Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 6
Hubert Horatio Humphrey, fram- bjóðandi demókrata í næstu forseta- kosningum Bandaríkjanna, fæddist 27. maí árið 1911 í bænum Doland í Suður-Dakota. Faðir hans átti stærstu lyfjaverzlun staðarins og var kunnur fyrir róttækar skoðanir sínar. Fjölskyldan missti eignir sínar í kreppunni miklu og neyddist þá Hubert til að hætta námi. Síðar lauk hann námi í lyfjafræði á sérstöku námskeiði og öðlaðist við það rétt- indi til að reka lyfjabúð, sem hanri starfrækti um skeið í bænum Huron í Suður-Dakota. Nokkrum árum síðar innritaðist hann í háskólann í Minnesota. Humphrey var þá kvænt ur maður, en með aðstoð konu sinn- ar, Muriel, tókst honum að ljúka námi þrátt fyrir lítil efni. Að loknu háskólanámi, hlaut hann styrk til framhaldsnáms við háskólann í Louisiana og tók þar meistaragráðu. Að námi loknu gerðist Humphrey framkvæmdastjóri námsflokka, sem skipulagðir voru upp úr kreppunni á vegum verkalýðssamtaka í Minnesota. Hann slapp við herþjónustu á stríðs- árunum vegna litblindu og kviðslits. Ár ið 1943 bauð hann sig fram til borgar- stjóraembættis í Minneapolis, en féll, og gerðist um sinn fréttamaður við út- varpsstöð. Árið 1945 bauð hann sig á ný fram tilborgarstjóra og í þetta sinn nú fram til borgarstjóra og í þetta sinn ára gamal'l og þótti taka á málum af ein- urð. Hann gekk vasklega fram í því að uppræta spillingu í lögregluliði borgar innar og barðist gegn ofbeldi og yfir- gangi glæpamanna með þeim afleiðing- um, að tala ofbeldis- og hryðjuverka stórminnkaði í valdatíð hans. Hann starf aði einnig ötullega að viðreisn skó'la- mála í borginni. Einnig þótti hann fram sýnn í félagsmálum, m.a. bar hann upp tillögu um sjúkrasamlag 15 ár- um áður en það var í lög leitt og hann varð fyrstur til að brýna fyrir mönn- um nauðsyn friðarsveita. Árið 1948 var hann kjörinn þingmaður Minnesotafylk is, og endurkjörinn tvisvar unz hann var, sem kunnugt er gerður að varafor- seta Bandaríkjanna árið 1964. F ulltrúar Minnesotafylkis á þingi höfðu um 'langt skeið verið íhaldssamir í stjórnmálum, en að kjöri Humphreys stóðu ýmis frjálslynd öfl meðal ungra menntamanna, bænda og verkalýðs- samtaka. Hann var fulltrúi hinna ungu og róttæku, sem ætluðu sér í einu vett- fangi að bylta rikjandi og hefðbundnu fyrirkomulagi. Hann dregur sjálfur enga dul á það, að hann fékk engan veginn varmar móttökur meðal þingmanna eða í Washingtonborg yfir'leitt. í viðtali við amerískan blaðamann segir hann hrein skilnislega. Ég tók þetta mjög nærri mér. Á hverjum morgni þegar ég ók á skrif- stofu mína, sótti sú hugsun að mér, hvort mér myndi nokkurn tíma takast að eignast vin í Washington. Ég velti því fyrir mér, hvort fólki félli vel við mig persónulega. Ég skildi þetta ekki. . . ég hafði jafngóða menntun og hver ann ar. . . ,ég vissi, að ég hafði staðið mig vel sem borgarstjóri í Minneapolis. Þar átti ég vini og þótti alls staðar sjálf- sagður í ö'ilum félagsskap". En alls stað ar svöruðu menn gagnrýni hans með þögn og fálæti. Þetta átti þó eftir að breytast. Sjálfur segist Humphrey hafa lært af reynslunni og endurskoðað bar- áttuaðferðir sínar. Ég gerði mér Ijóst, segir hann, að það er ekki hægt að koma á frjálslyndum umbótum með því að heyja skæruhernað. Það er heldur ekki nóg að vera frjálslyndur í orði. . . menn verða að vinna gagngert og skipu lega að hlutunum — frjálslyndur þing maður á Bandaríkjaþingi verður að byggja upp áhrif sín þar eins og hann væri að byggja upp starf eða embætti. Um leið og mér 'lærðist þetta, fór mér að verða ágengt. — Andstæðingar Humphrys halda því þó fram, að frami hans í stjórnmálum og persónulegar vinsældir séu fremur því að þakka að hann hafi slegið af kröfum sínum og fórnað hugsjónum sínum og stuðnings- manna sinna fyrir beina