Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1969, Qupperneq 9
Auli frá Sleðbrjót.
styttri on grænlenzki hundur-
inn. Þykkur ullarlagðux er í
feldinium og má kemba lagðinn
þegar hár fellur. Feldurinn er
óavikinn, hárin löng og skin-
andi, og ber keim af bjarndýrs-
feldi. Litbrigðin eru venjulega
hvít: gulleitt og brúndoppótt,
en sjaldnar svört. Aðeins einu
sinni hef ég séð hreinræktað
svart kyn á íslandi. Frampart-
ur skepnunnar er merkilega
þroSkaður, samanborið við aft-
urpartinn, sem er rýr og grann
ur. Að því er útliimi snertir er
sami munur á íslenzkum og
dönslkum hunduim og er á hest-
um þessara þjóða. íslenzka kyn-
ið er smærra, framparturinn
sterkbyggðari, en afturpartur-
inn veikbyggðari, og á það
jafnt við um hesta og hunda.
Þetta tel ég sanna, að íslenzki
hundurinn og eins bróðir hans,
hesturinn, hafi séreinkenni
fjalladýra, sem vanizt hafa
hættulegum stöfckum í bröttu
fjalllendi um þúsundir kyn-
slóða. En dönsku hundarnir og
hestarnir eru dýr sléttlendis.
Áberandi fitjar eru milli tánna
á íslenzka hundinum, og hann
syndir miklar jökulár á töfr-
andi hátt.
Hausinn er smámjókkandi og
jafnvel fleygmyndaðri en á
grænlenzJka hundinum. Augun
eru stór, greindarleg og mjög
lífleg. Þau eru séreinkenni þess-
ara og annarra fjallahunda að
þeir sjá og heyra merkilega vel
en hinsvegar eru þeir ekki eins
lyktnæmir og hundar sléttlend-
isins.
Eyrun — og hér er komið að
einhverju merkjanlegasta sér-
kenni kynsins — ættu að geta
verið algjörlega upprétt, þann-
ig, að þegar dýrið leggur hlust-
irnar við, eins og það gerir
alla jafna utan dyra, lafi ekki
millimeiferi af þeiim. Keiluliöguð
og finloðin eyruin eru þá stíf
eins og á hesti. Á miklum meiri-
hluta hunda á íslandi eru
eyrnasneplarnir lafandi þótt
„eyrun séu sperrt“ og sést því
strax, að þeir eru kynblending-
ar.
Á hreinræktuðum dýrum fell-
ur fleygmyndaður hausinn sam-
an við fallegan, breiðan og úf-
iinn maklkann, sem rís eins og á
bjarndýri. Aftan við eyrun rís
hann eins og prestakragi þegar
dýrið beygir hausinn. Skrokk-
urinn er smámjókkandi og lær-
in eru mjög smávaxin eins og
fyrr getur. Rófan ætti að vera
mjög loðin og hringa sig upp á
bak eins og úrfjöð-ur, og hár-
ið ætti að skipta sér neðanvert
á henni.
Á íslanhi þekkist hreinrækt-
að íslenzkt hundakyn frá kyn-
blendingunum á eyrumuim, makk
anum og rófunni.
Minna ber á makka og rófu
tíkarimmar, og er hún yfirleitt
mun minni.
Þykkur hárvöxtur um rass-
inn er enn ein prýði þessara
dýra. Lítill spori er á hverj-
um framfæti og vel þroskaðir
tvöfaldir sporar á afturfótum.
Ljósmyndin sýnir þenman
ágæta líkamisvöxt ekki fullkom-
lega, með því dýrið er allt of
líflegt til að standa kyrrt.
Hundurinn minn gerir betur að
standa kyrr, en þó sést ekki
nema hið sterklega brjóst.
Feldurinn gerir hundinum
mögulegt að þola hörðustu vet-
ur, og þeir kunna bezt við sig
í snjó og leika sér í honum.
Fyrsta skiptið er ég sá Sám,
lá hann hringaður í skjóli fyrir
snjóbyl kl. 1 eftir miðnætti um
vetrarnótt, en stormurinn hvein
um hestinn og mig, oig snjó-
inn dreif um úfinn skrokk
hundsiins, sem svaf rólegur eins
og hann væri í bæli móður
simnar. Aldrei fær hundur þessi
lús ef hann _ er baðaður al-
mennilega. Ég held, að flær
þrífist ekki í þessum þykka
feldi. Satt að segja.hef ég aldrei
átt hund, sem var jafn laus við
fló og Sámur.
Hvað ge’ðsimunaeinikermi kyns-
ins áhrærir verð ég að fara
fljótar yfir sögu en ég vildi til
að eyða ekki of mifclu rúmi.
