Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Blaðsíða 12
'Ó „Eitt prósent frá Kölska...!## rifið þar upp, en hann fannst ekki þar. í herbergi í norðausturenda hússins bjó maður, sem hét Helgi. Hafði Helgi verið mótor- ma'ður við frystihús Lofts Lofts sonar, er áður átti stöðina. Fer Lúðvík nú til þessa Helga og biður hann að hjálpa sér til að finna legginn. Kemur þá í ljós, að Hélgi hefir heyrt að smiður inn hafi látið hann milli þils og veggjar. Getur Helgi þess til að hann muni vera í herberg- inu, sem hann býr í. Er nú aft ur farið að rífa og finnst legg- urinn þá þar. Leggurinn var mjög langur, enda gat Runólf- ur þess, að hann hefði verið þrjár álnir og sex tommur á hæð. Þegar leggurinn var fundinn tók Lúðvík hann og fór með hann upp í búðina sína, til þess að hann tínist ekki aftur. Lét hann smíða utan um legg- inn vandaða kistu, og var legg- urinn svo kistulagður. Stóð kist an svo í búðinni upp undir ár, og bar ekkert til tíðinda. Voru svo þessar síðustu leifar Run- ólfs Runólfssonar frá Kólgu eða Klapparholti í Sandgerði jarðsungnar að Utskálum. Fór allt fram eins og við venju- lega jarðarför. Presturinn hélt ræðu í kirkju og söngflokkur kirkjunnar mætti.Þar varmargt fólk viðstatt, bæði úr Sandgerði og svo komu frá Reykjavík, Niels Carlsson og hans kona, frú Lilja Kristjánsdóttir. Lauga vegi 37 og frú Gíslína Kvaran. En um útförina sá Lúðvík og frú hans. En presturinn á Ut skálum hélt erfið. Var á eftir athöfninni drukkið kaffi hjá presti, og fór þetta allt virðu- lega fram. Þegar fundur var næst eftir útförina, kom Runólfur fram og þakkaði fyrir sig. Sagðist hann hafa verið þarna viðstaddur og lýsti útförinni svo nákvæmlega, að hann taldi upp kökusortirn ar, sem voru fram bornar á Ut skálum. Þakkaði hann Lúðvík og konu hans sérstaklega. Er honum mjög hlýtt til Lúðvíks, og eftir þetta kailar hann Lúð- vík alltaf húsbónda sinn. Hann kemur enn á fundina, en ekki að staðaldri. Eg fór að kynna mér kirkju- bækur Útskálakirkju frá því tímabili, sem Runólfur Runólfs- son vísar til. Eg fann nafn hans í bókunum. Árið 1849 er hann til heimilis í Klöpp í Hvalsnes- sókn.Árið 1859 er hann íFlanka staðakoti með konu, sem heitir Guðrún Bjarnadóttir. Þau eiga þá eina dóttur, sem heitir Guð rún María. Þetta ber heim við landsmannatalið 1860. Þar er Runólfur Runólfsson í Flanka- staðakoti talinn ókvæntur og grashúsmaður. Þar stendur einn ig, að hann sé fæddur í Mela sókn. Kirkjubækur Melasóknar sýna, að Runólfur er fæddur 25. desember 1828 að Melaleiti í Borgarfirði. Foreldrar: Runólf ur Þorsteinsson, vinnumaður á Hafþórsstöðum í Norðurárdal og Guðrún Magnúsdóttir, vinnu- kona á Melaleiti. Guðrún Bjarnadóttir er líka talin húskona í kirkjubókunum. Síðar er Runólfur í Klappar- koti (Kólgu), og eru þá börnin orðin þrjú, tveir drengir og ein stúlka. Árið 1879 er hann á sama stað. Þá er Guðrún Bjarnadóttir sennilega dáin. Nafn hennar sést ekki í kirkju bókunum. Árið eftir er nafn hans líka horfið úr kirkjubók- um Útskálakirkju, en í minister ialbók Útskálakirkju stendur eftirfarandi skýrsla: „Þann 16. október 3879 varð Runólfur Runólfsson, húsmað- ur í Klapparkoti, úti voveiflega á heimleið úr Keflavík í stór- viðri, rigningu og stormi, all- skammt frá bæ sínum, um miðja nótt, meint að hann hrakizt hafi niður í fjöru fyrir sunnan Flankastaðatúngarð, hvar sjór hafi tekið hann, því bein hans fundust löngu seinna sundur- limuð og fatnaður." Þessi sama bók sýnir, að þess ar leifar Runólfs Runclfssonar hafa verið jarðsungnar 8. janú- ar 1880, og er hann þá talinn, vera 52 ára. Eru þá liðnir tæp- ir þrír mánuðir, frá því að hann hvarf og þar til hinar sundur- limuðu 'leifar hans fá legstað í vígðri mold, og þó ekki allar. Leggurinn finnst ekki fyrr en 1940, og eru þá liðin 60 ár frá þessum atburði. ★ Það, sem gerðist í sambandi við Runólf Runólfsson, varð okkur, sem við það vorum rið- in, svo eftirminnilegt, að við teljum okkur muna