Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1969, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1969, Síða 15
ERLENDAR BÆKUR kennslunni í bókmenntagagnrýni í stað þess, að leiðbeina og út- skýra listaverkin á uppbyggilegan hátt og laða menn þannig til þess að lesa þau og njóta þeirra. Höf- undur er málsvari uppbyggilegrar gagnrýni og leitast við að tjá hana með þeim dæmum sem hann rekur í ritinu. Gagnrýni hans verður fermur rýni, útlistun til skilningsauka á verkunum. Höfundur er skýr og gagnorður og ritið gagnsamlegt. A Taste of Ireland. Irish Tradi- tional Food. Theodora Fitzgibbon. Period photographs specially pre- pared by George Morrison. J. M. Dent & Sons Ltd. 1968. 42s. Þeir, sem gaman hafa af göml- um Ijósmyndum og sérstæðum mataruppskriftum ættu að fá sér þessa bók og vitaskuld allir þeir, sem áhuga hafa á írlandi og irsk- um lifnaðarháttum. Bókin er smekklega gefin út og myndirnar eru skemmtilegar. Margar upp- skriftirnar hafa ekki birzt áður á prenti, höfundur hefur viðað þeim að sér frá einkaaðilum, og sama er að segja um myndirnar. Prent- un er ágæt og myndirnar skýrar, en á þvi vill oft verða misbrestur. The Tremor of Forgery. Patricia Highsmith. Heinemann 1969. 30 s. Inqham kemur til Túnis til þess að safna efni í kvikmynd og væntir samstarfsmanns síns eftir nokkra daga, en hann kemur ekki. Þá tekur Ingham að skrifa skáld- sögu, sem verður saga innan þeirrar sögu sem höfundur skrif- ar. Inntak sögunnar eru fjölmiðl- unartæki og samband manns við mann. Þetta er ágæt saga, vel skrifuð og dálítið meira en af- þreyingarefni. Höfundur hefur sett saman ágæta reyfara og læsi- legar skáldsögur og heldur sinu striki. Robert Musil. Helmut Gumtau. Köpfe des XX. Jahrhunderts — Band 45. Colloquium Verlag — Berlin 1967. DM 5.80. Musil lézt fordildarlaust árið 1942, þá flóttamaður í Sviss. Síð- an hefur hann orðið frægari flest- um austurrískum rithöfundum. „Der Mann ohne Eigenschaften" og önnur rit. hans eru talin meðal þess merkasta sem ritað hefur verið það sem af er þessari öld. 1 þessu kveri er ævisaga hans og inntak verka hans rakið og ástæð- an til þeirra. Höfundurinn hefur lagt sig mjög eftir verkum Musils og er meðal færustu manna til þess að tjá þau og þýðingu þeirra. Þetta er ein þeirra bóka sem koma út í bókaflokknum „Köpfe des XX. Jahrhunderts", þar sem fjallað er um þá menn, sem mót- að hafa tímabilið á jákvæðan hátt með verkum stnum og lífi. The Pratice of Criticism. D. H. Rawlinson Cambridge University Press 1968. 15/— Sumir segja, að nú á timum hafi gagnrýni og bókmenntasaga tekið hásætið frá bókmenntun- um. Fjöldi manna lætur bók- menntasöguna nægja, les um höfuðatriðin, en les þau sjálf aldrei. Höfundur segir í formála, að hann hafi sett saman bókina vegna þeirrar áráttu í bók- menntakennslu að myndbreyta Ferdinand including It Was. Louis Zukofsky. Jonathan Cape. Cape Editions 25. 1968. 7/6. Zukofsky er meðal merkari framúrstefnu skálda í Bandaríkj- unum. Hann hefur auk þess ritað prósa og er í þessu kveri að finna eftirtektarverðustu verk hans í þeirra grein. Hann ágætist fyrir nákvæmt orðaval og stuttleika í framsetningu. Knaurs Stilkunde I—II. Heraus- gegeben von Ursula Hatje. Droem er Knaur — Munchen/Zurich 1968. DM 9.60. Sjö listfræðingar skrifa þessa bók. Þeir segja sögu listarinnar á Vesturlöndum frá fornöld og fram á okkar daga. Höfundar leggja mikla áherzlu á . liststíl hvers tíma og tengja hann þjóð- félagslegum forsendum. Mynd- irnar tengjast textanum og eru valdar með það fyrir augum. Höfundar leggja meiri áherzlu á byggingarlist og listiðnað en oftast tíðkast í bókum sem þess- ari. Bækur af þessu tagi gefast margar og virðast nú á dögum eftirsóttar og auðveld söluvara, margar þessara bóka eru upp- tugga úr öðrum eða samsuða úr ýmsum verkum og gera mynd- irnar sitt til þess að auðvelda söluna. i þessu riti er stílsagan rakin í stórum dráttum og öllum ætluð, sem eru á annað borð læsir. Bókalisti fylgir, efnisyfirlit og myndaskrá. Was auf der