Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Qupperneq 13
ymlslegt er þaW saimt sem örv-
ar mig. Það gladdi mig t.d. þeg-
ar sænslkir námsmerun hér í
Lundi mótmæltu væntainleguim
niðurSkurði í forn- og rnútima-
íslenzku, en úr þeirri átt sýn-
ist mér vindurinn því miður
víða blása um þessar mundir,
t.d. í Danmönku. í Noregi má
hins vegar allvel við una, a.m.
k. nú sem stenduir. —
— Hve mörg ljóðasöín hafið
þér sjálfur gefið út? —
— Þau munu vera níu. Hið
fyrsta þeirra sá dagsina ljós
árið 1950 en hið nýjasta þeirra
1966. Og auk tímarit.sgreina
og langra ritgerða um íslenzk
ljóðskáld hef ég ritað stóra bók
um Stefán frá Hvítadal en ör-
lög hans voru mjög sorgleg.
Fyrsta bindi þeirrar bókar kom
út hjá forlagi Memninigansjóðs.
NORRÆN SAMVINNA
— í hverju Norðurlamdanna
ber norraena hugsun hæst? —
— Nú er ég að vísu fæddur
Norðmaður og samkvæmt því,
sem að framan er tíundað tel
ég það vera í Noregi og þá
einkum á Vestfold. En viljinn
til bræðralags lifir annars með
öllum norrænum þjóðum eiinin-
ig íslendingum. Þjóðir okkar
greinir aðeims á um það, hvern
ig eigi að ryðja hindrunuinium
úr vegi. Mér finnst stjórmmála-
mennirnir jákvæðir í þessu til-
liti sem öðru. Hvað norræna
samvinmiu snertir þá tel égNor-
ræna húsið í Reykjavík mikil-
vægt. Og gaman verður að sjá
norræn tengsl styrkjast á ó-
kominum árum. Ég tel enigan
vafa á því, að Norðurlandabú-
ar muni taka höndiuim saman.
Norræn samvinna er að miklu
leyti pólitískt atriði og illt að
bera á móti því, að margir ráð-
andi stjórnmálamenn hafa sýnt
fullan vilja sinin til farsællegra
málalykta í því efni. —
BÓKMENNTIR
Framh. aif bls. 4
armaðurinn kemur, eru ísmeygi
legri en flest annað svipaðs eðl-
is, sem Jón hefur sett saman.
Fyrra ljóðið er skopstæling á
ræðu Hal'ldórs Laxness á Lista-
hátíð 1964; hfð siíðara biéf gam
allar komu ti'l borgarstjórans í
Reykjavik, sikrifað í þeirri von
að eitthvað verði lagfært í
bragganum hennar (þeim sein
asta í borginni), því vitað er að
Filipus hertogi af Edinborg
muni eiga ltið þar hjá í íslands
heimisókn sitnni.
í Maurildaskógi eru alhnarg-
ar þýðingar á ljóðum eftir
sænsku skáldin Harry Mart-
inson og Olof Lagercrantz. f
Með örvalausum boga, birtir
Jón einnig þýðingar; Fiðlar-
ann, eftLr Carl-Emil Eng'lund,
íbúðina, eiftir Einair Malim og
Við Jo-Yeh fljótið, eftir Lí Pó.
Jón úr Vör bjó um tveggja ára
skeið í Svíþjóð eftir stríð. Hann
hreifst þá af ljóðum öreiga-
skáldanna svokölluðu. Jón átti
margt sameigináegt með þessum
Skáldanna svokölliuðiu. Jón átti
skólamenntunar að neinu ráði
og fjölluðu mest um líf alþýð-
unnar í verkum sínum. Hið
frjálsa ‘ljóðform skálda eins og
Harrys Martinsons hefur vafa-
laust átt þátt í að Þorpið varð
til. Þýðingarnar á ljóðum Mart-
insons eru til vitnis um skyld-
leika þeirra Jóns, og er þá rétt
að benda á, að þetta á einungis
við um fyrstu ljóðabækur Mart
insons. Varfa verður það talið
niðrandi fyrir Jón úr Vör, þótt
tekið sé fram, að leiftrin í
skáldskap Martinsons eru yfir-
leitt skærari en hjá lærisvein-
inum; snjallar þýðingar Jóns
eru nógu gi'ld rök.
