Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Blaðsíða 15
samt kirkj unni. Frá þessum stofnunum berst út hingað óm- ur samtímans og þar óttu skáldin sína áheyrendur og styrktarmenn. Eftir 1066 tekur fyrir áhrifin. frá ensku kirkj- unni og þá taka íslendingar að leita sér menntunar suður í lönd. Og á undraskömmum tíma hefst hér andleg iðja í stíl þeirrar sem tíðkaðist út í Evrópu á 12. öld. Allur þessi starfi var á snærum kirkjunn- ar, en kirkjan hér var sam- tvinnuð höfðingjaváldinu og lengi vel náðu áhrif hinnar al- þjóðlegu kirkju hérlendis ekki lengrá heldur en höfðingjavald inu hentaði. KAPPAKSTUR Framh. af bls. 9 um, kom aðeins í 34. sæti til Bombáy. Saab, sem einnig lief- ur staðiS sig mjög vel í álíka þolraunum, lcom í 25. sæti. En Ástralía reyndist ekki síöur erf iður farartálmi. Þar lá leiðin yfir óbyggðar eyðimerkur í suð urhluta landsins. Yfir vegi og vegieysur, um aan og rjon. Hit inn var að jafnaði 48 stig á Celcíus, og má segja að fyrir ökumennina hafi leiðin um Astralíu orðið erfiðust þol- raun. Enda fór svo, að á þess- um síðasta spöl urðu 16 bif- reiðar að hætta í keppninni. Af þeim 98 bifreiðum, sem'hófu keppnina, luku aðeins 57 við hana og komust alla leið til Sydney. 41 bifreið heltist úr lestinni á leiðinni af ýms- um ástæðum. Á leiðinni yfir áströlsku Alpana, þar sem mjög reyndi bæði á bíla og ökumenn, tóku sauðirnir að greinast frá nöfrunum. Þar tók Citroén forustuna, en skæðustu keppinautarnir voru Lotus- Cortina og Ford 20 MRS. Hvorki Lotusinn né Ford 20 þoldu álagið og brotnuðu þeir báðir. Citroén brunaði niður úr Ölpunum og á sléttlendið, síð- asta spölinn. A leið eins og þessari sýnist raunar harla ó- líklegt að hægt sé að sigra Citroén, enda virtist liann ör- uggur sigurvegari, þegar slys bar að höndum. 1 blindri beygju rakst hann á lítinn ást- ralskan bíl, með þeim afleið- ingum, að hann fór svo að segja í klessu að framan en ökumennirnir voru furðu lítið særðir. Nú voru þrír þeir sigur- stranglegustu úr sögunni og það kom í hlut Hillman Hunt- er að sigra og höfðu þó fáir eða engir búizt við því. Öku- mennimir, Cowan, Coyle og Malkin unnu þau 10 þúsund pund, sem verðlaunin hljóðuðu uppá. Annar í röðinni varð BMC 1800, þriðji Falcon GT, fjórði Porsche 911 og fimmti BMC 1800. Þá var einnig keppt um sveitarverölaun og hlaut Ford- sveit Astralíu 1. verðlaun, brezka Leylandsveitin (BMC 1800) varð nr. 2, B-sveit Ley- land (BMC 1800) varð 3, en fjórða í röðinni varð sveit Moskvits. Það vakti talsverða athygli, að aliir Moskvits þíl- arnir fjórir luku keppninni. Tveir þeirra urðu meira aö segja framan við miðju, nr. 20 og 22. Þess ber að geta, að liinir fremstu í kappakstrinum voru allt þaulæfðir ökumenn, en Rússarnir iiöfðu ekki tekið þátt í slíkur.i kappakstri áður. Hefði það cinhverntíma þótt saga til næsta bæjar, að Mosk vits gæti í r.likum kappakstri orðið á undan bílum eins og Saab, Mercedes Benz 200, Peugot 404, og Rover 2000. DAGBLÖÐIN Framh. af bls. 4 Borba (Belgrad) — Samanborið við blöð í öðrum kommúnista ríkjum eru júgóslavnesk