlaut þessari þoku að létta. Og hann hlaut að finnast ef hann bara hetfði vit á að hialda kyrru fyrir. Nú, ef ekki yrði gerð leit, gat hann spjarað sig sjálfur þegar upp birti, annaðhvort fundið hina gangnamennina eða riðið til byggða. Bara að tapa ekki hestunum. En svo skeði það einhvemtíma, lík- lega undir morgun, að hann tapaði báð- um hestunum. Honum hefur líklega runnið í brjóst og taumarnir dottið úr höndum hans og klárarnir ranglað eitt- hvað burtu frá steininum. Etftir það varð haran hálft í hvom óróleguir um stund. Það hefði verið eins og hálf ein- manalegt að hafa ekkert lifandi nærri sér. En á því jafnaði hann sig þó fljótiega. Á þessa leið var saga Friðjóns. — Þeim er svei mér ekki risjaw sam- an þarna niðri á bæjunum, sagði ein- hver, ég held Hallgrimur á Halldórs- stöðum — þó ekki séu háir í loftinu. Nú léttist andrúmsloft í Þeistareykja- kofa heldur betur. Seinnipart dagsins var eins og einn mikill skemmtifund- ur. Næsta dag var enn þoka fram yfir nón. Þá birti til svo farið var á næstu grös til fjárleita. Fátt fannst nema hesrt- arnir og voru báðir með hnakkana und ir kvið og malpokarnir horfnir. Annar þeirra fannst hausrtið eftir, hinn aldrei. Þeitta urðu tíma frekar göngur, eða sex dagar í stað þriggj a. En þær heppnuðust ágætlega að undantekinni villu Friðjóns, sem þó vair engin villa. Við strákarnir gerðum, held ég, gagn á við hverja aðra. Enda suðu orð gangnaforingjans í Þverárhlöðu í huga okkar, eða að minnsta kosti minnum, og orkuðu ekki svo lítið á vilja kraft- imn, sem raunar var þó ærinn fyTir. Heim kom ég að kvöidi sjötta dags og þóttist hafa gert góða feæð og ætfin- týralega án þess að hafa orðið minni maður af, öllu heldur meiri. En það átti samt öðruvísi út áð leggjast. Það var á einu haustkvöldi ári síðar. Ég hatfði feragið leyfi föður míns til að fara í sendibréfaskúffu haras og klippa frímerki atf umslögum. Þar voru fáein hundruð bréf, flest úr fjarlægð, fáein þó ófrímerkt úr nágreraninu. Kemur þá upp í hendur mínar bréf eitt, eða öllu heldur reikningur. Ég stalst til að líta á innihaldið: „Uppbót á ótfulíLkominn gamgnamann í fyrra haust“ stóð þar skýrum stötfum. Það var eins og mér hefði verið getfinn mikill löðrungur. Þarna var verið að tala um að fjalla skilastjóm hefði orðið að gera bóta- kröfur á þrjú heimili fyrir að senda of unga unglinga í göngur þetta góða haust. Ég og Friðjón! Feður okkar höfðu þá orðið að borga fyrir sína „ófull- kamnu“ gangnamenn. Eftirkrötfuna bæri þó að skilja fremur sem aðvör- unarmerki, heldur en á þá leið bein- línis að strákannir hefði ekki gert gangnaskil eftir vonum, enda hef ði veðrið verið gott. En svona lagað gat þó ekki gengið eftirleiðis að áliti fjalia- skilastjórnarimnar. Svo nærgætinn var faðir minn að aldrei hafði hann haft orð á þessu við neinn, að ég held. Og vafalaust hefur hann greitt þessar krónur orðalaust í kassann. Ég minratist heldur ekki á þertba við nokkurn mann. En þó er það eitt af því, sem hefur geymst og getur ekki gleymast. Þá fannst mér ég hafa orðið fyrir hróplegu ranglæti og við allir þessir þrír ungliragair, Friðjón þó mestu. Sú stiilirag og þrekraun sem haran sýndi í útilegunni mun vera næstum dæmalaus. En líklega hetfur fjaliskila- stjórnin líitð eða ekkert fengið um þetta að vita áður en hún gerði etftirkrötf- una til að reyraa að afstýra því að strákar innan fermingar væru sendir í göngur á Reykjaheiði. Útgefandi: H.f. Árvakur, Tteykjavik. Frarr.kv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Sigurður Bja.rnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. ÍRitstj.fltr.: Gísii Sigurðsson. Augiýsingar: Árni Garðar KrUtinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.