Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 12
FLATEY Framh. af bls. 9 inn reykj arlopi úr strompi verður ti'l að menga þetta tæra morgunloft; líklega ekki enn farið að hella uppá könnuna í byggðinni. En fiskiflugan er komin á fætur og tekur þátt í glaðværum morgunsöng ásamt kríu og svartbak. Úr austurglugganum á lækn- ishúsinu sést mæta vel yfir Flatey, yfir hæðirnar og mýr- arsundin, sem þar verða á mitli. Nokkur stök hús standa utan við sjálft þorpið, sum eilítið undarleg í sköpulagi. Næst aust an við læknishúsið er Ólahús, kassi með valmaþaki, nýlegt. Síðan Strýta, eitt gagnmerk- asta hús um Breiðafjörð. Mér skilst það séu þrjú herbergi, byggt hvert ofan á öðru. Aframhaldandi austur um tún- in eru Hólshús, nú mannlaust og ísafoldarhús eða Hölluhús. Það byggði Pétur Thorsteins- son á Bíldudal yfir móður sína. (Framh. í næsta blaði). AD TEMJA ELDINN Framh. af bls. 7 örðu — og það getur tekið margar klukkustundir að gera skrá yfir rannsóknarefni sem finnst á bletti á stærð við þessa blaðsíðu. En aðferðin borgar sig. Að Torralba hefur hún leitt í ljós órækar sannanir fyrir því að fyrir þúsundum alda notuðu veiðimenn eldinn til að fæla bráð sína. A einum stað fannst til dæmis mestallur vinstri helmingurinn af stórum karl- fíl, með tennur og bein óbrot- in og öll á sínum stað — og hafði hann varðveitzt í leir leðjulagi, Ieifum af steinrunnu mýrlendi. Dýrið virðist hafa anað út í mýrina, oltið á vinstri hliðina og sokkið svo djúpt, að einungis vinstri hliðin var að- gengileg fyrir slátrarann. Þetta dýr kann að hafa villzt út í fenið. En sú staðreynd að örlög margra annarra fíla urðu hin sömu á þessum sP'ðum mæl ir gegn tilviljun og með því að Torralba veiðimennimir hafi átt virkan þátt í atvikunum í fenjunum. Howell hefur gert kort yfir staðsetningu margra viðarkola- og kolaefnisbúta og sýnt að efnið liggur mjög dreift yfir stórt svæði. „Hver sem Icveikti þessa elda, hefur að því er virð'st brennt gras og kjarr á, stórum svæðum og í ákveðnum ti!sran>ri“, segir mannfræMngur'nn frá Chicago. „Ég get þe^s til að tilgangur- inn hafi verið sá að reka fíla eftir dalnum og út >' fenin“. E’durinn kann einnig að hafa verið notaður til að framleiða öflugri spjót. Frumbvggiar Ástral'u sviðu endana á stöf- um þeim, sem þeir notuðu til að grafa með. Við það ham- aði viðurinn og varð stökkur að utan svo auðveldara varð að brýna liann. Maðurinn kunni skil á þessari aðferð þeg ar fyrir 80.000 árum, eins og sést af viðarspjóti með oddi hertum í eldi, sem fannst á rannsóknarsvæði einu í Norð- ur-Þýzka!andi og sumir vísinda menn telja að ámóta aðferðir hafi þekkzt allt frá tímum Pek ing mannsins. Matseld er einnig talið hefj- ast á þessum tíma, einkum vegna hinna óbeinu en sann- færandi upplýsinga sem tenn- urnar veita okkur, en þær eru mjög næmur mælir á þróunar- breytingar. Til dæmis hafa sjimpansar og górillur Iangar, beittar framtennur, sérstaklega gerðar til að rífa og slíta, saxa grófa jurtafæðu og berjast — en smáar framtennur æðri mannapategunda fyrir meir en 10 milljónum ára benda til þess að þeir hafi ekki þurft á þess- um sterku tönnum að halda, þar sem þeir höfðu vanizt notk un verkfæra. En jaxlar, sem að allega eru notaðir til að mylja og tyggja, halda áfram að vera stórir þar til á tímum Homo Er ectus, þá taka þeir að minnka og má gera ráð fyrir að það sé vegna þess að hann étur mýkri og auðtuggnari fæðu. Eldun matar kann einnig að hafa átt sinn þátt í breytingu á andlitslögun