Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Page 11
freyddi frá bógum þess og ann- aðhvort mastrið eða skrokkur- inn á Dove hafði núizt við skrokk skipsims. Dove valt og. hallaðist gífur- lega en innan augnabliks var þessi stóri svarti skrokkurinn skriðinn hjá og hin fáu ljós sem á skipinu voru fjarlægðust og dofnuðu. Engir merki manna ofandekks sá ég og ekkert hljóð þaðan heyirði ég, ekki neitt sem benti til þess að vart hefði orðið við Dove. Við Dove urð- um þarna ein eftir í þögn næt- urinnar og ég stóð eins og steini lostinn og þakkaði mín- um sæla fyrir, að ekkert það skyldi standa útaf þessari ó- freskju, sem orsakað hefði get- að að marstrið brotnaði hjá mér. BLASIÐ LÍFI í BÖRKINN Um hádegisleytið þann 4ða maí sigldi ég fyrir vélarkraft- imum inn á innxi höfnina í Dar- win, sem er höfuðborg Norður- hluta Ástralíiu. Mér létti, þegar ég var örugglega kominn af siglingaleið hinna stóru skipa. Þú getur verið viss um það les- andi góður, að ég hlakkaði til að eyða nokkrum vikum í landi. Sviðin af sól eins og borg í útjöðrum sléttanna í Bandaríkj- unurn en samt björt og nú- tímaleg liggur Darwin á lágri sléttu sem lækkar í gjám nið- ur að sjónum. Ég lagði lag mitt við suðurafríkanskan vin,, sem ég átti og einnig var á sigling- arferðalagi og við réðum okkur þarna í vinnu um tíma. Hann gerðist bústjóri eða verkstjóri á búi en ég aðstoðarmaður bygg ingarmeistara og vann með raf- magnsvél. Það var erfitt að fá vinnu og það lá við að ég yrði rekinn úr starfi vegna þess, að ég fullnægði ekki einu skilyrði fyrir vinnunni. Verkamenin áttu að vera í skóm en ég átti þá enga. Það varð mér til láns, að ég fann skó í gúmhaug, sem ég rakst á og gat tjaslað þeim svo saman, að ég gat notað þá við vintmuna. Við reistum þarna þrjá turma fyrir aflstöð og há- spennulínu staura fyrir raf- magnsstöð. Tveggja mánaða dvöl í Dar- win nægði mór alveg og við Dove héldum af stað þann 6. júlí 1967 og var hún nýmáluð öll og puntuð. Framundan var 5900 sjómílna haf, Indlandshaf- ið milli Darwin og Durban í Suður-Afríku. Kyrrahafið hafði tekið mjúkt á mér, en Indlands- hafið sýndi mér í tvo heim- ana. Ef ég hefði vitað fyrir fram um þá storma og þann skaða, sem ég hlyti á ferð minni yfir þetta haf, eir óvíst hvort ég hefði nokkru sinni farið úr höf'n í Darwin. Sjómíaðurinn þraukar af sér sbonm og regn, en þegiar við þetta bætist einmanakennd, þá fer að draga úr kjarkinum. Það eru takmörk fyrir því, sem þú getur þolað að vera skekinn til sýknt og heilagt og hafa emgan til að tala við nema segulband- ið þitt og kolóðan kött. Siglinigaútreiilkningar mínir höfðu fram að þessu reynzt ör- uggir og réttir en samt var ég áhyggjufullur yfir því, hvern- ig mér gengi að hitta á hinar litlu eyjar, sem ég stefndi til og voru einis og örsmáir punkt- ar í hinni miklu auðn Indlands- hafsins. Það hlaut að þurfa allmikla nákvæmni að hitta á Hugað’ að seglabúnaði. Að störfum með sextantinn Stund til að skrifa í dagbókina. tvo fyrstu áfangastaðina á leið- inni, en annar þeirra var eyjan Cocos, sem var 1900 mílur frá Darwin en hinn var Mauritia, sem var 2400 sjómíður frá Coc- os. Síblásandi staðvindurinn bar mig áleiðis með 100 mílna hraða á sólarhring. Ég reyndi að dreifa huganum með því að hlusta á mína eigin hljómsveit en hún samanstóð af krikket- fjölskyldu en það er skordýr, sem framleiðir skarpt hljóð með hluta af vængjum sínum. Þessi fjölskylda hafði tekið sér far með mér. Eina nóttina lenti flugfiskur um borð en köttur- inn varð fyrri til að ná hon- um. Sá fékk þarna aldeilis veizlu. Síðar fékk ég um borð smokkfisk og ég gerði að hon- um og þurrkaði hann. Ég var allan tímann eitthvað að stússa þessar vikur, sem ég var á leið yfir Indlandshafið. Ég bjó mér til leðursandala, belti, dró upp koirt af eyjum, saumaði segl, og dyttaði