Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1969, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1969, Side 1
SIGURÐUR NORDAL: Þessi grein var — eins og vikið er að á einum stað í henni sjálfri — birt í Afmælisriti því, sem Jóni prófessor Helgasyni var fært í heiðursskyni, er hann varð sjötugur, 30. júní s.l. Hún er hér endurprentuð, með öllu óbreytt, fyrir tilmæli ritstjóra Lesbókarinnar. Boðskapur Kristjáns konungs átt- ur.da um fulltrúaþing á íslandi, frá 20. maí 1840, er í senn afdrifaríkur og furðulegur tilburður í sögu íslendinga. Fram að þessu hafði ekki blásið byr- lega fyrir tillögum um sérstakt þing á ísiandi, er samsvaraði stéttaþinguiium dönsku, og konungur hafði einum níu dögum áður, 11. maí, fengið í hendur álit kanzellísins um fulltrúa íslands á stéttaþingi Eydana. í boðskap sínum er eins og konungur geri sér leik að því að virða þá umsögn að vettugi. Honum er ekki nóg að gera úrskurð um sér- etakt ráðgjafarþing á íslandi, heldur skipar fyrir að at'huga, hvort ekki sé „réttast að nefna fulltrúaþingið Alþing og eiga það á Þingvelli eins og Al- þinig hið forna og laga eftir þesisu hiinu forna þingi, svo mikið sem verða má“. Þó að skynsamlieg rök væru fyrir því, að fslendingum væri óhægt og gagnslít- ilð að hafa fulltrúa á dönsku stéttia- þingi, virðist það algjörlega óraunlhæf hugmynd að sníða íslenzkt ráðgjafar- þing eftir Alþingi þjóðveldisins. Hvað sem hugsað hefur verið um þennan boð- skap honum til skýxingar, verður hann jafnan líkastur því að vera ekki annað en konunglegur duttlungur. Þess má minnast, að Kristján Frið- rik hafði innan þrítugs verið kjörinn konungur Noregs og átt þá mikinn þátt í stórum atburðum. En eftir að hann varð að hverfa aftur til Dammerkur, átti hann í 25 ár að búa við smásmugult ráðríki Friðriks konungs sjötta, frænda síns, maut lítilla metorða og heldur kuldalegs atlætis. Ef til vill hefur þessi boðskapur, sem hamin gaf út, áður en misseri var liðið frá valdatöku hans, verið honum eins konar fróun eftir þetta tímabil, — vottur þess, að nú væri hann orðinn einvaldur. Þess hátt- ar ráðstöfun um fsland var áhættu- rninni og ólíklegri til alvarlegs ágrein- ings við ráðgjafa hans en verulegar breytingar á stjórnadháttum í Dan- mörku sjálfri. Annars má láta sér til hugar koma, að þarna hafi gætt persónulegra áhrifa eins manns, fram yfir það, sem menn hafa gert sér ljóst, og þau séu aftur runnin af undarlegri rót. Ebenezer Henderson, erindreki Hins brezka biblíufélags, dvaldist á íslandi á árunum 1814—15, tók svo miklu ást- fóstri við landið, að hann skírði einka- barn sitt Thuliu (dregið af Thule), og dáðist mjög að þessari fátæku þjóð fyr- ir menntun almennings, guðrækni og góða siði. Hann gaf út mikla bók um þessa fslandsdvöl, sem prentuð var í tveiimiuir bindum 1818 og tileinikiuð Kriist- jáni Friðrik með leyfi hans. Ekki er ófróðlegt að tafca eiftir því, að í tileink- un sinni ávarpar Henderson prinsinm „konunglega tign“ (Royal Highness) þó að Friðrik sjötti gæfi honum ekki þá nafnbót fyrr en sjö árum síðar. Henderson var í Danmörku bæði fyrir cg eftir fslandsvistina og eignaðist þar marga mikils háttar vini. Einm þeirra var Holstein greifi, sem seinna varð til þess fyrstur manna og á undan Bald- vini Einarssyni að mæla með ráðgjafar- þingi á íslandi. Hér fór sem oftar, að hlustað var með sérstakri athygli á orð stórþjóðarmanmisims. Þótt árið 1840 væri langui tími liðinn frá samfundum þeirra Kristjáms, hafa þeir sennilega orðið prinsinum minnisstæðir, enda Ferða- bókin honum sífellt handbær, meðal annars til upprifjunar þess, sem þar er sagt um Alþingi. Síra Ámi Helgason segir um Hend- erson í bréfi frá 1814: „Þessi maður er mjög ortodox og hátt upp í það vand- fýsa með útvortis guðhræðislu; góð mann eskja held eg hann sé þar hjá, og vel lítur hann út.