mannsins, í einskonar keðjuverkun. Ein ágizkun er sú að mýkri fæða hafi lagt minna á kjálkana og kjálkavöðvana og þeir því minnkað um leið og jaxlarnir. Þetta hafði aftur áhrif á bygg- ingu höfuðkúpunnar í heild. Þykkar framskagandi brúnir og önnur frarostæð bein höfðu þjónað aðallega sem beinabygg ing til að tengja hina öflugu kjálka við og þau urðu mínni um leið og vöðvarnir tóku að rýrna. Ennfremur varð sjálf höfuðkúpan þynnri og kann það að hafa auðveldað þá út- þenzlu heilabúsins sem þurfti til að heilinn gæti stækkað. Hvað snertir uppruna elda- mennskunnar hefur enginn enn getað bætt undirstöðuatriðið í sögu Charles Lamb um grísinn sem varð svínasteik þegar hús- ið brann. Fyrir hálfri milljón ára voru engin hús, en skógar eldur getur hafa gert sama gagn og vel það. Eða þá að hirðulaus veiðimaður hefur misst sinn hluta af bráðinni inn í bálið og bragðast kjötið bet- ur en ella þegar honum tókst að ná því. Auðvitaff hafa slík slys átt sér stað mörgum sinn- um áður en maðurinn gerði það að vana sínum aff steikja seiga fæðu. Sálfræðilegar breytingar áttu sér stað ekki síður en líffræði- legar. Eldamennskan hefur átt verulegan þátt í að hvetja til meira taumhalds, til að halda í skef jum þeirri tilhneigingu að gera allt strax. Hömlur eru jafn greinileg merki framþróunar og verknaðurinn sjálfur og veiði- mennirnir urðu mannlegri eft'ir því sem þeim Iærðist að Iáta sumt ógert. Með tilkomu mats- eldar til dæmis, tóku þeir að eyða minni tíma í að rífa í sig nýveidda bráffina á staðnum og meiri tíma í hellinum þar sem þeir neyttu fæðunnar saman í kringum eldinn. Þegar maðurinn beizlaði eldinn steig hann mikil vægt skref í þá átt að beizla sjálfan sig. Þegar nýir lífshættir eru upp teknir þýðir það að leggja verð ur hina gömlu niður og ef til vill eru þýðingarmestu áhrifin af notkun cldsins þau að breyta einni grundvallar hrynjandi lífs ins. Öll dýr láta með einhverj- um hætti stjórnast af hínu sama mikla og síendurtekna fyrir- bæri, reglubundnum og fyrir- fram vituðum lireyfingum sólar- innar. Þau vakna um sólarupp- rás og taka á sig náðir um sólsetur. En þessi hvöt er í eðli sínu miklu méira en það eitt að sýna viðeigandi og eðlileg viðbrögð við sólarbirtunni. Marg ar dýrategundir halda sínum eðlilegu svefnvenjum þótt skýj- að sé og í búrinu í rannsóknar- stofunni þótt þar logi ljós all- an sólarhringinn. Þessar athuganir benda til þess að hér sé um að ræða einhverja innvortis tímavörzlu, einskonar lífeðlislega klukku, sem telur hverja sekúndu sem líður og gerir líffærunum við- vart um það hvenær tími sé til að sofna eða vakna. Talið er að þetta sé hópur taugafruma djúpt inni í þeim hluta heil- ans sem sér um hitatemprun og ara ósjálfráða starfsemi. Rannsóknin, sem lýst var við Vísindastofnunina fyrir skömmu miðar að því að upp- lýsa fleira um þessa klukku. Tilraunir Curt Richters með rottur staðfesti þá almennu skoðun, að þessi lifeðlislegu tímaverðir störfuðu eftir mjög ákveðnum og nákvæmlega tíma bundnum reglum. Rottur, sem einangraðar voru frá öllum utanaðkomandi tímamerkjum, vöknuðu samt sem áður og yfir gáfu hreiður sín snemma á morgnana, komu aftur að tólf tímum liðnum, fóru eftir aðra tólf tíma og þannig koll af kolli. Richter bendir á að „það var nærri því eins og kveikt væri og slökkt á rofa tvisvar sinnum á sólarhring". Hann upplýsir einnig að svipaða lífs hrynjandi sé að finna hjá ýms um apategundum og að hún kunni að hafa verið til staðar í manninum áður en hann tók að