Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Page 10
SÍÐARI HLUTI Tveir þjóðfánar blakta yfir Nýju-Hebridseyjum Vila, höf- u'ðborgin á Nýju-Hebrideseyj- um, er meira frönsk en ensk enda þótt þessum eyjum sé stjómað sameiginlega af Frökk- um og Bretum og fánar þessara þjóða blakti við hún á öllum opinberum byggingum. Hinn mikli fjöidi smákaffistaða hafa á sér óumdeilanlega galliskan brag. Enda þótt mér vœri mjög ó- Ijúft að fara frá Vila, vissi ég, að ekki var tíl setunar boðið og hvirfilvindatíminn var ekki langt undan. Ég sigldi því af stað í norður átt frá Vila. Fað- ir minn fór einnig af stað með strandferðabáti og sigldi til Heniara á Guadalcanaieyju í Salomonseyjaklasanum. Þar ætl aðí hann að hitta mig. Ég sigldi fyrst innan Hebr- ideseyjanna og hraðaði ferð minni fram hjá strönd Pente- costeyjarinnar og til Santa Mar ia í Bankseyjum og þar talaði ég inná segulband skoðun mína á þessum eyjum og var hún sem hér segir: — Þetta eru einhverjar þær fegurstu eyjar, sem ég hef nokkurn tímann augum litið. Þær eru flosgraenar og hafið seim þú siglir yfir að þeim er dökk blátt og þegar þú nálg- ast eyjarnar sérðu frumskóg- inn og allan gróðurirm og yfir er ljósblár himinn prýddur litl- um hvítum skýhnoðrum." Ég lá í höfninni í Honiara í tvo daga áður en faðir minn kom, en hann hafði lagt lykkju á leið sína og farið til Malita. Hann dvaldi þarna á Salomons- eyjum þar til komið var fast að jólum, öðrum jólunum mín- um í ferðinni. Við fegðarnir skemmtum okkur vel þarna sam an og rannsökuðum nærliggj- andi eyjar, eins og Savo, Tu- lagi og Florida. íbúar Saiomonseyja urðu mikl ir vinir bandarískra hermanna í síðari heimsstyrjöldinni og eru enn mjög vinveittir Bandaríkja- mönnum. Þeir undruðust mjög að Bandarikjamennirnir skyldu berjast sem óðir væru fyrir frelsi þessara yndislegu eyja og fara síðan frá þeim. Við feðgarnir reikuðum þarna um vigvelli síðari heimsstyrj- aldarinnar og sáuim grónar rúst ir virkja, ryðbrunna skriðdreka og ryðbrunnin skip á strönd- inni. Ég hafði lesið um orust- urnar þarna í skólabókum mín- um, en aldrei kunnað almenni- lega að meta fórnir þeirrar kynslóðar, sem faðir minn var af. En sundurgrotnuð leðurstíg- vél hér og þar og stöku manns- bein hjá þeim, ryðgaður hjálm- ur sundur skotinn og fieira þess háttar gerði mér ljóst, hvílík- um stórræðum kynslóðin á und- an mér hafði staðið í á þessum sitað og ég var hreykinn af henni, en jafnframt gerðu þess- ar minjar mig dapran í skapi. A Savoeyju er heimkynni ein- kennilegs fulgs. Hann hefur stutt stél, stóra fætur dökk- brúna og líkist hænsnfugli og af honum dregur flugvöllur eyj- arinnar nafn sitt, en hann heit- ir Megapode flugvöllur. Fugl- inn verpir í nánd við strönd- ina og þar tinaeyjaskeggjar egg hans. Snemma morguns og aftur fyrir sóLsetur horfðuim við á þessa fugla verpa eggjum sínum á stærð við gæsaegig og grafa þau í sandinn og róta yfir sand- inum með hinum stóru fótum sínum. Eggin liggja svo þarna í 40 daga, en þá ungast þau út og unginn brýtur sér leið upp úr sandinum og er sam- stundis fleygur. En maðurinn þarf allt af að fá sitt af gæðum jarðar og vel það og eyjaskeggjar ræna fugl- inn eggjum sínum. Þeir leita uppi missmíðar á sandinum, þar sem eggin eru og grafa