Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Blaðsíða 14
það ljóst, strax er hún leit mig, að ég var mjög illa á mig kom- in. Vatnið lak af mér, og ég var komin að niðurlotum af þreytu. Konan hóf góðgerðirnar á því að hita handa mér mjólk og sagði mér að drekka eins og ég gæti. Hún tæki úr mér mesta kuldahrollinn. Síðan var mér borinn einhver matur, og á með- an ég snæddi, sagði ég konunni alla hrakningasögu mína frá byrjun, og að för minni hefði verið heitið til Minnibæjar. Spurði ég hana, hvort sá bær væri langt í burtu. Hún kvað það ekki vera, það væri að mig minnir um klukkustundar gangur frá Brjánsstöðum. Mér hraus hugur við að fara þá leið ein mins liðs, eftir allar ófarir dagsins. Ég spurði því konuna hvort hún gæti ekki léð mér ein hvern til að fylgja mér. Hún sagði að það væri sjálfsagt. Mér er líka til efs að henni hafi lit- ist svo á ratvíis mína, að hún 'hefði þorað að sleppa mér einni. Konan gekk nú út úr stof- un-ni. Eftir nokkra stund kom hún inn aftur og sagði, að það væri búið að leggja ó tvo hesta. Ég gæti lagt af stað hvenær sem mér sýndist. Þetta var meiri höfðingsskapur en ég lhafði búist við af manneskju, sem ég þekkti ekkert. Ég hafði aðeins farið fram á, að hún léði mér einhvern krakka, sem gengi með mér að Minnibæ. Ég spurði hvað ég ætti að borga þenna greiða, en hún var ófá- anleg til að taka við nokkurri borgun. Ég kvaddi nú þessa góðu konu sem hafði tekið mér eins og besta móðir, og reið af stað ásamt drenghnokka sem var látinn fylgja mér. Fólkið á Minnibæ var steini lostið, þegar það sá mig bera að garði svona illa til reika. Þar var mér tekið afar vel, eins og við mátti búast, dregin af mér vosklæðin, veittur góður beini og gott rúm að sofa í. Um morguninn voru mér fengin öl'l mín föt þurr og hrein. Blessuð húsmóðirin hafði þá vakað fram eftir allri nóttu til þess að þvo og þurrka af mér haminn. Áður en ég lagði af stað, var ég fyllt með öllu því bezta sem heimilið hafði upp á að bjóða. Síðan var drengur látin fylgja mér alla leið heim að Minniborg, því fólkið á Minnibæ, sem feng- ið hafði skarþefinn af ferða- lagi mínu daginn áður, þorði ekki að se’lppa af mér hendi fyrr en ég var komin heilu og höldnu inní áætlunarbílinn, er átti að fleyta mér til Reykja- víkur. Móttökurnar heima voru að engu sögulegar. Mér var hvorki fagnað né illa tekið. Foreldrar mínir hafa sjálfsagt verið við ö'llu búnir. Þeim var ekki enn úr minni liðin reisa mín upp í Borgarfjörð. Eftir þessar ófarir í kaupa- vinnunni fór ég að gera mér grein fyrir, hvernig sú yfir- sjón gat náð valdi á mér, að ráða mig til heyverka í sveit, þar sem óbeit mín á heyskap heima hjá foreldrum mínum var mér ekki ókunn. En frá því ég fór fyrst að geta stautað, var ég al'ltaf sí- lesandi, hvenær sem mér slapp verk úr hendi. í þessum lestri voru meðal annars frásagnir, jafnvel heilir rómanar, fullir af sveitarómantík. Þar sá ég í anda fjólublá fjöll og fagur- grænar grundir, rauðar og svartar bæjarbustir með hvít- máluðum gluggum í hvann- grænu túni, blómabrekkur, sil- ungsár og silfurtæra læki lið- ast niður