Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Síða 12
— Margir stj órnmálamenn
sýna norrænum málum einlæg-
an áhuga — segir lektorinn og
skáldið Ivar Orgland, sem þýtt
hefur sjö bindi íslenzkra ljóða
á nýnorsku.
— Hvort álítið þér, að nor-
ræn tengsl muni styrkjast eða
veikjast eftir því, sem timar
líða? —
Þessa spumingu lagði ég fyr-
ir Ivar Orgland á heimili hans
í Lundi í Sviþjóð. Frá því ár-
ið 1962 hefur hann gegnt lekt-
orsembætti í norsku við háskól
ann í Lundi. Þar áður bjó
hann um tíu ára skeið á ís-
landi og hafði á hendi iekt-
orsembætti í norsku við hásikól
mestallan þann tírna. Á næsta
kennslumisseri verðúr hann
svo lektor við kennaraskólann
í Osló.
Orgland lítur á mig og svar-
ar að bragði:
— Mín trú er sú, að þau
styrkist. Ég trúi því, að okkur
Norðurlandabúum sé gagnlegt
að hafa samband okkar í milli,
læra hverjir af öðrum og
styrkja hverjir aðra. Þetta álit
mitt er raunar skilyrði fyrir
mestum hluta starfs míns bæði
sem kennara við æðri skóla
og þýðanda íslenzkra Ijóða á
nýnorsku. —
— Haldið þér nú, að Norð-
urlandatungumar eigi sér lifs-
von í framtíðinni? —
— Já, Það byggist á því, sem
ég gat um hér að framan. Mér
er vei kunnug't um það að ágæt
ur landi minn, Henrik Groth
forstjóri heldur hinu gagnstæða
fram og hefur bent á hætturn-
ar og er ekki nema gott eitt
um það að segja. Groth er
hressilegur á að hlýða, þegar
hann viil vekja menn af svefni
og sé honum þökk fyrir það.
En þrátt fyrir allt slíkt held
ég enn sem áður að hin nor-
rænu mál muni lifa. —
ASTKÆRA YLHÝRA
— Væri nú ekki þægilegra
að koma á einu heimsmáli eða
kannski fimm aðalmálum í mesta
lagi úr því heimurinn hefur
smækkað svo mjög upp á síð-
kastið? —
— Það held ég ekki — svar-
ar Orgland að bragði og held-
ur áfram: — Ég held að það
mundi aðeins skapa öngþveiti.
Á hinn bóginn sé ég ekkert
á móti því, að notað sé eitt eða
fáein aðalmál í iðnaði, verzlun
og viðskiptum svo og visind-
um. Á miðöldum áttu lærðir
menn og kirkjan sér sérstakt
tungumál, þar sem latínan var.
Ekki stafaði þjóðtungunium nein
hætta af þvL Slíkt getuir enn
gerzt og er raunar að gerast.
Enskan er þegar sammál í mikl-
um hluta heimsins, en ég á bágt
með að skilja hvers vegna ís-
lenzka, danska færeyska norska
eða sænska ættu endilega að
deyja út þess vegna. Ég veit
þér eruð sjálfutr á sama máli
um, að það er uppörvun í því
að sjá smáþjóðir halda tung-
um sínum til streitu og halda
lífi í þeim, víkka málsviðið og
vernda.—
Ég kinka kolli til samþykk-
is og Orgland heldur áfram:
— Ég held líka, að þessi við-
leitni sé holl og bætandi. Ást
á móðurmálinu og viljinn til
að vernda það held ég að lífgi
hugi manna og geri þá hreas-
ari í anda.—
ANNMARKAR
Fyrir skemmstu sendi Fonma-
forlagið í Osló frá sér sjöunda
bindi þýðinga Orglands á_ verík-
um íslenzkra ljóðskálda. I þetta
siran var um Snorra Hjartarson
að ræða. Snorri er nú rúmt
sextugur fyrrverandi borgar-
bókavörður. Hann er einn af
snjöllustu nútimalýríkerum
Norðurlanda.