Hand lag. Gedichte. Dieter Fringeli. Mit einem Nach- worth von Karl Krolow. Walter- Verlag 1968. Krolow segir í eftirmála, að nú sé ekki lengur hægt að fela lé- lega lyrik í skrúðgarði rímsins, sýndarmennskan í rími útlæg hjá þeim nútímaskáldum, sem bezt yrki. Fringeli er ungur maður, fædd- ur 1942. Ljóð hans eru mjög ein- föld að gerð og sum virðast við fyrstu sýn fremur billeg, en þegar betur er lesið sigrar tærleiki þeirra. Höfundur fer mjög varlega með orð og óhófleg orðanotkun finnst ekki á srðum bókar hans. Sum þessara kvæða bera í sér eðli málsháttarins, stuttaraleg, knöpp og minnisstæð. Walter forlagrð gefur út í útgáfunni Walter-Drucke valin rit yngri og eldri höfunda, útgáfan er smekk- leg og upplag takmarkað. Sam- tals eru nú komin út 15 bindi frá 1964. The Mind and Work of Paul Klee. Werner Haftmann. Faber and Faber 1968. 16/— Klee er mesti galdramaður meðal listmálara það sem er af þessari öld. Hann lézt 1940 og síðan hefur hróður hans farið sí- vaxandi. Hann reyndi að tjá frumdrætti þess sem býr í sálar- djúpum hvers einstaklings. Ný heimssýn hans lauk upp veru- leika, sem hafði ekki verið tjáð- ur áður, þess vegna er Klee einn þeirra, sem hefur víkkað og stækkað veröldina og jafnframt aukið skynjun mannsins. Haft- mann rekur skoðanir og hug- myndir listamannsins i ellefu köf'um, allt frá dvöl hans í Múnchen og til þess að hann hveríur til Sviss. Ritið er eitt þeirra, sem allir dáendur Klees hljóta að lesa. Myndir fylgja. Bók- in er einnig gefin út bundin. The Works of Shakespeare. Edited by John Dover Wilson. King Lear ed. by George lan Dut- hie and John Dover Wilson. The Winter’s Tale ed. by Sir Art- hur Quiller-Couch and John Dover Wilson. Cambridge Uni- versity Press 1968. 10/— „The Paperback New Shakes- peare" Cambridge útgáfunnar er Ijósprentuð óbreytt eftir útgáf- unni, sem hófst 1921. I hverju bindi er texti leikritsins prentaður, athugagreinar og skýr- ingar fylgja, útgefendur eða út- efandi ritar ýtarlegan inngang og leiksaga leikritsins er rakin og auk þessa er orðalisti með skýringum sjaldgæfra orða eða erfiðra setn- inga. Leikritin eru einnig til á hljómplötum frá Argo í Lundún- um. Dying. John Hinton. Penguin Books 1967. 3/6. Höfundur hefur mikla reynslu í því að sinna og umgangast sjúklinga, sem þjáðust af ólækn- andi sjúkdómum. Hann lýsir í þessu kveri tilfinningum og reynslu þeirra sem liggja á bana- beði. Höfundur lýsir afstöðu sjúklinga gagnvart dauðanum, óttanum, og gefur góð ráð um hvernig brugðizt verði við slíku. Trúin á annað líf og kórrétt kristni mildaði brodd dauðans fyrrum og gerir enn, en fyrir þá, sem eru annarrar skoðunar verð- ur að hafa önnur ráð. Höfundur telur að allur feluleikur í sam- bandi við dauðann hljóti alltaf að misheppnast, raunsæi, samúð og skilmngur gildi þá fyrst og fremst. Ancient & Mediaeval Sculptured Stones og Islay. W. D. Lamont. Oliver & Boyd 1968. 30/— Islay liggur við vestúrströnd Skotlands og þaðan er skammt til Irlands. Fyrir sjötíu árum kom út merkileg bók um grafna og höggna steina, sem finnast þar á eynni, höfundurinn var R. C. Graham Þar eru tíundaðir út- höggn'r steinar frá fornöld og mið öldum. Fjöldi þessara steina eru legsteinar. W. D. Lamont hefur rannsakað þessa steina að nýju og flokkað þá og kerfað niður og hann hefur haft aðgang að síðari tíma rannsóknum svo að það sem var ólióst i bók Grahams verður Ijóst í þessari. Það verður Ijóst að mikilla áhrifa gætir á gerð stein- anna frá steinsmiðum og högg- stíl á irlandi og Norður-Englandi. I bókarlok eru 35 myndasíður. Bókaskrá og athugagreinar fylgja. Selected Poems — Yves Bonnefoy Translated by Anthony Rudolf. Cape Editions 24. Jonat han Cape 1968. 