Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 3
Leikhús heyrnar- iausra veitir straumum nýrrar leiklistar til þjéðarinnar Nýtt og upprennandi leikhús kynnti nýlega starfsemi sína fyrir leikhúsgest- um í ýmsum borgum Bandaríkjanna. New Yorkbúar urðu vitni að starf- semi þess í Lincoln Center's Vivian Beaumont leikhúsinu, og síðar komust leikhúsgestir í Midwest að raun um, hve sterka og áhrifaríka túlkun hinir heyrnalausu hafa á valdi sínu. Þessir geðþekku og gáfuðu frumherj- ar leikhúss hinna heyrnarlausu biðja ekki um samúð. Þeir ætla sér stærri hlut en meðalmennskunnar. Markmið þeirra er að miðla bæði þeim, sem heyrn hafa og hinum heyrnarlausu straumum nýrrar leiklistar. David Hays, þekktur leikmyndateikn ari og aðálstjórnandi þessa óvenjulega hóps, kemst svo að orði: „Við óskum ekki eftir meðaumkun. Við óskum þess eins að vera dæmd eftir listrænum verð leikum okkar.“ Og sú hefur orðið raunin á. Gagn- rýnendur hafa naumast átt nógu sterk orð til að hrósa skýrleika þeirra og skarpskyggni í túlkun, og leikhúsgestir hafa sýnt sams konar hrifningu. Þegar haft er í huga, að flestir leikaranna voru stúdentar, sem enga reynslu höfðu nema úr skólaleikjum, verður árangur- inn að teljast aðdáunarverður. Sagan um það, hvernig þetta leikhús varð til, er einhver áhrifamesti kapí- tul i leiklistarsögu Ameríku hin seinni ár. Hugmyndin að því er óbeint kom- in frá „The Miracle Worker“, því vin- sæla Broadwayleikriti um bernsku hinn ar blindu, mállausu og heyrnarlausu Helenar Keller. Á meðal þeirra, sem höfðu áhuga á að kenna og hjálpa slík- um olnbogabörnum, var David Hays, þó að mörg ár liðu, áður en hann kæmi áhugamáli sínu í framkvæmd. Sem ráðunautur við Eugene O'Nell Memoria'l Theater Foundation bauð Hay stúdentahóp frá Gallaudet College for the Deaf, í Washington, D.C. — eina æðri sérskóla í heimi fyrir heyrnarlausa, að sýna á annarri hinni árlegu leik- listarhátíð stofnunarinnar: National Play wrights Conference árið 1966. Á hverju sumri eru haldnir umræðufundir í aðal- stöðvum stofnunarinnar í Waterfordd Connecticut, lesin og sviðsett ný leik- húsverk, ásamt með eldri leikritum, sem þykja óvenju áhugaverð. Sýning stúdentanna á „Iphigenia in Aulis“ eftir Euripedes, þar sem leik- endur notuðu táknmál án þess að hafa stuðning af frásögn hins talaða máls, olli undrun áhorfenda, sökum glæsilegr- ar tjáningar og vakti þá spurningu í hugum forsvarsmanna stofnunarinnar, hvort ekki væri unnt að þroska hæfi- leika unga fólksins. Gerð er áætlun til þriggja ára og veitt til hennar 331.000 dollara framlagi frá Vocational Rehabilitation Administr ation of the U.S. Department of Health Education and Welfare. Meðal annars var gert ráð fyrir stofn un leikskóla handa heyrnarlausum í að- alstöðvum stofnunarinnar og auk þess ferðalögum leikhópa, sem næðu vonandi jafnt til þeirra, sem heyrn hefðu og heyrnarlausra. í apríl 1968 fór fram opinber kynn- ing á hinum nýja félagsskap í klukku- stundar-dagskrá sjónvarpsins, sem færði sönnur á hæfni leikaranna og möguleika þeirra. Á leiksviðinu fluttu þeir hrífandi og áhrifaríka túlkun á eintali Hamlets „To be or not