að reið- anum. A hverjum degi tók ég myndir. Stundum batt ég mynda vélina ýmist að framan eða aftan á skipinu og hafði í henni taug og Meypti af í hinum enda bátsins. KONUNGSRÍKI KOKOSHENT UNNAR Á KORALEYJUNI COCOS Þið getið ímyndað ykkur gleði mína, þann dag, sem Cooos reis úr hafi framundan — ég stefndi beint á eyjuna. Ég hafði siglt þessar 1900 sjómílur á 18 dög- um og það var ekki svo af- leitt hjá litlu Dove. Cooois er kóraileyja í Cluni- es- Rosis kóraileyjaklasanum og Ástralíumenn stjórna eyja- skeggjum. Eyjan er þó fremur einskonar ríki Clunies-Ross fjöl skyldunnar, þó að ástralska stjórnin fari þar með opinber völd. Hinn fyrsti af Cluniies- Ross ættinimi til að setjast þarna að var John, skipstjóri upp- runninn á Shetlandseyjum og settist hann þarna að 1827. Hann flutti inn Malasíumenn verkamemn og lifði þarna til ævilioka. Nú ræðuir þarna ríkj- um barna-barna barn hans John Clunies-Rosis og ræktar þarna kokoshnetur og kopra og ræð- ur öllu með þessum 450 eyjar- skeggjum, sem þarna búa. Fram á þennan dag befur líf- ið þarna á eyjumni verið tilfyr- irmyndar. Það er sjaldgæft að þarna séu framdir glæpir. Öll- um er séð fyrir fæði, klæðum, menntun og hjúkrun. Þegar Mal ayarnir á eyjunni kvænast fá þeir í brúðargjöf hús og hús- búnað. Þegar ég hafði siglt um átj- án klukkustundir frá Cocos lensaði ég á rifuðu stórseglinu og rifaðri fokkunni í hvössu regnskúra veðri. Ég svaf laust um nóttina og kl. 2 heyr'ðd ég einkennilegan hávaða ofanþilja og ég fór upp að athuga hvað um væri að vera. Það var ekk- ert á dekkinu, það var alautt og hreint af sjóganginum. Ég talaði síðar eftirfarandi inná segulbandið: — Mastrið var fallið í sjó- inn, Það hafði ekki brotnað heldur bognað um það bil sex fetum yfir dekkinu og tveimur fetum fyrir neðan samsetning- arstaðinn þar sem það skemmd- ist í fyrra sininið. Reiðinn og segiið var í sjó. Ég bafði haft um mig líflímuma, þar sem óg lá í kojunni, ég tók hana yfirleitt ekki af mér, en nú losaði ég mig við hana því að bóman, sem hún var fest við, var nú á kafi í sjó. Ég hamaðist nú við að ná inn mastrinu og bómiunni og segl- inu og binda þetta fast, en þá var það, að báturinn kastaðist harkalega til undan öldu og ég var ekki vel á verði og stakkst fyrir borð í fyrsta skipti á æv- inni — og þá án líflínunnar. Mér tókst að ná taki á borð- stokknum og hala mig um borð aftur. Sjórinn var þægi- lega hlýr, en kaldiur riegnvind- urinn næddi aftur á móti ó- motalega um mig, enda var ég aðeins í nærbuxunum. Ég fór niður í koju mína, þeg ar ég hafði umnið það sem nauð- synlegast var um nóttina og beið birtingar. Ég gat ekki sof- ið og strax og birti hófst ég handa á ný. Þegar ég hafði gengið frá reiðanum og bóm- umni, fleygði ég mastrinu í sjó- inn og bölvaði þeim degi, þeg- ar ég hafði gleymt að stinga heillapeningi undir mastursend ann. Ég reisti bómuna og not- aði hana sem mastur og reisti stórseglið rifað á henni, eins og ég hafði gert í fyrra sinndð. Það var alveg útilokað, að ég gæti smúið laiftur til Cocos í þess ari vindátt. Fraimumdan var aft- urámóti 2300 sjómílna leið yf- ir úthaf. Ef vindar yrðu mér ekki hagstæðir mátti hamingjan vita, hvar ég lenti að lokum. Ég vissi að ef ég hefði vind- inn á eftir myndi ég geta náð alla leið til Mauritia en það lék enginn vafi heldur á því, að yrði vindur mér andstæður myndi ég lenda í vandræðum. Það hélzt áfram leiðindaveð- ur, 25 hnúta staðvindur og haf- ið alsett hvítfyssandi ölduföll- um en vindurinn var alltaf á eftir miér. Tii þesis að auka hrað ann og eins til að stöðva betur bátinn og gera sjálfstýringunni léttara að vimna, kom ég fyrir þversegli, sem ég setti saman úr rúmábreiðu og hengdi það á framstaginn. Hún rifnaði nokkru síðar og bætti ég hana þá með tjalddúkmuim mínum og gamalli skyrtu, sem ég aftur bætti með handklæði. Það kann að þykja furðu- legt, en Dove lagði að baki 100 sjómílur daglega undir þessum hlægilega seglabúnaði og ég hafði ekki reiknað með að kom ast hraðar við eðlilegar aðstæð- ur. Þetta var nú samt versta sjóveður sem ég hafði enn feng- ið á sjó og einn daginn hef ég sagt þetta við segulbandið mitt: „— Stór alda skall yfir bát- inn og ég sá grænan sjóinn í annað sinn á sjómennskuferli mínum, út um kýraugun. Það er mikið af sjó í klefanum.