Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 10
Hér sést hvernig veggrýminu hefur verið útrýmt. Suðurhlið þessara húsa er svo til einvörðungu úr gleri og á litlu myndinni hér að neðan, sem tekin er í Kópavogi, fer þetta út í hreinar öfgar. Þetta hús stendur líka í Kópavogi en sker sig úr vegna þess að útveggimir eru ekki tómt gler. HWD HEFUR ORDK) lil VEGGRÝMKÐ ? Stofa í einni af nýju Framkvæmda- nefndarblokkunum í Breiðholti. Þarna verður betra veggrými en í sumum 60 fermetra einbýlishúsastofum. Gluggarn- ir bera nægilega birtu. Mjói glugginn í horninu ber ótrúlega góða birtu, en tekur mjög Iítið veggrými. Sú nauðsyn, að íbúðarhús þurfi að hafa glugga virðist hafa yfirskyggt aðr- ar þarfir. Það er ekki nægilegt leng- ur, að gluggar veiti birtu í stofur og herbergi: þeir þurfa umfram allt að vera nógu víðáttumiklir og helzt eíga allir útveggir að vera gler. Ekki þarf lengi að fara um nýju byggingarhverfin hér í Reykjavík til að koma auga á þennan ofvöxt. Einkum verða einbýlishús baga- lega fyrir barðinu á honum. Hér er eingöngu verið að þóknast áhorfand- anum og vegfarandanum og má segja að það sé allt að því ofrausn, þegar íbúamir líða fyrir. En allt er þetta þó með þeirra samþykki skyldí maður ætla. Utan frá að sjá njóta hinir risa- stóru glerfletir sín oft vel og menn segja þeim til afsökunar, að sólin hiti upp húsið, þegar hún skín og svo sé hreint ekkert dýrara að hafa alla út- veggi úr gleri en steynsteypa þá. Lát- um það vera. Fyrst þarf að nást sam- komulag um, hvað telja ber aðalatriði: Flestum finnst þungt á metunum að kunna vel við sig: að húsið sér heimilis- legt, friðsöm og þægileg umgjörð um venjulegt líf. En hver kann vel við sig í glerhúsi? Væri slíkt glerhús byggt í sígrænum garði, þar sem sumar er all- an ársins hring, þá má vera að þetta yrði viðkunnanlegur íverustaður. Öðru máli gegnir hér á tslandi, þar sem sum arið er þrír mánuðir, en lítlaus grá- muska hina níu. Oft er veðrið líka þannig að lítill yndisauki er að sjá út, hvað þá að hafa það á tilfinningunni að maður sítji úti á víðavangi. Því er ekki að neita, að stundum verður maður var við þessa tilfinningu, einkum þar sem stofan myndar álmu framúr sjálfu húsinu og «r þá, þegar verst gegnir, gler á þrjár hliðar. Auk þess er gjarnan myndarlegt op milli stofu og forstofu eða skála og verður þá eftir veggbútur í stofunni sem sam- svarar áttunda hluta alls veggrýmis- ins. Þarmeð er komið að einni verstu afleiðingunni: Veggrými er naumast til lengur í sumum nýjum húsum. Það er sagt að Reykvíkingar kaupi ótrúlega mikið af málverkum og stað- reynd er það á mörgum sýningum, að ótrúlega mikið hefur selzt. Varla hefur það verið keypt til að setja það niður í kjallara. Það má segja, að íslendingar hafi tel/.ið ástfóstri við myndlist og það er mjög athyglisvert, hvað víða eru til sæmilegar myndir eftir slynga Iista- menn. Og hvað með bókaþjóðina miklu sem gefur út 300 bókatitla á ári hverju? Fyrr eða síðar selzt meiriparturínn af 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.