— Er ekki áhuginm aðaldrif-
fjöðrin í þessu starfi yðar? —,
verður mér að orði, er ég blaða
í þessari snotru bók fná Fonna.
— Rétt er það. Slík norræn
samvinna, sem þessá, er ekki
gróðafyrirtæki. Það er orð að
norsku og forníslenzku. Einn-
ig heimsóttum við hana og hún
hafði töluverð áhrif á okkiur.
Þannig fékk ég áhuganm á ís-
lenzkunni og bókmenntum
þeirrar tungu. Annars var ég
upphaflega í raunvísindadeild í
menntaskóla.
ÍSLAND KALLAR
— Voruð þér á báðum átt-
um hvort þér ættuð að gerast
verkfræðingur eða bókmenmita-
fræðinigur? —
— Nei, nei, en á unga aldri
hugði ég hins vegar gott til
þess að gerast söngvari. Sig-
urd Hoff kenndi mér söpg og
Bræðralags-
asidinn lifir ú
Norðurlöndum
Poul P. M. Pedersen ræðir við lvar Orgland, sem
innan skamms ver doktorsritgerð uin norsk áhrif
á skáldskap Stefáns frá Hvítadal
Ivar Orgland
sönnu: það hefur þótt vel
sloppið hafi ekki orðið fjáx-
hagslegt tap á útgáfum. Um
gróða er ekki að ræða.—
— Nú eruð þér fæddur í
Osló en skrifið nýnorsku.
Hvemig víkur þessu við? —
— Annað þarf ekki að hindra
hitt. Ég hef líka ritað öll ljóða-
söfn mín á nýnorsku.—
— Er nýnorskan ekki lítið
lesin í Danmörfcu og Svíþjóð? —
— Ojú. Það þarf helzt að
þýða hana og jafnvel ríkismál-
ið líka. Og samt stendur ný-
norskan nær miðaldadönsku en
nútímadanska. Nýnorskan á ræt
ur sínar í norsku mállýzkun-
um og því máli, sem landnáms-
menn Islands töluðu, er þeir
komu þangað fyrir þúsund ár-
um. Nýnorskan er því líkari
færeysku og íslenzku eins og
þau mál eru í dag.—
— Hvernig fenguð þér þenn-
an áhuga á íslandi og íslenzkri
tungu?— —■
— Það var á háskólaárum
míniuim að ég sótti fyrirlestra
hjá prófessor Anne Holtsmark.
Hún kenndi mér bæði forn-
ég hélt nokkra kinkjukonserta
á Vestfold og var einsöngvari
í Oslóardómkirkju. Þegar ég
svo heimsótti fsland fyrsta sinni
en það var á námsárum mín-
um, þá söng ég þar í útvarp-
ið og meðal annars norsk
söguljóð eftir Grieg. Árið 1948
kallaði ísland mig síðan til sín
og hefur ekki sleppt takinu
upp frá því. Tveimur árum síð-
ar varð ég lektor í norsku við
hágkólann þar. Ég dvaldist í
tíu ár á íslandi og hitti möng
þau skáld, er þá bar hátt. Þeg-
ar það ár hitti ég þjóðskáldið
Davíð Stefánsson. Verk Daviðs
urðu þau fyrstu, er ég þýddi.
Það gerðist þannig, að útgef-
andi hans, Ragnar Jónsson,
vildi koma honum á óvart á
sextugsafmæli hans 1955 með
norskri útgáfu ljóðanna. Þá
varð að láta hendur standa
fram úr ermum til að ljúka
verki fyrir afmælisdaginn.
Einnig var valið og þýðingin
ekki borin undir síkáldið, þar
sem þetta átti að koma á óvairt.
Ég frétti seirnna, að Davíð
hefði misskilið þetta og tekið
það óstimmt upp. Við fengum
aldrei færi á að jafna þann á-
greining og nú eru fimm ár lið-
in frá dauða Davíðs Stefáns-
sonar. —
— Kom sú hók ekki út hjá
Helgafelli? —
— Jú, en hún er viða til
sölu, einnig í Noregi. Hennar
var getið að góðu í norsfcum
blöðum. Samt leið áratuigur þar
til salan fór að glæðast veru-
lega. Allar hinar ljóðaþýðingar
mínar í þessum flokki hafa kom-
ið út hjá Fonna í Ósló. Þegar
ég hóf þetta starf veitti Ivar
Esfceland Fonna forstöðu, sá
sami og varð fyrsti forstjóri
Norræna hússins í Reykjavík.