nota eldinn. Mannleg þróun er þróun í átt frá skorðuðum og vélræn- um eðlisviðbrögðum til síauk- ins sveigjanleika. Eftir því sem aldimar liðu varð maðurinn meistari í aðlögun. Hátternis- lega þýðir það að hann sleit sig úr ýmiskonar viðjum, svo sem tímahringrás svefns og vöku, en sú breyting hefði aldrei átt sér stað án eldsins. Aff varðveita eldinn og halda honum lifandi krafðist margvís legrar starfsemi sem braut í bága við „hringrásina. Flokks menn urðu annað tveggja að standa vörð og vaka alla nótt- ina, eða hafa á sér andvara og vakna við og við til þess að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Að rífa sig út úr tólf-tíma hringráSinni varð lífsnauðsyn og hún skapaði einmitt það ástand sem þarf til þróunar- breytinga. í þessu tilviki sem og alltaf virðist framvindan harla óréttlát. Slík breyting kom harðast niður á flokkum, sem samanstóðu eingöngu af velhöfðum einstaklingum með fyrsta flokks innbyggð úr sem störfuðu eins og þeim var ætl- að að starfa. fmyndið y kkur varðmann sem situr við eldinn og starir í logana, síðan út í nætur- myrkrið og aftur í logana. Hann dottar og berst við ásókn svefnSins en baráttan er von- laus vegna þess að úti í nótt- inni eða inni í hellinum er ekk ert sem rofið gæti tilbreyting- arleysið og úr varðmannsins starfar óaðfinnanlega. Að Iok- um sofnar hann útaf, eldurinn kulnar og rándýrunum er boð- ið heim. Slíkir harmleikir hljóta að hafa átt sér stað hvað eftir annað á fyrstu tímum elds- notkunar, það er að segja í hópum „Réttlínumanna". En dottið var tilfinnanlega sjald- gæfara í hópum þar sem sumir einstaklinganna voru erfða fræðileg afbrigði, „vanskapn- ingar“ af réttri tegund, sem ekki höfðu eins áreiðanleg úr. Notkun eldsins kallaði á nýja tegund sjálfsstjórnar, hæfileik ann til að halda sér vakandi þegar nauðsyn krafði þrátt fyr ir þrálát aðvörunarmerki klukkunnar. Til þess þurfti heila með takmarkaða klukku- starfsemi sem sendi frá sér all- mikið vægari tímaboð, og þar sem aðrar heilastöðvar voru bæði nógu stórar og vfirgnæf- andi til að stöðva eða draga úr kröfum klukkunnar. En slíkur heili var lengi að skapast. 1 byrjun voru hin gæfusömu afbrigði ekki aðeins fá og sja'dsóff heldur var vfir burðum þeirra stillt mjög í hóf. Ef til vili hafa þau getað var- izt ásókn svefnsins einní eða tveimur klukkustundum leng- ur. En það nægði til að draga úr líkunum fyrir árás. Hinn framlengdi vökutími þýddi að eldurinn logaði einni eða tveim klukkustundum lengur, svo að oftar en ekki höfðu rándýrin sig á burt í leit að auðveldari bráð (ef til vill aðra flokka sem ekki höfðu eins vökula varðmenn) og það gerði gæfu- muninn. Einstaklingar sem gátu haldið sér vakandi lengur en meðbræður þeirra lifðu lengur, eignuðust fleiri börn og er frá leið urðu þeir í algerum meiri- hluta í hinu frumstæða mann félagi. Þróunin varð þannig hliðholl hinum aðgæzltusam- ari flokkum en útrýmdi hin- um. En takið eftir því að klukk- an hvorki hvarf né stöðvaðist. „í manninum er hún öllu held ur bæld en að hana vanti, seg- ir Richter. „Merkí hennar sjást enn í daglegum hitabreytingum okkar og þó ef til vill nokk- uð ljósar hjá fólki sem erfitt er að vekja á morgnana. Klukkan heldur því áfram starfi sínu í okkur til minnis um þá tíð er forfeður okkar höfðu engan eld en lifðu sem dýr meðal dýra. í rauninni get ur hún stundum náð yfirhönd inni undir sérstökum kringum- stæðum eins og í sumum geð- veikistilfellum þar sem þung- lyndissjúklingar þjást af ofsa- legum