blöð mjög gagnrýnin, andlega lif- andi og koma víða við. Borba tekst að tengja jrásagnir sínar daglegum viðfangsefnum borg aranna og er ekki troðfullt af þurrum hagskýrslum. Erlend- ir fréttaritarar þess eru senni- lega þeir beztu í Austur- Evrópu. L’Osservatore Romano (Vatikanið) — 1 anda páf- ans, flytur fréttir og skoðanir af rósemi og sögulegu skijni og hefur séð marga ofsóknar- menn og harðstjóra koma og fara. Áhrif þess eru miklu víðtækari en eintakafjöldinn (um 70.000) þar sem það telur ekki aðeins kirkjuleiðtoga heimsins meðal áskrifenda sinna heldur einnig svo ólíka þjóðarleiðtoga sem Charles de Gaulle og valdhafana í Kreml. ABC (Madrid).— Sterkt og ná- kvœmt og hefur orðið fyrir- mynd allra blaðaskrifa á Spáni. Áherzla þess á bók- menntir, tónlist og heimspeki setur á það menntasvip. Það á undir högg að sœkja með rit- frelsi en hefur bætt upp getu- leysi sitt til að birta harðar pólitískar greinar, með því að flytja þeim mun betri ópóli- tískar frásagnir og myndir. Það ber vott um hugrekki og lægni við að láta til sín heyra, stundum með slóttugri gagn- rýni undir rós. NÝJAR DANSKAR BÆKUR Walter Briemel: Jean-Paul Sartre. En Dokumehtation i Tekst og Billeder. Pá dansk ved Ole Thyssen. Gyldendals Ugle bþger. Kpbenhavn 1968. Höfundur þessarar bókar, Walter Biemel, hefur verið forstöðumaður heim spekideildar tækniháskólans í Aachen frá 1962. Hann nam á sínum tíma þjó'ð- félagsfræði og sálarfræði í Búkarest og heimspeki hjá Heidegger í Freiburg og starfaði við Husserl-safnið í Leuven 1945 til 1951, m.a. við textaútgáfu á verkum Husserls. Hann hefur einnig skrifað rit- gerðir um Heidegger og þýtt verk hans á frönsku og hefur þvi djúpstæða þekk- ingu á verkum þeirra heimspekinga, sem haft hafa úrslitaþýðingu fyrir Sartre. Biemel er einnig sagður mjög vel heima í existenshugsun, upphafi hennai’ og af- leiðingum. í inngangi bókarinnar er fjallað um æskuár Sartres og uppvöxt. Segir þar frá því, að snemma hafi komið fram hjá honum löngun til að lóta að sér kve'ða fyrir mátt skrif- aðs orðs. Átta ára að aldri hafi hann skrifað „skáldsög- ur“ af miklum áhuga. Og fimmt- án árum síðar skrifar Simone de Beauvoir: „Sartre lifði til að skrifa. Hann var kallað- ur til að bera vitni um alla hluti og með forgangs- rétti nauðsynjar endurskapaði hann þá í huga sínum." Ennfremur segir Simone de Beauvoir: „Manneskjan varð að end- urskapast, og þessi uppgötvun varð hluti af starfi okkar. Við vildum þó aðeins leggja okkar skerf til þessa í bókum.“ Þessar tilvitnanir tekur Biemel sem einkennandi fyrir köllun Sartres og ævi- starf og á grundvelli þeirra lýsir hann því hvernig Sartre lifir existensíalism- ann allt frá bernsku og til þessa ára- tugs. í fyrsta kafla bókarinnar, þar sem sagt er náið frá bernsku hans og upp- vexti, eru dregin fram atriði, sem höf- undur telur líklegt, að haft hafi varan- leg áhrif á mótun Sartres. Segir hann m.a., að hann hafi aldrei í bernsku fund- ið til þess öryggis, sem foreldraást miðl ar flestum börnum sem sjálfsögðum hlut, en Sartre missti föður sinn