það greini- lega. Erum við því fús til að votta, að rétt er farið með það, sem að framan er skráð Reykjavík, 23. apríl 1946. Lúðvík Guðmundsson. Jórunn Guðmundsson. Lilja Kristjánsdóttir. ' Kristjana Árnadóttir. Niels Carlsson. NÆSTA SUNNUDAG: SAM- TAL VIÐ HAFSTEIN BJÖRNS SON, MIÐIL. ERLENDAR BÆKUR __________________V THE AKMS OF KRUPP. Willi- am Manchester. Michaei Joseph 1968. Orðið Krupp vekur með nú- tímamönnum misjafnar titfinn- ingar og hjá höfundi þessarar bókar hafa þær verið heldur nei- kvæðar fyrir fjölskylduna frá upphafi vega. Höf. setti saman mjög vinsæla bók „Death of a President", þar sem enginn skuggi féll á aðalhetju hárm- leiksins. í þessari bók er skugg- inn yfirgnæfandi, Manchester rek ur upphaf Krupps fjölskyldunn- ar inn í myrkvaða skóga Ger- imaníu, þar sem „Bl'ynhildi dreymdi um blóðugar axir“, síð- an er saga fjölskyldunnar rak- in út úr skóginum til þess er þeir ættmenn setjast að í Ruhr og taka til við járnsmíðar. Fyr- irtækið blómstrar og fjölskyldan hefst sem ein auðugasta fjöl- skylda hins keisaralega Þýzka- lands. Þeir auðgast einkum á vopnaframleiðslu og „Stóra Berta“ átti meðal annars ekki lítinn þátt í því að efla and- úðina á þessum kaupmönnum dauðans. Manchester gerir þessa vopnasala all ískyggilega í þessu riti sínu, allar gjörðir þeirra eru sprottnar af meðfæddri mann- vonsku og illsku, þeir eru illir eins og Þjóðverjar yfirleitt, að dómi þessa höfundar. Þegar illsk an er ekki nóg í frásögninni af viðbrögðum þeirra, þá er gripið til þýzkunnar, eins og stundum var gert í áróðursmyndum á stríðsáruunm. Kaflafyrirságnir eru á þýzku og þá kemur í ]jós að höfundur er ekki allt of vel að sér í þeirri tungu, svo að útkoman verður stundum kát- brosleg. Lokakaílinn er helgað- ur Álfried Krupp og með frá- falli hans kemur í ljós, að þessi mikli auður og vald fjölskyld- unnar nú á dögum var byggt á lánum, sem voru að komast í eindaga og Krupp sjálfur dett- ur niður dauður, og þótt höf- undur reyni að gera þetta dauðs- fall tortryggilegt, þá gengur hon- um það erfiðlega. Höfundur ger- ir sitt til að magna frásögnina óhugnaði og spennu og reynir að sýna þessa þýzku iðjuhölda í gervi hreinnar mannvonsku og illsku, en myndatakan misheppn- ast. Vanþekking höfundar og skortur á sögulegum skilningi gerir rit hans alls ekki meira heldur en sögulegan lipurlega skrifaðan reyfara, en reyfara sem þó er lesandi. LITLA STÚLKAN Framhald af bls. 7 ið undir læknis hendi vegna slæmrar geðheilsu. Hann er fluttur að heiman og býr hjá ástkonu sinni þar skammt frá. uppstökk, og stendur ýmsum stuggur af henni. Þó ber hún við að vinna á stundum, þá ýmist í Glasgow eða annars staðar iangt í burtu. Oftast býr hún með mági sínum. Þetta var nú heimur Mary Bell. í þessum heimi bjó hún sér til heilt konungsríki á ó- byggðu svæði og sjálf „höllin“ var gamalt hrunið hús, rúst, sem börnin í Witehousegötu kölluðu „Tin Liie“. í þessari „höli“ átti Mary Bell athvarf, þar leitaði hún hælis þegar hún skrópaði í skólanum, eða þegar eitthvað amaði að. Stundum fór Nóra vinkona hennar með henni til að njóta einverunnar í „höllinni“. Nóra 13 ára gömul dáðist mjög að Mary, bjó í næsta húsi við hana og hafði líka ættarnafn- ið Bell. Þótt þær væru óskyld- ar. í „Tin Lizzie“ kyrkti Mary Martin litla Brown, 4. ára drenginn, í viðurvist Nóru. STERKARI EN FULLORSNA FÓLKIð Eins og fyrr segir átti Mary sitt konungsríki í þessu ömur- lega umhverfi. Hún var frjáls og glöð og eldaði sjálf mat- inn sinn. Leikfélagarnir dáðust að henni. Sálfræðingar telja ■hana sterkan persónuleika. ■Hún vildi stjórna. Lítil stúlka •sem vill skipa fyrir — eins og •svo margar litlar stúlkur vilja. •Þótt ung væri að árum var •hún veraldarvön. Hún horfði töluvert á sjónvarp og bjó yf- •ir ýmsu, sem hún lét ekki uppi. 'Þegar hún var yfirheyrð varð- •andi síðara morðið á 3. ára ■Bryan svaraði hún: „Ég ætla ■að hringja í lögfræðinga mína, •þeir bjarga mér úr þessu.