Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1968, Blaðsíða 13
Úlfur Ragnarsson Til Onnu Pegar Anna er horfin hverra augu hef ég til samanburðar við morgunsólina? Ekki það ég bæri saman. en ber saman nú þegar hún er horfin. Þú segir mér að þögn sé nær friði en ljóð, en ef ég sem gjöf færði þér þögn (því ég þekki þögn) þú mundir segja þetta er ekki þögn þetta er annað ljóð og þú mundir endursenda mér það, Skúlptúr á Skólavörðuholti Til hliðar við Hnitbjörg á Holtinu gamla var berangur einn í bemsku minni börnum var frjálst það land að gera þar grjóthús í gleði sinni og draga allskonar dót. Sá ég þar vegi og vörður sem vel mátti nefna skúlptúr. Nú eru nútímabörn að leita að leik sem týndist til hliðar við Hnitbjörg á Holtinu gamla. Bjarni Halldársson: Örlagarík Þegar ég hafði komið mér fyrir í herbetpginu hjá Áma rakara Nikuláss. þá var ég þar öllum stundum eftir að ég hafði setið í tímum í skólanum- Því miður varð ekkert úr því að ég fengi mér aukatíma í latíniu og þýzku mun jþað bæði hafa stafað af sparsemi á þá litlu aura sem ég átti eftir, og líka vair ég óframfærinn og of lítið kunin- ugur öllum kennurunum til að leita eft- ir aðstoð þeirra. Þanmig leið tíminn án nokkurra sérstakra viðburða. Eftir um það bil 2 mánuði fór ég að fá verki í augun á kvöldin, þau urðu nauð og stirð. Ég varð oft að hætta að lesa mikið fyrr en ég var vanur. Þetta verk- aði illa á mig, ég fór að kvíða fyrir ákvað ég að fara til augnlæknis. Þá var aðeins eiun augnlæknir í Reykja- timunum því ég var iQila iesinn. Svo vik og hét Andrés Fjeldsted frá Hvit- árvöltum. Hann hafði sérstaka lækn- ingastofu og lagði ég leið mína þang- að. Þegar röðin kom að mér þá stóð ég þarna frammi fyrir mjög myndarleg- um manni nokkuð holdugum með ljóst yfirskegg. Hann spurði mig um öil sjúkdómseinkenni, svo fór hann að skoða augun í mér með afarsterkum spegli sem bar svo sterka birtu inn í eugu mér að ég þóttist alveg viss um þegar hann héift höfði mínu eins og í skrúfsfykki og þrýsti sínu auga fast upp að mínu þá hlyti hann að geta lesiið allar mínair hugrenningar. Mikla alúð og vandvirkni lagði hann 1 þessa skoð- un og ég sá strax að hann var ekki ánægður með ástand mitt. Svo kom úr- skurðurinn. „Þér hafið einhvern- tíma fengið mislinga, þeir hafa farið í augun á yður og skemmt æðahimnuna þannig að þar eru stórir flekkir inni á botni augans þetta hefur batnað í bili, en nú við ofmikla notkun undan- farna vetur hafa augun veikzt aftur og nú er kominn mikil bólga í þetta sem smábreiðist út unz það naar sjálfri sjóntauginni, en nái það hemni þá tap- ið þér alveg sjóninni“. Dómsorð eru Bréf frá vini mínum Það -amdaði til mín svolitlu af allri jólagleðinni í gegmum bréfið þitt. ÍTt úr því skein þessi blessaða tempnaða frægeldin.gslega kvensemi, sem ég msim að kitiaði bæði mig og þig í fyrra. Við héldum veizlu og buðum stúlkunum. En hver voru iaunin? Jú hnátumar voru ánægðar og þökkuðu með brosi og blíðu svip, en raunar stjórnuðu þær öllu, skemmtuninni og okkur líka. Pilsavald- ið má ekki verða ofmikils ráðandi. Það er eitthvað annað hér í skólanum. Ég þekki ekki stúlkumar með nöfnum, og ef ég meyðist til að tala við eimhverja þeirra þá þéra ég hana, svoma eru þær mikið fjærlægar mér. Við Norðlingar höfum féliag sem búið er að starfa í 2 ár, og þar er gefið út blað. Stund- um skerst í odda á þessum fundum, t.d. lenti ég í haTðri deilu við J.S. út af grein sem ég skrifaði í blaðið Heimavistir Gagnfræðaskólans nyrðra. Þetta endaði með einskonar réttarsátt. Annans stendur þetta félag völtum fót- um, því sumir eru fjandsamlegir út í eteÆnu þess og vilja það feigt. Næst verður þú floginn úr hreiðrinu og ég verð lagztur á egg vetrarins til áð unga þeim út með vorprófL Ég get ekki sagt þér hvar ég gref mína vondu démsorð þessi: „Þér verðið strax að hætta öll- um lestri og skrift og megið ekkert nota augun næstu 2 ár, annars getur farið svo að þér tapið allri sjón“ svo sagðist hann skyldu láta mig fá vott- orð sem ég skyldi fara með tii mekt- ors Menntaskólans. Næsta dag gæti ég svo komið og fengið hjá sér hlífðar- gleraugu sem ég yrði að nota últl sér- staklega í sólskini. Þetta kom yfir mig eins og reiðar- slag. Til þessa hafði allt leikið í lyndi fyrir mér frá því ég byrjaði mina náms- traut, þrátt fyrir mjög örðugan fjár- hag þá hafði ræzt vel úr öllu og vilji minn var að kornast lengra áfram á mermtábraut. En