ungur og var alinn upp hjá afa sínum sem kunnugt er. Hann hafi æ haft þá til- finningu að hann væri gestur, sem ekki beinlínis tilheyrir fjölskyldunni, en er liðinn þar. Þá er vikið áð verkum Sartres og í fyrsta kafla, sem um þau fjallar, er gerð gréin fyrir hugtakinu hlutdeildar- bókmenntir (littérature engagée), en Sartre hefur gjarna kallað sig hlut- deildarhöfund. Þá eru tilfærð nokkur dæmi úr skáldverkum Sartres, sem sýna einkar glöggt megineinkenni existensíal- ismans sem bókmenntastefnu, en ein- mitt á því sviði mun framlag existensí- alista markverðast. Frelsi er kjarnahug- tak í ritum Sartres og hér er fjallað um það í löngu máli. Leiðir frelsisins heitir einn kaflinn, en aðrir, Frelsi og val, Frelsi og staðreynd og Frelsi og ábyrgð. í síðasta kafla bókarinnar er gerð grein fyrir afstö'ðu Sartres og existensí- alismans til Marxismans. Þar gerir höf- undur grein fyrir því, með tilvitnun í verk Sartres, hvernig hann var í fyrstu andsnú- inn Marxisma, en hefur nú viður- kennt, að Marx- isminn sé heim- speki samtímans og býður sig fram til þjónustu sem hugmyndafræð- ingur. Hann geng ur ekki Marxism- anum á hönd bein línis, en gerir sig ánægðan með að hafa byggt upp hugmyndakeríi, sem geti orð- ið Marxismanum að gagni. 1 þessu sam- bandi má rifja upjp það sem segir fram- ar í bók Biemels um vinslit Sartres og Alberts Camus. Sartre vildi ekki skýra frá ástandinu í rússneskum þrælabúð- um í riti sínu Les Temps Modernes. Hann áleit að sannleikurinn um þau mál yrði til þess eins áð leggja íihaldssömum öflum vopn í hendur og spillti þannig málefnum öreiganna. Camus krafðist þess hins vegar, að sannleikurinn kæmi fram án tillits til afleiðinganna og hér skildi með þeim. Bók Biemels um Sartre er rituð af mjög staðgóðri þekkingu eins og áður sagði, en framsetning virðist einnig hlut- læg að því er bezt verður séð. Er góður fengur að þessari bók fyrir þá, sem vilja kynna sér helzta fulltrúa existensíalista. Sþren Krarup: Demokratisme. En kritik. Gyldendal. Kpbenhavn 1968. Eins og titill þessarar bókar raunar ber með sér, er h.ér um að ræða gagn- rýni á lýðræðisþjóðfélag samtímans. Fyrsti kaflinn heitir Nýtízkulegur skop- leikur. Er þar dregin upp mynd af menntuðum, hleypidómalausum foreldr- um, sem hafa lagt trúarlíf á hilluna, en leyfa börnunum að fara í sunnudaga- skóla til þess að þau sjálf geti sofið á sunnudagsmorgnum. Einn daginn, er börnin komu heim, kröfðust þau þess, að upp yrði tekinn sá siður á heimilinu að flytja borðbæn. Þar sem faðirinn var sálfræðingur hafði hann skilning á því hve hættulegt þáð gat verið að forsmá óskir barnanna, og nú, segir Krarup, var skopleikurinn settur á svið. Þegar mat- urinn var kominn á borðið spennti fjöl- skyldan greipar og þakkaði guði fyrir daglegt brauð. Faðirinn, sem fyrir löngu hafði sagt skilið við allt trúarlíf, og er ekki meðlimur neinnar kirkjudeildar, leiddi bænina, en konan og börnin fylgd- ust með. Krarup dregur fram þetta dæmi til að sýna óheilindi í þjóðfélaginu. Hér eru óheilindi hjá foreldrum, sem ekki koma til dyranna