Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 4
Wolfdietrich Schnurre er þýzkur rithöfundur, fæddur 1920. Hann ólst upp í Berlín, barðist í siðari heimsstyrjöld, en hefur síðan starfað við ritstörf, og gagnrýni í Berlín. NETJALA6MRNAR SMÁSACA eftir Wolfdietrieh Schnurre Jörðin var fenjótt og fjaðraði undan fæti hans. Þarna uxu inosi, stargresi og sef, víðirinn var rúmlega mann hæð. Hann vildi reyna að ná bátn- um á flot og lyfta upp nokkr- um netjum, aðeins til að lita sem snöggvast í þau, ekki til annars. Enda stoðaði ekki að ætla sér heim með fiskana, þá hefði komizt upp, að hann hefði skrópað í skólanum. Hann hafði eiginlega átt að snúa við núna, leiðin til bæjar- ins var löng og klukkan áreið- anlega orðin eitt. En hann hafði líka verið að hugsa um fasanahúsið, þar hafði hann legið I feluin, þangað til þeir komu krafsandi, þessir stélsiðu fuglar með demantsfiðurkrans- inn um hálsinn, sem óásjálegar, brúnar og fimlega tínandi hæn urnar á eftir sér. Og svo urðu tómu kuðungarnir á vegi hans, þá þurfti hann að taka upp, svo voru það hreiður sefskríkj unnar síðan í fyrra, og blik- andi krákuhnoðrarnir með eld rauðum gúmmíteygjum í, þær höfðu haldið þær vera kjöt- trefjar og gleypt þær, átvöglin þau arna. Og þá var komið að því síð- asta — og bczta: bátnum. Hér, rétt fyrir handan sefoddann, þar sem elrivaxinn flóðgarður- inn hverfur inn I skóginn, lá báturinn bundinn við trjástúf. Það var áreiðanlega ekki hægt að opna lásinn, en kengurinn, sem festi keðjuna við bátinn, var laus, ef til vill var hægt að brjóta hann upp. Kuðungarnir í vasa hans glömruðu dálitið, þegar hann hljóp. Hann andaði með opinn munninn. Þegar hann kom fram fyrir sefoddann, sá hann mann- inn. Hann lá á hnjánum í sef- inu og var að eiga við böggul. Villi beygði sig niður og studdi höndunum niður í mos- ann. Þá sá hann, að böggull- inn var manneskja, kona, sem hreyfði fæturna. En hún bærði ekki mikið á sér, aðeins stutta stund, svo lá hún kyrr. Maðurinn stóð upp og burst- aði af hnjánum á sér. Hann ýtti við konunni, en hún hreyfði sig ekki. Villi kreppti hendumar um mosann, milli fingranna seytl- aði grænleitt vatn. Hann hafði ekki augun af konunni, líka eft- ir að maðurinn hafði komið auga á hann og gekk hægt í áttina til hans. „Hvað vilt þú?“ spurði hann. Vilii leit upp: „Er hún dáin?“ „Já“, sagði maðurinn. „Hvers vegna drapstu hana?“ Maðurinn beygði sig og leit í kringum sig í víðikjarrinu pír- eygður í sólskininu. „Ertu einn?“ „Já“, sagði Villi. Maðurinn kom nær. Villi leit fram hjá honum á konuna. „Féll þér ekki við hana?“ „Nei,“ sagði maðurinn. „Hvað ætlarðu að gera núna?“ „Hvað viltu hér?“ spurði maðurinn. „Ha?“ spurði Villi. „Af hverju ertu að leita hér?“ Konan var ljóshærð, hún var í ljósri kápu og lághæluðum skóm, þeir voru forugir og í forinni loddu fölnuð eikilauf. „Ég ætlaði í bátinn“, sagði Villi. „Hvaða bát?“ Maðurinn stakk höndunum í vasana. „Þennan þarna“. „Hann er bundinn," sagði maðurinn. „Kengurinn er Iaus.“ „Nei, hvað segirðu". „Jú. Þegar maður lemur á hann með steini, losnar hann“. „Hver á bátinn?" „Fiskimaðurinn." „Kemur hann hingað oft? Ef tii vill í dag?“ „Áreiðanlega ekki í dag.“ Maðurinn snerist á hæli og gekk að konunni. „Komdu hingað." Villi gekk til þeirra. „Þú tekur undir fæturna,“ sagði maðurinn. Hann tók undir hendurnar á henni. „Komdu, fljótur." Villi lyfti, og þeir drösluðu konunni að bátnum. „Þá er það veskið", sagði maðurinn. Villi fór til baka og sótti það. Maðurinn sneri kenginn úr og togaði konuna út í bátinn, fæturnir á henni héngu niður í vatnið. „Hvar er árin?“ „Ég skal sækja hana“. „Hvar er hún þá?" „Falin. Þarna í eikarstofnin- um“. Maðurinn stóð á öndinni, þeg ar Villi kom hlaupandi með ár- ina. „Heyrirðu — ?“ „Hvað?" spurði Villi. Þeir hlustuðu. „Þetta“, sagði maðurinn. Eppréttur vísifingur hans titr- aði. „Já, þetta er haukur". „Ha?