Hann hygg ég sé einn þeirra
útlendinga, sem bezt þekfcja til
íslenzkra bófcmennta.
— Hve stórt er upplag þess-
axa þýðinga yðar?—
— 2000 eimtök. Samt sem áð-
ur fá þær gott orð gagnrýn-
enda og hinar eidri eru því nær
á þrotum —
— Hafið þér enn sama áhug-
ann á þessu starfi sem temgi-
liður milli norskra og íslenzkra
ljóðunnenda? —
— Já, ég gæti ekki án þess
verið. Enn bíða verkefmi úr-
lausnar og gátur ráðningar. Mér
finnst ég einnig hafa notið svo
mikils góðs af þessu sjálfur.
Og mér þykir gott að hafa átt
þess kost að þýða verk svo
margra og ólíkra ljóðstkálda.
Allt frá mikilvægum formalist-
um eins og Tómasi og Davíð til
brautryðjandams Steins Steinars,
sem ruddi veginm til módern-
ismans. Ég hefi margt lært af
þessari fjölbreytni.
VIÐTÖKURNAR
— Hafið þér hitt að máli öll
þau íslenzku skáld, sem þér haf-
ið þýtt eftir? —
— Já og hef mifcið dálæti á
þeim. Ég geri mér fúlla grein
fyrir þeim erfiðleikum, sem því
fylgja að snara ljóðræmium
skáldskap af einu máli á anmað
án þess að nokkuð fari for-
görðum. En þessum erfiðleikum
fylgir nú líka uppörvun. Ljóð
Snorra Hjartarsonar stóðu lengi
í mér. En nú er bókin komin
út og til sölu hjá norskum bók-
sölum. Hún stendur jafnvel þeg
ar í hillum þó nokkurra les-
emda.—
— Haldið þér, að það hefði
aukið sölu bókamna hefðuð þér
þýtt á ríkisnorsku í stað ný-
norskunnar? —
— Tæpast. Og nýnorska er
Ijóðmál mitt nú. Hefði ég þýtt
á ríkisnorsku hefði hinn danski
starfsbróðir minn vsirla haft
jafn mikla ástæðu til samsvar-
andi þýðiniga sinma. Þó er nokk-
uð um það, að norskt rikismél
sé þýtt á dönsku. En hvernig
haldið þér að íslenzfcu Ijóðin
seljist í Danmörku? —
— Mér virðist gegna svip-
uðu máli um það og þýðintgar
yðar i Noregi. Það lítur út fyr-
ir að þessar bækur selj:st yfir-
leitt upp á áratuig. Þó þarf
stundum að læk’ka verðið til
að svo megi verða. En svo ég
hafi nú allt í sama orðiniu: er-
uð þér ánægður með árin yðar
hér í Lundi? —
— Já, þetta hafa verið góð
ár. Fjölsfcyldu minni fellur vel
hér. En það er eins með lektora
og diplámata: þeir eru venju-
lega fluttir staða á milli á nokk-
urra ára fresti. Og svo ég bregði
mér af þeim bæ þá vildi ég
geta þess, að ég hefi orðið var
við mikinn áhuga hér meðal
stúdenta á nonrænuim skáldskap
og norrænum tunguim. —
NORÐMENN MUNA
— Og ég vænti þess, að land-
ar yðar, Norðmenn, gleymi
ekki norrænium uppruna sín-
um? —
— Nei, það bendir fátt til
annars, enda þótt þér hafið ef-
laust heyrt aðvörunarflautið um
það, að norsk tunga eigi sér
ekki lífsvon. Ég hefi frétt, að
danskir nemendur lesi vart íen/g
ur norræna málssögu. Við Norð
menn höfum tekið allt annan
pól í hæðina: fornnonska og
íslenzka eru nú valgreinar með
aðalmálunum í norskum mennta
skólum. —
— Hversu margir skólar hafa
notað sér þetta? —
— Þeir munu því nær fylla
tvo tugi. Ég hefl nú fcennt á
árlegum íslenzkunámskeiðum
fyrir norSka menntaskólakemn-
ara um átta ára skeið og get
borið því vitni, að áhuginn
er mikill. Auk þess er ég lekt-
or í norsku við sumarháskól-
ann í Vasa í Finnlandi. Þegar
sumarleyfin hefjast hér við skól
ann förum við til Osló, þar sem
ég á að gegna embætti lektors
við nýstofnaða deild mennta-
skólans þar —.