eins og þau eru klædd og sýnast frammi fyrir börnum sínum. I meginköflum bókarinnar fjallar hann áfram um svipuð óheilindi í ýmsum myndum. Heita þeir Siðapostulinn, Skóla máðurinn, Heimspekingurinn og Kirkju- maðurinn. Setur Kxarup fram skarpa gagnrýni í öllum þessum köflum, og beinir geiri sínum einkum að því, sem nýlega hefur gerzt í Danmörku. Tekur hann til meðferðar ýmis rit, sem þar hafa komið fram, yfirlýsingar stjórnvalda og hugsjónamanna og sýnir fram á veil- ur í röksemdafærslum. Er bókin hressi- lega og skarplega skrifuð, en leggur þó öllu meira kapp á að benda á það sem miður fer, en drepa á hitt, sem verða kynni til úrbóta. Thorkild Bjprnvig: Ravnen. Gylden- dai. Kþbenhavn 1968. Bók Thorkilds Bjþrnvigs, „Hrafninn", var önnur tveggja bóka, sem Danir lögðu fram hjá úthlutunarnefnd bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs sl. haust. Voru uppi raddir um það áður en verö- laununum var úthlutað, að bók Bjþrn- vigs hefði mikla möguleika til að verða kjörin verðlaunabók að þessu sinni. W. Biernel. „Hrafninn" er fjórða ljóðabók Bjþrn- vigs, sem er um fimmtugt. Fyrsta bók hans var ljóðasafnið „Stjarnan bak við gaflinn", sem kom út 1947, þá „Anúbis“ 1955 og „Mynd og 'eldur" 1959. En Bjþrnvig er ekki ljó'ðskáld eingöngu. Bjþrnvig ur bindum. Árið 1949 Hann hefur einnig skilað merkum verkum sem þýð- andi, gagnrýnandi og i-itgerðahöfund ur. Til magisters- prófs skrifaði hann ritgerð, sem heitir „Rilke og þýzk hefð", og síðar hefur hann látið frá sér fara þýðingar á ljóð- um Rilke í þrem- skrifaði hann bók um skáldskap Martins A. Hansens, sem hann jók og endurbætti í doktorsritgerð sinni árið 1964: „Altari Kains. Skáld- skapur og viðhorf Martins A. Hansens'*. Merkasta greinasafn Bjþrnvigs er talið „Upphafi'ð", sem út kom 1960. Bjprnvig er fulltrúi í Dönsku akademíunni og með ritstjóri í „Nýja bókasafni Gyldendals". Bjþrnvig er þroskaður höfundur og ljóð hans eru ekki fljótlesin, þau bera meiri keim af djúpri hugsun en hverful- um innblæstri. Hann yrkir í hefðbundnu formi og rímar saman aðra og fjórðu ljóðlínu, en ber þó fram tímabærar og knýjandi nýjungar í ljóðum sínum. I Danmörku hefur verið talað um „björn- vígskan módernisma" sem sérstætt fyrir- brigði í ljóðagerð samtímans. Danske Sagn og Æventyr. Med bill- eder af Niels Skovgaard. Gyldendal. Kþbenhavn 1968. í þessu þjóðsagnabindi eru þrjátíu og sex þjóðsögur og ævintýri. Er hér um að ræ'ða sögur, sem félagið „Fremtiden" lét prenta á árunum 1913 til 1929. Voru sögurnar valdar af hinum kunna þjóð- sagnafræðingi Dana, Axel Olrik. Þær voru svo gefnar út í heildarútgáfu 1929 og í þessari útgáfu er stuðzt við heildar- útgáfuna, en stafsetning er færð til dansks nútimamáls. Bók þessi er tæpar tvö hundruð blað- síður í stóru broti. Er frágangur allur hinn vandaðasti og skýringar gefnar á ýmsum fornlegum orðum og orðatiltækj um. Myndir Niels Skovgaards eru lista- vel gerðar og stuðla að því með sögunum áð koma ímyndunaraflinu á hreyfingu. J. H. A. 2. marz 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.