Þýðingarnar á ljóðuim Lager-
crantz eru ekki eins vandaðar,
enda eiga þeir Jón fátt sameig-
inlegt. Engu að síður má skilja
hvað því veldur, að Jón tekur
til við að þýða þessar örvænt-
ingarkviður úr seimustu ljóða-
bók Lagercrantz. í ljóðum Lag-
ercrantz er sama efafulla leit
að sannleik og í ljóðunum, sem
Jón yrlkir á þessu tómabiii. Jón
úr Vör yrkir skálda mest og
gebur þess vegna tekið undir
með Lagercrantz:
Við lifum ej við tölum,
þegjandi deyjum við.
Þessu til sönnunar líða ekki
nema þrjú ár þangað til ný
bók kemur út eftir Jón: Mjall-
hvítarkistan, 1968. „Handrit var
búið til prentunar sumarið 1967“
segir skáldið í eftirmála.
í Mjallhvítairkistunni birtir
Jón töluvert af aforismum eða
því, sem hann sjálfur kallar
hnit. Þessi spakmælagerð er
rúmfrek í skáldskap J<>ns, dæmi
um hana má finna í fyrstu bók-
um hans, en í Maurildaskógi
fer hennar að verða vart fyrir
alvöru. Seinasti kafldnn í Mja'll-
hvítarkistunni, samanstendur af
aforismuim, auk þess sem þeir
eru dreifðir út um alla bókina.
Þessar athuganir Jóns eru sum-
ar hverjar greindarlegar, en
margar í snubbóttara lagi, svo
ekki verður því haldið fram, að
ljóðagerð hans vaxi af þeim.
Svo er þess líka að gæta, að
aforismar fara best sér í bók,
en gera varla annað en flækj-
ast fyrir séu þeir hafðir með í
ljóðabókum. Hitt er svo hverju
orði sannara, að bilið er oft
stutt á milli ljóðs og aforisma.
Hérna í stofunni minni, er sá
kafli í Mjallhvítarkistimni, sem
líkas'tur er ádeiluljóðuai'Um i
Vetrarmávum. Líkan tón er einn
ig að finna í Maurildaskógi,
samanber Hátíðaræðu, Þegar
drottningarmaðurinn kemur og
Fréttaskeyti frá Spáni. Það er
fyrst og fremst Víetnamstyrjöld
in, sem fær skáldið til að yrkja
þessi Ijóð; þau eru ádrepur á
utanríkisstefnu Bandaríkjanna
í einu ljóðinu reisir Jón úr
Vör Lyndon B. Johnson, fyrr-
verandi forseta, níðstöng, kall-
ar hann „hliðstólpavin11. Þessa
nafngift gefur Jón honum vegna
frjálslegrar hegðunar við stjórn
arráðið árið 1963, en þá heim-
sótti Johnson ísland sem vara-
forseti í stjórn Johns F. Kenn-
edys. Þessi 'ljóð Jóns úr Vör
sæta enguim tfðinduim, þau eru
ort í gamalkunnum anda komm-
únista og róbtækra vinstri
manna: „Ég heyri kvalaóp millj
ónanna“, segir skáldið í ljóði
samnefndu kaflanum. Það er
líkt og sjónvarpið hafi vakið
hann af dvala, stefnt honum aft
ur á braut, sem hann valdi sér
í æsku, en hefur þó alla tíð
átt erfitt með að ganga hnar-
reistur eins og ljóðið í Vetrar-
mávum: Lítil frétt í blaðinu,
gefur til kynna. Eitt ljóð í
þessum kafla, Nafn þitt, sem
lýsir sorg konunnar, sem bíður
hermannsins, ber af þessum
ljóðum vegna þess að í þvi er
fjallað um mannlegt vandamál
á yfirlætislausan hátt; lesand-
inn finnur að hryggð ljóðsina
hefur við rök að styðjast.
Mjallhvítarkistan þykir mér
merkilegust fyrir þau ljóð, sem
eru háldin persónulegum sárs-
auka og efa. Skáldinu tekst í
miklu ríkari mæli en í Maur-
ildaskógi að sýna okkur innri
heim sinn. Það skáld sem
yrkir þessi ljóð, er í sannleika
bæði þreytt og þjakað. Ég nefni
sem dæmi eftirfarandi ljóð, sem
flest eru ort í frekar breiðum
stíl, að minnsta kosi eru þau
með lengstu l'jóðumbóikarinnar:
Ákall, Þorsti, Mj al'lhvítarkist-
an, Undarlegur draumur, Víti,
Snúrustaurinn og hamingjan,
Biðin og Draumkvæðið.
