Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Page 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR. IfsffJja ftó’TÆ' pjaa fí)ni u jjarff) ff*6e ó, ekkert er eins vesalt og að vera göður og öfunda illmennið sakir illmennsku þess. Örvalausir bogar, sem að vissu marki er mælskt ljóð eins og hin tvö, sem gerð voru að umræðuefni, eflist af því að skáldið dregur upp sannfær- andi mynd til að leggja áherslu á meiningu sína. í þessu ljóði er fjallað um þá vegferð, sem liggur frá sól ti'l myrkurs: íslensk nútímaljóðlist Ellefta grein EF ÞÚ Á MALAR- Síðari hluti greinar um Jón úr Vör Eftir Jóhann H jálmarsson skii, O'g honum finnist hann vera orðinn gamall. Hugsandr um dauða og eyðingu sækja að honum. En það, sem veldur hanum þó mestum áhyggjum, er að hann verður að finna viðun andi lífsskoðun. f ljóðinu Ég er iúka af mold, ákallar hann „sannleik einfaldleikans". Hann líkir sjálfum sér við einmana fugl í myrkri, sem situr fjarri allri trú. Hainn þráir land, „hreint eins og tár hins ómálga“ Sannleikurinn býr „í hönd yöggubarnsins" segir í ljóðinu I lófa hins ómiálga. Að eiga „hugarfar undrandi barns“ er kannski það eftirsóknarverð- asta: f upphafsljóði bókarinnar, Maðurinn, er Jón úr Vör mælsk ur, en einum of gáfaður. Heim- spekilegar hugleiðingar slitnar úr tengslum við sýnilegan veru leika fara skáldinu ekki vel. Einfaldar myndir, sem hafa í sér lífsvisku, eins og Heims- mynd til dæmis eða Gama'lt sverð, eru aftur á móti skáld- inu ávinninigur. Ljóðið um mann inn, sem engin vopn bíta á, er samsetningur af því tagi, sem verður of almennur í hátíð- leik sínum. Sama er að segja um ljóðið Að öfunda illmennið, eins konar spakmælatimbur sem flytiur boðskap, sem felst í tveim fyrstu línunum: Hið mjúka undur í einfaldri spurningu barns sem ekki verður svarað, (Hið mjúka undur) í Sonur minn, spyr skáldið: „Er ei'lífðin ekki hamingja ó- málga barns?“ Gamalt sverð lýs- ir því sama. Ung hjón skoða fornminjasafn. Aidraður mað- ur sýnir þeim gamalt sverð „úr tvö þúsund ára legstað mikils höfðingja". En sonurinn vill helst fá að heyra í lírukassan- um. Gamli maðurinn brosti, lagði frá sér sverðið, sem í rauninni var ekki annað en ryðhrúga, og við hlýddum hugfangin á einfalda tóna hins forna hljóðfœris, eins og við öll vœrum foreldri þessa fagnandi drengs. Ljóðið Mátfcur hins veika, segir frá því, að skáldið trúi ekki lengur á þann mátt. Sam- kvæmt skilningi skáldsins verð ur hinn veiki alltaf veikur, og það sem verra er: „Þegar hinn veiki er orðinn sterkur hefur hann misst fögnuð sigurvegar- ans“. En ská'ldið er ekki af baki dottið: Og þó mun ég ganga hinn sama veg og ég valdi mér í œsku, því á leiðinni aö takmarkinu býr hamingja baráttunnar, en vonbrigðin á vegarenda Ef flrá eru skilin þau ljóð í Með örválausum boga, sem eru beint framhald Þorpsins, enda tekin með í annarri útgáfu þess, eru heimspekilegar hugleiðing- ar og hvers kyns efasemdir mest einkennandi fyrir þessa bók. Af skiljanlegum ástæðum er skáldið í vanda statt. Það stendur á krossgöfcum. Ljóðin bera þess merki, að þau eru ort eftir sfconm; skáildið tínir saman þau brot, sem heilleg- ust eru. Ungur hefur hann gert þorpi bernsku og æskuára sinna Heimsmynid, lýsir 'þó best af- stöðu skáldsins til heimsins og sjálfs sin: Ég, hinn einfaldi góði hversdagsmaður, sem rœkta minn litla skika kringum mitt litla hús, trúi á hið eilífa blóð byltingarinnar, sem streymir frá kynslóð til kynslóðar, og byltir sérhverri byltingu, eins og skófla í kálgarði, eins og sól og regn. Ung gengum við í bjarta sýningarhöllina og horfðum á leik sólargeislanna við samanfléttaðar beinagrindur konu og manns í glerkistu, fingur dauðans hafa spennt höfuðkúpur þeirra í tvœr áttir til þess að hlœja að okkur, sem getum þann tíma sem er. Dauðageigurinn er raunveru legur: Ó, að ég gæti skotið spurningunum í mark þagnarinnar með örvalausum boga þessara spenntu grinda, en ég heyri ögrandi hlátur þeirra inn í leik barna minna. Guðmundur Arnfinnsson DÖGUN Ég hlustaði í nóttinni á hjarta þitt slá og klukkur hússins, og kyrrð var á. En utan við gluggann ómaði blærinn, og utan við gluggann andaði særinn svo þungt og mótt. Þær klukkur gullu í hússins ró, og eirðarlaust hafið andann dró. Ég heyrði naumast, að hjarta þitt sló. Unz birti á ný. Það var bráðum dagur. Svo lifnuðu raddir, og lúðurinn fyrsti í hljómkviðu dagsins hljómaði um torgin. Og hlustir mínar 1 hlátrana þyrsti og ljóð og söng. Ég lauk upp dyrum lífinu feginn og yfirgaf nóttina, óttann og þig. Og geislarnir komu, og ég gekk út í ljósið og daginn. 1. júní 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.