Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Side 13
Við drepum. Við höfum drepið Martin Brown. Við erum glæpamannaflokkur: Kvöld eitt er frú Brown í eldhúsinu hjá sér og berst við grátinn. Það er barið að dyrum og henni til undrunar er þetta Mary. „Mig langar að fá að sjá Martin“ segir telpan. „En góða mín veizt þú ekki að Mar- tin er dáinn? svarar frú Brown. Þá skellihlær Mary og segir: „Ég veit það, en mig langar til að fá að sjá hann í líkkistunni“. Frú Brown starir á telpuna stundarkorn skelf- ingu lostin en skellir síðan aft- ur hurðinni. Mary vildi fá sönnun fyrir valdi sínu. Hún vildi sjá andlit fullorðinnar manneskju afmyndast af ótta O'g örvæntingu. RAKVÉLARBLAð Mary nýtur nú afleiðinga glæps síns. Hún nýtur þess að vita lögregluna 1 eita glæpa- mannsins, heyra fullorðna fólk- ið hvíslast á, skelfingu lostið, vita að aðeins þær Norma tvær vita allt. Sjálfum glæpnum man hún ekki lengur eftir, hún hef- ur gjörsamlega gleymt honum, eins og maður gleymir kett- lingi sem maður hefur leikið við smástund og hleypur síðan á brott. Sumarið kemur og skólinn hættir. Börnin tínast burt í sumarbúðir. Fáir verða eftir í Soctswood. Menn hætta að tala um Martin. Mary og Norma reika um Whitehousegötu og hafa misst glæpinn. Dag nokk- urn í júlí situr 3 ára hnokki, ljóshærður og hrokkinhærður, Bryan Nowe, fyrir framan hús foreldra sinna. Honum leiðist. Hann verður himinlifandi þeg- ar tvær stórar stelpur vilja fá hann með sér í Indíánaleik. Mary ákærir Normu fyrir að hafa framið þetta morð. Greini- lega aðeins til þess að geta sagt betur frá því í smáatrið- um heldur en til að koma sökinni á annan. Til þess að verða enn sterkari og finna meira til sín og til þess að geta sýnt betur bvernlg Tmn kyrkti Bryan. Þegar hún skýrði frá morðinu vði yfir- heyrslurnar og frammi fyrir dómurunum sagði hún „ég“ þegar hún talaði um Normu. Mary og Norma fóru með Bryan út á opið svæði bak við dálítinn múrvegg. Þar byrjaði Mary að taka fyrir kverkar honum en hann reyndi að verj- ast. Mary talaði þá blíðlega við hann og sagði: „Bráðum kemur kona hingað með kökur handa okkur. Ef þú verður ekki þægur þá færð þú enga köku.“ Bryan lét sér segjast og Mary fór aftur að taka um hálsinn á honum. Bryan reyndi að kalla en Mary hló og sagði: „Hvað gengur eiginlega að þér, ertu með kött í hálsinum?“ Nú kom hópur af börnum, sem fóru að leika sér rétt hjá múrnum. Mary elti þau og kallaði: „Far- ið þið í burtu eða ég siga á ykkur hundinum mínum“. Börn in fóru og enn réðist Mary á Bryan og tók fast um hálsinn á honum. Hún herti tökin og það heyrðist hrygl í drengnum. Við yfirheyrslurnar hefur komið í ljós að Norma hefur líklega aðstoðað hana með því að halda fyrir nasir drengs- ins sem barðist i dauðans ang- ist. Áður en þær fóru burtu skar Mary lokk úr háir Bry- an með rakvélarblaði og skar djúpt sár í læri hans og neðri hluta líkamans. Mary og Norma ætla ekki að geta slitið sig burt frá líkinu. Þær vilja njóta glæpsins betur, bíða eft- ir að enn sé ekki öllu lokið, bíða eftir síðasta ópi Bryan. Loks hverfa þær á brott og skilja drenginn eftir eins og brotið leikfang. Eftir að líkið fannst beindist athyglin að Mary vegna þess að hún reyndi að koma' grun- semdum á ungan dreng í ná- grenninu. Nú reyndist fúll- orðna fólkið sterkara. Mary var tekin föst. Síðan 1946 hafa verið fram- in 28 morð í Stóra-Bretlandi, þar sem fram hefur komið að morBIngJarnlr hafa veriðbðrn. Engin þessari barna hafa ver- ið dæmdir glæpamenn. Mary er sú eina af þessum morðingjum sem við yfirheyrslur er talin hafa djöfullagt eðli. Yfirvöld tala um hroka hennar, gáfur, undirferli og glæpi. Kviðdóm- arar telja að djöfullinn búi í henni, ekki að hún sé sjúk. Brezk réttvísi trúir nefnilega á djöfúlinn. Ákæruskjal Herra Rudolp Lyons gæti eins verið ákæruskjal frá miðöldum, það sannar innihald þess: „Mary er yfirgangssöm, grimm, sam- viskulaus, valdafíkin, óvenju greind og skelfilega kaldlynd. Þetta sannar að djöfull býr í henni.