Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 10
! ' ■ *r: Allur hans hugur var við þetta Vi&tal við Guðlaugu Magnúsdóttur — Við fórum uppeftir og vorum við- stödd athöfnina við Stjórnarráðið, ég, ipp maðurinn minn og Þorsteinn Bjarnason, stjúpsonur minn. Það var yndislegt veð- Jll ur, blíða og stilla. Athöfnin var mjög hátíðleg, lúðrasveitin spilaði, Sigurður Eggerz hélt ræðu, danski fáninn var dreginn niður og íslenzki fáninn var dreginn upp. Það er mér ógleymanleg stund. Og svo var skotið 21 skoti af Isiands Falk, sem hér var og foringi varðskipsins hélt ræðu. Það var mjög falleg ræða hjá honum. Jóhannes Jó- hannesson talaði líka, því að hann var forseti Sameinaðs þings. En allt þetta vitið þér náttúrlega. Stemmningin var róieg. Það dró afskaplega mikið úr, að megnið af Reykvíkingum átti um sárt að binda, spænska veikin lagði allt undir sig. Það var t.d. nýbúið að jarða einka- bróður minn, sem dó úr spænsku veik- inm úti í Kaupmannahöfn, svo að þetta voru bæði sorgar- og gleðitímar. Ekki man ég, hvort maðurinn minn fór inn í Stjórnarráðið, þegar athöfninni var lokið, en sjálf fór ég fyrst til foreldra minna og svo heim, var illa fyrirkölluð, en vildi ekki missa af þeirri sjón að sjá íslenzka fánann dreginn upp. Við vorum heima með fjölskyldunni það sem eftir var dags, tveir eldri syn- ir okkar voru þá litlir, og það var mikil Frú Guðlauig Magnúsdóttir, ekkja ánægja ríkjandi á heimilinu yfir áfang- Bjarna Jónssonar frá Vogi, býr að Tún- anum, sem náðst hafði. Bjarni hafði að götu 16, en þangað fluttust þau hjónin vísu áhyggjur af þessum tveim liðum, nokkrum árum áður en Bjarni dó. „f sem voru ekki nægilega skýrir í samn- þessu húsi héldum við upp á sextugs- ingunum, ákvæðinu um jafnrétti þegn- afmæli hans“ segir hún um leið og hún anna og uppsagnarákvæðinu, en býður mér til stofu. Erindi mínu, að þf,ð leystist farsællega og það er leið- rifja upp, hvernig hún og maður henn- iniegt, að hann skyldi ekki lifa það, því ar vörðu fullveldisdeginum tekur hún að allur hans hugur var við þetta alla af alúð. — æfina. sv. j. Halldór Hansen sjalfstæði Islands. Þeim fannst Tsland '?era og eiga að vera nýlenda Danmerk- U" líkt og Grænland, en þó mætti mað- ur skilningi hjá sumum þeirra. Ekki man ég til þess að ég hafi verið við- staddur athöfnina við Stjórnarráðið, en ævli ég hljóti ekki að hafa verið þar, þaö foru allir sem komust. Annars voru þetta hörmungartímar, margir áttu um sórt að binda vegna veikinnar, þótt veikin sjálf væri í rénum um mánaða- mótin nóvember — desember. Það mætti segja mér að dregið hafi úr hátíðaskapi fóiks þess vegna, enda þótt það verk- aöi ekki á fögnuðinn í sjálfu sér. Sjálf- ur var ég búinn að liggja í 11 daga með 41 stiga hita — margir læknar lágu þá veikir, — og á morgnana las ég dánar- fregnir um kunningja mína í Morgun- Fögnuöur þrátt fyrir hörmungar ViStal viS Halldór Hansen Halldór Hansen, dr. med. byrjaði la knisstörf í Reykjavík árið 1916, en kandídat varð hann 1914. — Mér er nunnisstæðast, hvað allir voru hamingju samir yfir þessum áfanga í sjálfstæðis- baráttu okkar. Ég dvaldist í Danmörku í tvö ár áður en ég byrjaði hér sem læknir og lenti oft í dálitlum orða.senn- um við dönsku læknana einmitt út af blaðinu. Ég man, að einu sinni kom til mín Matthías Einarsson, útkeyrður nátt úrlega, settist í stól, fékk sér eitt glas aí víni hjá mér, gleymdi sér augnablik, rauk á fætur og sagði um leið: Helvíti áttu gott. Vertu sæll. — En svo komst eg á fætur og fór í fullan praxís. Þá var barnaskólinn enn fullur af sjúkl- ingum. sv. j. Guðlaug Magnúsdóttir Vonarbjarmi á austurhimni ViStal v/ð Aðalbjörgu Sigurðardóttur Haustið 1918 er eins og mynd sem kemur fram í hugann, segir frú Aðal- björg Sigurðardóttir. Hún situr and- spænis stofuglugganum í íbúð sinni við Lönguhlíð. Þaðan hefur hún útsýni Efst í huga hvað faðir minn var glaður Viðtal við Önnu Johannessen og Lárus Jóh annesson Frú Anna Johannessen og Lárus Jó- hannesson, fyrrv. hæstaréttardómari, fylgdust vel með atburðum 1918, enda var faðir þeirra, Jóhannes Jóhannes- son, bæjarfógeti, formaður samninga- neínaarinnar, svo sem kunnugt er. Mig langaði að skyggnast aftur í tímann inn á heimili Jóhannesar þennan dag og þau tóku því vel: Mér er efst í huga, hvað faðir minn var glaður þennan dag, segir frú Anna, ég var viðstödd athöfmna við Stjórn- arráðið með honum og á eftir fórum við út að ganga og þá bauð hann mér inn á kaffihús, en