Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 12
SKÁK Staðan eftir 10. leik svarts. Svart: Bragi Kristjánsson EINS og kunnugt er náði íslenzka stúd- entasveitin prýðis árangri á Heimsmeist- aramótinu í Ybbs í Austurríki nú í sum- ar. Eftirfarandi skák er frá keppni ís- lendinganna við Búlgara, en þá keppni unnu íslendingar, 2Vz — 1%. Teflt á 2. borði. Hvítt: Arnandov, Búlgaríu Svart: Bragi Kristjánsson, ísland Sikiieyjarvörn 1. e4 C5 2. Rf3 d6 3.d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 (Hinn þekkti argentínski skákmeistari, Najdorf byrjaði fyrstur manna að nota þennan leik í stórmótum; þessvegna hef- ur þetta afbrigði borið nafn hans síð- an og er kallað Najdorfafbrigðið. Bragi hefur einnig mikið dálæti á þessu afbrigði). 6. Bg5 e6 7. f4 Be7 8. Df3 h6 9. Bh4 g5!? 10. fxg5 Rf-d7 Sort • b c d e f g h « b c d c I g b Hvid. Hvítt: Arnandov 11. Rxe6!? (Þetta er hin fræga riddarafórn, sem fyrst var reynd opinberlega í Gauta- borg 1955. í þremur skákum samtímis kom upp nákvæmlega þessi staða. í öll- um skákunum höfðu Rússar hvítt, þeir Keres, Geller og Spassky, en Argentínu- mennirnir Najdorf, Panno og Pilnik höfðu svart og töpuðu á öllum borðum). 11. — fxe6 12. Dhá KÍ8 13. Bb5! (Þessum leik svöruðu Argentínu- mennirnir allir rangt árið 1955. Fram- haldið hjá Geller — Panno var 13. — Re5 14. Bg3 Bxg5? og hjá Keres — Naj- dorf og Spassky — Pilnik 13. — Kg7? 14. 0-0 Re5 15. Bg3. Rétta svarið er 13. — Re5! 14. Bg3 Hh7! eða strax 13. — Hh?! eins og Bragi leikur). 13. — Hh7! 14. 0-0 Kg8 15. g6 Hg7 16. Bxd7?? (Hér misstígur hvítur sig á hinni hálu braut. Til jafnteflis leiðir 16. Hfl Bxh4 17. Dxh6 Hxf7 18. gxf7 Kxf7 19. Dh7f og hv. nær þráskák). 16. — Rxd7 17. Dxh6 Re5 18. HÍ4 Hxg6 19. Dh5 Bxh4 20. Hafl Be7 21. Khl Kg7 22. Re2 Bd7 23. Rg3 Dh8 24. Gefið. SMÁSAGAN Framh. af bls. 5 dyra. Og hver er þá þar komin nema Rose. Hann var fljótur að kalla upp þessar fréttir til konu sinnar. Og hvílíkur fagnaðarfundur! Frú Violet bæði grét og hló. En þegar Bene dikt heyrði hana hvísla fyrirgefningar orðum í eyra Rose, brosti hann í annað sinn með sjálfum sér og vissi, að öllu var óhætt. Síðan liðu tímar fram, og það kom að því að Rose varð léttari. Hún ól einn hvolp — aðeins einn. Hann var flekk óttur, líktist meira í föðurætt, enda karl kyns. Því miður — sem frú Violett átt- aði sig raunar ekki á fyrr en seinna. Það kom nefnilega í veg fyrir að sam- vistir þeirra mæ'ðgna gætu orðið langar. En þessi flekkótti hvolpur varð fljót lega eftirlæti þeirra allra — tíkarinnar að sjálfsögðu og einnig þeirra læknis- hjóna. Já, þótt furðulegt væri og eins líkur og hann var í útliti hundhræinu, ódóminum honum föður sínum. En því varð ekki neitað að hann var bráð skemmtilegur, litla skinnið — sjálfsagt erft gáfurnar frá móður sinni. Bene- dikt var að vísu ekki ánægður með hina algeru ótrú konu sinnar á íslenzka hundakyninu en lét þó kyrrt liggja. Enda fóru hinir skemmtilegustu tímar í hönd meðan þau áttu heima öll fjög- ur í einbýlishúsinu. Hvolpurinn, þessi flekkótti hnykill, veitti þeim margar ánægjustundir og kom þeim til að hlæja. En því miður — þeim til nokkurs angurs, svo ekki sé meira sagt varð hann að yfirgefa heimilið, áður en hann yrði kynþroska. Því enda þótt hann væri bráðskemmtilegur og gáfaður, þá var — meðal annars með hliðsjón af fað- erninu — ekki hægt að treysta honum. Eða svo áleit frú Vio'let, og hafði sjálf- sagt rétt fyrir sér eins og jafnan endra nær. Leiörétting í Lesbók Mbl., 33. tbl., sem út kom fyrir hálfum mánuði, urðu þau leiðu mistök, að niður féll í byrjun greinar Kristjáns Jónssonar „Bátstapi á Þorska- firði“, setningin: í megin dráttum studd- ist ég þar við frásögn Snæbjarnar í Hergilsey. Óbrengluð er fyrsta málsgrein grein- arinnar þannig: Árið 1964 skrifaði ég grein í bókina ,,Því gleymi ég aldrei“ III. bindi, undir ofangreindri fyrirsögn. Þar er sagt frá drukknun Gísla Ólafs- sonar frá Hvallátrum, sem þá var ráðs- maður á Stað á Reykjanesi. I megin- dráttum studdist ég þar við frásögn Snæbjarnar í Hergilsey, sem hann skrá- setti aðeins 3—4 árum eftir slysi'ð. Sömuleiðis er á einum stað talað um Djúpalæk en á að standa Djúpadal. Blaðið biðst afsökunar á þeim mis- tökum, sem þarna