“ Og 'svo spurði hún: „Eru segul- •bönd falin í þessu herbergi“? ■Þessar athugasemdir, sem sýna ■þroska hennar notaði sækjand- •inn, herra Rudolph Lyons, •gegn henni í réttinum. Mary •horfði á framhaldsþættina „Dýrlingurinn" í sjónvarpinu af miklum áhuga, þessa þætti úr heimi fullorðna fólksins. Mary Alísa í Harma- landi“ bjó þannig í Whitehouse götu án þess eiginlega að búa þar. Ekkert í fari hennar vakti grun um hvað byggi innra með henni. Þó hún lifði í draumum sínum og gæfi í- myndunaraflinu lausan taum- inn höfðu engir af því áhyggj- ur. Að vísu dæma íbúar Scots- wood hana nú hart. Kona, sem býr við St. Marghariets-götu segir: „Ég bannaði börnum mínum alltaf að leika við Mary. Ég áleit hana ekki góðan fé- lagsskap fyrir þau.“ Og önn- ur kona segir: „Ég lét hana aldrei koma inn fyrir dyr hjá mér.“ En þessar skoðanir eru látn- ar í Ijósi eftir að Mary framdi glæpina og fólk var skelfingu lostið af hryllingi. Herra Roy- croft, sem er formaður barna- verndar í Newcastle sagði í réttinum: „Við vissum að Mary var varhugaverð, en ... ’í raun réttri vissi hann ekkert. Það eina sem hann vissi var að Mary skrópaði stundum í skólanum. Sælgætissalinn á horninu á St. Margaretgötu segir að Mary hafi verið sak- laus og indæl stúlka. „Hún •átti ævinlega aura til að kaupa sér ögn af sælgæti fyrir og stundum staldraði úhn við og rabbaði svolítið við mig.“ Sæl- gætissalinn er ekki mjúkur í máli þegar hann talar um ná- granna sína og viðskiftavini. „Slæmt fólk“ segir hann „mestu óþokkar“. Þetta er nú saga Mary litlu. Margt mun þó ó- sagt, sem engir vita neitt um. Það hefur komið í ljós að fyrsta morðið sem Mary framdi var þegar hún drap dúfu. Bróðir Normu átti dúfuna. Vegna þessa atviks varð mis- sætti milli þeirra vinkvenn- ana í vikutíma. Þá varð Norma fyrri til að bjóða sættir. Norma var forvitin. Hana langaði til að vita hvar Mary hefði lært að kyrkja dúfuna. Mary lét hana ganga lengi á eftir ésr, var leyndardómsfull en sagði ekkert. (Það var ekki fyrr en löngu seinna að hún sagði frá því hvernig hún hefði farið að. Hún hafði lært að kyrkja þeg- ar hún sá aðferðina í sjón- varpsþætti.) Hér koma í Ijós ákveðnir þættir í skapgerð Mary og einnig í skapgerð Normu. Sum sé forvitnin um dauðann sem heillar Mary á sama hátt og forvitnin um líf- ið. I augum Mary er dauðinn ekki ógæfa, heldur ein af gát- um lífsins. Hún vildi sjá dauð- ann eins og hún sé lífið. Nokkru eftir þetta er Norma farin að þreytast á merkileg- heitunum í Mary og dag nokk- urn gerir hún uppreisn, þrátt fyrir aðdáun á henni. Þetta á eftir að valda þeim óskap- legu atburðum sem á eftir fara. Það sem hún segir við Mary hefur hún lengi verið að velta fyrir sér. „Ég veit að þú hef- ur kyrkt dúfu, en þú gætir ekki kyrkt manneskju." Mary svarar þessu engu, henni sárn- ar, álit hennar er í veði. f s.ama mund kemur Martin litli Brown hoppandi á einum fæti í flasið á þeim. Mary spyr hann hvort hann vilji koma með þeim í Indíánaleik í „Tin Lissie“. Nú veit Norma hvernig á að kyrkja. Þrífa fast um Adams- eplið og herða að. Litlu stúlkurnar komu heim til sín aftur og hlógu eins og trylltar væru. Eftir þetta breytist persónuleiki Mary fljótt. Hún skynjar óljóst að hún hefur stigið örlagaríkt skref, að það er mikill munur á að drepa dúfu og að drepa litinn dreng. Hún finnur, að nú er hún orðin merkileg per- sóna. Nú ríkir hún ekki ein- göngu, yfir litlu stúlkunum í götunni. Nú er hún orðin sterk- ari en fullorðna fólkið. Þetta er annar meginþátturinn í sál- arlífi Mary. Hún reynir að líkj- ast fullorðna fólkinu, hún vill bera sig saman við það, vita hversu hún er megnug, eða ef til vill hefna sín. Þann 25 maí finnst lík Martin. Nokkrum dögum siðar laumast Mary og Norma að lögregluvarðstöð hverfisins og skrifa á vegg- ina: „Við höfum drepið og við munum koma aftur. Takið eftir 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. marz 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.