“ Næsta dag hef ég sagt þetta: ,,— Ég var að taka sólarhæð- ina með sextantinum mínum, þegar stór alda reið yfir bát- inn og færði mig og sextant- inn í kaf. Þessi ferð ætlar að reyna mig, . .“ Þegar ég hafði siglt í þessu veðri í 19 daga fór Dove að nálgast eyjuna Rodrigues, sem er á þessairi leið til Mauritia og ég fór að hafa áhyggjur af að ég kynni að renna þar á land að nóttu til. Ég stóð lang- tímum saman uppá léttjullunni, sem lá á hvolfi á dekkinu og starði framundan og reyndi að koma auga á l’and í tunglsljós- inu. . .Að morgni hins 19 dags í hafi sá ég land í um það bil 20 sjómílna fjarlægð Fimm dögum seinna sagði ég: — Jafnvel með þessum ófull- komna seglabúnaði hef ég siglt á 24 sólarhringum frá Cocos til Mauritiu og haldið áætlun. Hvílík sjón, að sjá land rísa grænt og traust úr sjó. í Port Lewis mættu mér heill hópur jaktamanna og gamalla vina, eins og Shireen og Moth- er á Pearl frá Englandi, Ed- ward Bear og Bona Dea frá Nýja Sjálandi, Corsair II frá Suður Afríku og Ohra frá Ástralíu. Semsagt, úrval úthafs siglimgaflækinga. Á þessari sykurauðugu eyju Mauritiu ríkir franskt and- rúmsloft og stafar það frá nærri heillair aldar eða 95 ára stjórn- artíð Frakka, sem réðu þar ríkj- um áður em Bretar hertóku eyj- una, en það var 1810. Meðan ég var þarna voru eyjarskeggj- ar að búa sig undir að endur- heimta sjálfstæði sitt og varð það þann 12. marz þetta ár. Ég þurfti ekki að kunna frönsku til að skilja það, a ð það myndi taka mig mánuði að smíða mastur í Mauritíu. Ég þurfti að fá sérstakan við frá Afríku og þegar hann væri fenginn væri hvirfilvindatíminn kominn aftur og ég yrði að vera áfram um kyrrt. Tímaritið National Geographic Magazine kom mér nú til aðstoðar og lét smíða nýtt og þyngra álmastur og sendi það flugleiðis í tveim- ur hlutum og voru ekki liðnar fullar tvær vikur frá því ég kom til Mauritíu og þar til ég hafði fengið mastrið. Fimmtán vina minna þáðu boð mitt um að koma um borð í Dove og halda þar masturs- reisuigilli en áhafnir á jöktuim sem þarna lágu höfðu hjálp- að mér við að koma fyrir reið- anum á mastrinu og reisa það. Þið getið verið vissir um, að ég gleymdi ekki að stinga pening undir mastrið í þetta skipti og var það 50 ceta mauriskur pen- ingur. Það komu svo margir um borð í Dove, að hún varð sökk- hlaðin og sjór flæddi loks inn í stýrisrúmið. Ég mátti þá reka gesti mína í land, en ekki varð það til að slíta veizlunni og innfæddur matsveinn matreiddi fyrir okkur steikt hrísgrjón og hænuunga. Vinur minn einn fékk gítarinn minn og við sung- um öll alþýðusöngva . Það eru ekki nema 130 sjó- mílur frá Mauritíu til La Re- union sem er eins og franskt hérað. Verðlag er svo hátt þar, að það getur enginn jaktar- flækingur leyft sér að dvelja þar stundinni lengur. Reunion er dásamlega fall- egur staður. Eldfjöllin rísa uppí næstum tveggja mílna hæð. Dalirnir eru djúpir með snar- bröttum hlíðum, vegir með skörpum beygjum liggja um eyjuua og hún er þakin litlum bændabýlum með sauðahjörðum á beit. Ég hélt frá Reunion þann 4ða dag oktober mánaðar og hafði samfylgd, stutta þó, við Bona Dea og Ohra. Það kom ekki dropi á dekk í þrjá daga, en það var lognið undanfari stormsins. Ferðin til Durban í Afríku miátti heita ein saimfellld miartröð Framh. á bls. 15 1. júná 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.