Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 11
tV'Wf, ■yirHj J^í^cr**^***** ffjj <fb>rtrnaz. /J-, 'TXfnrUwJj; AnrcljtiidTe *' ‘rb’Áe ^r*** cok***?/0 ú‘ s •■ ***+ Eiginhandaráritun Arngríms lærða á eintaki Háskólabókasafns af Brevis commentarius. Viðtakandi var Peder S0rensen, líflæknir Danakonungs (1514 —1602). C R Y MOC AE A R ERUm'ÍsLAN* DICARVM L i b it i UI. sAR íVÖ H tMic-M }ONJM . t * r sí ,v b r M Í'-^vctL tt. V>iei&pt»pcr tkunomt fk: oftrr tor cH 7JíimitMs, H A M B W R G i, %if* f»u Y n *f " *■ f dithmali blhtkehii jlSLANDIA, s I V E IPopulorum Sc mim’oHium qu.vjn cá JníularcpniunUj! 1 ACCVRATJOft DESCiUÍ'flOj i OROxi axíjia Jid’jim-w quciLtm adjcBa, tVO fcVNl » AT.t VÓRVM, Ls Typographcio Hcnrici ab Hacilcr.q C { ■> I > l. V t ». i Symbolvm et ly. Íív n:;i BJ.lkíni.;iiJ Sjn'.ía c,vsfiD íiaúiisjlitntíífnra bdlít tsobid Irjiiíi?* Mynd Guðbrands biskups af Blefken í apalíki. lagi Guðbrands biskups, „mörgum last- skrifum svar að gefa, sem út eru gengn- ar um vort föðurland“, eins og biskup komst að orði við annað tækifæri. Is- landsfrásagnir Peerse og annarra höf- unda, sem nefndir eru hér að framan, eru raktar og vísað heim til föðurhús- anna eftir þrætubókaraðferðum aldar- innar. Bókinni er skipt í tvo kafla, og fjallar annar um landið, en hinn um þjóðina. „Lastskrifin“ héldu raunar á- fram að birtast og jafnvel aukast, en nú áttu menn völ á traustari vitneskju um landið en áður var á boðstólum, ef þeir kusu fremur að hafa það sem sannara var. Margir fylgdu síðan frá- sögn Arngríms, en blönduðu hana forn- um og nýjum sögnum af margvísleg- um toga og mismunandi uppruna. Bók- in var ljósprentuð í Reykjavík 1968, og ritaði dr. Jakob Benediktsson formála. Með Brevis commentarius hefst rit- ferill Arngríms, og dró það meiri slóða en flest annað, sem Islending- ar höfðu ritað um sinn. Húmanisminn, hámenning aldarinnar, heldur innreið sína í íslenzkar bókmenntir. Bókin er tileinkuð Kristjáni IV Danakonungi, og þá Arngrímur úr konungssjóði 30 ríkis- dali að launum. Nam sú upphæð meiru er. sjö kúgildum og var höfðingleg borg- un. Fara ekki sögur af því, að íslenzk- um manni hafi verið goldin ritlaun fyrr. Áhrif bókarinnar urðu allmikil, ekki sízt vegna þess, að Ortelius og Merca- tor notuðu hana að öðrum þræði sem uppistöðu frásagna um ísland í hinum frægu landabréfasöfnum sínum. Við það bættist, að fimm árum eftir útkomuna birtist Brevis commentarius í heild á- samt enskri þýðingu í fyrsta bindi hins víðfræga fer'ðasögusafns Richard Hak- luyts, The Principal Navigations, Lond- on 1598. Þótt Elrevis commentarius hefði birzt í tveimur útgáfum, varð ekkert lát á „lastskrifum". Árið 1607 birtist sú bók í Leiden í Hollandi, sem alfrægust varð allsa níðrita um ísland og að sama skapi langlíf: Islandia eftir Dithmar nokkurn Blefken. Menn vita ekki önnur deili á manni þessum en þau, sem lesa má í bókinni. Hann á að hafa komið til íslands árið 1563, en vafasamt er, að hann hafi nokkru sinni séð landið, en sett bók sína saman eftir skipara- sögum. Síðan lenti hann í mörgum æv- intýrum og hrakningum víða um lönd, týndi handriti sínu, en s’lysaðist til að finna það aftur löngu síðar. Tafðist því útgáfa bókarinnar í 44 ár. Hefur löng- um verið talið, að Blefken hafi sett saman meiri óhróður um ísland og fs- lendinga en allir menn aðrir, og hefur þó mörgu verið logið á landann fyrr og síðar. Bók Blefkens varð vinsæl og birtist að minnsta kosti í 14 útgáfum á ýmsum málum, auk lengri eða skemmri útdrátta og frásagna, sem aðrir menn tóku upp í rit sín. íslendingum sárnaði bók Blefkens á- kaflega, og þegar Arngrími barst hún í hendur, brá hann hart við og ritaði nýja bók iandi sínu og þjóð til varnar. Rit þetta, Anatome Blefkeniana (Blef- ken krufinn), var p-°ntað á Hólum 1612, lítil bók í átta blaða broti. í prent- smiðjunni hefur sennilega verið knappt um latínuletur, því að meginhluti bókar- innar er