nú fann ég að hér var sett rautt strik á míma lífsbraut og óljós grunur læddist ge-gnum huga minin að hér væru æðri máttarvöld sem hefðu gripið fram í og hvíslað „hingað og ekki lengra". Mitt fynsta verk var að finna rekt- or og tjá honum alla málavexti um leið og ég afhenti læknisvottorðið. Hann var fullux hluttekningar með mér og bauð mér strax að ég mætti sitja í tímum án þess að vera prófaður. Eg afþakkaði það sfenax, til þess væri ég of févana að ég mætti veita mér þann munað. Ég held að rektorinn hafi verið mesta göfugmenni. Nú var ekkert sem kom oftar í huga minn en það að fá strax ferð burt frá Reykjavík. Ég byrjaði á að greiða allar mínar skuldir og kveðja þá sem voru mér vinsamlegir einkum fólkið í mötuneytinu sem lét í ljós hryggð sína yfir að missa mig úr hópn- um. Eg ætlaði að fá félaga minn á her- berginu til að kaupa lampann, en því neitaði hann ákveðið og um leið ásak- aði hann mig fyrir að bregðast skyldu minni með herbergið. Svona geta menn- imir verið misjafnir. Ég tók mér far til Akureyrar méð sænsku timburskipi og var um 3 sólarhringa á leiðinni. Þar með lauk mínum námsferli. samvizku í surnar. Æltli það verði ekki síldin og svínarííð á Sigló sem helzt freisrtar min. Senn ert þú búinn að ijúka þínu prófi. Ég fagna þér, em finn jafnframt til með þér að þurfta að skilja við allt sem er orðið þér svo kært. En er þetta ekki það eðlilega að varan yfirgefi verksmiðjuna þegar hún er fullgerð. Auðvitað farið þið öll með brennandi löixgun tii að verða góðir og nýtir menn, eins og okkar góði skólameistari mundi hafa orðað það. Ég fékk skít'legar eánkanir, enda sýnt mjög litto auðsveipni við kennaraina. Það er gullsatt sem þú segist hafa frétt, að ég fékk núll í stærðfræði, enda er ég víst ekki á hægra brjósti Sig- Thor- oddsen. Svo fór ég að glugga ögn í hana og fékk nú 3 á vorprófi. Mest þjáir mig nú peningaleysi, það getur gert flesta að hel... ræflum. Sum- ir geta ekki lagzt svo lágt að slá lán og synda svo eftir skuldalánum milli skerja. Ég veit ekki hvorf ég get logið og svikið og sníkt mig svo áfram til skólaloka. Ég fór í dansskóla í vetur og lærði Lancher og tostep og France- aris. Svo í lokin var ha-ldið bali að Hotel Reykjavík og þar var nu aðeins slett úr klauf. Nýlega var svonefnt skólaball, því er svo viturlega fyrir komið að mest einn fjórði hluti nem- enda geta tekið þátt í því. Allir þurfa að mæta í Smoking með hvíta lianzka og sérstaka ballskó. Svo er sjálfsa.gt að vena orðinn fullur þegar líður að miðnætti, og Apendera upp á dömumar og helst að sofa hjá einni fyrir rest. Bréfið þitt síðasta bendir til að þú hafir bæði þroskazt eg vitkazt. Nú ertu sezt- ur að sem góðux borgari en berskjald- eður að vísu. Heyri ég að þú sért fall- inn þá vona ég að þú fallir við góð- an orðstír og fallir á grúfu, þá verðu-r þín hefnjt. Framtíðarhátíðin var á sumardaginn fyrsta. Veizlan var fyllirí á Mennta- skólavisu. Minni voru flutt misjafnlega góð. Svo kom púnsið allir drukku sum- ir mikið, aðrir minna, menn föðmuðust og flugust á, sungu og orguðu eins og vitstola rónar. En allt endaði samt skikbanlega. Lifðu í eilífri sælunni. Þinn Gassi. hagalagcfar Hlt er að sjá vlð hagsmanns höggum. Það er mælt, að prestur einn, sem þekkti Tlluga (staðarsmið í Skálholti) vel, hafi verið búinn að biðja hann að smíða utan um sig, en spáð því, að kist- an yrði ekki nægilega stór. Það þótti Illuga hart að heyra, svo margar lík- kistur hefði hann smíðað um dagana. Þar kom, að hann var kallaður til að smíða utan um hinn látna mann. En þegar kistulagt var, reyndist kistan of stutt, svo að iljarnar á líkinu stóðu í fótagaflinum. Greip þá Illugi Slagham- ar og sló högg á fótagaflinn. Hrukku þá fæturnir ofan í kistuna. Þá varð honum þetta að orði: „Þú sázt ekki við hagsmanns höggum". Var svar Illuga lengi í minnum haft. (Sk. H.: Árnesingaþættir). dldungis rétt. Björn Gunnlaugsson var mjög vel- viljaður skólapiltum, brúkaði jafnvel brögð þeim til hjálpar, t.d. þegar séra Guðmundur Gísli á Kleifum útskrifað- ist (hann var ómögulegur í sumum námsgreinum, þótt hann væri góður í sumum). Við prófið kom hann upp í metaskálunum. Kennarinn spyr: „Hvað gerir þessi ská'l, ef lóð er látið á hana?“ „Hún fer upp“ svaraði lærisveinninn. Þá svarar Gunnlaugsson: „Já öldungis rétt, ef þyngra lóð er látið á hina“. (Finnur á Kjörseyri). 29. sept. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.