“ En góðmennska Hender- sons gilti ekki nema „þar hjá“, ekki þegar um trúarskoðanir var að ræða. Eftir þeim skiptir hann íslenzkum Sigurður Nordal segir í grein sinni, að á þessari mynd sé Jón Sigurðsson eingöngu mannlegur. klerkum greinilega í sauði og hafra. Þótt hann minnist varla beinlínis á Magnús dómstjóra Stephensen, svo að hann komst hjá því að fara um hann horðum orðurn, hefur hann ekki ver- ið í vafa um, að einmitt hann var högg- ormurinn í aldingarðinum, háskalegasti frumkveði skynsemishyggju og vantrú- ar á íslandi. Hefur síra Jón lærði í Möðrufelli getað frætt hann um þetta manna bezt. Henderson neyddist til að hafa vetur- setu í Reykjavík, milli tveggja ferða- sumra sinna, en undi sér þar nauðailla. Honum fannst hún verstur staður á ís- landi, menningansniauð og bæjarbragiur- inn afleitur. Honum blöskraði aðbúnað- ur sveitabænda í kauptíðinni og sú lít- ilsvirðing, sem þeim var sýnd af kaup- staðarbúum. Til samanburðar hugsaði hann til þess, sem hann vissi um Al- þingi hið forna og óbrotinn höfðings- svip þess. Þótt honum fyndist Þingvöll- ur hrikalegur og hyldýpi gjánna jafn- vel hræðilegt, hugsaði hann um, að stað- urinn auk hinnar sögulegu helgi væri nógu afskekktur til þess að bægja frá samkomum þingsins óþjóðalýð og spill- ingu. Hann segist ekki hafa rætt um atnám Alþingis við nokkurn íslending, sem hafi ekki fordæimt þá ráðstöfuin, — og „við sorg þeirra yfir henni hafi að- eins eitt getað jafnazt: gremjan yfir því að einn samlandi þeirra skyldi hafa verið valdur að þessari breytingu.“ Þótt ekki megi væna Henderson um að fara vísvitandi með rangt mál, verð- ur varla öðru trúað en honum hatfi vax- ið hvort tveggja fullmikið í augum, söknuðurinn eftir Alþingi og gremjan yfir afnámi þess. Ef litið er á svip þess undir lokin, sem almenningi stóð enn þá um 1814 nærri að minnast, t.a.m. blaðað í Acta yfirréttarins 1751—96, gat af- námið tæplega verið hverjum íslendingi saknaðarefni, nema róið væri undir svar hans af spyrjanda. Ljómi Alþingis hins forna fór naumast að eyða skuggunum aí niðurlægingu þess fyrr en Baldvin Einarsson kom til sögunnar, og samit skrifar Tómas Sæmundsison í bréfi fxá haustinu 1834: „Ekkert talast um Al- þing hér til lands“. Hvort sem menn gerðu sér meiri eða minni grein fyrir hlut Magnúsar Stephensens í afnámi þingsins, var þetta ýkt honum til ámæl- is af mönnum, sem voru persónulegir fjandmenn hans af allt öðrum ástæðum — eins og t.a.m. Bjarni Thorarensen, ei hann kallar Magnús „morðingja" Al- þingis, — reyndar í bréfi til Baldvins frá 1831. En tæpast er efamál, að allt sem Henderson segir — og með áhrifa- miklum hætti, — um dýrð hiinis fomia þings, söknuð og gremju íslendinga, er litað annars vegar af óbeit hans á Reykjavík og þó að líkindum enn meir af andúð hans á Magnúsi Stephensen. ★ ★ ★ c LJ vo mikil fagnaðartíðindi sem al- þingisboðskapur Kristjáns konungs var öllum Íslendingum, sem um þjóðmál hugsuðu, gat vissulega brugðizt til beggja vona, hvað þeim yrði úr honum. Það má heita nokkurn veginn einrómn skoðun flestra samtíðarmanna Jóns Sig- uiðssonar og íslendinga eftir hans dag, Fram/hald á bls. 10.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.