með gotnesku letri, en það þótti hæfa illa latinubókum. Örðugleik- ar á sölu íslenzkra bóka á álþjóðamark- aði hafa senhilega valdið því líka, að bókin var gefin út að nýju í Hamborg ári síðar, 1613, að þessu sinni í fjög- urra blaða broti af tízkugerð aldarinn- ar. í Anatome er Blefken lagður á skurð- arborðið og krufinn eins og hvert annað hræ, en lík glæpamanna voru þá eink- um notu'ð til slikra bragða. Hver hluti líkamans er tekinn fyrir af öðrum: höf- uð, heili, brjóst og magi, en þar er fátt að finna annað en ólyfjan, fúlmennsku, lesti og ódyggðir. Þegar aðgerðinni lýk- ur, snýr Arngrímur sér á sama hátt að bókinni og rekur efni hennar til kynja- sagna eldri höfunda, sem Blefken hefur fært í stílinn og logið inn í. Bókinni lýkur svo með lofkvæðum um afrek Arngríms að þeirra tíma sið og níðkvæði um Blefken með þeirri frómu ósk, að hann „drafni og rotni“. Fylgir svo mynd af honum í apalíki, liklega gerð af Guð- brandi biskupi. En Arngrímur hafði ekki erindi sem erfiði. Árið 1616 gaf þýzkur prestur og stjörnufræðingur, David Fabricius, út nýja bók um Island: Van Isslandt vnde Grönlandt eine korte Beschryuinge (Um ísland og Grænland, stutt 'lýsing). Þar eru laptar upp frásagnir Blefkens og fáu nýtilegu bætt við. Arngrímur brá enn við með nýju varnarriti: Epi- stola pro patria defensoria (Bréf tii varn ar föðurlandinu), sem kom út í Ham- borg 1618. Þetta er lítil bók, aðeins 30 blaðsíður í fjögurra blaða broti, auk formála Guðbrands biskups og lofkvæða um Arngrím. Bókin er rituð í sendi- bréfsformi eins og nafnið bendir til, en skrifuð af meiri hógværð og nærgætni við andstæðinginn en svarið til Blef- kens, enda var Fabricius mikils háttar- maður og allfrægur, lærisveinn Tyge Brahes og vinur Jóhannesar Keplars. Með bók þessari er lokið hinum beinu deiluritum Arngríms, og skal þá vikið næst að sagnritun hans. IV. Arngrímur dvaldist eins og áður seg- ir í Kaupmannahöfn veturinn 1592-1593, í sambandi við málavafstur Guðbrands biskups frænda síns. Þar kynntist hann ýmsum fræðimönnum í hópi húmanista eins og Arild Huitfeldt, sem var kanzl- ari konungs og hafði mikla Danmerkur- sögu á prjónunum, er kom út nokkrum árum síðar. Hann batt einnig vináttu við tvo af yngri sagnariturum Dana, Niels Krag og Jon Jacobsen Venusin, sem báð- ir urðu síðar konunglegir sagnaritarar. Þá var uppi með Dönum vaxandi áhugi ó öllu, sem varðaði sögu landsins, og af dansk-norskum þýðingabrotum af konungasögum Snorra og ef til vill fleiri gögnum bauð þeim í grun, að á íslandi væri sitthvað skróð, sem fengur væri að, en þá brast kunnáttu í íslenzku til að nota þær heimildir. Nokkru seinna vai Arngrími falið gegn konungleg- um lénum að safna öllum þeim gögnum er hann mætti um sögu Dana, Norð- manna og Orkneyinga og gera úr þeim útdrætti handa dönskum sagnariturum. Arngrímur gerði útdrætti þessa á lat- ínu og telst fróðum mönnum svo til, að hann hafi notað um 60 rit til þeirra fanga og annarra ritstarfa sinna. Eitt þessara rita, Skjöldunga saga, er nú að- eins varðveitt í útdrætti eða þýðingu Arngríms. Ritsafn þetta hefur vafalaust komið dönskum fræ'ðimönnum að tölu- verðu 'liði, og notuðu það ýmsir, en ekki var það prentað að sinni. Rannsóknir Arngríms á sögu Norður- landaþjóða beindu huga hans að sögu sinnar eigin þjóðar, og erlendir menn hvöttu hann til að rita bók um það efni og hétu honum aðstoð, ef til útgáfu kæmi. Einn þeirra, David Chytræus, háskólakennari í Rostock, las Brevis commentarius og hvatti Arngrím til að rita rækilega þjóð- og landlýsingu ósamt sögu, en láta ekki sitja við það að þrífa af fósturjörð sinni bakslettur annarra manna. Arngrímur tók þá sam- an bók þá, er hann nefndi grísku heiti: Crymogæa (ísland), og kom hún út í Hamborg 1609. Bókin er í þremur meginköflum og hefst á örstuttum landfræðilegum kafla, en víkur þvínæst að fundi landsins og landnámi, stjórnskipan þjóðveldisins, kristnitöku og