það gerði hann aldrei hér í Reykjavík hvorki fyrr né síðar. Þeíta var í eina skipti, sem hann gerði slíkt, en honum fannst svo stórum áfanga náð þennan dag og því ástæða til að gléðjast. I þessu sambandi langar mig að minn- ast Jóns Magnússonar, því að nulli heimilis foreldra minna og heimilis Jóns og frú Þóru var ákaflega góður vinskapur. Jón kom oft til pabba og eins kom frú Þóra. Hún var ágætiskona og ég man, að mamma dáðiist að því, hvað hún var mikill styrkur sínum manni. Vinskapur milli heimilanna hélzt alla tíð, þeir voru mestu mátar, Jón og faðir minn, og áreiðanlega hefur vín- átta þeirra eflzt þetta tímabil, sem þeir unnu saman í nefndinni. En þér skuluð helduæ tala við bróður minn, hann hefur áreiðanlega frá meiru að.segja. Lárus man vel eftir samningafundum og undirbúningi öllum. — Samningsupp- kastið var undirritað ef ég man rébt þann 18. júlí, segir hann. Menn voru mjög ánEeigðjr, a. m. k. rnikill meiri hlutinn var ánægður. Sér- scakt aukaþing var kallað saman, sem ræddi þetta mál eingöngu og það var samþykkt gegn aðeins tveim mótatkvæð- um, atkvæðum Benedikts Sveinsson- ar og Magnúsar Torfasonar. Ég var á þessum þingfundi og það var mjög gaman að heyra gömlu samstarfs- mennina í stjórnmálum, Bjaina frá Vogi og Benedikt Sveinsso-n, kastast á hnút- um og vitna óspart í Sturlungu og forn- ritin. Svo skrifa'ði Magnús Arnbjarnarson pésa þar sem hann réðst á samnings- uppkastið og Bjarni frá Vogi svaraði með öðrum pésa. Pabbi var ákaflega glaður, þegar þetta var b.iið, en tvímælalaust á Jón Magnússon mestar þakkirnar skildar, að fór svona vei Hann var svo lipur samningsmað- ur — og ég held, að ég ærumeiði eng- an, þó að ég segi, að hann sé vitrasti maður, sem ég hef kynnzt um æfina. — Eftir saihþykktina á þingi varð að koma til þjóðaratkvæðagreiðsla, þar voru að mig minnir, mjög fá mótat- kvæði, en svo kom innflúenzan inn í þetta. Það var ógurlegur tími og inn- flúenzan setti sinn skugga algerlega á alla aðra atburði. Við bjuggum þá í Þórshamri. Mamma og pabbi voru þau einu, sem uppi stóðu. Pabbi gerði ekki annað en afsegja víxla og skrifa dánarvottorð. Einn daginn kr m dyravörður bankans með allan vjxlakassann eins og hann lagði sig, all ir voru veikir og enginn til að afgreiða í bankanum. Ég lá í rúminu og skrifaði ‘nafn mitt ;sem vottur, fékk 50 aura á víxil og einn daginn vann ég mér þannig inn 175 krónur, og í þá daga voiu það mánaðarkaup verkamanns. En þó að þetta hafi auðvitað verið miklir peningar fyrir mig, held ég, að ég hafi tæplega haft jafnmikið fyrir nokkurri vinnu eins og að skrifa nafnið mitt í þetta sinn, því að ég var svo veikur. Innflúenzan kom í veg fyrir öll há- tíðahöld, en athöfnin við Stjórnarráðið var þrátt fyrir það ákaflega hátíðleg stund. íslands Falk var inni, danski fáninn var dreginn niður, sá íslenzki dreginn upp og þá var skotið 21 skoti af Islands Falk. Það var fullveldismerkið og þar með var formleg viðurkenning fangin. Pabbi hélt alltaf upp á þennan dag og gerði sér alltaf dagamun. Og þenn- an dag, 1918, — bauð hann okkur inn á Skjaldbreið. Það er víst í eina skipt- ið, sem hann kom inn á Skjaldbreið. sv. j. vítt, hús og himinn renna saman í eitt. En erindið var að hverfa fimmtíu ár afcur í tímann. Þá voru aðrir tímar og öiinur borg. — Þessir tímar voru svo frábrugðnir öllu öðru, segir frú Aðalbjörg, að fólk mundi varla trúa því. Það var svo margt sem gerðist á sama tíma. Heimsstyrjöldin var búin að standa yfir, enn voru hér bág- indi eftir frostaveturinn á undan. Hér var beinlínis hungur víða, fólk var svangt, og það var eldiviðarskortur. Aðallega var hitað með mó og hreint ekki meira en eitt herbergi í íbúð. Svo var það Kötlugosið og spsenska veikin, sem lagði alla Reykvíkinga, eða sama sem, i rúmið á skömmum tíma. 9. nóvem- ber veiktist fólkið heima hjá mér, en veikin var eiginlega gemgin yfir í Reykjavík 1. desember. Þá er mér minn- isslætt, að ég gekk upp á loftið kvöld eftir kvöld og stóð þar við gluggann og borfði á bjarmann af eldinum, sem lagði undir sig allan austurhimininn, og það var manni eins og vottur allra þessara skelfinga sem enginn vissi, hvernig mundu enda eða hvenær mundu enda. — En þetta var afskaplega falleg sjón. Og ég man eftir því, þegar ég fór í fyrsta skipti út eftir að ég komst á fæt- ur. Ég gekk upp Bankastræti og Lauga- veg um hádaginn og mætti ekki nokkr- Aðalbjörg Sigurðardóttir 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.