“ „Haukur“ sagði Villi, „hann skrækir svona.“ „Þú ert kunnugur hér?“ „Dálítið.“ Þeir reru fast við sefrönd- ina. Maðurinn reri, Villi stýrði með lokinu af fiskikassanum. Þar sem mýrin náði fram í vatn ið, létu þeir konuna falla í vatnið. Pilsið hennar fylltist af lofti, maðurinn þrýsti loftinu úr með árinni, niður. „Svona,“ sagði hann. „Þá er það veskið," sagði Villi. „Komdu með það.“ Villi stóð á fætur og rétti töskuna í áttina til hans. Mað- urinn stóð einnig upp. Andar- tak leit hann í kring um sig, tók svo snöggt skref til Villa. Báturinn ruggaði, Villa svimaði snöggvast, maðurinn greip i hann og studdi hann. „Þetta batnar,“ sagði Villi. Maðurinn sleppti honum og kastaði veskinu inn í sefið. „Nú róum við burt“. Á bakaleiðinni fóru þeir framhjá korki. Villi kraup við kinnunginn. „Þarna liggur net.“ Maðurinn hætti að flauta: „Hvar?“ „Þarna“. „Langar þig til að líta i það?“ „Já, mig langar til þess.“ „Þá komum við.“ Þeir reru að lögninni. „Til vinstri," sagði Villi, „betur. Svona. Og núna inn til hægri. Stopp.“ Ilann stóð upp og beygði sig yfir borðstokk- inn. „Nú?“ maðurinn teygði úr álkunni. „Vatnakarfar eru leiðinleg- ir.“ Maðurinn reri áfram, flaut- andi. „Ég veit um nokkur net enn.“ „Nú?“ „Þarna hinum megin“, Villi benti. „Fínt,“ sagði maðurinn. „Um daginn var bleshæna í því.“ „Var það?“ „Skrýtið, ha? En þær kafa. Það var líka vatnarotta í svona neti einu sinni“. „Hvernig er það,“ spurði maðurinn, „áttu heima hérna?“ „Stopp," sagði Villi. Hann rýndi yfir borðstokkinn. „Jæja?“ „Tómt. Það hefur annars allt- af verið eitthvað í þessu“. „Kannske ónýtt?“ „Nei. Það liggur vitlaust, það hefur oltið á hliðina". „Taka þeir eftir því?“ „Þeir? Já, áreiðanlega, þeir sjá það strax." Maðurinn reri áfram. „Svo að þú átt heima hér?“ „Nei, í bænum. Meira til hægri, ennþá meira. Svona, gott. Það veltur, maður. Ég skal veðja, að það er eitthvað í því.“ Maðurinn hafði risið upp til hálfs, hann leit á Villa. „Aborri, líttu nú bara á, allt fullt af aborra.“ „Þeir eru fallegir." „Já, finnst þér ekki?“ „Tekurðu ekki einn með þér?“ „Ertu vitlaus, bara til að þau heima komist að öllu“. Maðurinn reri áfram. „Komist að hverju?" „Kjaftarðu ekki frá?“ „Nei, ábyggilega ekki“. „Ég skrópa, maður“. „Ójá. Já, alveg rétt, fiskarn- ir mundu koma upp um þig“. Þeir reru að landi og lögðu bátnum. Toppönd skrækti hást í sefinu. „Komdu nú,“ sagði maðurinn. „Fyrst kenginn, bíddu“. Villi ýtti kengnum inn í kinnunginn. Fór svo með árina. „Förum nú“. „Ég kem“. Þeir gengu eftir skógarstígn- um að akveginum. Rétt þegar þeir komu út úr skóginum, hjól uðu tveir hjólreiðamenn fram hjá. „Hvað var það, sem ég ætlaði að spyrja þig um?“ spurði mað- urinn hátt, „finnst þér marsvín skemmtileg?“ „Það máttu reiða þig á, ann- ars ætti ég ekki þr jú“. Þeir gengu spottakom með- fram þjóðveginum. Sólin glamp aði á birkilaufinu, skjór flögr- aði kvakandi fyrir þeim. Einu sinni mættu þeir göngumanni. Maðurinn stanzaði og leit á klukkuna. „Ussu sussu.“ „Orðin margt?" „Bráðum f jögur". „Ég verð galinn, maður". Villi rétti manninum höndina. „Eða hleypurðu með mér dálit- inn spöl?“ „Nei, ekki núna“. „Jæja, hafðu það gott". „Þú líka". Við beygjuna sneri Villi sér enn við. Maðurinn stóð enn kyrr á vegbrúninni. „Hvað er nú?“ hrópaði hann. „Ertu viss um, að þú kjaftir ekki frá?“ „Ha?“ „Að ég hafi skrópað?" „Áreiðanlega ekki“. „Ágætt, bless". Maðurinn lyfti hendinni. Wolfdietrich Schnurre (Frank- furt, Main, 22.8.1920). Erst- druck: Sie, 10.4.1949 (erste Fassung) und Frankfurter Al- gemeine zeitung, 2.4.1954 (xweite Fassung). W. S. Aufgewachsen in Ber- lin. 1939-45 Soldat. Seit 1946 wieder in Berlin. Bis 1949 Film- und Theaterkritiker. Seit 1950 freier Schrifsteller. wmmmmmummmmmmammmuomamamKMammmuaumi r.’vrmnrjsssrx&SKrzz.': T.rr’r • irsrasrrbr.g-.' .izzjrr.-zzœtaz zm.Tzræi 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.