Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 9
Húsaþyrping á klöppunum nálægt Þýzkuvör. kaupféíagsins er enn til reiðu, ef einhver vildi ráðast í endur- skoðun. Kladdar sem líkjast höfuðfoókum og viðskiptamanna bókum liggja opnir á borðum, að vísu undir þykku ryklagi. Að öðru leyti er rétt eins og kontóristarnir hafi brugðið sér heim í mat — og séu enn ókomnir. ★ Spölkorn norðar er samkomu húsið; þar voru haldin dansi- böll, meðan eitthvert líf var í tuskunum. En afskaplega er þetta hús óhrjálegt innvortis. Áfast því eru rangha'lar gam- alla pakkhúsa; þau istanda auð. Þó heyrast á lognblíðum dögum gamalkunnugir skeflir, vélarhljóð. Sé því gefinn frek- ari gaum, þá sézt að pústar út um 'sótsvartan kjallara- glugga. Hér er nefnilega ljósa- vélin í plássinu, dísilrokkur. Hann er eins og aðrir rokkar ekki ævirílega uppá það kom- inn að fara í gang og þá er ljóslaust. Og það sem verra er: Þá er svo að segja sambands- laust við umheiminn. Það er nefnilega rafmagn frá þessum rokk, sem knýr sendistöðina hjá honum Karli. Hann kaltar upp Stykkishólm þá sjaldan þess gerist þörf; ann- ars þurfa menn ekki svo mjög a‘ð eiga tíð sambönd við um- heiminn. Nú hefur rokkurinn þagað þunnu hljóði í þrjár vikur og á meðan hefur verið símasam- bandslaust við Flatey. En það virðist ekki hafa komið að sök. Við Grýluvog stendur einn bátkoppur tjóðraður og gamli Konráð þeirra Flateyinga ligg- ur á kinningnum úti í voginum miðjum, umflotinn á flóðinu. Nú hafa þeir fengið nýjan Konráð; mér er sagt hann sé að einhverju ’leyti mannaður héð- an, en hann leggur ekki upp einum ugga í Flatey og hefur af þeim ástæðum ekki orðið sá búhnykkur af honum, sem ann- ars mátti búast við. Á gamali mynd í húsi hér í Flatey sá ég mynd frá því blómaskeiði, sem eldri menn muna. Þá var höfnin þéttsetin skipum, sumt verzlunarför, sumt hákarlaskip. Eldri kyn- slóðin í Flatey minnist með söknuði þeirra daga. Það man ve'l eftir Guðmundi Bergsteinssyni, hann var síð- asti kóngurinn í plássinu, bóndi, kaupmaður og útgerðar- maður þilskipa. Þá dreif fólk að úr nærliggjandi byggðum við Breiðafjörð, og mátti segja, að setinn væri Svarfaðardalur, enda um 30'0 manns í Flatey á blómaskeiðinu. Á kvöldum voru haldin dansiböll, en sumir skrifuðu upp heilu leikritin og voru þau færð upp. Þá var ungmennafélag og kven- félag og Sigvaldi Kalda'lóns stjórnaði söngmenntinni; í einu störfuðu karlakór, kvennakór og barnakór. Nú hafa allir kórar hljóðn- að, forustumennirnir sumir fluttir á brott, en aðrir komn- ir undir græna torfu í kirkju- garðinum á hólunum. Þaðan verður einna víðsýnast um Flatey. En legsteinarnir, sem bera nöfn þessara horfnu mátt arstólpa, þeir hafa mjög snar- ast á ýmsa vegu, sumir reynd- ar horfið í gras. Og innfluttar skrautgirðingar úr pottjárni, sem upphaflega áttu að af- marka þessi leiði um ófyrirsjá- anlegan aldur, — einnig þær hafa ryðbrunnið og lagst á hlið ina. Svona stendur það skammt, sem helst ætti að minna á ei- lífðina og það óforgengilega handan grafar og daúða. Það er víst gömul saga, að „legsteinninn molnar, og letur hans máist í vindum". Eftir stendur speki Hávamáta um orðstír, sem aldrei deyr. ★ Enn stendur tjaldið í tóft- inni, en við höfum flutt úr því og fengið inni hjá úrvalsfólki, Hafsteini veiðimanni Guð- mundssyni og konu hans Ólínu Jónsdóttur; þau búa í læknis- húsinu. En læknirinn? Hann er að sjálfsögðu löngu burtfluttur og skildi eftir skattholið sitt í stofunni. Síðan hefur ekki verið læknir í Flatey. Fyrst og fremst verða menn þar í eyjunni að gæta þess að verða ekki hættu- lega veikir. En bregðizt það, er meðalaskápur í tæknishús- inu og ef dísilrokkurinn kemst í gang og talsamband næst við Stykkishó'lm, þá segir læknir- inn henni ólínu, hvaða meðul hún eigi að afgreiða úr skápn- um. Svo er vitaskuld möguleiki að læknirinn taki sér far með Baldri; hann fer einu sinni í viku út þangað. í morgun gat ég ekki sofið því sólin tók að hella geislum sínum inn um austurgluggana á læknishúsinu mjög árta. Nú sit ég þar við gluggakistuna í blá- hvítu sólskini morgunsins og virði fyrir mér þá fegurð, sem hvorki virðist eiga upphaf né endi og hvergi sér út yfir. Ekki svo mikið sem einn gis- Framh. á bls. 12 -H . V WiS&m-í Aðalgatan 1 Flatey. Hafnareyjan í baksýn. Vogsh ús, Ásgarður og hús Jónínu kaupkonu. Virð'ulegt verzlunarhus Islands Handel í Flatey. Það stendur autt siðan kaupfélagið hætti. 10. nóvember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.