Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Blaðsíða 9
Leiðin lá yfir hrikaleg' fjöll, eins og t.d. á myndinni, sem tekin er nálæg't Khyber-skarð- inu. ■■■’■■ .■•.■• vk «»sSffi6S»'víTOeB9Matii/-®œ5#s55S5Bis. . Sigurvegararnir skála í kampa- víni eftir komuna til Sidney. Þeir eru allir Skotar. hún ekki þar heldur, og síðar kom í ljós, að hún var undir framsætinu hjá honum sjálfum, en þarna hafffi dýrmætur tími farið til einskis. I Norður-Frakklandi skall á niðdimm þoka, og sumir Ástra- líukeppendurnir villtust þar langar leiðir, vegna þess að þeir liöfðu aldrei á ævi sinni séð þoku. Sí?t af öllu liefðu menn búizt við að Merced- es Benz bilaði fyrstur, en það gerðist norðan við París og olli það verulegum töfum. Það vakti athygli að Rússar sendu nú í fyrsta sinn fjóra Mosk- vits-bíla til að taka þátt í þess- um kappakstri og stóðu þeir sig vel. Illa fór fyrir tveim Svíum í Lotus-Cortina. Ofaná- liggjandi knastás í vél þeirra bilaði, nálægt Torino og stykk- ið reyndist ekki fáanlegt þar í borginni. A3 lokum hafðist upp á manni, sem átti sams- konar bíl, eg hann notfærði sér vandræði Svíanna og seldi þeim stykkið í neyð þeirra fyr- ir 22 þúsund krónur. Þeirvildu fremur borga þetta okurverö en hætta svo snemma í keppn- inni. Sá bíllinn, sem langsamlega mesta athygli vakti á leiðinni var 1930 módel af Bentley. Ferð hans endaði hins vegar ekki með þeim glæsibrag sem til var ætlazt. Á miðri leið ók ökumaður út af í fjalllendi og þótt þeim gamla væri tjaslaö saman að nýju, var þátt- töku hans þar með lokið í keppninni. A Norður-Indlandi ók Cortína 1600 út af allhá- um vegarkanti og hafnaði svo að segja í klessu, en keppend- ur hlutu beinbrot. Porsche kom á þrem dekkjum til Bom- bay, drifið brotnaði í Rover 2000 í íran, og þrívegis braut Holden frá Ástralíu afturöxul- inn frá Teheran til Bombay. Þegar fyrrihluta kappakst- ursins lauk í Bombay, hafði Lotus-Cortina forustuna, ann- ar var Ford 20, MRS, þriðji Citroén, fjórði og fimmti BMC 1800, en Hillmann Hunter í sjötta sæti. Margt fór öðruvísi en ætlað var. Peugeot 404, sem unnið hefur hvern Austur-Af- ríkukappaksturinn á fætur öðr Framh. á bls. 15 Árangur Moskvits ýtir undir rússneskan bílaiðnað Þátttaka Moskvits í maraþon- kappakstrinum bendir til þess að Rússar ætli áð leggja aukna á'herzlu á bílaframleiðslu sína, ef til vill með aukinn útflutn- ing fyrir augum. Forseti v/o Avtoexport, V.M. Petrov í Moskvu, hélt ræðu á blaða- mannafundi þar í borg og sagði meðal annars: Fimm ára áætlunin um upp- byggingu efnahigslífs Sovét- ríkjanna, gerir ráð fyrir enn frekari og hraðari aukningu bifreiðaiðnaðarins. Útflutningur á bifreiðum hefur einnig farið fram til margra landa vestur Evrópu, nálægari Austurlanda og Af- ríku. Bifreiðar framleiddar í Sovétríkjunum eru vel þekktar í mörgum löndum heims, þar á meðal, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu, Ástralíu, Egyptalandi, Pakistan og mörgum fleiri. V/O „Avtoexport“ tekur stöð ugt þátt í alþjóðabifreiðasýning um. Bifreiðar framleiddar í Sovétríkjunum, hafa árlega ver ið sýndar á yfir fjörutíu sér- stökum sýningum. Alls konar keppni í sam- bandi við bifreiðar og bifreiða- akstur að undanförnu hefur hjálpað til að opna augun fyrir gildi bifreiða sem farartækja. Bifreiðaframleiðsla Sovét- ríkjanna hefur dregið a’ð sér athygli í fjölmargri keppni að undanförnu, svo sem í kapp- akstri í Eþiópíu, Svíþjóð, Aust- urríki og Ungverjalandi og hafa bifreiðar framleiddar í Sovét- ríkjunum verið á meðal þeirra sem verðlaun hafa hlotið. Tveir Moskvitsar alca á fullri ferð gegnum þorp í Afghanistan. Það vakti athygli að allir fjórir Moskvitsarnir komust á leiðarenda og hið sama gerðu raunar allir fjórir Volvo-bilarnir. Annar i röðinni varð Poddy Hopkirk a BMC 1800 og bill af somu gerð varð nr. 5. BMC 1800 er með vökvafjöðrun og framhjóladrifi og þykir hafa staðizt þessa raun með stakri prýði. Sorglegur endir. Eftir að hafa tekið örugga for ustu á endaspretti, lenti Citroén í árekstri skammt frá Sidney. Ekki varð þó slys á mönnum. 2. marz 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.