og óstjórnlegum geð- breytingum með nákvæmlega 12 klukkustunda millibili. Maðurinn bjó sér til nýjan dag þegar hann flutti eldinn inn í híbýli sín, gerfidag, sem ekki var eingöngu háður hreyf ingum sóíarinnar. Stundirnar eftír að myrkt var orðið hafa sennilega veriff hvíldar og af- slöppunartími sem hann gat notað til að hugsa um lífsstarf- ið, sem sífellt var að verða viðameira (oft beinlinis fyrir aukna notkun eldsins). Fíla- veiðarnar við Torralba hafa til dæmis þurft skeleggga skipu lagningu og útsjónarsemi. Að kveikja elda í kjarri á mikil- vægum stöðum um endilang- an dallnn og reka mahjðrff út í fenin var mikilsháttar fyrir- tæki og margir veiðiflokkar hljóta að hafa tekið höndum saman til að hrinda því í fram- kvæmd. Ennfremur er tilvera svo ris hárra framkvæmda í sjálfu sér sönnun um mjög aukinn þroska á sviði mannlegs samneytis. Mál ið, sem er hið mannlegasta I mannlegu hátterni, hlýtur að hafa tekið öra þróunarkippi þegar veiðimennskan var í vexti og eldurinn logaði glatt eftir sólarlag. Að mörgu var að hyggja: frásagnaratriði úr vel heppnuðum veiðiferðum, karla- raup um þennan stóra sem slapp, áætlun um nýjar veiði- ferðir, reglur um veiðisvæði og skiptingu aflans og vaxandi forði tilbúinna sagna. Að lokum er svo hlutverk eldsins í fyrstu trúarreynslu mannsins. Frumstæðir veiði- menn sóttu með kyndla í hönd- um langt inn í leyndustu af- kima hellanna, þöktu veggina útskurði og málverkum af dýr- um og komu saman við bjarma eldsins til helgisiðahalds og getum við aðeins gizkað á til- gang þess. Þessar neðanjarðar- samkomur áttu sér stað á síð- ustu 30.000 árum eða þar um bil. En margir vísindamenn eru þess fullvissir, að maðurinn hafi fengizt við svipaða iðju mörg hundruð þúsund árum áð ur en listin kom til sögunnar, og að hann hafi notað eldinn í tvennskonar tilgangi — sem Ijósgjafa og til að vekja hugar- æsingu. Eldsárátta finnst hjá frum- stæðum þjóðflokkum og hjá börnum auk vissra sálsýkis- sjúklinga og hún kann að vera upprunnin aftur í grárri fom- eskju. Oakley leggur áherzlu á „hinn mikla laðandi mátt elds- ins á undirvitundina eða skiln- ingarvitin" og telur að rekja megi hann allt aftur til fyrsta þróunarferlis mannapanna: „Tarsius carbonarius á Filips- eyjum hefur hlotið nafn sitt vegna þeirrar hneigðar að tína upp heitar glæður úr eldum ferðamanna og mér finnst sú staðreynd benda til þess að apa forfeður mannsins hafa laðast að náttúrueldum og leikið sér að logandi hlutum“. Áhrif elds ins geta verið á við hvert örv- unarlyf til að valda sýnum og forskynjunum og hefur hann sem slíkur þjónað tilgangi æðstupresta og hofgyðja, hinna menningarlegu arftaka eldber- anna á tímum Homo erectus. Áhrif eldsnotkunar sýna eitt viðlogandi og ef til vill hvað mest eðlislýsandi einkenni þess að vera maður. Það hófst allt saman nógu sakleysislega með því sem virtist einföld nauðsyn til að halda lífi í köldu lofts- lagi og fæla rándýrin burt. En með því að verða við þessari nauðsyn komust forfeður okk- ar í þá aðstöðu að vera í senn húsbændur og þrælar afls, sem átti eftir að gerbreyta lífsskil yrðum þeirra og sjálfu manns- eðlinu — með því að skapa ný vandamál og nýjar kröfur og nýjar aðferðir til að vekja og uppfylla kröfur. Breytingin átti sér stað smátt og smátt. En í grundvallarat- riðum er hún eins og hæggeng fyrirmynd allra síðari og hrað ari tækniframfara, að þeim með töldum, sem við nútímafólk er- um þátttakendur í. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.