hafa orðið í setningu greinarinnar og prófarkalestri. hagalagcfar Kornvaran bjargaði kirkjunni. Þegar komið var á fætur morguninn 24. jan. á Hvanneyri í Siglufirði brá mönnum heldur en ekki í brún, að sjá kirkjuna komna af stæði sínu og á hlið- ina suðaustur í kirkjugarðinum. Prest- urinn, Jón Sveinsson, safnaði sam- an mönnum, urðu þeir um 40. Gátu þeir með miklum útbúnaði reist kirkj- una við og komið undir hana stórtrjám og ekið henni á þeim, þar til hún komst á grundvöll sinn. Kirkjan hafði lítið skemmst og engin rúða hafði brotnað í henni. Fimmtán tunnur af kornvöru höfðu verið í stokkum á kirkjuloftinu og voru menn þess fullvissir, að þessi þyngsli hefðu hamlað því, að hún tæk- ist á loft út yfir kirkjugarðinn. Felli- bylurinn kom úr vestri-norðvestri, en aðalvindstaðan var af norð-austri. (nnáll 19. aldar 1855). BÓKMENNTIR Framh. af bls. 3 djúptækum merkingum og leyndardómsfullum tilvísunum „vængbláar hálfnætur“, „blá- fextar hugsanir", „naglblá hönd“, „tálblátt regn“, „mold- búnar hendur“, „gljásvart myrk ur“ Við könnumst við þetta úr öðrum ljóðum Steins, t.d. frá Sjálfsmynd úr Ljóðum, þar sem „mjólkurhvítt ljósið" verður tákn umhverfis skáldsins. Aft- ur á móti eru hinir „gulbrúnu fuglar", sem fljúga yfir „blá- hvíta auðnina“, og blómin, sem teygja „rauðgul höfuð sín upp úr svartri moldinni" í Vor úr sömu bók, fyrst og fremst mynd ræns eðlis. Táknræn merking þeirra liggur svo Ijóst fyrir, að ekki þarf að vclta henni fyrir sér Guli liturinn er bundinn sól- inni hjá skáldinu: Sólin, sólin var hjá mér, eins og grannvaxin kona, á gulum skóm. í sextánda ljóði persónu gerist sólin einnig, myrkrið í sál skálds ins víkur skyndilega fyrir sól- skini: Ég sá sólskinið koma gangandi eftir gráhvítum veginum, og hugsun mín gekk til móts við sólskinið, og sólskinið teygði Ijósgult höfuð sitt yfir vatnsbláan vegg. Myndheimur Tímans og vatns ins er þó að sjálfsögðu ekki ein göngu bundinn við litaval, eins og tilvitnanir munu hafa sýnt, en orðalag eins og „dökkbrýnd gleði", „dulkvik bára“, „blæ- vængjaðir dagar", „málmgerð- ur fugl“, „ryðbrunniö myrkur" „málmkynjað hjól* vekur lika til íhugunar. Árið 1942 skrifaði Steinn grein um Þorvald Skúlason í Helgafell, sem lýsti næmum og óvenjulega glöggum skilningi á þessum áhrifamikla listmálara. „Það sem fyrst og fremst ein- kennir list Þorvalds Skúlason- ar, er hið einfalda og sterka" segir Steinn: „Lítið borð við glugga, tvær sítrónur a borð- inu, rauðbrún skál, hvítt ljós, hús hinum megin við götuna, það er allt i einu risið upp og farið að lifa lífinu sterkara og raunverulegra en nokkru sinni áður. — Og þó er það kannski ekki veruleikinn, heldur per- sónuléiki höfundarins, sem hef- ur tekið sér bústað í myndinni. Manni finnst maðu»- aldrei fyrr hafa komizt svona nálægt hlut unum.“ f þessum orðum segir Steinn mikilvægan sannleik um sjálf- an sig og viðleitní sína, t.d. í Tímanum og vatninu. Er ekki átjánda Ijóðið dæmi um þá „dul arfullu töfra“, sem Steinn minn ist á í sambandi við list Þor- valds: Tveir dumbrauðir fiskar í djúpu vatni. Dimmblár skuggi á hvítum vegg. Fjólublátt ský yfir fjallsins egg. Yfir sofandi jörð hef ég flutt hina hvítu fregn. Og orð mín féllu í ísblátt vatnið eins og vornæturregn. Sjöunda ljóðinu verður heldur ekki lýst betur en með orða- lagi eins og „dularfullum töfr- nm“; það er áreiðanlega eitt það fegursta, sem Steinn orti um ævina: Himinninn rignir mér gagnsæjum teningum yfir hrapandi jörð. Dagseldur, Ijós, í kyrrstæðum ótta gegnum engil hraðans, eins og gler. Sofa vœngbláar hálfnœtur í þakskeggi mánans, koma mannstjörnur, koma stjarnmenn, koma syfjuð vötn. Kemur allt, kemur ekkert, gróið bylgjandi maurildum, eins og guð. Guð. Þetta ljóð ásamt níunda, fjórt ánda, og sextánda ljóðinu, minn ir ekki á terzínu; háttbundnu ljóðin eru þegar allt kemur til alls ekki yfirgnæfandi. Þögn- in, sem gegnir svo stóru hlut- verki í Tímanum og vatninu, breytist í nýstárlegustu ljóðum þess „í þungan samhljóm einsk is og alls“, verður hið „þrosk- aða ax“ skáldskaparins, sem lyftir Tímanum og vatninu upp í veldi mikils skáldskapar. Ljóð ið mun lifa áfram, bæði sem vitnisburður ástar og „óræður draumur". 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.