to be“ ásamt með að- dáunarlegum söngflutningi og jafnvel hópdönsum með undirspili hljóðfæra. Athygli sú, sem hinir heyrnarlausu leikarar vöktu, kann að hafa komið fjöldanum á óvart, en ekki manninum, sem kom þeim á sporið. Hinn mikli leiklistaráhugi stúdentanna upp frá þessu virtist Hays fullkomlega eðlilegur. „Heyrnablaust fólk með fullri skyn- semi leikur á táknmál allt sitt líf,“ seg- ir hann. „Það notar ekki eins mörg orð og við notum í eðlilega skýru máli og þó getur það sagt nókvæmlega jafnmik- ið í einu orði og við s^gjum í tíu, með beitingu talfæranna, handahreyfingum, svipbrigðum og axlaypptingum. Hvað er eðlilegra en álykta, að þetta fólk sé gætt frábærri leikgáfu." Málið sem þessir heyrnar’lausu leikar ar nota, er ekki venjulegt merkjamál eða hreinar bendingar, heldur livort- tveggja samslungið í eins konar lát- bragðsleik. Oft eru sérstök svipbrigði iðkuð til að tjá vissar hugsanir, þar sem félagsmenn kappkosta að auðga tungumál sitt. En svipbrigðin ein nægja ekki. „Við viljum koma með algerlega nýja túlkun,“ skýrir Hays frá. „Við viljum þjálfa úrvals leikara, sem geta sýnt sams konar færni í jafnvægis og skylm- ingalist og krafizt var af leikurum comm edia delTarte. Til að gefa stúdentunum kost á að nýta til fulls alla þá möguleika, til túlkunnar, sem líkaminn býr yfir, var þeim veitt fjögurra vikna ítarleg tilsögn í leiklist, sviðshreyfingum, nútímadansi, skyimingum og leiklistarsögu. úr hópi 35 nemenda voru 14 valdir þegar í stað. Aðeins einn þeirra hafði leik- reynslu: Bernhard Bragg, sem hafði kom ið fram í einléiksþætti hjá sjónvarpinu og sýnt í næturklúbbum. Þegar hópurinn þreytti frumraun sína á öndverðu ári 1967, luku gagnrýnend- ur einróma lofsorði á hið einstæða fram tak í leiklist og sýningargestir voru frá sér numdir af hrifningu. Á sýningar- skránni voru fjögur verkefni, sem öll voru valin til að sýna fjölhæfni leik- aranna: „My Heart's in the High'lands", eftir William Saroyan (stjórna'ð af Gene Lasko hjá sjónvarpinu), A group of poetry readings (stjórnað af John Hirsch frá Stratford Shakespeare Festival of Canada), „The Tale of Kasane“, jap- anskur gamanleikur (stjórnað af japan- anum Yoshio Aoyama) og ítalski fars- inn, „Gianni Schicchi" (stjórnandi Joe Layton, leikstjóri Broadwayballettsins). Þó að öllum þessum verkefnum væru gerð hin prýðilegustu skil, reyndist verk Saroyans áhrifaminnst á sýningarferð- um hópsins, sökum þess að það byggist Framh. á bls. 13 Við grein um Witold Gombrowicz í síðustu Lesbók féll nafn greinarhöfund- ar niður. Greinina skrifaði Svava Jak- obsdóttir. Audree Noston, leikkona við „Leikluis heyrnalausra" tulkar ástarkvæði eftir Elizabeth Bassett Browning. Atriði úr italska gamanleiknum „Gianni Schicctri". Erlendur Jónsson Raðkvæm atriði Húsfreyja hallar undir flatt sperrir litla fingur fyrir munn leggur aðra hönd á háls. Svona er lífið segir hún og varpar öndinni til hálfs. Já svona er lífið segir hún og sperrir litla fingur fyrir opingátt síns ógnarlitla sjálfs. 10. nóvember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 •) '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.