Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 14
jr A erlendum bókamarkaði Félagsfræði: Social Science and Political Theory. W.G. Runiciman. Cambridge 1965. 1.6 Höfundurinn hélt fyrilestra með þessu heiti í Cambridge 1961 og flutti þá aftur í brezka útvarpið 1962 og úr þeim hefur hann unnið þessa bók. í þessum greinura ræðir hann kenningar Marxs, Max Web- ers og fleiri um þróun þójðfélaga og tekur síðan að fjalla um þróun nútíma þjóðfé- lags, stéttarbreytingar iðnaðarsamfélags og pólitíska afstöðu kjósenda og ástæðn- anna til hennar. Hann ræðir náinn og aug sýnilegan skyldleika félagsfræðinnar og pólitískra stefna og loks telur hann að bilið milli andnsúinna pólitískra stefna sé ekki jafn algjört og álitið er almennt. The Naked Society. Vance Pacard. Peng uin Boöks. 1966. 5 — . Packard hefur sett saman nokkrar bæk- ur (The Hidden Persuaders, The Status Seekers, The Waste Makers og The Pyra- mid Climbers) um ýmis neikvæð fyrir- brigði í nútima samfélagi. Bækur þessar hafa verið mikið lesnar og ræddar. Sam- félag það sem hann rannsakar er banda- rískt þjóðfélag, en ýmis neikvæð einkenni þess er tekið að gæta víða. í þessari bók lýsir hann því eftirliti, sem ýmsar stofnan- jr ríkisvaldsins og einkafyrirtæki og stofn- anir hafa með einstaklingnum. Fyrirtæki og stofnanir afla sér upplýsinga eða njósna um alla þá, sem þau þurfa að hafa sam- skipti við, tekjur, fjölskyldutengsl, stjórn- málaskoðanir, heilsufar, einkalíf og skap- ferli. Þessar njósnir eru framkvæmdar af kunnáttumönnum með aðferðum og nútíma tækni. Símahleranir eru stundaðar og upp lýsinga er leitað hjá nágrönnum. Formið er gamalkunnugt úr þeim ríkjum þar sem ríkisvaldið eða flokkurinn var og er allt. Og hvað er hægt að gera spyr Packard, til þess að vernda einstaklinginn fyrir „eig in“ ríkisvaldi og stofnunum, vernda einka- líf manna fyrir stöðugum njósnum og af- skiptum ríkisvaldsins? Það er sáralítið. Það er líkast sem hver einstakur sé flæktur í altumveíjandi neti, ennþá hefur hann nokk urt frjálsræði möskvarnir eru enn ekki úr stáli, en þeir geta orðið það, og þá verður erfiðara að sprikla. „1984“ og „Brave New World“ virðast á næsta leiti. Útlitið er öm- urlegt og stundum virðist sem þetta sé allt leikæfing undir komu „Big Brother". Spjald skrárnar verða minnsta kosti eins full- komnar og mögulegt er að gera þær, þeg- ar þar að kemur. Kritik der reinen Vemunft. Immanuel Kant. Herausgegeben von Ingeborg Heide mann. Philipp Reclam 1966. Reclam útgáfan gefur út vandaðar og ódýrar útgáfur. Var frumkvöðull vasabrots- útgáfunnar á síðari hluta liðinnar aldar. Með útkomu þessa rits 1781 hófst nýr þátt- ur í sögu heimspekinnar. Þessi bók varð undirstöðurit í heimspekifræðum og einnig íyrir vísindalega þróun. Þessi útgáfa er byggð á útgáfunni 1781 og annari útgáfu 1787. Bókinni fylgir mannanafnaskrá og efnisskrá, auk þess sem gerð hefur verið skrá yfir kantísk hugtök sem er nýung í þessari útgáfu. Bókin er þokkalega prentuð og band gott. From Proprecy to Exorcism. The Prem- isses of Modern German Literature. Mic- hael Hamburger. Longmans 1965. 