í Heimsókn snigilsins, læbur
skáldið snigil segja þessi veiiga
miklu sannindi:
Jón úr Vör reynir ekki að
dylja hug sinn. f augum hans
er hnötturinn stórt tár, von-
brigðin leggja hrím sitt á axlir
hans, svo það er vafamál að
honum takist að gera sér bið-
tímann að hamingju, eins og
segir í ljóðiniu Mig grípur ótti,
í Maurildaskógi. í Ákalli, standa
þessi orð:
Guð minn, guð minn.
Hví tókstu ekki líf mitt
áður en ég missti það?
og:
Ó, guð minn góður.
Gef mér eina, aðeins eina
fagra sanna minningu.
Trúarleg efni sækja á skáld-
ið eins og reyndar í fleiri
bókum þess. En trúin veitir
enga huggun, því:
Veik er trú min,
hef ég svarað
en efinn þungur.
(Veik er trú mín)
f ljóðinu Víti, segir skáldið:
Fagnandi vörum
snerti ég vatnið
helkalt, þótt það
svali mér ekki.
Sem endalaus tími
rennur vatnið frá mér,
bruni, sem ekki —
ekki á sér neina fró.
Aftur og aftur
lýstur tunga mín vatnið
eins og elding —
er sívökull óbærilegur þorstinn
slokknar ekki,
slokknar ekki að eilífu.
Ef til vill er það þessi óbæri-
legi þorsti, sem fær Jón úr
Vör til að enda Mjallhvítar
kistu sín-a á Ijóðinu í lauf-
spegli:
í laufspegli
sé ég hjarta þitt slá,
sonur friðlandsins,
grasgarðsmaöur inn,
fiskigullið,
maríubarn
hins nýja tíma,
véla í stað oks,
skáldfingradrengur
góðrar stúlku,
draumur.
í þessu ljóði er að minnsta
kosti fólgin nógu mikil von til
að slokkna ekki.
Eiginlegur módernisti er Jón
úr Vör ekki. í þeim efnum
gengur Steinn Steinarr lengra
en Jón. Jón úr Vör hefur ekki
ort neitt í líkingu við Tímar.n
og vatnið eða sum ljóð Steins
í Sporum í sandi og Ferð án
fyrirheits, skáldskap, sem á
köflum minnir á lokaða skel,
stundum opna að hálfu. En til
eru ljóð eftir Jón, sem alls ekki
hefðu verið ort nema vegna
þeirrar miklu endurskoðunar
Ijóðlistarinnar, sem Steinn og
fleiri beittu sér fyrir. Eins og
ég hef áður drepið á, er það
fyrst og fremst búningurinn,
sem er nýr í skáldskap Jóns
úr Vör. Steinn átti það aftur
á móti til að yrkja ljóð í hefð-
bundnu formi, sem að innihaldi
eru með því djarfasta í ljóð-
rænu landnámi, sem hefur séð
dagsins ljós hérlendis. Að vissu
leyti stendur því Jón úr Vör
mitt á mil'li Steins Steinarrs og
þeirra skálda, sem varpað hafa
hefðbundnum bragarháttum að
mestu fyrir borð, og eru nú óð-
fluga að nálgast fimmtugt.
Jón úr Vör hefur í sér eitt-
hvað af elju sjófuglsins, sem
löngum leitar á sömu mið.
Margt bendir til þess, að skáld-
skapur hans eigi sér vísan
hljómgrunn hjá yngstu skálda-
kynslóð, að minnsta kosti hef-
ur óbrotinn lífsskilningur Jóns
ekki reynst ungum skáldum
'lakari fyrirmynd en mótsagna-
kennd heimspeki Steins. Áhrif
frá skáldskap hans má greina
víða í verkum yngstu skálda.
En án Jóns úr Vör væri mun
einfaldara að gera sér grein fyr-
ir ljóðlistinni eftir stríð. Eins
og öll góð skáld á hann siina
eigin rödd. Þessi rödd var
lengi einmanaleg. Fyrr en var-
ir verður henrá skipað í kór.