— Farið þér þá aldrei í leyfi
sjálfur? —
— Jú,jú. En þann tíma nota
ég að mestu til þýðinganna. Við
eyðum venjulega sumarieyfinu
í Vikabygd, en það er fyrir
austan Haugasund og norðaust
an Stavanger. Þaðan er móðir
mín og þar er konan min líka
upprunnin. Þama er landslag
mikilúðlegt og þarna býr fólk
með mergrunnar hugmyndir um
horfna tíð. f þúsund ár hefur
ýmislegt markvert gerzt á Vest-
fold og þar hugsa menn senni-
lega oftar en aðrir Norðmenn
til íslendinga og Færeyiniga,
handan hafsins. —
ÖRLÖG TUNGU EYÞJÓÐAR
— Hefux yður aldrei laragað
að snara verkuim færeyskxa
skálda? —
— Jú, áhugann vanitar eklki
— en hims vegar tímann! Það
eir margt sem hamiliar. Ég vona
samt, að ég komist einhvem
tíma til að heimsækjá Færey-
inga hvað sem öðru líður. —
— Hversu mörg íslenzk sikáld
hyggist þér þýða áður lýkur?—
— Því er illt að svara. Ég
hef þó nokkra í huiga. í fyrstu
var þetta tómstundagaman mitt.
Ekki get ég borið á móti því
að sífellt jókst mér erfiðið. En
nú er ég kominm vel af stað.
Samt hljóta að vera takmörk
fyrir þeim fjölda ljóða, sem
einn maður nær að þýða um
ævima. Auðvitað veit ég um
fleiri íslenzk skáld, sem skilið
ættu að vera þekkt utan fs-
lands. En þetta horfir öðru-
visi við um ljóð en óbumdið
mál. Skáldsögur og annar prósi
eru miklu sennilegri söluvara
á mankaði og því eftirsóttari.
Ljóðaþýðendur hafa oftast öllu
minna fyrir snúð sinn en hin-
ir. Stórkostleg ljóð liggja oft
enda lenigi í skuggamum. Ég
geri því stkóna, að hiinn mikli
módernisti Steinn Steinanr, sæti
nú á befck með T.S. Eliot, Ezira
Poumd og Yeats, hefði 'hann ort
á heimstungu. Tuuga, sem fáir
tala sníður skáldum smum
þröngam stakk í fleirum en
einiu tilliti. —■
— Telduð þér þá heppilegra,
að útlendiugar lærðú íslenzku?
— Það væri auðvitað bezt!
— svarar Orgland að bragði.
— En íslenzfca er ekfci auðvelt
mál og tíminin naumur hjá fiest-
um. Þó er það eilítið Skref í
áttina, sem ég nefndi áðan þ.e.
valgreinarnar í norsiku skólun-
um. Þannig útskrifast alltaf smá
hópur árlega, sem sfcilur ís-
lenzkt ritmál sæmilega, en þetta
mmm eimsdæmi á Norðurlöndum
utan íslands. Á hitt er svo að
líta, að mjög góða kunnóttu
þarf til að lesa og sfcilja vel
ljóð á erlendri tungu. Ég mun
sem sé halda áfram að þýða
enn um sinn! —
— Á hverju á sá maður von
sem fer að Skipta sér af nor-
rænmi samvinmiu? —
— Hanai má búast við ýmsu.
Það er ekkert leyndaonél. En
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
1. júná 1969