braut sem já- bróðir þess forseta, sem sat á valda- stóli á hverjum tíma. Þeir, sem halda þessu fram, munu geta bent á mörg dæmi þess, að Humphrey hafi snúizí í ýmsum málum, sem til umræðu voru eftir því hvernig vindurinn blés. Einna lengst mun hann þó hafa gengið í slíku, þegar til umræðu var 'löggjöf, er miðaði að því að takmarka starfsemi kommúnista. Humphrey andmælti frum varpinu í þingræðu, en greiddi því at- kvæði fjórum dögum síðar. En þegar Truman forseti lagðist síðan gegn frum varpinu, lýsti Humphrey yfir stuðningi við þessa ákvörðun forsetans. Margir höfðu orðið til að saka Humphrey um linkind gagnvart kommúnistum, en slík- ar raddir þögnuðu fyrir fullt og allt ár ið 1954, þegar Humphry varð einn af flutningsmönnum frumvarps, sem stefndi að því að gera aðild að Kommúnista- flokki Bandaríkjanna refsivert athæfi, er varða skýldi fimm ára fangelsisvist. S tuðningsmenn Humphreys halda því þó fram að hann sé hafður fyrir rangri sök, þegar honunv er lýst sem ó- sjálfstæðum málamiðlunarmanni. Stefna hans og sannfæring sé óbreytt nema að svo miklu leyti sem tímarnir hafi sjálf- ir breytzt. Baráttuaðferðir Humphreys hafi hins vegar breytzt. Hann birtist ekki lengur í þingsalnum með stríðsöxina heldur vopnaður þolinmæði og þraut- seigju. Og stuðningsmenn Humphreys geta bent á áhrifamikil dæmi því til sönnunar. Á flokksþingi demókrata ár- ið 1948 lagði Humphrey fram ályktun um aukin borgaraleg réttindi og klauf með því Demókrataflokkinn í tvær and- stæðar fylkingar og upp úr þeim klofn- ingi breyttist afstaða flokksarmsins í Suðurríkjunum til réttindamála mjög til hins betra. Árið 1964 kom hann mann réttindafrumvarpi í gegnum þingið þrátt fyrir harðsnúna andstöðu Johnsons um að það tækist. Tillögur hans um eftirlit með vopnaburði voru undanfari samn- inganna um takmarkað bann við kjarn orkuvopnum og hann var á sínum tíma einn samningsaðila. H umphrey þykir nokkuð málgefinn og tilfinningasamur. Iðu'lega klökknar hann í ræðustóli og gleymir sér þá oft í mólskrúði og fögrum slagorðum. Hann er talinn óforbetranlegur bjartsýnismað ur. Vegna afstöðu sinnar í Víet-nam mál inu hefur hann hlotið viðurnefnið,,grát andi haukurinn" Amerískur blaðamaður sem er stuðningsmaður Humphreys og hefur ferðazt með honum í kosninga- ferðum, segir, að vera kunni, að Hump hrey geri sér ekki rétta grein fyrir af- stöðu unga fólksins. Enda þótt Humph- rey tali miki'ð um frið og líti á sjálfan sig sem friðflytjena (eitt eftirlætisorð tæki hans er úr Fjallræðunni: sælir eru friðflytjendur) geri hann sér ekki ljóst að unga fólkið hafi engan veginn getað öðlast þá mynd af honum í setu hans í varaforsetastóli. Því sé gjarnt að líta á hann sem handbendi forsetans og at- kvæðalítinn mann. Sá tími, er Humphrey gekk fram fyrir skjöldu og stofnaði em bætti sínu raunveru'lega í hættu fyrir málstað sinn, sé löngu liðinn. Hins veg- ar segir þessi sami blaðamaður,að megin stefna Humphreys í kosningabarátt- unni sé að fara varlega, til þess að geta sameinað alla stuðningsmenn sina í baráttunni gegn Nixon. Og margir séu Humphrey þakklátir fyrir þá aí stöðu, þar eð lítt fýsilegt sé að fá mann eins og Nixon í forsetaembættið, sem sí- fellt sé með höndina á gikknum. s agt er, að Humphrey hafi alla tíð stefnt að því að verða forseti Banda- ríkjanna og mun hann fyrst hafa komið ti'l greina í framboð árið 1952. Hann var þó orðinn harla vondaufur um, að þessu takmarki yrði nokkurn tíma náð, er ákvörðun Johsons forseta um að segja af sér breytti öllum viðhorfum. Og Hum phrey liggur ekki á liði sínu til að ná þessu marki og telur ekkert eftir sér — þannig tryggði hann sér t.d. stuðning negrasöngvarans James Browns með því að syngja og dansa fyrir hann á fjöl- mennum kosningafundi. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.