“ Rudolph Lyons hefur orðið fyrir áhrifum sumra Lág- kirkju-guðfræðinga sem eru þeirrar trúar að djöfullinn búi í sumu fólki frá íæðingu. „All- ir geta verið fæddir illir.“ Kviðdómurinn í Newcastle- upon-Tyne hefur „rekið úr Mary hina illu anda“ með því að dæma hana í lífstíðarfang- elsi. Ekkert er eftir nema sjúkl ingurinn Mary. Hún getur leik- ið sér á grasblettinum fyrir utan Cumberlow Lodge, bak við járnnet. Hún er ekki lengur annað en lítil ónáttúruleg stú'lka eins og hin börnin sem hafa framið samskonar glæpi. Francois Chaviglioli. í kaupavinnu Framh. af bls. 7 væri skammt frá, og hreiðra um mig í heyi. Að svo mæltu smellti hann hurðinni aftur við nefið á mér. Ég fór nú að leita uppi hlöðuna. Hún stóð skammt frá bæjarhúsunum. Ekki leizt mér á að taka á mig náðir þar. Hlaðan var dimm og draugaleg, og ekkert nýtt hey sýnilegt, aðeins gamall stabbi á miðju gólfi. Ég sneri frá þess- ari vistarveru og rölti inní skúrdyr íveruhússins og hímdi þar til morguns, ýmist istand- andi uppá endann eða sitjandi flðtum beinum á gólfinu, því ekkert var þar annað sem hægt væri að tylla sér niður á. Nú var komin suddarigning. Ég var alltaf að líta á úrið, en því miðaði ekkert áfram. Ég hafði talið víst, að heimilisfólk- ið myndi fara á fætur um sjö- leitið og loksins hafði úrið mitt náð því marki, en ekki bólaði á neinni hreyfingu í bænum. Seint og síðar meir, rétt fyrir átta, opnast hurðin fram í skúr- inn og fram kemur stúlka. Hún virðist auðsjáanelga undrandi yfir að sjá þarna manneskju sem hún bar ekki nein kennsl á, föla og ósældarlega eftir þessa miður skemmtilegu nætur stöðu í skúrnum. Hún ávarpar mig og spyr, hyernig á ferðum mínum standi. Ég segi henni allt af létta. Henni bregður auðsæi- lega við er hún heyrir frásögn mína, og svarar: „Því segir mað- urinn þetta. Hér var aðeins einn næturgestur í nótt“. Síðan spyr hún mig hvort ég vilji ekki koma inn og fá mér heit- an kaffisopa. Mér var ekki sér- lega gefið um að fara þarna inn eftir þessa bersýnilegu út- hýsingu, en vildi hinsvegar ekki móðga þessa góðu stúlku, sem auðsjáanlega kenndi í brjósti um mig. Meðan ég var að drekka kaff ið spurði ég hana, hvort alltaf væri farið svona seint á fætur hérna. Hún sagði það ekki vera. Þetta væri undantekning þennan morgun. Heimilisfólkið hafði allt verið á skemmtun og ekki komið heim fyrr en langt var liðið á kvöld, og þess vegna sofið lengur frameftir en ella. Þá spyr stúlkan mig, hvort ég vilji ekki leggja mig fyrir. Ég muni hafa þörf fyrir það eftir slíka nótt. Áætlunarbíllinn komi hvort eð ekki fyrr en á morg- un. Ekki þóttu mér þetta góðar fréttir, en við því var ekkert að gera. Stúlkan áréttaði það við mig aftur, að ég skyldi hátta ofan í rúm og reyna að sofna. Ég lét að orðum hennar. En hvernig sem á því stóð, kom mér ekki blundur á auga, og þegar klukkan var tólf á há- degi, klæddist ég aftur, o g hugði að heimsækja nákomna ættingja mína, sem bjuggu þar á bæ skammt frá. IJeitir sá Minnibær. Ég spurði nú til veg- ar þangað. Mér var bent á tvær leiðir. Önnur væri að fara rudd an götuslóða og væri það um klukkustundar gangur