þau upp. Ég fékk þarna tvö egg, en missti þau úr léttbátnum minum, í brimlendingu við eyj- una. I Honiara tók ég innanborðs- mótorinn í Dove allan i sund- ur, smurði hann upp og málaði hann og gerði hann vel gang- færan og ákvað að selja hann. Ég fengi þá aukapening og meira rúm um borð í Dove. Ég fékk fyrir vélina 40 dollara í áströslkum peningum. Égleigði öðrum jaktarmanni á jakt sem hét Síríus stórfokkuna. Hann var á leiðinni til Nýju Gíneu og þar ætlaði ég að taka hana aftur eins og síðar varð. Mér fannst ég nú velstæður maður. 1. marz rann upp. Þann 5. yrði ég 18 ára. Eins og góðum þegn Sams frænda sómdi, skrif- aði ég skólanefndinni í skólan- um mínum og tilkynnti fjar- vistir. Ég fékk svarið frá þeim, þegar ég var í Ástralíu og þeir báðu mig að hafa samband við þá strax og ég kæmi heim. Lík- ast til hafa þeir haldið, að ég kæmi heim innan viku eða svo. f Honiara hringdi ég til fjöl- skyldu minnar, fyllti vatnsílát- in, keypti ný egg, toll„klarer- aði“, og sigldi af stað til Nýju Gíneu. Ég tefldi þarna á tæp- asta vaðið, því að hvirfilbylja- tíminn var nú yifirstandandi. Ef einihver hefði sagt mér að eftir 10 daga í hafi sæi ég enn Guadalcanal hefði ég hlegið upp í opið geðið á honum. Ég var rétt kominn úr kall- færi við land, þegar tók fyrir byrinn og ég rak þarna um hafið í blankalogni. Dag eftir dag reyndi ég að sigla vestur á bóginn en straumarnir báru mig jafnJharðan til baka til eyj- anna. Ég lagðist í ólund og át eggin mín. Ég tók til við lest- ur og las Ian Fiemming, Rob- in Moore og Alan Villiers — einnig las ég bók um Víkinga og hét hún — Hin löngu skip. Avanga fylltist ólund og geð- illsku ekki siður er. ég. Hann æddi um dekkið, reif fötin mín og stökk uppá nef sér hvað litið sem útaf bar. Hann gerði mér þann afleita grikk, að éta og rífa í sundur afrit, sem ég hafði fengið hjá öðrum jaktar- manni af korti yfir höfnima í Darwin í Ástralíu. ATTA MÍLUR UPP OG NIÐUR Annað veifið rann á byr og ég fylltist þá bjartsýni og hélt að nú væri byrleysinu lokið, en byrinn stóð aldrei lengi og það lyngdi með ofsalegum hita. Dove sigldi í hrinigi, það litla, sem hún sigldi. Ég hef talað eftirfarandi inná segulbandið mitt: — Loggið sýnir að ég hef nú siglt 18 sjómílur, en af kort- inu að dæma eru þær ekki nema 10. Þar sem logglínan hangir venjulega lóðrétt niður, er eins líklegt að þessar átta mílur, sem munurinn er hafi ég farið upp og niður. Mér komu í hug hið kunna vers Saimuels Taylors Coler- idge úr kviðunni um farmann f ortíðar innar: — Dag eftir dag, dag eftir dag bærðist ekki hár á höfði, og við lágum grafkyrrir í byr- leysunni eins og málað skip á máluð- um sjó, Þessu reiðileysi fylgdi einn kostur. Það fór að braka í Dove. Á dauðakyrru hafinu er skip, sem marrar í, ákjósanleg- ur félagi. Það var auðvitað ekki í fiberglerskrokknum, sem marr aði í, heldur í lúgum og hill- um, sem voru úr viði. Kannski var aldurinn farinn að segja til sín. Kannski var Dove líka að- eins og mimna mig á, áð hún þyrfti orðið aðgerðar með og ýmislegt þyrfti að lagfæra um borð. Og hitinn var mikill, eftir frásögn minni á segulbsndinu. Þetta eru einhverjir þeir heit- ustu dagar, sem ég hefi lifað. Ég sit hérna og svitna, aðeins svitna og svitinn drýpur á kort in