Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1969, Blaðsíða 15
BLOOD, SWEAT
AND TEARS
BLOOD, SWEAT AND TEARS
S.l. 2 ár hefur þróun pop-
tónlistarinnar verið mjög ör og
hafa hinar ýmsu stefnur kom-
ið upp hver ofan í aðra. Lög-
in verða sífellt vandaðri og
tæknin bæði varðandi hljóðfæri
og hljóðfæraleik verður full-
komnari með hverjum deginum
sem líður. Tónlistin í heild er
orðin það stórbrotin að enginn
getur lengur með góðri sam-
vizku kennt hana við hégóma-
skap eins og oft vildi brenna
við að menn gerðu á frumdög-
um Bítlanna. Bítlarnir sjálfir
hafa breytzt mjög mikið á und-
anförnum árum og eru nú al-
mennt viðurkenndir stórkostleg
ir listamenn. Þeir hafa haft af-
gerandi áhrif á þróun poptón-
listarinnar þótt áhrif þeirra nú
á síðustu mánuðum hafi farið
þverrandi. Englendingar hafa
til skamms tíma haft algera yf-
irburði yfir aðra á þessu sviði
en nú á síðustu árum hafa
Bandaríkjamenn unnið jafnt og
stöðugt á en þar er nú pop-
tónlistin leikin á mun víðari
grundvelli en í Bretlandi. Þar
er ölluim tegundium tónlisitar
blandað saman við poppið, allt
frá þjóðlögum, rythm and blu-
es, rock og soul upp í jazz.
Margar nýjar og athyglisverð-
ar hljómsveitir hafa sprottið
upp, hljómsveitir með mismun-
andi og ólíkar hugmyndir varð
andi tónlistina. Ein þessara
hljómsveita er Blood sweat
and tears. Er hér um að ræða
einhverja athyglisverðustu sam
steypu, sem fram hefur komið
í seinmd tíð. H1 j ómsveitiin var
stofniuð í New York 1967 og
lék þá jazzkenndia tónlist seim
ekki gat þó talizt hreinn jazz.
í upphafi voru þeir aðeins fjór
ir en sú tónlist sem þeir léku
gerði kröfur til fleiri og fjöl-
breyttari hljóðfæra, aðailega
blásturshljóðfæra og nú er svo
komið að meðlimir hljómsveit-
arinnar eru níu talsins. Hljóm-
sveitin er nú orðin eitt stærsta
númerið í tónlistarlífi Banda-
ríkjanna og með útkomu síð-
ustu L.P. plötu þeirra sem ber
nafnið Blood sweat and tears
hafa þeir vakið heimsathygli.
Tónlistin sem þeir leika er nokk
urs konar sambland af nútíma
rock og jazz eða með öðrum
orðum „vel heppnað hjónaband
rock og jazz“ eins og þeiir segja
sjálfir. Lögin af þessari plötu
hafa lítið sem ekkert heyrst hér
í útvarpinu en hafa sum verið
leikin á dansileikjuim aÆ ísl.
hljómsveitum t.d. lögin Spinn-
ing Wheel, More and More og
You make me feel so very
happy svo eitthvað sé nefnt.
Meðlimir B.S og T eru:
Bobby Colomby, 24 ára gam-
all frá New York. Hann fædd-
ist í fjölskyldu, sem lifði og
hrærðist í heimi jazzins en tveir
bræður hans eru nú starfandi
í jazzheiminum. Colomby er
trommuleikari hljómsveitarinn-
ar.
Fred Lipsius sem leikur á
saxófón og pianó er 25 ára gam-
all.Fred er útskrifaður frá hin
um fræga tónlistarskóla High
School of Music and Art og
þarf þá ekki frekari vitna við
hvar hann stendur sem tónlist-
armaður.
Gítarleikari hljómsveitarinn-
ar og söngvari Steve Katz, 23
ára var alinn upp í Brooklyn.
Hann byrjaði snemma að syngja
í kórum en 15 ára ákvað hann
að líta tónlistina alvarlegri aug
um og gekk í hljómsveitina Ev-
en Dozen Jug Band og seinna
varð hann liðsmaður í hinni
þekktu hljómsveit Blues Pro-
ject.
Dick Halligan er 25 ára. Hann
leikur á orgel og trombón (bá-
súnu) Að loknu almennu skóla
námi fóir hanin ti.1 Mainlhattan
tónlistarskólann í New York
þar sem hann útskrifaðist sem .
magister í tónlistarsögu. Hann
heldur mest upp á klassíska tón
iisit og jazz en segiir: „Pop-
tónlistin verður alltaf betri og
betri enda nú leikin í nánari
tengslum við aðrar tegundir
tónlistar."