en hin var sú, að halda beint af aug- um yfir holt nokkurt, sem mér var bent á þarna af bæjarhlað- inu. Það tæki ekki nerna hálf- tíma. Ennfremur var mér sagt, að ég myndi sjá bæinn, þegar ég kæmi upp á háholtið. Þessa leið kaus ég, því að á var sudda rigning og ég svöng og illa á mig komin. Ég lagði nú af stað. Þá var klukkan hálfeitt. Ég hugði gott til að koma heim til frændfólks míns, hvíla mig og fá eitthvað í svanginn. Ég hélt nákvæmlega í áttina sem mér hafði verið vís- að til. Þegar upp á holtið kom, tók ég að skyggnast um, en sé engan bæ. Held ég nú enn áfram í sömu átt og bjóst við að sjá bæinn á hverri stundu. En hér var enginn bær neins- staðar sýnilegur. Ég lít á úr- ið og sé að ég er búin að ganga í rúman klukkutíma. Mér fór ekki að verða um sel, en held samt áfram göngunni. Nú hafði hert á rigningunni. Síðan skall á þoka, svo að ég sá aðeins stutt frá mér, og nú var _ég far- in að finna til vatns. Ég hélt áfram lengra og lengra út í óvissuna. Eg sá hvergi til átta, engan bæ og ekkert fjall, að- eins sviplaust holt og mela alls staðar í kringum mig. Klukkan var orðin tvö, síðan þrjú, og svo varð hún fjögur, og ég hélt alltaf áfram að ganga. Ég var orðin hálf máttvana af hungri og þreytu, og ég var farin að óttast, að ég væri komin til óbyggða. En það var ekki um annað að gera en halda göng- unni áfram, því að ég treysti mér ekki til að setjast um kyrrt úti á víðavangi í þessari kalsa rigningu, og bíða þess að þokunni létti. Loks var klukk- an orðin fimm, og hvergi rof- aði fyrir neinu byggðu bóli. Ég rölti áfram hvíldarlaust, orðin dauðuppgefin af þreytu og öll holdvot inn að skinni. Seint og síðar meir sá ég grilla í kýr fram undan mér. Þá var klukk- an farin að ganga sjö. Þegar ég var barn, var ég stönguð af mannýgri kú. Eftir það var ég alltaf gripin af skelfingu, hvenær sem ég mætti kúm á förnum vegi. En í þetta sinn varð mér innanbrjósts, eins og ég hefði komið auga á lífgjafa minn, því að nú gat ég ekki verið langt frá mannabyggðum. Litlu seinna grámaði fyrir torf- kofa. Ég tók stefnu beint á þetta mannvirki, og þegar þangað kom, sá ég bæjarhús skammt undan. Þeim fögnuði, sem greip mig, af að vera kom- in til mannabyggða, get ég með engum orðum lýst. Ég herti sporin heim að bænum eins og kraftar mínir leyfðu, barði að dyrum, og út kemur miðaldra kona mjög geðsleg. Ég heilsa henni og spyr, hvað þessi bær heiti. Hún segir að hann heiti Brjánsstaðir. Sannast að segja fannst mér það þó skipta litlu máli, hvar ég var niðurkomin. Hitt var aðalatriðið að ég hafði á endanum náð til m.annabú- staða. Konan bauð mér þegar að ganga í bæinn. Henni var h ermáia/ FLOUR^ , .. jf MEDAL BETRI KOKUR BETRI BRAUÐ UPPSKRIFT VIKUNNAR: BERLÍNARKRANSAR iy3 boll lint smjörlíki. 1 bolli sykur. 2 tesk. saxaður appelsínubörkur. 2 egg. 4 bollar GOLD MEDAL hveiti. Hrærir smjörlíkið, sykurinn og appelsínubörkinn og egg- in vel saman. Bætið hveitinu útí. Hnoðið — kælið. Skeri'ð deigið í smábita, rúllið í lengjur. Snúið upp á lengjuna og gerið síðan einfaldan hnút úr lengjunni, þannig að sentimetersendi standi sín hvoru megin út úr hnútunum. Setjið í ósmurða plötu. Pennslið hnútinn með stífþeyttri eggjahvítu blandaðri 2 tesk. sykri. Skerið kokteilber til helming og setjfð í miðjan hnútinn. Smáræmur úr sítrónu berki notist til skrauts. Ofnhiti 400°. Bakið í 10—12 mín. (Úr deginu fást um 60—70 kökur). Ath. Ef deigið spring- ur, velgið það eða vætið með fáeinum dropum þar til sprungumar hverfa. 2. marz 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.