skógivaxnar hlíðar. Og þar var alltaf sólskin, logn og blíða. Þannig komst það inn í mig, að sveitin væri allt ann- an en Reykj anesskaginn. Hann var ekki sveit. Hann var aðeins nakin hraun og sandauðn með sífelldum kuldanæðingum og ó- lystilegum fiskiþorpum hér og þar við víkur og voga. Og tún- blettirnir kringum þorpinhlutu að vera auðvirðilegri en túnin í sveitinni. Ég hafði að vísu ekki fundið þessa sveitadýrð uppi í Borgarfirði, en hún hiaut samt að vera til. Það var óhugsandi, að jafn merkir menn og skáldin voru, væru að Ijúga að hrekklausum ungl- ingum. Þessvegna gat þetta ver- ið til austur í Árnessýslu, þó að ég hitti ekki á það uppi í Borgarfirði. En ég fann það ekki heldur fyrir austan. Hvernig veik þessu við? Gat það verið að skáldin, góðvinir mínir og skemmtilegustu menn- irnir sem ég hafði kynnst, væru svona óáreiðanlegir? Eða var það eitthvað, sem vantaði í sjálfa mig? Þetta voru fyrstu vonbrigði : i 'n í lífinu. BÓKMENNTIR Framh. af bls. 3 alþjóðlegu heppnast ekki fyrr en undir 'lok 13. aldar. F yrstu frönsku „ehan- sons de geste“ eru talin frá því um 1100, þau sagnaljóð tjá smekk yfirstéttar á Frakk- landi á fyrri hluta 12. aldar, þótt efnd þessara kvæða, sem eru um áttatíu samtals, sé sótt til fyrri tíða. í þessum kvæðum gætir mjög kristinna áhrifa og baráttan við Araba hefur átt sinn þátt í uppkomu þeirra. Kvæði þessi voru ætluð til upplestrar, eins og flest það, sem var á bækur fest eða ort á miðöldum. Kvæðin voru skemmtiefni höfðingja og kvæðamenn ferðuðust um og sungu þau við hirðir aðals- manna. í þessum kvæðum birt- ist hugsjón og hugsunarháttur yfirstéttar, sem er kristinn á jh irborðinu og ber ennþá í sér vænan skerf forns barbarisma. Háklerkurinn og aðalsmaður- inn eiga hér flest sameiginlegt, kirkjuváld og ríkisvald fara hér saman. Á þessu verður breyting á síðari hluta 12. aldar, þá hefst kristin siðun í voldugustu ríkj- um Evrópu og kristin innlifun einstaklingsins. Menntun og bókleg menning Evrópuþjóð- anna á miðöldum, átti sína fyr- irmynd í rómverskri og grískri fornöld og kristninni, þá fyrst og fremst í biblíunni og ritum eldri kirkjufeðra. í vísindum voru fornir höfundar taldir ó- yggjandi, Galen var bezta heim ild um læknisfræði, Orosíus í sagnfræði. Það tíðkaðist langt fram eft- ir öldum, að vitna í forna höf- unda til sönnunar máli sínu. Fyrirmynd skáldanna, verða rómverskir höfundar, Ovidíus og Vergilíus auk málskrúðs- fræðiinga. Bækur voru torgæt- ar og dýrar á þeirri tíð og að- eins í eigu auðugra manna og lykillinn að ölllum vísdómi. Chrétien de Troyes yrkir á síðari hluta 12. aldar: „Par les livres que nous avons Les fez des anciiens savons .. . “ Úr bókum var öll þekking á mönnum og sögu fortíðarinn- ar. Og það var fyrir áhrif latnesks kveðskapar og mál- skrúðsfræði, að bókmenntir hefjast á Englandi, írlandi og Frakklandi á þjóðtungunni. v ” akning 12. aldar náði til jarðahlanda kristninnar. Norska hirðin var lenigi vel menningarmiðlari íslendinga á- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — 2. marz 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.