Hreinræktaður íslenzkur
hundur er mjög námfús og fljót
ur að læra vemjuleg brögð. Sem
fjallahundur er hann ákaflega
ratvís, og geifur það honium
jafn mikið gildi í stórborgum.
Eftir tveggja daga dvöl hér í
Höfn (en Sámur hafði aldrei
komið í stórborg áður), rataði
hann bæjiarenidanina á miili, en
við höfðum tapað hvor af öðr-
um, og beið hann mín, þegar ég
kom. Þegar hann er hryggur
(ef 'hanin er sikilien eifitir heima),
byrjar hann ekki að ýlfra eins
og bjáni, en hrimgar sig hljóð-
ur. Hann heldur lítt aftur af
sér á gleðistund, en sjaldan
þarf að árétta við hann og nær
aldrei skammast".
5.
S enimilLaga hafia þeir Jónas
Hallgrímsson og Þorsteimn Er
lingssion orkað rmeir í vemd-
un íslenzkra fugla en allir
fræðimenn og löggjafar til sam-
ans. Margir úr skáldahirðinni
hafa fært fáknum sínum verð-
ugan hróður, sumir klappað
kisu og enn aðrir opnað augu
fólks fyrir litlum lontum og fín-
gerðum fiðrildum, en emginn
nema skáldbóndinn á Bessa-
stöðum, Grímur Thomsen, gat
stuðlað íslenzka hundinn inn í
ísileinzikar bókmemntir þamn veg,
að vart verður af máð. Enda
skildi hann hunda öðrum frem-
ur eims og gleggst má sjá af
orðum hans í Dýravininum, sem
eru þessi:
„Hundar eru auðsjáanlega
ætlaðir af forsjóninni mannin-
um til fylgdar og skemmtumar.
Er maður því einn á ferð, þó
maður sé ríðandi, en enginn er
eirnin á ferð, sem hundiur fylgir.
.... Trúrri vin en góðan bund
á enigimin“.
Og svo fylgir kvæðið, sem
flestum mun kunnugt:
„Sá er nú meir en trúr og
tryggur
með trýnið svart og augun blá,
fram á sírnar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Hvorki vott né þurrt hamm
þiggur,
þungt er í skapi, vot er brá,
en fram á símar lappir liggur
líki bóndanis hjá.
Ef nokkur líkið snertir styggur
stinna sýnir hann jaxla þá,
og fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Til dauðans er hann dapur og
hryggur,
dregst ei burt frá köldum ná,
og hungurmorða loks hamn
liggur
líki bándains hjá“.
6.
En hverfum frá sögu og sí-
gildum bókmenntum. I nær-
fellt hálfa öld hefur ýmsum
mönnum verið ljóst að íslenzka
hundakyninu væri hætta búin:
íslenzki hundurinn kynni til-
tölulega fljótlega að tortímast
sem stofn. — Ég kann ekki að
rekja þá sögu, hver fyrstur
varð til þess að benda á þann
voða. —
Memn kunna að spyrja, hver
voðinn sé? — Sumurn eru hund-
ar amadýr og öðrum eru ís-
lenzkir hundar lítið umhugsun-
arefni.
Um hunda almenmt eða þeirra
tilverurétt eða rétt manna til
þess að eiga þá og halda ætla
óg ekki að fjölyrða. — Sumir
hafa áinæigju -af dýrum, t.d. kött-
um og kanarífuglum, — og
virðist það yfirleitt óátalið af
nágrönnum, — aðrir hafa sína
gleði af gljáfægðum hávaða-
sömum bílum og síkeður venju-
lega illindalaust. En greyin
virðast gjalda þess að þeir eru
bara hundair. — Alllf eru þetta
vissulega umgemgnisatriði í þétt
býli. —
Fyrir mér er kjarni málsiras
hins vegar sá, þótt til sérlund-
ax kunni að teljast, að íslenzki
hundurinin er eimin þeirna imn-
an við tíu tegunda_ spendýra
sem fyrirfinnast á íslandi. —
Fuglalíf er hér ekki sérlega
fjölskrúðugt, skordýr ekki
heldur og jurtagróður með þeim
hætti sem tíðkast í nábýli við
heimskautabauginn. Jafnvel teg
undir sjávarfiska eru ekki sér-
lega margbreytilegar. — Þetta
allt, með dálítilli viðbót jarð-
laga, jarðsögu, vegisummerkj a
eldiS'Umbrota og jökia er þó
það, sem við kölluim náttúru
landsins.