kirkjustjórn. í öðrum kafla segir frá nokkrum helztu görpum íslendingasagna, en þriðji og síðasti kafl- inn fjallar um sögu landsins eftir að það kom undir konung og fram á daga Arngríms. Crymogæa er aðalrit Arn- gríms og fyrsta tilraun til þess að segja sögu íslendinga í samfélldu máli eftir daga Ara fróða. Sala bókarinnar mun hafa verið frem- ur dfæm, og útgefandinn andaðist um það bil, sem bókin kom út og upplagið gekk kaupum og sölum. Nýir eigendur gerðu ný titilblöð með breyttum ártöl- um og jafnvel fleiri smábreytingum, en texti Arngríms stóð jafnan óhreyfður. Til eru slíkar titilblaðsútgáfur frá 1610 og 1614, og gamlir höfundar nefna einn- ig útgáfur frá 1618, 1620, 1630 og jafn- vel 1650, en engin þeirra er nú kunn, og vafalaust hafa þær áldrei verið til allar. Kaflar úr Crymogæu voru birtir af Samuel Purchas í alkunnu safni land- fræðirita: Purchas His Pilgrimes, Lond- on 1625, og St. J. Stephanius lét prenta fyrstu bókina í heild í safni rita um sögu Dana og Norðmanna, De regno Daniæ et Norvegiæ . . . tractatus varii. Var bókin gefin út í tveimur dálítið mis- munandi útgáfum í Leiden árið 1629. Um þessar mundir vaknaði töluverð- ur óhugi meðal Dana á Grænlandi, enda töldust þeir eiga landið. Enskir sæfarar voru teknir að venja þangað komur sín- ar, og þótti Dönum atferli þeirra ískyggi- legt og benda til þess, að Englendingar hygðu þar til yfirráða. Nokkrir mis- heppnaðir leiðangrar voru sendir til landsins á fyrstu árum 17. aldar, og skýldu þeir tryggja veldi Dana og sýna öllum heimi, hver hefði þar húsbónda- vald. Þetta hefur sennilega hvatt Arn- grím beint eða óbeint til þess að taka saman bók um Grænland, eftir því sem sagði frá á fornum bókum íslenzkum. Bókin var rituð á latínu og heitin eftir landinu, Gronlandia, og send dönskum fræðimönnum, en ekki var latneski textinn prentaður fyrr en 1951, í hinni miklu útgáfu dr. Jakobs Benediktsson- ar á latínuritum Arngríms, Arngrimi Jonae Opera latine conscripta, sem kom út í Kaupmannahöfn á árunum 1950-1957. Árið 1688 kom út í Skálholti íslenzk þýðing bókarinnar, og loks birt- ist hún í danskri þýðingu gerðri úr ís- lenzku, í Kaupmannahöfn 1732. ís- lenzka þýðingin var ljósprentuð í Kaup- mannahöfn 1942 í umsjá Jóns prófessors Helgasonar. Crymogæa og Gronlandia eru báðar ritaðar samtímis á árunum nálægt 1600, að minnsta kosti hafði Arngrímur hina fyrrnefndu í farningi sínum til Kaup- mannahafnar 1602, og skömmu sfðar sendi hann dönskum fræðimanni, Resen háskólakennara, Gronlandiu. En nú hefst langt hlé í sagnaritun Arngríms, því að biskup var orðinn gamlaður og embættisannir og önnur störf köl'l- uðu að. En þá bar svo við árið 1631, að sagnaritari Danakonungs, Joh. Isa- cius Pontanus gaf út mikla Danmerkur- sögu (Rerum Danicarum historia). Bók- inni fylgir landfræðilegt yfirlit um ríki konungs, þar á meðal ísland. Pontanus víkur þar að hinni ævafornu ráðgátu, hvort ísland hafi verið kunnugt forn- aldarþjóðum Miðjarðarhafslanda og land það, er þeir sögðu frá og nefndu Thule. Pontanus var þess fullviss, að svo væri, og færir til mikinn fjölda fornra ski'lríkja, meðal annars bréf erkistólsins í Hamborg og Brimum, en þar er íslands getið nokkru fyrir lánd- nám. Arngrímur reis nú upp til andmæla og ritaði allmikla bók: Specimen Island- iæ historicum (Sýnisbók íslenzkrar sögu). Rekur hann landnámssögu ís- lands eftir Landnámu og sýnir fram á, að landnámsmenn hafi komið að óbyggðu landi, þegar þeir settust hér að seint á 9. öld, en hugmyndir Pontanusar um Thule og forna byggð á íslandi séu rangar; hinar fornu frásagnir eigi ekki við ís'land, og skjöl erkistólsins séu ugglaust síðari falsanir. Arngrímur átti í miklum barningi að fá bókina gefna út, en loks var hún prentuð í Amster- dam 1643. Specimen er jöfnum höndum deilu- og sagnfræðirit, en virðist þó fremur eiga Framh. á bls. 13 10. nóvember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.