7/6. Bonnefoy er af flestum talinn merkastur yngri skálda á Frakk- landi nú á dögum. Hann hefur ritaö um listaheimspeki, er gagn- rýnandi og hefur þýtt nokkur leikrit Shakespeares með ágæt- um á frönsku. Skáldið hefur sjálft valið þau kvæði sín, sem hér birtast til þýðingar og eykur það gildi kversins. Ljóð hans lyrískar hugreriningar um mannlega við- leitni, ástir og sorgir, tré, strend- ur, nóttin og festingin eru bak- grunnur margra Ijóða hans. Hann byggir sum Ijóð sín upp líkast mál verki en málsnilli hans er aðall skáldskapar hans ásamt hófsemi og næmleika. Útgefendur Cape Editions birta ýmis rit, sem telja má tii þeirra merkustu, eða úrvöl úr ritum erlendra höfunda þýdd á ensku. i þessu kveri er franski textinn prentaður við hliðina á þeim enska. Bækur frá Bonniers E.IM. Tigerstedt: Dante. Tiden, Mannen, Verket. Albert Bonniers Förlag, Stockholm, 1967. Höfundur þessarar bókar er prófessor í bókmenntasögu við Stokkhólmsháskóla og einn af kunnustu bókmenntafræðingum lands síns. Enda þótt þessi bók sé byggð á miklum lærdómi um skáldskap Dantes og heim- spekilegu, stjórnmálalegu og sögulegu inntaki hins guðdóm- lega gleðileiks, er þetta síður en svo þurrt fræðirit. Höfundur leit- ast fyrst og fremst við að kynna lesandanum helztu niðurstöður og athuganir Dantefræðinga og þá fyrst og fremst hvern skilning nútímafræðimenn ítalskir leggja í Dante og verk hans; er aftast í bókinni umfangsmikil bókaskrá þar sem vísað er til helztu rita um Danterannsóknir og gerð þar nokkur grein fyrir efni þeirra. I bókaskránni er fylgt sömu að- greiningu viðfangsefnis og í bók- inni sjálfri. Eru í fyrsta og öðrum kafla gerð stuttlega en ýtarlega grein fyrir samtíma Dantes og per sónulegri ævisögu hans, en meg- ináherzla bókarinnar er lögð á rannsóknir á Gleðileiknum sjálf- um. Er þar bæði um að ræða bók- mennlalega greiningu textans svo og bókmenntasögulega stöðu verksins. Bókin er prýdd fjölda mynda af listaverkum sem allar snerta á einhvern hátt skáldið Dante og sögu hans. Agne Hamrin: Italiens lev- ande landskap. Albert Bonn- iers Förlag, Stockholm, 1967. Agne Hamrin, sænskur menintamaður og fréttaritari m. a. fyrir dagblaðið Dagens Ny- heter í Stokkhólmi, hefur ver- ið búsettur á Ítalíu í fjölda ára og sikrifað þaðan margar bælk- ur. Hanin er gagnikuniniugur róm verskri og ítalskri sögu og memningu, og í þessari bók greinir hann skemimtilega frá ferðalögum í ýmsar sögufræg- ar byggðir lan-dsins m.a. fetar hann í fótspor Hórasar í ferð til Brindisi og kan-nar þá ítal- íu sem Dante þekkti og notaði sem umihverfislýsimgu í hinitim mikla Gleðileik síinium. Þekk- inig höfundar á skáldskap og sögu landsi'ns gæðir nútíma- lýsinigar hans á þessuim héruð- um óvenjulegum þokka. Johannes Edfelt: Votivtavl- or. Bonniers, Stockholm, 1967. Ljóðskáldið Johanines Edfelt nýtur aðdáuinar fyrir ljóðaþýð- ingar sínar á sænsku, og eru afköst hans á því sviði orðin ærin. Ei-nfcum hefur hann lagt sig eftir þýzkri Ijóðagerð enda þótt hann hafi einnig femgizt við þýðingar á engkum og ame- ríSkum ljóðum. Votivtavlor er safn ljóðaþýðiniga úr ýmsum áttum og Skipa þar þýzk ljóð- skáld mest rúm, Schiller, Goethe og Hölderlin eiga hér ljóð í sæmskum búningi Edfelts ásamt mörgum fleiri þýzkum skáldum, bæði liðntum og lífs. Einndg eru ljóð eftir t.d. Ez-ra Pound og fleiri endkumælandi Skáld. Þetta er stranigpersóniu- legt úrval Edfelts sjálfs á er- lendurn ljóðum og munu engin önnu-r isjónarmið hafa ráðið ljóðavali, að því er hann segir í eftirmála. Öll bera þessi ljóð vott um listrænt hand- bragð Edfelts og fágaðan ljóða smekk hans. Lars Ulvenstam: TV. Dum- burk eller váckarklocka, Bonniers, Stockholm, 1967. Höfundurinn, sem er starfls- rnaður sænska sjónvarpsins og fjallar þar aðallega um ýmis meniningarmál, ræðir í þessari bók hlutverk sjónvarps í sam- félagin-u og möguleika þess um fram önnur fjölmiðlunartseki. Höfundur flytur mál sitt að nokkru á grundvelli rannsókna og viðræðna um sjónvarpsrekst ur sem átt hafa sér stað í öðr- um löndum, og samhæfir þau sænskum sjónarmiðum. Ulven- stam hefur trú á sjónvai'pi til eflingar lýðræðislegs verð- mætamats á sviði félagsmála og menningarmála, og ræðir um afleiðinigar þessa og ábyrgðina sem á herðum sjó-nvarpsstjórn- enda hvílir. sv. j. 29. júnií 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.