Átök elds og ísa taka aMir
og aftur aldir, og við ráðum
litlu um þá Sköpunar- eða
hrörnunarsögu. Um dýra- og
jurtaliíf giefium við e.t.v. komið
einhverju tii vegar; þótt etoki
sé ástæða til ofmetnaðar. Okk-
ur hefir þó tekizt að viðhalda
hreindýrastofnirium, oktour hef-
ur meira að segja enn lukk-
azt að halda arnarstofninum í
stað og þó heldur betur. —
Okkur hefur og hins vegar mis-
tekizt. — Það er að segja,
okkur tókst að leiða karakúl-
pest yfir landið og minkaplágu.
Aldauði íslenzka hundsins er
stórt skarð í fátæklegan garð
íslenzkrar náttúru. fslenzki
humdiurinn var viðriðinn
íslenzkt lamdmám erngu síð-
ur en forfeður okkar. Hann
hefur fylgt kynslóð eftir kyn-
slóð, verið nytsamur, trúr og
tryggur. Landið og þjóðin er
fátækari án hans.
Sjálfsagt er þetta í bili frem-
ur mietmaðax- en hagsmumaimál,
fjárhundurinn er ekki jafn
nauðsynlegur í dag og hann
var. — Svo gæti þó farið, að
íslemzkit hiundaeldi yriði arðvæn-
1
legt, en það er ekki mitt varn-
arsjónarmið. — Ég vil vernda
tegundina, — ekki bara frá
náttúrufræðilegu sjónarmiði,
heldux sem hluta íslenzkrar
náttúru, og ég leyfi mér að
segja íslenzkrar sögu.
Ég játa fúslega, að ég er
aðeins lei'kmaður, sem leyfir
sér að taka til máls um fag-
legt efni. Hins vegar hef ég
fylgzt vel með skrifum og at-
hugunum mér lærðari manna
um þetta áhugamál mitt, og vil
ég þar fyrstan nefna Pál Agn-
ar Pálsson yfirdýralækni, sem
árið 1960 sendi búnaðarþingi
langt og ýtarlegt erindi um
málið og benti því á að bjarga
yrði íslenzka hundinum áður
en hann fortímdist, og með þeim
áranigri að búnaðairþirug sam-
þykkti svofellda ályktun: „Bún
aðarþirig felur Búnaðarfélagi
íslands að fara þess á leit við
alþingi að það veiti Ingimar
Sigurðssyni krónur 50 þúsund
til þess að hreinrækta íslenzka
fjárhundinn." — Því miðux varð
ekkert úr þessu.
c
Oem oftar þurfti útlending
til að sjá borgið ísienzku miefin-
aðarmáli. — Mr. Mark Watson
kom til sögunnar. Hann hafði
eins og fleiri erlendir ferða-
menn heimsótt ísland vegna
niáttúruifegurðar, og í einum
slíkum leiðangri vaknaði áhuigi
hans fyrir íslenzka hundimxm.
Þetta mun hafa verið einhvem
tíma upp úr 1950. Aflaði hann
sér nokkurra íslenzkra hunda,
svo hreinræktaðra, sem kostur
var á, úr BreiðdiaiL, Jötouldal,
Tálknafirði og víðar að, og
setti á stofn hundabú í Nicasio
í Kaliforníu. Tókst honum með
ærnum kostnaðd og fyrirhöfn
að koma upp sæmHegum stofni
íslenzkra hunda, sem hann hef-
ur m.a, sýnit á alþjóðlegum
hundasýningum og hlotið fyrir-
hann viðurkenningu og verð-
laun. Síðar hefur stofn þessi
nokkuð gengið úr sér að sögn
vegna of náinnar blóðblöndun-
ar. En þó hefur Watson reynt
að endurnýja hann, og m.a. ver
ið hér á ferð í sumar og aflað
sér einhverra nýrra kynbóta-
dýra, svo að vonandi á þetta
brautryðjendastarf hans eftir
að hafa varanleg áhrif, jafnvel
eftir hans daga. — Að minnsta
kosti tel ég, að við íslendirag-
ar stöndum í verulegri þakk-
lætisskuld við Mark Watson
fyrir þessa viðleitni hans og
raunar fleira, sem hann hefur
gert og lýsir vináttuhug tH ís-
lands. Á ég þar t d. við hina
höfðinglegu gjöf hans til ís-
lenzka þjóðminjasafnsins á
fjölda frummynda enska forn-
fræðingsins og málarans Coll-
ingwoods.
8.
Hér heima hefur því mið-
ur enra smátt eitt verið unnið 1
þessum efnum. — Af tilviljun
hef ég slæðzt inn í það máL
Ástæðan var sú, að ég færði
það einhvern tíma í tal við vin
minin Matfehías Bjamasioin al-
þingisimann, að mig lanigaði til
að eignast íslenzkan hund og að
ég vissi, að það kyn væri enm
til sæmilega hreint fyrir vest-
an.
Það mun svo hafa verið 18.
dag desembermánaðar árið 1961
Klói.
17. áigúsit 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9