Hún glatar ekki sérkennum
sínum þrátt fyrir það.
BJARGIÐ YÐUR
Framh. aif bls. 2.
Trenck stóð upp og með snöggu
bragði lét hann alla hlekki falla
á klefagólfið S.íðan sýndi hartn
þeim göngin, afhenti þeim áhöld
sin, sem hann hafði notað, og
auk 'þess 2 lykla, sem hann
hafði smiðað til að opna klefa-
dymar. Haran bætti því við, að
tveir hestar biðu reiðubúnir,
þótt hann vildi ekki skýra frá
því að svo komnu máli, hvar
þeir væru. Undrun mannanna
var dæmalaus.
En viðbrögðin voru önnur en
Trenck hafði ætlazt til E.nn á
ný var klefinn endurbyggður
og hann hlekkjaður rammlegar
en nokkru sinni fyrr við veggi
og gólf. Og enn byrjaði von
Trenck að fást við hlekkina,
þótt hann væri búinn að missa
áhöldin öll.
En nú hafði Amalíu tekizt að
finna nýja leið til að bjarga
ástvini sínum. Hún fékk einka-
vin Maríu Theresíu gegn ó-
vægu gjaldi til að hafa áhrif á
hina voldugu móður Maríu Ant
oinette. Og hann fékk haraa til
að skrifa Friðriki mikla, sem
loksins lét undan. Hinn 21.
desember árið 1766 gaf hann
leyfi sitt til þess, að Trenck
yrði leystur úr viðjum. Og
þremur dögum síðar, á aðfanga-
dag yfirgaf faniginn sína
dimmu vistarveru.
En það var fjarri því, að
hanin fengi þar með að hitta
Amailíu prinsessiu. Þa'ð skyldi
þó ekki gerais't, meðan Friðrik
mikli lifði. En 21 ári síðar dó
sá mikli maður. Og þá fyrst
gátu þau hitzt, 43 árum eftir
brúðkaup Ulriiku. Og nú voru
bæði orðin gamalmenni, en
Trenck bar sig þó mun betur
en Amalía. Og nú skal frá því
skýrt ,að hann skrifaði ævisögu
sína, sem er ein af þeim heim-
ildum, sem þessi frásögn er
byggð á, en ekki sú eina. Og
þar segir Trenck m.a. „Það var
erfitt að þekkja Amalíu aftur í
hinu sköllótta, riðandi höfði,
hinu sljóa og reikula augna-
ráði, hinum afmyndaða og mátt-
litla líkama, þessum holdlausu
og aflvana handleggjum, þessu
afskrípi mjúkra kvenhanda.“
Hinir fornu elskendur töluðu
saman í tvær langar stundir.
Trenck sagði frá því, hvernig
hann hefði grafið og grafið, og
Amalía skýrði honum frá öllu
því, sem hún hefði reynt til að
fá hann lausan. Þau ákváðu að
hittast fljótt aftur. En 5 dögum
siðar dó Amalía. Þessir endur-
fundir hafa orðið báðum þung-
bærir.
En Trenck hafði þolað annað
eins. Og hann lifði í 7 ár eftir
þetta. 1794 var hann staddur í
París, en var þá tekinn fastur,
gruraaður >um ráðabrugg gegn
öryggi franska ríkisins. Hann
var þá 68 ára. í París voru
þá mörg löng mál gerð stutt,
og Friedrich gamli von Trenck
var leiddur unidir failöxinia 25.
júlí 1794 og gerður höfðiniu
styttri. Þannig hlaut hinn þraiut
reyradi og þolgóði l'íikaimi loks
hvíld í fraraskri molid — í
tvennu lagi.
Útgefandi: Hif. Árvakur, 'Reykjavik.
Frítrrkv.ítj.r Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar: Siguróyr Bjamason Irá Vigur.
Alatthias Jobannessen.
Eyjólfur Kouráð Jónsron.
Hitstj.fltr.: C-isli Sigurfto-on.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: ASaVstræti 6. Stmi 101C3.
-----------Skáldi tjáir ei neitt
að dylja hug sinn fyrir heiminum.
Allt sem þú segir kemur upp um þig,
jafnvel tál þitt um veðrið.
Og þegar þú þegir fastast um það sem þér býr í hiig,
er auðveldast að lesa.
1. júraí 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13