mín og leiðarbókina. Saltur svitinn rennur niður andlit mitt og niður á nefið, þar sem ég blæs dropanum burtu og hann fellur niður á skýliskappana og þaðan rennur hann niður á dekkið. Meira rennur þó niður hálsinn á mér og bringuna. Þetta er heldur óskemmtilegt bað. Svo var það allt í einu, að taglið á hvirfilvindi hitti mig og öskuhvass norðvestan vind- ur blés í þrjá daga. Dove beit samau tönnunum og rann skeið- ið í átt til Nýju Guineu. En þá lyngdi aftur en i þetta skipti varð ég þó_ aðnjótandi smátilbreytingar. Ég vaknaði eitt sinn við einkennilegan hávaða. Þegar ég leiit út fyrir borðstokkinn, sá ég sjóskjald- böku. Ég greip um annan aftur- legg hennar og hún barðist dáldið um og reif sig lausa. — hún var hreint ekki svo mátt- laus. Hún kom aftur. Sennilega hefur hún verið að fóðra þarna unga. Ég greip nú um hana miðja með báðum höndum og hélf henni í um það bil 30 sekúndur. Þá rykkti hún sér lausri og hvarf aftur í hafið. Þetta var afleitt, ég hefði svo sannarlega getað þegið að fá skjaldbökukjöt. Það var nú um hríð ýmist logn eða norðvestan vindur og við færðumst smámsaiman í átt- ina til Port Moresby, eftir þá hægustu ferð, sem ég hef mökkru sinni farið. Ég var 23% dag að sigla 905 sjómílur. Ég eyddi þremur vikum til að njóta ánægjunnar af föstu landi und- ir fótum og ég dyttaði að segl- um mínum, sem voru brunnin; af sól og rifin af stormum. ÞAÐ MUNAÐI MJÓU NÓTTINA ÞA Port Moersby er heldur ekki sérl. lifandi í miinningiu minni. Þetta er stór nútímaborg með nokkrar háar byggingar undir nöktum eða kjarrvöxnum hæð- um. Mikill hluti borgarbúa hefst við í útbænum Boroke, sem er á sléttu um það bil fimm málium austur af aðalborginni. Mér þótti gaman að heimsækja gúmekrurnar fyrir utan borg- ina og horfa á fólkið fylla leð- urskjóðumar sem settar voru undir vöikvann sem vall úr gkurði á berki trjánna. Þarm 18. apríl'hélt ég af stað í átt til Darwin í Ástralíu og hafði birgt mig upp af nýmeti til fararinnar, en það bætti lít- ið sálarástand mitt. Eitt sinn eftir að ég hafði lokið við að gæða mér á steiktu nautakjöti kartöflum og grænmeti talaði ég inn á segulband mitt: — Það er ekkert gaman að snæða góð- an málsverð eins og þennan þegar þú ert einn. Ég hefði al- veg eins getað hakkað í mig smurðar brauðsneiðar. . . . Leið mín lá nú í gegnum Torressund og inn í Arafura- hafið. Þetta er fjöllfarin siglinga leið og það sigldu svo mörg skip framhjá mér að nœturlagi, að ég þorði varla að festa blund. Ég gat ekki hvilzt með öðru móti en treysta á sjálf- stýringuma, guð og lukkuna. Það er nú samt ekki nóg að vera vakandi, ef menn eru ekki á verði og rr.ér vairð að því. Ég var nefnilega glaðvakandi, og var að hlusta á útvarp, þegar ég heyrði ógnlegt hvisshljóð líkt og heyrist í úthafsöldu, sem brotnar við land. Stór alda hristi bátinn og skók og það var eitthvað á Dove, sem ner- ist við eitthvað annað. Ég þaut upp og taldi víst, að nú væri mín siíðasita stund kom in. Það sem við augum blasti virtist mér sem geysi hár öldu- veggur, en það reyndist vera stór og svartur bógurinn á út- hafsskipi. Aldan, sem skollið hafði yfir Dove var aldan, sem 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. júni 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.