Bassaleikarinn Jim Fielder
hefur leikið með ekki ófræg-
ari hljómsveitum en Mothers of
Invenitiion og Buffalo Spring-
field. Hann er 21 árs og yngsti
maður hljómsveitarinnar. Faðir
hans veitti honum fyrstu til-
sögnina í hljóðfæraleik á haw-
aiiskt strengjahljóðfæri sem
nefnist Ukulele. Sjálfur segir
Jim: „Ef við lítum á hinar
nýju stefnur í pop-tónlistinni
þá sjáum við að endarnir ná
ekki saman ennþá. Til að ná
fullkomnun sem hljóðfæraleik
ari verður maður að vera í
snertingu við allar tegundir og
stíl tónlistar.“
Aðalsöngvarinn i hljómsveit-
inni heitir David Clayton Thom
as, 25 ára og fæddur í Lond-
on. Auk söngsins leikur hann
einnig á gítar. Hann hefur feng
ist nokkuð við tónsmíðar og
ljóðagerð en a.m.k. eitt laganna
á siðustu L.P. plötu þeirra er
hans verk, Spinning Wheel.
Chuck Winfield sem leikur á
trompet er 25 ára. Hann er frá
Pennsylvania og er útskrifað-
ur úr hinum fræga tónlistar-
skóla Juilliard School of Mus-
ic. Áður en hann gekk í Blood,
Sweat and Tears lék hann með
hiinium ýmsu hljómsveitum og
þá aðallega jazz.
Hinn 22 ára gamli trombón-
leikari Jerry Hymann vann í
bókabúð og lék við og við með
jazz-rock hljómsveitum í New
York áður en hann tók sæti
sitt í B,S og T.
Trompetleikarinn Lous Sol-
off byrjaði að leika á trompet
10 ára og hafði þá lært á pía-
nám við Juilliard tónlistarskól
ann í sex ár og þaðan fór hann
yfir í Eastmann School of Mus-
ic. Hann lék með nokkrum jazz
hljómsveitum áður en honum
var boðið að gerast liðsmaður
í B,S og T.
Þetta eru mennirnir í amer-
ísku jazz-rock hljómsveitinni
Blood, sweal and tears. Hljóm-
sveit sem áreiðanlega á eftir að
láta mikið að sér kveða í fram-
tíðinni. Tónlistarlegur bak-
grunnur þeirra er ólíkur og
þess vegna er athyglisvert hvað
þetta sambland hefur reynzt vel
Þarnia eru menn sem hafa til
samans mjög víðtæka tónlistar
lega reynslu sem þeir hafa nú
sameinað og útkoman er ein-
hver mest þróaða hljómsveit,
sem fram hefur komið í lengri
tíma. Nafnið Blood, sweat and
tears er nafn sem vert er að
muna. Það á áreiðanlega eftir
að heyrast oft í framtíðinni.
1 (1) DIZZY.............. .......... . Tomimy Roe
2 (15) BALLAD OF JOHN AND YOKO.......... Beatles
3 (9) OH HAPPY DAYS Edwin Hawkins Siingers
4 (2) GET BACK...........................Beatles
5 (3) MAN OF THE WORLD........ . Fleetwood Mac
6 (11) TIMEISTIGHT........... Booker T and the MG‘s
7 (4) MY WAY ................. Franik Sinatra
8 (7) BOXER .... .......... Simon and Gairfuihkel
9 (6) RAGAMUFFIN MAN...............Manifred Mamn
10 (9) LOVE ME TONIGHT..................Tom Joines
11 (8) BEHIND A PAINTED SMILE ...... Isley Bnotlhieirs
12 (20) HIGHER AND HIGHER ............Jackie Wilson
13 (5) MY SENTIMENTAL FRIEND . . Heriman's Heirmits
14 (18) TRACKS OF MY TEARS
Smokey Robinson and the Miracles
15 (12) GALVESTON ............. .. Glen Campell
16 (21) I’D RATHER GO BLIND...........Chiken Shack
17 (17) DICK-A-DUM-DUM .. .....Des 0‘Connor
18 (13) AQUARIUS/LET THE SUN SHINE IN
Fiifth Dimenision
19 (29) LIVING IN TIIE PAST........... Jetbro Tuli
20 (28) BIG SHIP . . .... Cliff Riohard
21 (30) GIMME GIMME GOOD LOVIN’ . . Crazy Elepihanf
22 (14) COME BACK AN DSIIAKE ME . . Cloda-gih Rodigers
23 (16) GOODBYE .. .. . . Mary Hopkiin
24 (—) PROUD MARY . . . Creedience Clearwateir Revival
25 (22) SNAKE IN THE GRASS
Dave Dee, Dozy, Beaky, Mick amd Tich
26 (19) ROAD RUNNER .. Jnr Walkeir and the All Stairs
27 (—) BOOGALOO PARTY .... Flaminigos
28 (27) I’M LIVING IN SHAME
Dia-nia Ross and the Supremes
29 (—) FROZEN ORANGE JUICE . . . . Peter Sars'tedt
30 (—) WET DREAM . . Max Romeo
22. júní 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15