30 — Höfundurinn dvaldist við nám í Berlín, Edinborg, London og Oxford, gegndi her- þjónustu í fjögur ár og tók að kenna þýzku við Háskólann í Reading, en hvarf þaðan 1964. Síðan hefur hann stundað ritstörf. Þessi bók hans er athugun á menningar- legu og pólitísku andrúmslofti í Þýzka- landi frá Nietzsche fram á okkar daga og þýzkum bókmenntum. Þetta er ekki bók- menntasaga í þeim skilningi heldur athug- un á einhverskonar spennu milli höfunda og þjóðfélags. Höfundurinn var, ef hann mátti sín einhvers, nokkurskonar spámað- ur, hálfgerður prestur, sem boðaði mönnum fagnaðarerindi ásamt heimspekingum. Þetta einkenni kemur fram um það leyti, sem þýzkar bókmenntir og fræðimennska voru hafin yfir daglegt líf, lifðu á hærra plani, bókmenntir verða lúksus, en ekki eðlilegur þáttur daglegrar menningar. Samfara þessu fer ideurugl Hegels og lítt skilgreind hugtök og hástemd þjóðernis- þvæla. Höfundur leitast við að finna ástæð- urnar fyrir þessari fjarlægð eða spennu milli höfunda og þjóðfélags. Hann ræðir verk þeirra höfunda, þar þessa gætir greini legast. Bókin er merkileg og eftirtektar- verð. Strategy — The Indirect Approach. B.H. Liddell Hart. Faber and Faber 1967 45 — „öll hernaðarlist byggir á blekkingunni. Þegar við virðumst vel færir til árásar, verðum við að látast ófærir, þegar við beit um herjunum, skulum við láta sem minnst fara fyrir því: þegar við erum nálægir verður fjandmaðurinn að álíta okkur fjarri, og þá við erum fjarri skal óvina- herinn álíta oss nálæga. Beitið vel til þess að lokka fjandmanninn til árásar. Látið sem allt sé í upplausn og malið hann“. Þannig skrifaði Sun Tzu í bók sinni „Hern aðarlistin" um 500 árum fyrir Krist. Og það var hann sem ritaði þessar línur: „í orrustu má nota hina beinu aðferð, en sigurinn byggist á óbeinni aðferð". Sú er hernaðartækni Liddell Hart, sem hann tók að boða 1929. Ný og endurbætt útgáfa kom út 1946 og aftur endurbætt 1954. „í styrjöld ber að rýra varnarmáttinn áður en bein árás er gerð“ segir höfundur í formála. Bók sinni skiptir hann í fjóra þætti. í fyrstu köflum rekur hann sögu hernaðar listarinnar frá fimmtu öld f.Kr. fram á þá „o.e.Kr. í öðrum og þriðja þætti er fjallað um 'hernaðarlist í fyrri og síðari heimsstyrjöld og í fjórða um hana nú á dögum Hart er einn fremsti her- fræðingur nútímans, og kenningar hans og spádómar um hernaðarþróun hafa sannast. í bókarlok er ágætur kafli um skæruhernað. Die Geschicht und Ilistori von Land- Graff Ludwig dem Springer. Johann Beer. Reprint der Originalausgabe von 1698. Mit einem Nachwort herausgegeben von Mart- in Biroher. Kösel-Verlag 1967. KM 15 —. „Deutsehe Barock-Literatur“ er nýrbóka flokkur Kösel útgáfunnar. í flokknum eiga að birtast þýðingarmikil rit frá 17. öld og rarítet sem þetta. Af þessari bók er aðeins til eitt eintak í háskólabókasafninu í Halle og það varð fyrir tilviljun, að þess var leitað. Fyrir þremur árum kom út í Austurríki sjálfsævisaga Johanns Beer, sem var á sinni tíð rithöfundur og hljómlistar- maður. í þeirri bók er talað um Beer sem höfund tréskurðarmynda og útgefanda „Die Historiam von Landgraff. . . “ Tekið var að leita þessa kvers og loks fannst það og er nú endurprentað. KveriS er Ijós- prentað og fylgir ítarleg greinargerð fyrir titorðningu kversins. Þessi bókaflokkur Kösel-útgáfunnar er þörf yfrirtekt og út- gáfan hin vandaðasta. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.